Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Um listina að gera alla dýrvitlausa í íslensku samfélagi

Um listina að gera alla dýrvitlausa í íslensku samfélagi

Stundum eru teknar svo afspyrnuvitlusar ákvarðanir í íslensku samfélagi að það mætti halda að þær séu teknar af hálfvitum, sem eru ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.

Ákvörðun Kjararáðs er frábært dæmi um slíka ákvörðun. Hún hefur hreinlega sett allt á annan endann, enda ekkert annað en blaut tuska framan í almenning og í raun gróf tilraun til þess að setja allt samfélagið á hvolf.

Hækkanirnar sem um ræðir eru allt að 45% og það sjá allir viti bornir menn að slíkar hækkanir hljóta að stinga í augun á fólki. Og til aðila, sem höfðu það ekkert sérstaklega skítt fyrir. Eða hvað?

Um daginn var ég í strætó á leiðinni á fund. Þá heyrði ég samtal ungrar konu við vinkonu sína. Stúlkan sagði vinkonunni það að hún ætti engan mat: ,,Ég er svöng," sagði hún og bætti við...,,ég á engan pening, en ég ætla að reyna að bjargar mér." Þetta var um miðjan október síðastliðinn og þessi unga kona orðin peningalaus þá þegar. Það var sárt að heyra þetta samtal á Íslandi árið 2016. En þessi stúlka er því miður ekki sú eina sem hefur þessa sögu að segja.

Allir þeir sem fengu feitu bitana frá Kjararáði þurfa ekki að hafa áhyggjur af hlutum sem þessum.

Svo hitti ég aðra konu í Bónus degi síðar, þar sem sem ég og meðframbjóðandi minn vorum að safna undirskriftum. Hún sagðist vera úr Hafnarfirði og í vor ofbauð henni ástandið og hóf að hefja matarsöfnun á Feisbúkk. ,,Síminn stoppar ekki hjá mér og það fer allt út hjá mér," sagði konan og tjáði mér að þörfin fyrir matargjafir  væri bara óstöðvandi.

Það er áhugavert að skoða ákvörðun Kjararáðs í þessu samhengi. Ráðs sem er tímaskekkja og ekkert annað en leifar af pólitíksu bitlingakerfi. Aðgerðir þess munu gera það enn erfiðara að bæta stjórnmálamenningu hér á landi og aukuvirðingu fyrir íslensku lýðræði og stjórnmálakerfinu í landinu, þar með talið Alþingi og alþingismönnum.

Ps. Eða er þetta samsæri Kjararáðs, til þess að láta nýjan forseta líta illa út? Það er svo önnur pæling.

Höfundur er gjaldkeri Dögunar, samtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni