Þessi færsla er meira en ársgömul.

Blóði drifinn draumur - seinni hluti: Menningarbylting og fleira

Blóði drifinn draumur - seinni hluti: Menningarbylting og fleira

Hér á eftir fer seinni hluti umfjöllunar minnar um glæpi Kommúnistaflokks Kína, en í fyrri hlutanum var helsta umfjöllunarefnið það sem kallast ,,Stóra stökkið." Nú er komið að því sem kallast ,,Menningarbyltingin."

Mikilvægur atburður  í sögu Kína sem vert er að staldra við kallast ,,Menningarbyltingin“ en hún stóð frá 1966 til dauðdags Maó, áratug síðar. En í raun á þessi bylting hinsvegar ekkert skylt við menningu, þar sem t.d. gríðarlegum menningarverðmætum var gereytt af stjórnlausum múg, sem Maó espaði í raun til illverka.

Skoða verður ,,menningarbyltinguna“ í ljósi ,,stóra stökksins“ – þetta hangir allt saman. Stóra stökkið var gjörsamlega misheppnuð efanhagsaðgerð og við það molnaði undan valdi Maó, sem að öllum líkindum var haldinn ofsóknaræði og gríðarlegu vantrausti gagnvart öðru fólki í kringum sig, nema áðurnefndum einkalækni.

En til þess að treysta aftur völd sín fann Maó upp hina svokölluðu ,,menningarbyltingu“. Af skrifum einkalækninsins má skilja að það hafi frekar verið tilviljun frekar en hitt og að Maó hafi nýtt sér ákveðnar aðstæður sem sköpuðust.

Eitt af aðal markmiðum hennar var ,,hreinsa“ kínverskt samfélag af öllum kapítalískum hugmyndum og öðru slíku, en vernda kommúnismann í landinu. Eitt af slagorðum ,,menningarbyltingarinnar“ var; ,,að gera byltingu er réttlætanlegt“. Kollvarpa átti öllu ,,gömlu“; gömlum siðum, venjum, hugmyndum og fleiru slíku, sem áltið var ,,borgaralegt.“

Til þess að framkvæma þetta var komið á fótum sérstökum sveitum ,,Rauðliða“ – sem allir flögguðu Rauða kverinu svokallaða, en það var lítil bók sem samanstóð af tilvitnunum og bútum úr ræðum Maó, mest prentaða bók í heimi, yfir einn milljaður eintök!

Menningarbyltingin var í raun risastór ofbeldis og ofsóknaralda, þar sem aðilar á vegum Maó eltu uppi, fangelsuðu og drápu fjölda þeirra sem þóttu ,,borgaralegir“ / ,,kapítalistar“ og annað slíkt. Kennarar, mennta og fræðimenn og embættismenn urðu sérlega illa fyrir barðinu á þessu ofbeldi. Í raun má ef til vill lýsa þessu ástandi sem borgarastyrjöld, sem stóð yfir í heilan áratug!

Þó er talið að helsti tilgangur hennar í huga Maó hafi verið að ná sér niður á pólitískum andstæðingum sínum, meðal annars verðandi leiðtoga Kína, Deng Xiaoping, sem var ,,hreinsaður“ í menningarbyltingunni, en komst síðar aftur til valda árið 1977. Velgengni Kína í dag er að stærstum hluta honum að þakka.

Nokkur fjöldamorð voru framin á tíma Menningarbyltingarinnar og mannát fyrirkom. Þá voru ýmsar fylkingar sem börðust hvor við aðra og almennt má segja að allsherjar upplausn hafi ríkt í landinu á þessum tíma. Talið er að allt að 20 milljónir manna hafi týnt lífi í þessu stjórnleysi.

Þá voru gríðarleg menningarverðmæti kerfisbundið eyðilögð, en Kína á sér mjög langa og merka sögu. Til að bæta gráu ofan á svart, þá varð eitt mesta stífluslys sögunnar í Kína árið 1975, þegar tugir stíflna í landinu brustu og olli þetta gríðarlega tjóni og mannfalli.

Það má því segja að á tæplega 30 ára valdaferlí sínum hafi Maó-formaður (eins og hann var ávallt kallaður) ollið dauða jafnvel tuga milljóna manna og staðið fyrir aðgerðum sem verða að teljast gjörsamlega misheppnaðar.

Á yfirborðinu mikill kommúnisti og á móti öllu sem kallast ,,kapítalískt“, en skemmti sér svo á kvöldin við að horfa á bandarískar og vestrænar kvikmyndir! Hann lést 9. september árið 1976, 83 ára að aldri. Sumir lýsa Maó einfaldlega sem ofbeldisfullum sadista og einstaklingi án allrar meðaumkunar. Þá er hann talinn hafa verið nánast kynferðislega óseðjandi og talinn hafa sængað hjá fjölda kvenna, mörgum mjög ungum. Hann átti erfitt með svefn og þurfti einkalæknir hans að dæla í hann lyfjum til að kallinn gæti hvílst. Eiginkona hans var hugsjúk og ímyndaði sér stöðugt að eitthvað væri að henni.

En Maó lifði í vellystingum á meðan þjóð hans svalt, maturinn ofan í hann var sérframleiddur og bjó hann í glæsihúsum á kínverskan mælikvarða þegar hann ferðaðist um landið. Hann leið ekki hungur á valdatíma sínum.

Undir lokin á ferli hans var kapítalisminn hinsvegar byrjaður að hreiðra um sig í landinu og ráðamenn sennilega búnir að gera sér grein fyrir að kommúnismi gengur ekki upp sem framleiðslufyrirkomulag, enda öll ríki sem hafa haft hann að leiðarljósi, annahvort gjaldþrota eða á vonarvöl (t.d. N-Kórea, Hvíta-Rússland, Kúba). Í Kína í dag er rekið eitt hákapítalískasta efnahagskerfi sem til er í heiminum, enda hafa fjöldaframleiddar vörur frá Kína flætt yfir Vesturlönd á undanförnum áratugum, vestrænum neytendum til ómældrar ánægju.

Kínverskt vinnuafl er eitt hið ódýrasta í heiminum og Kína náði því Vesturlöndum aðeins með því að innleiða kapítalisma að vestrænum hætti.

Tíbet innlimað

Til viðbótar þeim hörmungum sem fjallað hefur verið um í þessum greinum mætti líka nefna innlimun Tíbet í Kína um og eftir árið 1950, í kjölfar innrásar Kínverja. Síðan þá hefur kerfisbundið verið reynt að útmá tíbetska menningu. Talið er að tugir þúsunda Tíbeta hafi fallið síðan þá í ýmsum átökum, mótmælum og fleiru. Gríðarleg menningarleg skemmdarverk hafa verið unnin.

Einnig mætti nefna fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar árið 1989, en þá var sjálfsprottin lýðræðishreyfing námsmanna og almennings brotin á bak aftur og talið að minnsta kosti þúsund manns hafi verið drepnir, sumir nefna enn hærri tölur, en í anda sanns alræðis hafa marktækar tölur aldrei verið birtar og er þetta því enn umdeilt. Þess má geta að ein frægasta fréttaljósmynd sem tekin hefur verið, var tekin á torginu árið 1989 og kallast ,,Tank Man." Hér er myndband frá þeim atburði.

Hong Kong kramin

Þá verður meðferð ráðamanna kínverska kommúnistaflokksins á íbúum borgarinnar Hong Kong sífellt verri, en Kína tók við nýlendunni af Bretum árið 1997. Fram að því var Hong Kong blómstarandi borgríki. Nú er kerfisbundið verið að mylja sundur það frelsi og lýðræði sem áður ríkti í Hong Kong og sérstök öryggislög hafa verið sett. Í skjóli þeirra er byrjað að handtaka, dæma og fangelsa fólk.

Við skulum átta okkur á því að megin markmið Kommúnistaflokks Kína er að halda völdum og koma í veg fyrir og bæla niður andóf gegn flokknum. Og til þess eru allar aðferðir notaðar, meðal annars að ráðast gegn fjölmiðlum, en fyrir skömmu lokaði dagblaðið The Apple skrifstofum sínu og hætti að koma út eftir að helstu stjórnendur þess höfðu verið handteknir eftir árás lögreglu. Blaðið var helsti boðberi lýðræðis og frjálsra skoðanskipta í Hong Kong.

Til viðbótar þessu má svo einnig nefna fréttir af kúgun Úígúra, en þeir eru minnihluti og múslímar í Kína.Talið er að af 11 milljónum séu um ein milljón í haldi í fjölda fangabúða í Kína, eða það sem kallað eru ,,endurmenntunarbúðir.“ Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa meðal annars fjallað um þetta og flokka sem glæpi gegn mannkyninu. Allskyns fanga og þrælkunarbúðir hafa lengi verið til í Kína, kallast ,,Laogai.“

Þó segja megi að Kína hafi á síðustu áratugum framkvæmt efnhagslegt kraftaverk og lyft hundruðum milljóna úr fátækt, hefur kostnaðurinn við kommúnismann verið gríðarlegur og að mörgu leyti einungis til að tryggja völd örfárra einstaklinga.

Það er ljót saga en ekkert af þessu nefnir sendiherra Kína á Íslandi í lofgrein sinni, enda ef hann hefði gert það, þá hefði sennilega beðið hans fangelsisvist í heimalandinu. Þannig virkar nefnilega alræðið.

Verður Xi forseti til dauðadags?

Núverandi leiðtogi Kína, Xi Jinping hefur verið við völd frá 2013 og búið er að breyta stjórnarskrá landsins þannig að hann geti verið við völd að eilífu, öllum takmörkunum á valdatíð forsetans hefur verið aflétt. Þá hefur ,,hugsun Xi Jinping“ verið bætt við opinbera hugmyndafræði landsins, rétt eins og ,,hugsun Mao Zedong“ var leiðarljós þjóðarinnar á sínum tíma. Sú ,,hugsun“ varð þjóðinni dýrkeypt.

Og rétt eins og Mao hefur Xi gefið út bók, ,,Stjórnun Kína“, þar sem ræður og greinar eftir hann eru birtar. Í bók númer tvö (af þremur) ræðir hann t.d. ,,sósíalískt réttlæti“ en í því felst að allir séu jafnir fyrir lögunum (rétt eins og á Vesturlöndum). Þá segir Xi að hlusta verði á þarfir fólksins. Með tilliti til þess sem nú er að gerast í Hong Kong gæti þetta ekki verið meiri þversögn.

Kína og Bandaríkin eru mestu efnhags og herveldi heimsins og togstreita á milli þeirra hefur vaxið á síðustu árum. Bandaríkjamenn hafa átt og eiga sér sinn ,,ameríska draum“ þar sem einstaklingar, fyrirtæki og samfélag eiga að geta vaxið og dafnað í skjóli frelsis og án allra hafta eða þvingana.

Kínverjar eiga sér líka ,,hinn kínverska draum“ sem Xi Jinping talaði fyrst um í ræðu í nóvember árið 2012 og sem fylgt var eftir með útgáfu fjölda áróðursplakata.

Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um hvað þetta hugtak í raun þýðir, en sumir vilja meina að þetta snúist í raun um að Kína verði öflugasta ríki heims. Og vissulega eru þeir nálægt því markmiði, Kína stendur í dag fyrir um 16% af allri framleiðslu á heimsvísu, en þessi tala var 4% fyrir um hálfri öld síðan. Það er kannski, þrátt fyrir allt, ákveðið stökk.

Alræði er kúgun. Á 20.öldinni fengum við nokkur alræmd dæmi um alræði; fasismi á Ítalíu, nasismi í Þýskalandi, kommúnismi í Rússlandi/Sovétríkjunum/A-Evrópu, Kambódíu, Víetnam, Kúbu og víðar. Kommúnisminn hrundi í kringum 1990, en ,,þrjóskast“ þó við í nokkrum ríkjum, t.d. glæparíkinu Hvíta-Rússland. Mannréttindabrot eru daglegt brauð í ríkjum kommúnista og skoðana og tjáningarfrelsi heft. Frelsi til orðs og æðis er einstaklingum eðlislægt, það er ekki hægt að bæla nema með ofbeldi og kúgun.

Mynd: Mao með fulltrúa Rauðu varðliðanna á Torgi hins himneska friðar árið 1966, við upphaf Menningarbyltingarinnar, en á innfelldu myndinni er risastór mynd af Maó sem trónir enn yfir torginu. Báðar myndir frá Wikipedia Commons.

Helstu heimildir:

The Private Life of Chairman Mao, eftir Li Zhi-Sui

Svartbók kommúnismans, ýmsir höfundar

Governing China (vol.2) eftir Xi Jinping

Fréttavefur BBC

Wikipedia

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Lex­i­kon Put­in­or­um-Ór­ar Pútíns

Hér get­ur að líta Lexí­kon Put­in­or­um, al­fræði­orða­bók pútín­ism­ans en þar leika ór­ar (og ár­ar) Pútíns lyk­il­hlut­verk: Banda­rík­in: Vond ríki enda standa þau í vegi fyr­ir að Rússlandi nái sín­um ginn­helgu mark­mið­um, þar að segja ef Trump er ekki for­seti (sjá "Trump"). Einnig eru þau svo óforskömm­uð að vera Rússlandi langt­um fremri hvað tækni áhrær­ir. Það er svindl því Rúss­land á...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...

Nýtt á Stundinni

Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
FréttirHvalveiðar

Eft­ir­lits­mað­ur send­ur um borð í hval­veiði­skip­in

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur sett reglu­gerð sem kveð­ur á um eft­ir­lit með hval­veið­um. Fiski­stofa mun senda starfs­mann um borð í hval­veiði­skip sem fylg­ist með og tek­ur upp mynd­bönd sem síð­an verða af­hent dýra­lækni Mat­væla­stofn­un­ar til skoð­un­ar.
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Fréttir

Fast­eigna­skatt­ur á lúxus­í­búð­ir á skjön við kaup­verð

Kaup­verð lúxuseigna sem auð­menn­irn­ir Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og Ró­bert Wessman hafa sýsl­að með end­ur­spegl­ast ekki í fast­eigna­mati á þeim. Fast­eigna­skatt­ar geta ver­ið hundruð­um þús­unda króna lægri en ef mið­að væri við kaup­verð þeirra.
Ísland, hér kem ég
Tania Korolenko
ReynslaDagbók flóttakonu

Tania Korolenko

Ís­land, hér kem ég

Tania Korolen­ko er ein þeirra hundruða Úkraínu­manna sem feng­ið hafa skjól á Ís­landi vegna inn­rás­ar Rússa. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína hing­að til lands og líf­ið í nýju landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fá að fylgj­ast með.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Fréttir

Vant­ar fleira fólk ut­an EES í ferða­þjón­ust­una

Víða í at­vinnu­líf­inu er skort­ur á starfs­fólki og helm­ing­ur stærstu fyr­ir­tækja seg­ir illa ganga að manna störf. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir að auð­velda eigi grein­inni að byggja aft­ur upp tengsl við er­lent starfs­fólk sem glöt­uð­ust í far­aldr­in­um.
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
Flækjusagan

Horf­ið til him­ins: Það er von á súpernóvu!

En verð­ur hún hættu­leg?