Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Fiskar sá sem rær (um Miðflokkinn og Báknið)

Fiskar sá sem rær (um Miðflokkinn og Báknið)

Það er nauð­syn­legt fyrir hvern kaptein að hafa vind í segl­um. Þetta veit Sig­mundur Dav­íð, for­maður Mið­flokks­ins. Og hann veit líka að það er lífs­nauð­syn­legt að sigla ekki með storm­inn í fang­ið. Í þessu ljósi má skoða nýjasta útspil flokks­ins um bákn­ið, þar sem flokk­ur­inn aug­lýsir eftir reynslu­sögum fólks sem hefur orðið illa úti í sam­skiptum sínum við kerf­ið. Hér er róið á kunn­ug­leg mið; „fiski­mið lýð­hyggj­unn­ar“ þar sem nán­ast alveg er gefið að vel ber í veiði. Á svona veiðum fær eng­inn trollið í skrúf­una eða öng­ul­inn í rassinn, ef út í það er far­ið! Sig­mundur þarf heldur engu að kosta til, bara henda út á netið einu tölvu­póst­fangi og svo er bara að hala krás­irnar inn. Netið er net Sig­mund­ar!

Kapteinn Sig­mundur veit það einnig að eftir mesta „lýð­skrum­s­mál­þóf“ lýð­veld­is­sög­unnar (Orku­pakk­inn, sem nú er að koma í ljós að kostar Alþingi nokkra tugi millj­óna króna), þá var viss hætta á að einmitt logn hefði færst yfir Mið­flokk­inn og hann hefði mögu­lega átt hættu á að falla í gleymsk­unnar dá.

Þess vegna þurfti Sig­mundur að finna mál sem hægt er að gera út á með þeim hætti sem hann hyggst gera í sam­bandi við bákn­ið. Hann hefur hins­vegar ekki skýrt neitt sér­lega vel út, hvað hann á við með orð­inu bákn­ið; er það emb­ætt­is­mann­bákn­ið, er það heil­brigð­is­bákn­ið, eða öll yfir­bygg­ingin á íslensku sam­fé­lagi? Eða hvað á hann við? 

Flokk­ur­inn hefur birt áherslur sínar í sam­bandi við báknið og sækir þar með í smiðju ungra sjálf­stæð­is­manna (SUS), sem börð­ust á seinni hluta síð­ustu aldar undir fra­s­anum „báknið burt.“ Mið­flokk­ur­inn er jú þjóð­ern­is­sinn­aður íhalds og lýð­hyggju­flokkur á hægri væng stjórn­mál­anna. En athygli vekur að Sig­mundur gleymir einu aðal­bákni íslensks sam­fé­lags (senni­lega vilj­and­i), en það er land­bún­að­ar­bákn­ið, sem kostar íslenskan almenn­ing um 15.000 millj­ónir á hverju ári. ­Sig­mundur seg­ist hins­vegar nán­ast „enda­laust heyra sögur um bákn­ið“ á ferðum sínum um land­ið, sama hvert hann fari (Silfur Egils, 10.11 2019). En spurn­ingin er kannski, hvernig bákn vill Sig­mundur eða vill hann bara ekk­ert bákn yfir­leitt? Vill hann kannski „lítið rík­is­vald“ að hætti frjáls­hyggj­unn­ar, það sem ensku­mæl­andi kalla „sm­all govern­ment.“?

Báknið var rætt í Silfri Egils þann 10. nóv­em­ber og þar var ekki annað að skilja á mönnum en að Sig­mundur væri mjög djarfur að leggja út í þessa bar­áttu og vís­uðu menn til merkis flokks­ins, sem er (vænt­an­lega) íslenskt hross, sem rís upp á aft­ur­lapp­irn­ar. Sig­mundi var óskað vel­farn­aðar í kross­ferð sinni gegn bákn­inu, já það var einmitt eins og menn væru að tala um ridd­ara sem væri að leggja í djarfa ferð. ­Sig­mundur er sem sagt aftur sestur á hrossið og ríður nú gegn bákn­inu (minnir svo­lítið á eitt­hvað í sam­bandi við vind­myll­ur). En hross Mið­flokks­ins nýtt­ist þeim Mið­flokks­mönnum vel í umræð­unni um Klaust­ur-­mál­ið, segja má að Mið­flokks­menn hafi allir verið á eins­konar „Ródeó-hrossi“ – sem kastaði af sér öllu óþægi­legu í því máli. Þeir voru jú allir meira eða minna sak­lausir af þessu og það var farið mjög illa með flokk­inn í því máli. Allir voru vondir við Mið­flokk­inn og að sjálf­sögðu var þetta allt saman eitt risa­stórt sam­særi, skipu­lagt af vondu fólki úti í bæ. Því var gott að hafa alvöru ródeó-hross til að nota í að hrista hlut­ina af sér.

Það verður áhuga­vert að sjá hverju nýjasta kross­ferðin hjá ridd­urum Mið­flokks­ins muni skila af sér. Kannski verður að lokum splæst í eina „selfie“ á Aust­ur­velli eins og þegar kross­ferð flokks­ins í Orku­pakka­mál­inu stóð yfir. Þar slógu menn sér á brjóst! En klikki þetta hins­veg­ar, mun „skipp­er­inn“ örugg­lega finna ein­hver önnur mið til að róa á – það verður jú góður skipper að gera! Og sjá til þess að lýð­skrumið skaffi byr í segl­in.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari og starfar því senni­lega í bákn­inu.

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
1

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
2

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“
4

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
5

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
6

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
3

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
4

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda
6

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
3

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
4

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda
6

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Saklausasta fólk í heimi

Jón Trausti Reynisson

Saklausasta fólk í heimi

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Spillingarsögur Björns Levís birtar

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið