Þessi færsla er meira en ársgömul.

Afganistan: Til hvers og hvað nú?

Afganistan: Til hvers og hvað nú?

Þann 11.september á þessu ári verða 20 ár liðin frá einni alræmdustu hryðjuverkaárás sem gerð hefur verið, en það er árás Al-Kaída samtakanna á Tvíburaturnana í New York. Turnar þessir voru að mörgu leyti táknmynd Bandaríkjanna, kapítalisma og vestrænna lifnaðarhátta.

Osama Bin Laden var leiðtogi Al Kaída á þessum tíma og var þegar þarna var komið hundeltur af bandarískum yfirvöldum, vegna fyrri hryðjuverka. En einu sinni var Bin Laden ,,vinur Bandaríkjanna,“ þótt ótrúlegt megi virðast. Mest kannski vegna þess að ,,óvinur óvina minna, er vinur minn.“

Bin Laden ,,gerði út“ frá Afganistan og á undanförnum áratugum hefur landið verið eitt mesta ,,hryðjuverkahreiður“ heimsins og margir af verstu hryðjuverkamönnum heims annað hvort komið þaðan, eða dvalið þar.

Eftir árásirnar í New York, þar sem um 3000 manns létust, hófu Bandaríkjamenn, undir forystu repúblíkanans George Bush yngri, stríð gegn Osama Bin Laden og Al Kaída, sem og hreyfingu þeirri sem kallast Talíbanar. Bandaríkjamenn sökuðu þá um að vernda Bin Laden, sem í raun kom hvergi að stofnun hreyfingar Talíbana (orðið þýðir ,,nemendur“).

Stærstu sprengjuflugvélar heims, B-52, voru notaðar til að demba sprengjum yfir fjöll og hella þar sem Bandaríkjamenn töldu að Bin Laden væri, en allt kom fyrir ekki. Hann náðist ekki fyrr en áratug síðar, í húsi einu í borginni Abottabad í Pakistan.

Stríð Bandaríkjanna og NATO í Afganistan hefur s.s. staðið yfir í 20 ár og tóku Íslendingar (Íslenska friðargæslan) meðal annars þátt í því, t.d. voru íslenskir sprengjusérfræðingar þar á sínum tíma og starfsfólk sem sinnti rekstri alþjóðaflugvallarins í Kabúl, höfuðborg Afganistan.

Nú ber hinsvegar svo við að verið er að draga nánast alla erlenda hermenn frá Afganistan og er það í samræmi við bandarísk kosningaloforð. Verulegar líkur eru hinsvegar á því að allt fari í sama farið og jafnvel að Talíbanar muni aftur ná völdum, en þeir og Bandaríkjamenn skrifuðu undir friðarsamning í febrúar 2020, eftir friðarviðræður í borginna Doha í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum. Að mati sérfræðinga er þessi samningur þó aðeins upphafið að frekari viðræðum, með það að markmiði að tryggja frið og öryggi í Afganistan.

Stríðið þetta er talið hafa kostað bara Bandaríkin um 2000 milljarða dollara (tvær ,,trilljónir“ á bandaríska vísu) en einn milljarður dollara er um 125 milljarðar íslenskra króna og reikni nú hver fyrir sig.

Talið er að um minnst 150.000 manns hafi fallið á þessum tíma. Bandaríkjamenn og NATO hafa misst um 3500 hermenn, Danir af öllum þjóðum hlutfallslega mest. Talið er að um 66.000 afganskir hermenn hafi fallið og að minnsta kosti um 50.000 talíbanar. Þá hafi um 450 hjálparstarfsmenn látið lífið. Mannfallstölur meðal almennra borgara eru nokkuð á reiki, en reiknað er með að minnsta kosti 50.000, jafn mun fleiri hafi látið lífið.

Saga Afganistan er blóði drifin og hefur verið það í gegnum aldirnar. Um er að ræða múslímskt ríki, þar sem ættir og ættbálkar ráða miklu og eru helstu valdablokkir samfélagsins. Stærsti hópur þess eru pastúnar, sem eru um 15 milljónir af 32 milljónum íbúa landsins. Alls eru um 85% landsmanna súnní-múslimar og um 15% sjía, en þetta eru það sem kallað er tvær greinar íslam.

Landið er staðasett um það bil miðja vegu milli risanna Rússlands, Kína og Indlands. Landið er ríkt af ýmsum málmum, en vegna spillingar og stríðs hefur Afgönum ekki tekist að nýta sér það.

Einnig er nóg af valmúa að finna þar, sem ópíum er unnið úr og síðan heróin. Um 90% af því heróini sem notað er á vesturlöndum kemur frá Afganistan. Þjóðarframleiðsla Afganistan á mann er um 2000 dollarar, en er um 40.000 dollarar hér á landi.

Afganistan komst af alvöru í fréttir á Vesturlöndum árið 1979, þegar Rússar (þá Sovétmenn) réðust inn í landið, til að aðstoða þáverandi kommúnistastjórn landsins, sem staðið hafði fyrir misheppnuðum umbótum í landbúnaði og fengið marga upp á móti sér.

Hernám Sovétmanna stóð í 10 ár og reyndist þeim dýrt og er reyndar talið vera einn af nöglunum í líkkistu Sovétríkjanna, sem féllu árið 1991, en tveimur árum áður höfðu Sovétmenn/Rússar yfirgefið landið.

Höfuðandstæðingar þeirra voru svokallaðir ,,mujahedin“ skæruðliðar, eða ,,þeir sem taka þátt í heilögu stríði.“ Þeir nutu þá dyggilegs stuðnings Bandaríkjamanna, m.a. fengu þeir fullkomnar Stinger-flaugar til að skjóta niður þyrlur og orrustuþotur Sovétmanna.

Eftir brotthvarf Rússa í desember árið 1989 hélt upplausnin áfram og um fimm árum eftir brottför þeirra kom hreyfing Talíbana fyrst fram. Frá árinu 1996 til 2001 náðu þeir að sölsa stærstan hluta landsins undir sig og lýstu meðal annars yfir stofnun íslamsks ríkis.

Árásir Bandaríkjamann eftir Tvíburaturnan hófust með massívum sperngjuárásum þann 7.október og á innan við ári féll ríki og stjórn Talíbana. Og þar með var hafinn eltingaleikur Bandaríkjamanna við Osama-bin Laden, leiðtoga Al-kaída, sem lauk með aftöku á honum í Pakistan um áratug síðar. Sem og lengsta stríð Bandaríkjamanna (fyrr og kannski síðar?) sem hafa nánast alltaf verið í stríði frá því að landið var stofnað árið 1776, eða næstum 100 talsins.

Markmið Talíbana er að stjórna í skjóli Sharía-laga. Þegar þeir voru við völd var vestræn menning  nánast bönnuð, karlmönnum gert skylt að láta sér vaxa skegg og réttindi kvenna fótum troðin.

Á meðan stríðinu frá 2001 hefur staðið hefur t.d. mikið verið gert í að efla menntun meðal stúlkna ( sem Talíbanar leyfðu ekki ), en Talíbanar hafa verið iðnir við að sprengja stúlknaskóla í loft upp og myrða skólastúlkur

En hvað nú? Svo virðist sem allt stefni í að Taíbanar séu smátt og smátt að ná völdum aftur í landinu. Nú þegar stjórna þeir stórum svæðum, að mestum hluta dreifbýli. Afganski herinn hefur mátt þola mikið liðhlaup og talið er að liðsandinn þar á bæ sé með lakasta móti. Í þennan her hefur fúlgum fjár verið eytt á undanförnum árum en um 180.000 manns eru taldir vera þar innanborðs.

Bandaríkjamenn segjast ætla að styðja við Afghanistan og herinn eftir mætti, en kannsiki er svipað ástand í gangi hjá þeim núna og á dögum Víetanm-stríðsins. Frá 1965 börðust hersveitir Bandaríkjamanna og S-Víetnam gegn hersveitum Víetkong skæruliða, sem voru kommúnistar og her N-Víetnams (einnig kommúnistar). Árið 1973 var samið um að bandarískir hermenn drægju sig til baka og myndu hætta þátttöku í hernaðaraðgerðurm, en bandarísk stjórnvöld veittu áfram mikinn hernaðarstuðning. Her S-Víetnams gaf sífellt meira efrir og vorið 1975 féll allt Víetnam í hendur kommúnista og hefur verið undir stjórn þeirra síðan.

Eins og staðan er núna eru mun meiri en minni líkur á að Talíbanar verði komnir við völd í Afganistan áður en langt um líður. Og ekki er ólíklegt að borgarastríð brjótist aftur út. Það eru skelfileg tíðindi fyrir íbúa landsins.

Sumir vilja meina að Afganistan sér ,,misheppnað ríki“ eða það sem á ensku er kallað ,,failed state“. Með því er átt við þegar stjórnvöld geta með litlum eða takmörkuðum hætti framfylgt ákvörðunum sínum og tryggt bæði öryggi og ákveðna þjónustu við íbúana. Á lista yfir slík ríki eru t.d. Írak, Súdan, Sómalía og Zimbabwe. Bandríkjamenn réðust inn í Írak árið 2003, en það er önnur saga.

Í Afganistan hafa Vesturlönd og NATO eytt gríðarlegum fjármunum í eitthvað sem skilur sennilega ekkert, eða lítið eftir sig, þegar upp verður staðið. Kostnaður í mannslífum gríðarlegur, en allti virðist vera á leið í sama farið. Og þá spyr maður sig; til hvers var þetta allt saman? Var þetta allt saman til einskis?

Bendi svo áhugasömum lesendum á fína þætti um Afganistan, The Great Game.

Hér lýsir fyrrum breskur liðsforingi reynslu sinni frá Afganistan: https://www.theguardian.com/commentisfree/2021/aug/01/our-failures-in-afghanistan-have-been-legion

Mynd: Amber Clay / Pixabay

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...

Nýtt á Stundinni

Við gætum haft þrjú tungl! Hvar eru hin tvö?!
Flækjusagan

Við gæt­um haft þrjú tungl! Hvar eru hin tvö?!

Föru­naut­ur okk­ar Jarð­ar­búa á enda­lausri hring­ferð okk­ar um sól­kerf­ið, Mán­inn, er svo gam­al­kunn­ur og traust­ur fé­lagi að það er erfitt að ímynda sér hann eitt­hvað öðru­vísi og hvað þá bara einn af mörg­um. Við vit­um að stóru gasris­arn­ir ut­ar í sól­kerf­inu hafa tugi tungla sér til fylgd­ar — 80 við Júpíter þeg­ar síð­ast frétt­ist, 83 við Sa­t­úrn­us — en tungl­ið...
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Sorg­leg svör Katrín­ar við orð­um Bjark­ar

Blaða­mað­ur The Guar­di­an, Chal Ravens, seg­ir að Björk hafi „nán­ast hrækt“ í reiði sinni þeg­ar hún lýsti svik­um þeim sem henni fannst hún hafa upp­lilfað af hendi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.
Stríð í þúsund daga
Flækjusagan#40

Stríð í þús­und daga

Ill­ugi Jök­uls­son fór að skoða hverj­ir væru fyr­ir­mynd­irn­ar að upp­á­hald­s­per­sónu hans í upp­á­halds­skáld­sögu hans, Hundrað ára ein­semd eft­ir García Márqu­ez.
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Fréttir

Katrín Jak­obs­dótt­ir „hef­ur ekk­ert gert fyr­ir um­hverf­ið“

Tón­list­ar­kon­an Björk Guð­munds­dótt­ir seg­ir for­sæt­is­ráð­herra hafa svik­ið lof­orð sem hún gaf um að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um.
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Björn Leví Gunnarsson
Aðsent

Björn Leví Gunnarsson

Fólk - og fram­lög til stjórn­mála­flokka

Stjórn­mála­flokk­ar eiga ekki að þurfa fjár­magn sem dug­ar til að keyra gríð­ar­leg­ar aug­lýs­inga­her­ferð­ir.
Sorgarsaga Söngva Satans
Fréttir

Sorg­ar­saga Söngva Satans

Bresk-ind­verski rit­höf­und­ur­inn Salm­an Rus­hdie særð­ist illa í morð­til­ræði þeg­ar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dög­un­um. Svo virð­ist sem árás­ar­mað­ur­inn, sem er af líb­önsk­um ætt­um, hafi ætl­að sér að upp­fylla trú­ar­lega til­skip­un leið­toga Ír­ans frá 1989 sem sagði Rus­hdie rétt­dræp­an fyr­ir guðlast í bók sinni Söngv­ar Satans. Mál­ið á sér langa og sorg­lega sögu sem er samof­in mál­frelsi, trú­arof­stæki og valdatafli í Mið-Aust­ur­lönd­um.
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Flækjusagan

Fyrsti Róm­ar­bisk­up brennd­ur á krossi?

Páfinn sit­ur enn í Róm, 1
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Viðtal

Túlk­ur Gor­bat­sjevs: „Hvernig á að forð­ast þriðju heims­styrj­öld“

Pavel Palazhchen­ko, sem var sov­ésk­ur og síð­ar rúss­nesk­ur diplómati og túlk­ur Gor­bat­sjevs á leið­toga­fund­in­um í Reykja­vík ár­ið 1986, seg­ir að stöðva eigi hern­að­ar­að­gerð­ir í Úkraínu eins fljótt og auð­ið er. 36 ár­um eft­ir fund­inn í Höfða er Palazhchen­ko aft­ur kom­inn í stutta heim­sókn til Reykja­vík­ur og féllst á að ræða við Andrei Mens­hen­in blaða­mann um leið­toga­fund­inn og þær breyt­ing­ar sem urðu í kjöl­far hans, kjarn­orku­vopn og stríð­ið í Úkraínu. Hann seg­ir að eng­ar alls­herj­ar­við­ræð­ur um ör­ygg­is­mál hafi orð­ið milli Rúss­lands og Evr­ópu eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna.
FréttirEigin konur

„Ég sá bara veik­an ein­stak­ling“

Mað­ur sem var mis­not­að­ur af bróð­ur sín­um um ára­bil lýs­ir því í við­tali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á að­stæð­um eft­ir að mál­ið komst upp.
Í vöku og draumi
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
MenningHús & Hillbilly

Brák og Þór­ir í Freyju­lundi lifa með árs­tíð­un­um

Hill­billy hitti Brák Jóns­dótt­ur mynd­list­ar­konu og Þóri Her­mann Ósk­ars­son tón­list­ar­mann í byrj­un sum­ars til að ræða list­a­líf­ið á Norð­ur­landi.
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.