Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Samtök Iðnaðarins vilja styttri vinnudag

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka Iðnaðarins, var í viðtali í Morgunútvarpinu um daginn (sjá einnig hér). Í þessu viðtali viðraði Guðrún hugmynd sem hefur alloft verið rædd á þessari síðu: Að stytta vinnudaginn á Íslandi. Hún sagði að stytting vinnudags ætti að vera gerleg, að því gefnu að framleiðni í landinu aukist.

Stytting vinnudagsins hefur undanfarin ár alloft komið til tals, en minna hefur verið um aðgerðir. Vinnutími á Íslandi hefur nú staðið nokkurnveginn í stað undanfarna þrjá áratugi, ef undanskilin eru árin eftir hrun, þar sem vinnutíminn styttist lítillega, líklegast sem viðbrögð fyrirtækjanna til að draga úr launakostnaði (sjá nánar hér). Vinnutíminn er nú líklega farinn að lengjast á ný, enda er hagkerfið farið að þenjast út á nýjan leik, eftir að það skrapp saman.

Nokkrar leiðir má fara til að stytta vinnutímann, en sú leið sem helst hefur verið farin í Evrópu undanfarna áratugi er að auka afköst (framleiðni) samhliða því að stytta vinnutímann. Með því móti hefur tekist að halda veltu hagkerfisins óbreyttri – jafnvel að auka hana, og koma í veg fyrir að hagkerfið skreppi saman, en jafnframt stytta vinnudag launafólks. Stytting eins og þessi hefur gengið þannig fyrir sig að stéttarfélög og atvinnurekendur hafa samið um launahækkanir, styttingu vinnutíma, og um aðgerðir til að auka framleiðni – allt í einum samningi, og hafa komið sér saman um vissar aðgerðir til að þetta sé hægt (sjá nánar hér).

Hugmyndir Samtaka Iðnaðarins virðast ekki vera í þessa veruna, því í viðtalinu leggur formaðurinn því til forsendu styttingar vinnudagsins að framleiðni aukist áður en vinnudagurinn er styttur. Vera má að orðlagið hafi verið óskýrt, en forsendan virðist engu að síður sú að að eigi stytting vinnudagsins að eiga sér stað, verði vinnandi fólk fyrst að leggja harðar að sér – sem sé, vinna betur á sínum venjulega vinnudegi, og vonast svo eftir styttingu eftir á. Þetta er óraunhæf forsenda, því hluti vandans er líklega sá að fólk er vant löngum vinnudegi og er orðið langþreytt á honum, en auk þess eru merki um að fólki gangi hreinlega illa að klára verkefnin í vinnunni – alltént var mest kvartað undan því á Íslandi í alþjóðlegri rannsókn sem var gerð fyrir nokkrum árum. Einnig er lítil von til að fólk leggi harðar af sér fyrir einhver óræð verðlaun síðar meir, stöku einstaklingar gera slíkt við og við, en ekki stórir hópar fólks eins og hér um ræðir; enda myndi fólk án efa hugsa með sér: „Af hverju ætti ég að leggja harðar af mér ef ég fæ skemmri vinnudag einhverntíma síðar? Hver segir að vinnuveitandinn hirði ekki hagnaðinn af auknum afköstum, stingi í eigin vasa og leyfi mér aldrei að fá skemmri vinnudag og vonist til að ég vinni eins áfram?“. Þetta gildir ekki síst í því efnahagsástandi sem við búum við núna, þar sem fólk er tortryggið gagnvart atvinnurekendum, eftir uppsagnir, launalækkanir launþega en launahækkanir stjórnenda.

Raunhæf leið til að fá fram skemmri vinnudegi er að samið sé um skemmri vinnudag, ráðstafanir til að auka framleiðni, og eðlilegar launahækkanir í samræmi við það sem efnahagurinn leyfir – allt í einum samningi.* Formlegur samningur eins og þessi kallar fram traust launafólks, hann veldur því að atvinnurekendur vita hvað þeir mega búast við og hvað þeir mega gera.

Þessar athugasemdir mínar má ekki skilja þannig að ég finni hugmyndum Samtaka Iðnaðarins allt til foráttu, hreint ekki. Samtök Iðnaðarins eiga hrós skilið fyrir að koma hugmyndinni á framfæri og að ætla sér að gera eitthvað í málinu; það er tími kominn til að einhver sem er í aðstöðu til þess geri eitthvað til að stytta vinnudaginn. Mínar athugasemdir má frekar skilja sem hugmyndir um hvernig mætti standa betur að, en formaðurinn gaf til kynna í viðtalinu.

Hins vegar mega stéttarfélögin í landinu hugsa sinn gang í kjölfar þess að atvinnurekendur vilja nú stytta vinnutíma launþega; hvers vegna er það að stéttarfélögin hafa ekki sjálf vakið rækilega athygli á þessari hugmynd á undanförnum mánuðum og árum? Hvers vegna gerist það að atvinnurekendur virðast ætla að eiga frumkvæðið að því að gera eitthvað raunverulegt, en ekki stéttarfélögin, sem eiga að heita hagsmunasamtök launþega? Svarið er kannski að finna í eldri pistli mínum, hér.

Þetta er gott framtak. Það er hagur okkar allra að við stöndum sem best að framkvæmdinni. Við skulum þó ekki gleyma því að þetta er einungis fyrsta skrefið – það sem bíður okkar sem samfélags eru miklu stærri breytingar, en sem taka líka langan tíma að verða að veruleika.

***

* Þessi leið er raunhæf, en ekki endilega sú skynsamlegasta í stöðunni vegna mögulegra áhrifa hennar á umhverfið, því að hún kann að kalla fram hagvöxt, sem veldur umhverfisspjöllum (sjá nánari umræðu hér).

***

Þessi pistill birtist áður á bloggsíðu höfundar á DV.is

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Lex­i­kon Put­in­or­um-Ór­ar Pútíns

Hér get­ur að líta Lexí­kon Put­in­or­um, al­fræði­orða­bók pútín­ism­ans en þar leika ór­ar (og ár­ar) Pútíns lyk­il­hlut­verk: Banda­rík­in: Vond ríki enda standa þau í vegi fyr­ir að Rússlandi nái sín­um ginn­helgu mark­mið­um, þar að segja ef Trump er ekki for­seti (sjá "Trump"). Einnig eru þau svo óforskömm­uð að vera Rússlandi langt­um fremri hvað tækni áhrær­ir. Það er svindl því Rúss­land á...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...

Nýtt á Stundinni

Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
FréttirHvalveiðar

Eft­ir­lits­mað­ur send­ur um borð í hval­veiði­skip­in

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur sett reglu­gerð sem kveð­ur á um eft­ir­lit með hval­veið­um. Fiski­stofa mun senda starfs­mann um borð í hval­veiði­skip sem fylg­ist með og tek­ur upp mynd­bönd sem síð­an verða af­hent dýra­lækni Mat­væla­stofn­un­ar til skoð­un­ar.
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Fréttir

Fast­eigna­skatt­ur á lúxus­í­búð­ir á skjön við kaup­verð

Kaup­verð lúxuseigna sem auð­menn­irn­ir Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og Ró­bert Wessman hafa sýsl­að með end­ur­spegl­ast ekki í fast­eigna­mati á þeim. Fast­eigna­skatt­ar geta ver­ið hundruð­um þús­unda króna lægri en ef mið­að væri við kaup­verð þeirra.
Ísland, hér kem ég
Tania Korolenko
ReynslaDagbók flóttakonu

Tania Korolenko

Ís­land, hér kem ég

Tania Korolen­ko er ein þeirra hundruða Úkraínu­manna sem feng­ið hafa skjól á Ís­landi vegna inn­rás­ar Rússa. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína hing­að til lands og líf­ið í nýju landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fá að fylgj­ast með.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Fréttir

Vant­ar fleira fólk ut­an EES í ferða­þjón­ust­una

Víða í at­vinnu­líf­inu er skort­ur á starfs­fólki og helm­ing­ur stærstu fyr­ir­tækja seg­ir illa ganga að manna störf. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir að auð­velda eigi grein­inni að byggja aft­ur upp tengsl við er­lent starfs­fólk sem glöt­uð­ust í far­aldr­in­um.
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
Flækjusagan

Horf­ið til him­ins: Það er von á súpernóvu!

En verð­ur hún hættu­leg?