Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Af samfélagi

Samtök Atvinnulífsins enn gegn skemmri vinnuviku

Stytting vinnuvikunnar hefur verið nokkuð í sviðsljósinu undanfarið. Þar fer saman, að á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir, og svo það að Reykjavíkurborg kynnti árangurinn af samvinnuverkefni borgarinnar og BSRB um styttingu vinnuvikunnar.

Árangurinn af styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg hefur verið jákvæður: Starfsfólk á þeim vinnustöðum þar sem styttingin var gerð, hefur orðið ánægðara með vinnuna vegna styttingarinnar. Þá hefur dregið úr einkennum líkamlegs og andlegs álags, auk þess sem fólk segir að samræming vinnu og einkalífs gangi betur eftir að vinnuvikan var stytt. Það er líka rétt að nefna að þeir vinnustaðir sem taka þátt telja um 300 starfsmenn – það er nokkuð stór hópur fólks.

Þetta eru allt jákvæðir hlutir, en það er líka jákvætt í sjálfu sér að sjálf styttingin gekk upp nær allsstaðar: Fólki tókst að vinna vinnuna, sem þó þurfti að vinna, á skemmri tíma, og gat eytt meiri tíma með fjölskyldunni. Vinnan nefninlega á að gera okkur kleift að sjá okkur farborða, svo við getum átt samastað fyrir okkur og fjölskyldur okkar, svo getum átt okkur griðarstað, og til þess að við getum átt tómstundir og áhugamál. Vinnan á ekki að taka upp allan okkar tíma, þannig að við í reynd lifum til að vinna.

Aðeins á einum stað gekk ekki vel að innleiða skemmri vinnuviku, og verður að teljast líklegt að hreinlega hafi ekki tekist nógu vel með skipulagningu verkefnisins á þeim stað. Reyna á aftur, en endurhugsa á hvernig að framkvæmdinni verður staðið – sem er eðlilegt og vel.

Samtök atvinnulífsins rísa á afturfæturnar

Flestir myndu líklega kætast við þessar fréttir: Loksins sér nú fram á að það sé raunverulega hægt að stytta vinnuvikuna á Íslandi, og þannig bæta lífsgæði landans umtalsvert – verkefni Reykjavíkurborgar sýnir svo um munar, að þetta sé hægt.

En umræðan hefur farið heldur illa í sérhagsmunasamtökin Samtök atvinnulífsins. Frá höfuðstöðvum þeirra heyrðust þau harmakvein, að frekar ætti að draga úr yfirvinnunni fyrst, fremur en að hrófla við dagvinnunni. Ástæðan sem Samtök atvinnulífsins gefa fyrir þessu er á þá leið, að fimmtán prósent heildarlaunagreiðslna á Íslandi sé vegna yfirvinnu, samanborið við 1% í Danmörku.

Flestir eru líklega sammála því að það sé frábær hugmynd að draga úr yfirvinnu, þá sérstaklega þau okkar sem vinna yfirvinnu og svo aðstandendur þeirra.

En það þarf ekki að gera bara eitt í einu, eins og Samtök atvinnulífsins gefa í skyn: Það má nefninlega vel draga úr yfirvinnu og stytta hina hefðbundnu vinnuviku í 35 stundir (úr 40) með lögum, samtímis. Hagkerfi eins og okkar eru hreint og beint þannig að þau ráða við margt í einu.

Það er vissulega mjög æskilegt að dregið sé úr yfirvinnu, en ef við myndum eingöngu reyna að draga úr yfirvinnu, þá fá hinir ekki að njóta neinnar styttingar vinnuvikunnar, sem þó gætu notið þess – nefninlega þau okkar sem vinna 40 stunda viku, eða þar um bil. Þetta er stór hópur fólks, og verkefni Reykjavíkurborgar sýnir að þetta er vel hægt.

En þetta er væntanlega allt yfirskyn hjá Samtökum atvinnulífsins, því á Íslandi hefur verið rætt um það árum og áratugum saman að draga úr yfirvinnu, en ein leið til þess er þekkt, og hún er að hækka grunnlaunin – sem Samtök atvinnulífsins berjast alltaf hart gegn, undir því yfirskyni að slíkt myndi leiða til verðbólgu.

Raunveruleg ástæða þessa harmakveina er auðvitað sú, að skjólstæðingar Samtaka atvinnulífsins – fyrirtæki, stærri sem smærri – gætu þurft að greiða einhverja aukna yfirvinnu, á meðan vinna í fyrirtækjunum er endurskipulögð og endurhugsuð, til að skemmri vinnuvika verði að veruleika. Stytting vinnuvikunnar í 35 stundir myndi nefninlega í mörgum tilfellum ekki leiða til skemmri vinnuviku strax, breyta þyrfti atvinnuháttum og vinnuferlum, en það tekur alltaf einhvern tíma – á meðan þyrfti að greiða yfirvinnu fyrir þá tíma sem áður töldust dagvinna, en myndu telast yfirvinna eftir breytinguna. Slíkt kemur auðvitað ekki til greina, enda er skammtímagróði það eina sem Samtök atvinnulífsins og þeirra skjólstæðingar hafa í huga – langtímahugsun og langtímaskipulag eru orð sem enginn skilningur er fyrir þar á bæ.

Við skulum ekki að láta Samtök atvinnulífsins stjórna ferðinni hér, við skulum ekki láta samtök sérhagsmuna stjórna samfélaginu okkar. Tökum skrefið, styttum vinnuvikuna – fyrir alla, ekki bara þá sem vinna yfirvinnu – og njótum lífsins, sama hvað Samtökum atvinnulífsins finnst.

***

Mynd: Mótmæli þar sem átta stunda vinnudags er krafist, í kringum 1900, Melbourne, Ástralíu.  Myndin er fengin af Wikipediu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka
1

Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka

·
Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
2

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
3

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt
4

Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt

·
Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga
5

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

·
Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn
6

Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn

·

Mest deilt

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku
1

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

·
Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga
2

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
3

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
4

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka
5

Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka

·
Afmælið hennar frænku
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Afmælið hennar frænku

·

Mest deilt

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku
1

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

·
Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga
2

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
3

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
4

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka
5

Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka

·
Afmælið hennar frænku
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Afmælið hennar frænku

·

Mest lesið í vikunni

Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka
1

Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka

·
Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
2

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Orri Páll krefst þess að umfjöllun um frásögn Meagan og vinkvenna hennar verði stöðvuð
3

Orri Páll krefst þess að umfjöllun um frásögn Meagan og vinkvenna hennar verði stöðvuð

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
4

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Hvað hefðuð þið sagt?
5

Jón Trausti Reynisson

Hvað hefðuð þið sagt?

·
Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt
6

Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt

·

Mest lesið í vikunni

Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka
1

Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka

·
Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
2

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Orri Páll krefst þess að umfjöllun um frásögn Meagan og vinkvenna hennar verði stöðvuð
3

Orri Páll krefst þess að umfjöllun um frásögn Meagan og vinkvenna hennar verði stöðvuð

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
4

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Hvað hefðuð þið sagt?
5

Jón Trausti Reynisson

Hvað hefðuð þið sagt?

·
Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt
6

Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt

·

Nýtt á Stundinni

Svolítið um umbótahreyfingar og framtíðarsýn

Af samfélagi

Svolítið um umbótahreyfingar og framtíðarsýn

·
Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

·
Vestfirðingar fylkja sér að baki Arnarlaxi

Vestfirðingar fylkja sér að baki Arnarlaxi

·
Viðreisn fékk styrki frá fjárfestum og útgerðinni

Viðreisn fékk styrki frá fjárfestum og útgerðinni

·
Fyrirlitning í fréttablaðinu

Listflakkarinn

Fyrirlitning í fréttablaðinu

·
Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

·
Erfitt nema fyrir fjandans aur að fá

Símon Vestarr

Erfitt nema fyrir fjandans aur að fá

·
Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn

Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn

·
Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

·
Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt

Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt

·