Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Hræringar varðandi styttingu vinnutímans: Jákvæð teikn á lofti

Hræringar varðandi styttingu vinnutímans: Jákvæð teikn á lofti

Undanfarin misseri hafa átt sér stað talsverðar hræringar varðandi styttingu vinnutímans á Íslandi. Þær hafa verið af hálfu sambanda stéttarfélaga annars vegar, og af hálfu Reykjavíkurborgar og Ríkisins hins vegar. Þessar hræringar felast í því að tvö sambönd launþega hafa gert styttingu vinnuvikunnar að sínu höfuðmáli, en einnig að núna er verið að keyra tvö tilraunaverkefni, þar sem vinnuvikan er stytt, án launaskerðingar.

BSRB

BSRB, Bandalag stéttarfélaga starfsmanna í almannaþjónustu, hefur gert styttingu vinnuvikunnar að einu af áhersluatriðum í sinni kjarabaráttu. Markmiðið er að skapa fjölskylduvænna samfélag, með því að stytta vinnuvikuna í 36 stundir, án þess að laun fólks skerðist.

BHM

BHM, Bandalag háskólamanna, hefur gert styttingu vinnuvikunnar að einu af sínum aðal-baráttumálum, enda er mikill stuðningur við málið innan BHM: Í nýlegri skoðanakönnun sem samtökin létu gera, kom í ljós að 92% aðspurðra eru meðfallin styttingu, og um fjórðungur telur að mesta áherslu beri að leggja á styttingu vinnutímans.

Stytting vinnudags hjá Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg setti af stað tilraunaverkefni í mars 2015, sem stóð yfir í eitt ár, og kom verkefnið það vel út, að ákveðið var að halda áfram, þá með þátttöku fleiri vinnustaða. Niðurstaðan var aftur jákvæð, og hefur nú verið ákveðið að halda enn áfram með verkefnið. Verkefnið er rekið í samráði við BSRB.

Þrjár áfangaskýrslur hafa verið birtar um verkefnið, sem má finna hér, hér og hér. Að auki hefur verið skrifuð meistararitgerð um verkefnið, sem má finna hér.

Á þeim vinnustöðum sem tóku fyrst þátt í verkefninu 2015 til 2016 var vinnudaginn styttur hjá tveimur af stofnunum Reykjavíkurborgar. Prófað var að skerða vinnudaginn á annarri stofnunni um klukkustund á dag, fimm daga vikunnar, á meðan á hinni var hætt að vinna á hádegi á föstudögum, en hvort tveggja var gert án þess að skerða laun starfsfólksins. Í báðum tilvikum gekk skerðingin vel fyrir sig: Öll verkefni voru leyst sem áður, notendur stofnunarinnar voru ámóta ánægðir og áður, starfsfólkinu leið betur og þá dró bæði úr líkamlegum og andlegum einkennum álags meðal starfsfólksins.

Lykilinn að þessum breytingum hjá stofnunum Reykjavíkurborgar var að bæta fundamenningu, draga úr því að fólk sinnti einkaerindum á vinnutíma, ásamt því að rýna í verkferla almennt.

Stytting vinnudags hjá Ríkinu

Tilraunaverkefni, svipað því sem var sett í gang hjá Reykjavíkurborg, hefur verið sett í gang hjá Ríkinu. Viljayfirlýsing forsætisráðherra um verkefnið var afhent haustið 2015, félagsmálaráðherra skipaði starfshóp í apríl 2016, og fjórir vinnustaðir voru valdir til þátttöku í mars 2017. Vinnustaðirnir fjórir eru: Lögreglustjórinn á Vestfjörðum, Ríkisskattstjóri, Útlendingastofnun og Þjóðskrá. Mikill áhugi var fyrir þátttöku í verkefninu meðal stofnana ríkisins.

Skýrsla er væntanleg um árangurinn vorið 2018.

Verkefnið felst í því að vinnustundum starfsmanna á þessum vinnustöðum verður fækkað úr 40 stundum í 36, án launaskerðingar. Rannsakað verður hver áhrif styttingar vinnudagsins verður á þjónustuna sem þessar stofnanir veita, auk áhrifa á vellíðan starfsfólks.

Jákvæð teikn

Þessar hræringar eru jákvæðar. Það, að skemmri vinnudagur sé reyndur í praxís bæði hjá Reykjavíkurborg og Ríkinu, með stuðningi heildarsamtaka launþega, sýnir jafnframt að bæði stjórnmálamenn og stéttarfélög taka málinu alvarlega. Það verður að teljast ákaflega jákvætt, enda er löngu kominn til að máttur nútímahagkerfisins sé nýttur, til að bæta og auka fjölskyldulíf landsins, öllu launafólki landsins til heilla.

***

Mynd: Mótmæli þar sem átta stunda vinnudags er krafist, í kringum 1900, Melbourne, Ástralíu.  Myndin er fengin af Wikipediu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Lex­i­kon Put­in­or­um-Ór­ar Pútíns

Hér get­ur að líta Lexí­kon Put­in­or­um, al­fræði­orða­bók pútín­ism­ans en þar leika ór­ar (og ár­ar) Pútíns lyk­il­hlut­verk: Banda­rík­in: Vond ríki enda standa þau í vegi fyr­ir að Rússlandi nái sín­um ginn­helgu mark­mið­um, þar að segja ef Trump er ekki for­seti (sjá "Trump"). Einnig eru þau svo óforskömm­uð að vera Rússlandi langt­um fremri hvað tækni áhrær­ir. Það er svindl því Rúss­land á...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...

Nýtt á Stundinni

Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
FréttirHvalveiðar

Eft­ir­lits­mað­ur send­ur um borð í hval­veiði­skip­in

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur sett reglu­gerð sem kveð­ur á um eft­ir­lit með hval­veið­um. Fiski­stofa mun senda starfs­mann um borð í hval­veiði­skip sem fylg­ist með og tek­ur upp mynd­bönd sem síð­an verða af­hent dýra­lækni Mat­væla­stofn­un­ar til skoð­un­ar.
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Fréttir

Fast­eigna­skatt­ur á lúxus­í­búð­ir á skjön við kaup­verð

Kaup­verð lúxuseigna sem auð­menn­irn­ir Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og Ró­bert Wessman hafa sýsl­að með end­ur­spegl­ast ekki í fast­eigna­mati á þeim. Fast­eigna­skatt­ar geta ver­ið hundruð­um þús­unda króna lægri en ef mið­að væri við kaup­verð þeirra.
Ísland, hér kem ég
Tania Korolenko
ReynslaDagbók flóttakonu

Tania Korolenko

Ís­land, hér kem ég

Tania Korolen­ko er ein þeirra hundruða Úkraínu­manna sem feng­ið hafa skjól á Ís­landi vegna inn­rás­ar Rússa. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína hing­að til lands og líf­ið í nýju landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fá að fylgj­ast með.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Fréttir

Vant­ar fleira fólk ut­an EES í ferða­þjón­ust­una

Víða í at­vinnu­líf­inu er skort­ur á starfs­fólki og helm­ing­ur stærstu fyr­ir­tækja seg­ir illa ganga að manna störf. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir að auð­velda eigi grein­inni að byggja aft­ur upp tengsl við er­lent starfs­fólk sem glöt­uð­ust í far­aldr­in­um.
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
Flækjusagan

Horf­ið til him­ins: Það er von á súpernóvu!

En verð­ur hún hættu­leg?