Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Gerum Landsbankann að lýðræðislegu fyrirtæki

 Gerum Landsbankann að lýðræðislegu fyrirtæki

Undanfarið hefur verið mikið rætt um hvað eigi að gera við Landsbankann. Vilji ríkisvaldsins er augljóslega að bankinn eigi að vera rekinn í hagnaðarskyni, og þá í þágu fjárfesta. En aðrar hugmyndir hafa líka komið fram um hvernig megi reka bankann til framtíðar.

Hér langar mig að gera athugasemdir við þessa umræðu, og bera fram enn annars konar hugmyndir.

Eins og sakir standa á ríkið bankann svo gott sem í heild sinni, en starfsfólk bankans og aðrir eiga minnihluta. Í ljósi þess hvernig síðasta tilraun til að koma bönkunum úr eigu ríkisins, og hvernig ástatt er um ýmis gjöld sem fólk þarf að reiða af hendi til bankanna, hafa margir spurt: Má ekki reka þennan banka með öðru móti, en í þágu fjárfesta? Má ekki reka hann sem samfélagsbanka? Hugsunin er þá eitthvað á þá leiðina, að banki sem er rekinn með ábata samfélagsins að leiðarljósi, hann sé síður líklegur til að enda á hvínandi kúpunni, með tilheyrandi peningamokstri úr ríkissjóði –  hinum sameiginlega sjóði okkar. Í leiðinni megi alveg hugsa sér að svona banki geti innheimt lægri gjöld – hvort sem er vexti eða þjónustugjöld, vegna þess að það markmiðin með rekstrinum séu önnur en hagnaður til handa fámennum hópi eigenda. Hagnaður fyrirtækja kemur enda úr vösum viðskiptavinanna.

Umræðan hefur verið eitthvað á þá leið að svonalagað sé tæplega gerlegt: Ríkið eigi ekki að standa í atvinnurekstri, hvað þá bankarekstri. Reynslan sýni auk þess, að spilltir stjórnmálamenn muni skipa sjálfa sig og vini sína í þesslags banka, með tilheyrandi óráðsíu. Í ljósi þessarar döpru reynslu sé miklu betra að láta „markaðinn“ um þetta, að selja bankann til einhverra sem hafa fjárráð fyrir, og vilji reka banka. Á endanum muni markaðurinn lækka gjöldin til viðskiptavinana, vegna aukinnar samkeppni – allir myndu njóta góðs af því, en alveg sérstaklega viðskiptavinirnir.

Enn aðrir vilja að við endurreisum sparisjóðina, og Landsbankinn eigi að verða að sparisjóði. Þeir sem vilja þetta, benda á að löggjöfin um sparisjóðina sé þegar til staðar, engu sérstöku þurfi að breyta, heldur aðeins hvernig Landsbankinn er rekinn.

Satt best að segja tel ég að þessi umræða sé á villgötum.

Byrjum á sparisjóðshugmyndinni: Jafnvel þótt löggjöfin sé enn fyrir hendi, þá er eignarhaldið í kringum sparisjóðina veikur hlekkur. Eins og lagt var upp með sparisjóðina á fyrri hluta tuttugustu aldar, þá átti eignarhaldið að vera í höndum fárra, en traustra aðila, sem ekki áttu að fá arð fyrir að halda utan um eign í sparisjóði. Fólki var beinlínis treyst til að vinna í þágu síns sparisjóðs – en sparisjóðurinn átti svo að gagnast samfélaginu. Þetta gekk nokkuð vel í ansi langan tíma, kannski allt þar til fjármálavæðingin hófst fyrir alvöru og menn tóku að selja hlutina, og fengu beinharða peninga fyrir. Eitthvað sem átti ekki að vera fjárfesting í upphafi, varð að fjárfestingu í tímans rás – jafnvel þótt upphaflega hafi verið gefið loforð um að ekki ætti að hagnast á því að halda utan um eignarhaldið.

Þetta er held ég meginástæðan fyrir því að sparisjóðsleiðin er dæmd til að mistakast: Fjármálavæðing samfélagsins – að ógleymdri gróðahyggju – myndi á stuttum tíma leiða til þess að Landsbankinn yrði í höndum fólks sem hefði fyrst og fremst áhuga á hagnaði af rekstrinum, miklu fremur en að leggja eitthvað til samfélagsins í gegnum sparisjóðinn. Samfélagið er hreinlega það gjörbreytt, að eignarhaldið myndi ekki haldast stöðugt lengi.

En hvað á þá til bragðs að taka?

Ég held að svarið sé ekki að bankinn verði að sparisjóði, ekki að hann verði í eigu ríkisins, að hann verði að fyrirtæki í eigu einkaaðila.

Einn möguleiki er að Landsbankinn verði að fyrirtæki, sem er rekið sem sjálfseignarstofnun, með það eitt að leiðarljósi að bjóða upp á þjónustu á hagstæðu verði fyrir sína viðskiptavini. Skynsamlegur hagnaður er settur í varasjóði fyrir lakari tíma, en annars eru þjónustugjöld lækkuð svo enginn annar hagnaður myndist. Þetta myndi vitanlega þrýsta á aðra banka að lækka sín gjöld. 


John Lewis er félag í eigu starfsmanna sinna. Lewis er einn stærsti atvinnurekandi Bretlands.

Það má líka vel hugsa með sér að Landsbankanum verði breytt í lýðræðislegt fyrirtæki, þar sem starfsmennirnir eiga allir jafnan hlut: Þeir hirða þá arðinn af rekstrinum, og bera ábyrgð á rekstrinum. Reynslan af svoleiðis fyrirtækjum bendir til að Landsbankinn yrði ekki rekinn með það að augnarmiði að hirða sem mestan arð, heldur fyrst og fremst til að veita góða þjónustu og tryggja atvinnu fyrir starfsfólkið. Það er enda þeirra hagur, fyrst og fremst, að halda vinnunni til langs tíma, og því myndi ásóknin í arð minnka fyrir vikið – áhættusækni myndi minnka, og í staðinn myndi starfsfólkið öðlast meira atvinnuöryggi. Það gæti jafnvel verið hvati til að lækka þjónustugjöldin með þessu móti, því þeir sem þurfa að vinna með viðskiptavinunum, augliti til auglitis, finna fljótt að lægri þjónustugjöld skila sér í ánægðari viðskiptavinum. Þeir hinir sömu ættu líka bankann og hefðu völd til.

Báðar þessar leiðir hafa þann kost í för með sér að með þá hafa stjórnmálamenn ekki neinn sérstakan aðgang að fyrirtækinu, í því augnarmiði að koma sjálfum sér og spilltum vinum sínum í góða vinnu í bankanum. Ríkið hefði ekkert um Landsbankann að segja, framyfir aðra banka í landinu. Báðar þessar leiðir hafa líka báðar þann kost að þjónustugjöldin myndu lækka, en auðvitað það líka að tryggja stöðugri rekstur bankans. 

Það munar um minna.

***

Mynd af byggingu John Lewis er fengin af Wikipediu, tekin af notandanum Man vyi.

Mynd af útibúi Landsbankans sömuleiðis fengin af Wikipediu, tekin af notandanum Bjarki S.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Lex­i­kon Put­in­or­um-Ór­ar Pútíns

Hér get­ur að líta Lexí­kon Put­in­or­um, al­fræði­orða­bók pútín­ism­ans en þar leika ór­ar (og ár­ar) Pútíns lyk­il­hlut­verk: Banda­rík­in: Vond ríki enda standa þau í vegi fyr­ir að Rússlandi nái sín­um ginn­helgu mark­mið­um, þar að segja ef Trump er ekki for­seti (sjá "Trump"). Einnig eru þau svo óforskömm­uð að vera Rússlandi langt­um fremri hvað tækni áhrær­ir. Það er svindl því Rúss­land á...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...

Nýtt á Stundinni

Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
FréttirHvalveiðar

Eft­ir­lits­mað­ur send­ur um borð í hval­veiði­skip­in

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur sett reglu­gerð sem kveð­ur á um eft­ir­lit með hval­veið­um. Fiski­stofa mun senda starfs­mann um borð í hval­veiði­skip sem fylg­ist með og tek­ur upp mynd­bönd sem síð­an verða af­hent dýra­lækni Mat­væla­stofn­un­ar til skoð­un­ar.
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Fréttir

Fast­eigna­skatt­ur á lúxus­í­búð­ir á skjön við kaup­verð

Kaup­verð lúxuseigna sem auð­menn­irn­ir Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og Ró­bert Wessman hafa sýsl­að með end­ur­spegl­ast ekki í fast­eigna­mati á þeim. Fast­eigna­skatt­ar geta ver­ið hundruð­um þús­unda króna lægri en ef mið­að væri við kaup­verð þeirra.
Ísland, hér kem ég
Tania Korolenko
ReynslaDagbók flóttakonu

Tania Korolenko

Ís­land, hér kem ég

Tania Korolen­ko er ein þeirra hundruða Úkraínu­manna sem feng­ið hafa skjól á Ís­landi vegna inn­rás­ar Rússa. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína hing­að til lands og líf­ið í nýju landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fá að fylgj­ast með.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Fréttir

Vant­ar fleira fólk ut­an EES í ferða­þjón­ust­una

Víða í at­vinnu­líf­inu er skort­ur á starfs­fólki og helm­ing­ur stærstu fyr­ir­tækja seg­ir illa ganga að manna störf. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir að auð­velda eigi grein­inni að byggja aft­ur upp tengsl við er­lent starfs­fólk sem glöt­uð­ust í far­aldr­in­um.
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
Flækjusagan

Horf­ið til him­ins: Það er von á súpernóvu!

En verð­ur hún hættu­leg?