Guðmundur D. Haraldsson er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Hann hefur áhuga á samfélaginu og stjórn þess, en alveg sérlegan áhuga á öllu sem viðkemur vinnu og eðli hennar. Hann starfar fyrir alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki sem ráðgjafi, og er menntaður á Íslandi og í Bretlandi á sviði sálfræði og ákvarðanatöku.
Verkfall í Þýskalandi: Skemmri vinnuviku krafist
Nýverið voru háð þrjú 24 stunda verkföll í Þýskalandi, þar sem skemmri vinnuviku var krafist. IG Metall, stærsta stéttarfélag Þýskalands, skipulagði verkföllin, en stéttarfélagið telur um 2,2 milljón meðlimi. Verkföllin náðu til að minnsta kosti 80 fyrirtækja, þar á meðal stórfyrirtækja á borð við Daimler, Siemens and Airbus. Markmið stéttarfélagsins með verkfallinu var að ná fram 28 stunda vinnuviku...
Samtök Atvinnulífsins enn gegn skemmri vinnuviku
Stytting vinnuvikunnar hefur verið nokkuð í sviðsljósinu undanfarið. Þar fer saman, að á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir, og svo það að Reykjavíkurborg kynnti árangurinn af samvinnuverkefni borgarinnar og BSRB um styttingu vinnuvikunnar. Árangurinn af styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg hefur verið jákvæður: Starfsfólk á þeim vinnustöðum þar sem styttingin var gerð,...
Frumvarp um styttingu vinnuvikunnar lagt fyrir á Alþingi
Frumvarp um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir hefur verið lagt fram á Alþingi, nú í þriðja sinn. Það er þingflokkur Pírata sem leggur frumvarpið fram. Í athugasemdum með frumvarpinu er enn og aftur minnt þá staðreynd, að á Íslandi er mjög mikið unnið: Á Íslandi er meðalfjöldi vinnustunda um 1880 stundir á ári á hvern vinnandi mann, á meðan...
Hræringar varðandi styttingu vinnutímans: Jákvæð teikn á lofti
Undanfarin misseri hafa átt sér stað talsverðar hræringar varðandi styttingu vinnutímans á Íslandi. Þær hafa verið af hálfu sambanda stéttarfélaga annars vegar, og af hálfu Reykjavíkurborgar og Ríkisins hins vegar. Þessar hræringar felast í því að tvö sambönd launþega hafa gert styttingu vinnuvikunnar að sínu höfuðmáli, en einnig að núna er verið að keyra tvö tilraunaverkefni, þar sem vinnuvikan er...
Samtök Atvinnulífsins gegn skemmri vinnutíma
Undir lok síðasta árs lögðu fimm þingmenn fram frumvarp á Alþingi um styttingu vinnudagsins. Efni frumvarpsins er sáraeinfalt: Styttum vinnuvikuna um fimm stundir, úr fjörtíu stundum í þrjátíu og fimm, en með þessu myndi núverandi viðmið um fulla vinnuviku breytast þannig að þrjátíu og fimm stundir væru viðmiðið — allt umfram það væri yfirvinna. Markmiðið með frumvarpinu er líka...
Gerum Landsbankann að lýðræðislegu fyrirtæki
Undanfarið hefur verið mikið rætt um hvað eigi að gera við Landsbankann. Vilji ríkisvaldsins er augljóslega að bankinn eigi að vera rekinn í hagnaðarskyni, og þá í þágu fjárfesta. En aðrar hugmyndir hafa líka komið fram um hvernig megi reka bankann til framtíðar. Hér langar mig að gera athugasemdir við þessa umræðu, og bera fram enn annars konar hugmyndir. Eins...
Samtök atvinnulífsins gegn betra fjölskyldulífi
Þrír þingmenn hafa lagt fram frumvarp um breytingu á eldri lögum um vinnustundir. Myndi frumvarpið ganga eftir myndi dagvinnustundum í reglulegri vinnuviku fækka úr 40 í 35. Vinnudagurinn myndi styttast um eina stund. Skemmri vinnudagur myndi sérstaklega hjálpa fjölskyldufólki, sem á erfitt með að sinna fjölskyldunni vegna þess að það kemur of þreytt heim úr vinnu. Í rannsókn sem...
Davíð Oddssyni (trúlega) svarað
Um daginn birtist stuttur en nafnlaus leiðari í Morgunblaðinu. Leiðarinn, sem líklega var skrifaður af ritstjóranum, Davíð Oddssyni, fjallaði meðal annars um vinnutíma. Í pistlinum fárast ritstjórinn yfir hugmyndum um að stytta vinnudaginn, með þeim orðum meðal annars að það séu sígild og „gömul sannindi“ að „vinnan göfgi manninn“. Eins og allir vita, sem hafa unnið handtak um ævina, þreytir...
Samtök Iðnaðarins vilja styttri vinnudag
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka Iðnaðarins, var í viðtali í Morgunútvarpinu um daginn (sjá einnig hér). Í þessu viðtali viðraði Guðrún hugmynd sem hefur alloft verið rædd á þessari síðu: Að stytta vinnudaginn á Íslandi. Hún sagði að stytting vinnudags ætti að vera gerleg, að því gefnu að framleiðni í landinu aukist. Stytting vinnudagsins hefur undanfarin ár alloft komið...
Minnislyklar, stéttarfélög og endurnýjun hugmyndafræði
Fyrir nokkrum dögum fékk ég sent í pósti umslag merkt stéttarfélagi mínu, en í umslaginu var lítíll pakki og bréf. Fyrsta setning bréfsins er á þessa leið: „Um leið og .... sendir þér óskir um gleðilegt nýtt ár viljum við minna á nýja heimasíðu félagsins www....is og sendum þér minnislykil með slóðinni áletraðri.“ Í pakkanum var sem sagt minnislykillinn. Hann...
Átta tíma vinnudagur: 200 árum síðar
Árið 1817 setti velskur umbótamaður að nafni Robert Owen fram hugmynd sem þá þótti ögrandi. Þessi hugmynd var einföld, en langt í frá sjálfsögð á þeim tíma: Vinnudagurinn skyldi vera átta stunda langur, fólk skyldi fá átta tíma frí á hverjum virkum degi, og átta stundir til að hvílast. Hann þróaði slagorð, sem er svo á enskri tungu: „Eight...
Vinnutími og lífskjör: Ný stefna stéttarfélaganna er nauðsynleg
Í lok þessa árs renna fjölmargir kjarasamningar út. Munu stéttarfélögin vinna undirbúningsvinnu að nýjum kjarasamningum á næstu mánuðum. Enn er alls óljóst til hve langs tíma verður samið og hvað verður samið um yfir höfuð. Þó er eitt full ljóst: Stéttarfélögunum dugar ekki að semja í enn eitt sinnið um kjarabætur eingöngu. Ástæðan er sú að fyrir fjölmarga gagnast kjarabætur...
Kjarasamningar í nánd: Verður vinnutími til umræðu?
Í fyrradag hélt ég erindi um styttingu vinnutíma á opnum fundi hjá Bandalagi Háskólamanna (BHM). Ég kynnti hugmyndir Öldu um styttingu vinnutíma, hvers vegna stytting væri nauðsynleg og hvernig ætti að koma þeim í framkvæmd. Fundurinn var vel sóttur og stóð yfir í um klukkustund, góðar umræður voru á fundinum og tóku fundargestir vel í hugmyndirnar. Vinnutími er mikilvægt...
Skemmri vinnutími hluti nýrrar þjóðarsáttar?
Hluti hátíðarhalda gærdagsins voru ræður, að vanda. Í að minnsta kosti einni þessar var rætt um að efna til nýrrar þjóðarsáttar, en að þjóðarsátt sú ætti að hverfast um stöðugleika í hagkerfinu og aukinn kaupmátt. Aukinn kaupmáttur er nauðsynlegur fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins, um það verður ekki deilt. Hins vegar ber að íhuga mjög alvarlega hvort launahækkanir...
SFR ályktar um vinnutíma
Stéttarfélags í almannaþjónustu (SFR) hélt aðalfund í gær þar sem ályktað var um að stytta beri vinnuvikuna: SFR kröfur sína um að stjórnvöld setji tafarlaust fram raunhæfar tillögur um að tryggja stöðugleika í íslensku efnahagslífi og þess er auk þess krafist að farið verði í vinnu sem miðar af því að stytta vinnuvikuna í 36 stundir. Að auki var ályktað...
Eftirfarandi skjal var undirbúið fyrir kjararáðstefnu Starfsgreinasambandsins sem haldin var á dögunum. Tilgangurinn með þessu skjali er að vekja athygli á einni leið til að stytta vinnudaginn á Íslandi og reyna að vekja upp samstarf meðal stéttarfélaga í landinu um styttingu vinnudags. Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, leggur til við fundargesti að þeir beiti fyrir sér í komandi...
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.