Guðmundur Hörður

Svifryk, sandur og Mannréttindadómstóll Evrópu

Svifryk, sandur og Mannréttindadómstóll Evrópu

Það er með eindæmum hvað við getum hjakkað í sömu hjólförunum þegar kemur að pólitískri umræðu. Nú er það hin árlega svifryksmengun sem angrar borgarbúa og stjórnmálamenn bregðast við með hefðbundnum hætti, þeir ræða málið, skapa átakalínur þar sem þær þurfa ekki að vera en framkvæma fátt og vísa í langtímalausnir. Borgarstjórn kýs að nota ástandið til að leiða sjónum að langtímamarkmiðum um nagladekk og bílaumferð en neitar að taka á þeim stóra hluta vandans sem hún ber sjálf ábyrgð á – sandinum.

Borgin dreifir gríðar miklu magni af sandi og möl á götur og gangstíga borgarinnar. Á þeim dögum sem hálka myndast má ætla af fréttum að 70 tonn af sandi fari á húsagötur borgarinnar.  Þannig að á heilum vetri er líklega um einhver hundruð tonna að ræða. Í gegnum tíðina hafa fjölmargir vakið athygli á því hversu stór uppspretta svifryks hálkuvarnir eru, þar á meðal EuroRAP á Íslandi , Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Evrópusambandið og sérfræðingar á málþingi Félags umhverfisfræðinga sem fram fór fyrir tíu árum síðan! Í umfjöllun um þingið sagði að ókostur þess að dreifa sandi á götur fælist í svokölluðum „sandpappírsáhrifum“ þar sem núningur milli bíldekkja og sands á götum slíti malbikið, auk þess sem sandurinn brotni í örsmáar einingar. Heilbrigðisfulltrúi Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar fjallaði þar um ýmiskonar mótvægisaðgerðir gegn svifryki og þar á meðal rykbindingu og hreinsun.

Samt sem áður virðast borgaryfirvöld helst ekki grípa til slíkra ráðstafana fyrr en seint á vorin. Til marks um það eru fréttir frá því í lok apríl 2016 þegar borgin féll frá ákvörðun um að spara í þvotti á götum Reykjavíkur vegna þess að sandurinn hafði valdið óþrifnaði, svifryki og slysum hjá hjólreiðafólki. Árið þar á undan var svo mikill sandur á götum að Reykjavíkurborg sá ástæðu til að fjalla sérstaklega um það á heimasíðu sinni. En þrátt fyrir þetta og almenna vitneskju um áhrif hálkuvarna á loftgæði þá virðist borgin enn ekki fást til að þrífa sand og möl af götum borgarinnar (sjá myndir hér að ofan). Víða erlendis hafa borgir brugðist við þessum mengunarvaldi með því að hætta að bera sand á götur eða setja sér reglur um að sandur sé hreinsaður um leið og þær aðstæður sem valda hálku er lokið.

Verði ekki breytingar á verklagi Reykjavíkurborgar sýnist mér fullt tilefni fyrir þá sem verða verst fyrir barðinu á svifryksmengun, t.d. þeir sem búa við sjúkdóma í öndunarfærum og búa við umferðargötur, að kanna möguleikann á að kæra íslensk stjórnvöld til Mannréttindadómstóls Evrópu. Áttunda grein Mannréttindasáttmála Evrópu fjallar um rétt til friðhelgi einkalífs og heimilis og hefur dómstóllinn túlkað greinina svo að hún veiti einstaklingum rétt á heilnæmu umhverfi.

Í fróðlegri meistararitgerð Þóru Jónsdóttur um Mannréttindasáttmálann og réttinn til heilnæms umhverfis segir til að mynda: „Almennt þarf fólk að sætta sig við að einhver óþægindi fylgi því að búa í nágrenni við einhverja mengun, það fylgir því t.a.m. að búa í stórborgum. En ef mengun hefur verið viðvarandi og oftsinnis farið fram úr leyfilegum hámarksviðmiðum, þá er nægum alvarleika náð til að mál verði tekið til skoðunar vegna mögulegs brots á réttindum af 8. gr.“. Í ritgerðinni er m.a. fjallað um mál Moreno Gómez gegn Spáni, en málið varðaði hávaða frá næturklúbbum sem fór margoft fram úr leyfilegum hámarksviðmiðum. Samkvæmt Mannréttindadómstólnum bar spænskum stjórnvöldum að grípa til aðgerða til að bæta umhverfisskilyrði kærandans. Það hafði Spánn ekki gert og var því talið brotlegt. Nú liggur fyrir að svifryk í Reykajvík hefur farið sex sinnum yfir heilsuverndarmörk á árinu, sautján sinnum í fyrra og áætlað er að rekja megi áttatíu ótímabær dauðsföll á ári til loftmengunar vegna svifryks.

Í ritgerðinni segir að ríkjum beri ekki einungis að setja lög til að vernda rétt almennings til heilnæms umhverfis, heldur beri þeim jafnframt að tryggja að farið sé að lögunum og að gripið sé til nægjanlegra afdrifaríkra aðgerða til koma megi í veg fyrir mengun. Svifryksmengun í borginni er því ekki einungis á ábyrgð borgarinnar heldur hefur Alþingi líka sínum skyldum að gegna. Það gæti t.d. skyldað sveitarfélög til að hreinsa upp sand innan ákveðins tíma frá því að honum er dreift eða ís er horfinn af götunum, veitt heimildir til að lækka umferðarhraða þegar aðstæður eru líklegar til að valda svifryki, sett reglur sem myndu lækka hlutfall bílaleigubíla á nagladekkjum og hert reglur sem draga úr svifryki frá byggingasvæðum.

Það er mjög gott að borgarfulltrúar hafi þá framtíðarsýn að bílaumferð minnki og nagladekkjum fækki, en á meðan þeir neita að taka á þeirri uppsprettu svifryks sem þeir bera sjálfir ábyrgð á er erfitt að líta á þá sem samherja almennings í baráttunni við mengun í borginni. Þá þarf almenningur að sækja umbæturnar annað, kannski alla leið til Strassborgar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
2

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó
3

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
4

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Pírati í Prag ögrar Peking
5

Listflakkarinn

Pírati í Prag ögrar Peking

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu
6

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·
Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum
7

Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

·

Mest deilt

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
2

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó
3

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
4

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Pírati í Prag ögrar Peking
5

Listflakkarinn

Pírati í Prag ögrar Peking

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu
6

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·

Mest deilt

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
2

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó
3

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
4

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Pírati í Prag ögrar Peking
5

Listflakkarinn

Pírati í Prag ögrar Peking

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu
6

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
3

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
4

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
5

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól
6

Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
3

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
4

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
5

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól
6

Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól

·

Nýtt á Stundinni

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·
Skáldskapur

Listflakkarinn

Skáldskapur

·
Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Pírati í Prag ögrar Peking

Listflakkarinn

Pírati í Prag ögrar Peking

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Fólk strandar á grænmetinu

Fólk strandar á grænmetinu

·
Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Með svona bandamenn ...

Símon Vestarr

Með svona bandamenn ...

·
Listin og lífið renna saman

Listin og lífið renna saman

·