Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Verður Borgarlínu laumað yfir Fossvoginn?

Verður Borgarlínu laumað yfir Fossvoginn?

Stundum er talað um að menn sofi að feigðarósi. Átökin hér eru um Kópavogsós.

Kjarninn greinir frá:

-Hrafnkell segir að það sé ótímabært að segja til um hvaða sam­göngutækni muni drífa Borgarlínuna á endanum. Það gæti vel verið að sjálfakandi strætislestir á gúmmíhjólum verði sú lausn sem verið fyrir valinu. Einnig skiptir máli hvaða áhrif tæknin mun hafa á umhverfi sitt; það er öðruvísi hljóðmengun sem hlýst af vögnum á gúmmíhjólum og sporvögnum. (kjarninn.is)-

Það er því morgunljóst að ekki verður um göngu/hjólhestabrú yfir Fossvoginn heldur burðarbrú (10 t/öxul).  Þá er heldur ekki ljóst hvort almennri bílaumferð verði hleypt á brúnna.

Í skýrslunni stendur:

-Breytingar á aðalskipulagi Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar verða unnar samhliða breytingu á svæðisskipulagi.
Öll skipulagsgögn, þ.e. (1) lýsing skipulagsverkefnis, (2) drög að aðalskipulagi og umhverfisskýrslu og (3) tillaga að aðalskipulagi og umhverfisskýrsla verða aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaga og hjá Skipulagsstofnun. Gert er ráð fyrir að halda kynningarfundi um aðalskipulagsbreytingar samhliða opnum kynningum vegna svæðisskipulagsbreytinga. Tímasetningar kynningarfunda verða auglýstar í fjölmiðlum og heimasíðu sveitarfélags.-

Það er því ljóst að þetta verður mesta upptaka skipulags er í augsýn frá því að sögur hófust.

Það má geta þess að lítil eða engin stytting er á þessari leið en þeirri að fara um Fossvogsbotninn og meðfram strandlínunni að norðanverðu. (sjá rauðu línuna).

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu