Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Sveitastjórnarkosningar: Á Viðreisn sér von?

Sveitastjórnarkosningar: Á Viðreisn sér von?

Þó langur tími virðist til sveitarstjórnakosninga á næsta ári, verður búið að svara spurningunni í fyrirsögninni.

Eins og staðan er núna er miðja stjórnmálanna þéttsetin. Ef skoðuð er staðan á höfuðborgarsvæðinu sýnist mér eini alvöru vinstri kosturinn sé Vinstri græn.

Sannarlega eru Píratar með mörg af baráttumálum Vg en einn er þröskuldurinn. Sveitarstjórnakosningar eru mun persónutengdari kosningar svo á "seleb" brattann er að sækja.

Á þessu kjörtímabili hefur Sjálfstæðisflokkurinn stuðst við Bjarta framtíð í Hafnarfirði og Kópavogi. Athyglisvert er að xD og xV náðu saman í Mosfellsbæ. 

Oftar en ekki hefur ríkisstjórnarflokkum verið refsað í sveitarstjórnakosningum og ef slíkt gerist að ári á hvorki BF né Viðreisn sér viðreisnar von. Þó skal ekki útilokað að Viðreisn taki við hlutverki BF. Sumir fullyrða jafnvel sameiginlegt framboð xA og xC. 

Þá má reikna með því að sterka staða Samfylkingar í Reykjavík hafi áhrif út fyrir bæjarlæk borgarinnar.

Það gæti farið svo að átta eða níu flokkar bjóði fram á höfuðborgarsvæðinu.

Við þær aðstæður á Björt- Viðreisn litla von.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni