Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Styðja ekki stjórnarsáttmálann

Styðja ekki stjórnarsáttmálann

Athyglisverð staða hefur komið upp hvað varðar stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks styðja ekki lagasetningu um jafnlaunavottun:

-Málið nýtur ekki stuðnings allra stjórnarþingmanna, Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, styður málið ekki: „Það hefur legið fyrir alveg frá upphafi, frá því við lögðum upp í þessa vegferð, þessi ríkisstjórn að ég myndi ekki styðja þetta frumvarp.-

Nú er það svo að stjórnarsáttmáli er stefnuplagg nánast stjórnarskrá samstarfsflokka. Mörg dæmi eru um stjórnarslit vegna brigða í stjórnarsáttmála. En hvað stendur í stjórnarsáttmálanum:

-Jafnrétti og fjölskyldumál

Jafnrétti í víðtækri merkingu er órjúfanlegur þáttur í réttlátu og sanngjörnu samfélagi. Þar vegur jafnrétti á vinnumarkaði þungt. Í því skyni að sporna við launamisrétti af völdum kynferðis verði áskilið að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri taki upp árlega jafnlaunavottun.-

Fari svo að frumvarp ríkisstjórnar falli í atkvæðagreiðslu er sýnt að ríkisstjórn er fallin. Reyndar má finna dæmi um þar sem að þessu hafi ekki verið fylgt eftir með vantrausti. Þá má finna dæmi þar sem minnihlutinn hafi komið stjórn til hjálpar.

Það verður væntanlega í þetta sinn.

Jafnlaunavottun var eitt af baráttumálum Viðreisnar svo eftir stendur spurningin hvort fólk á þeim bæjum séu menn eða mýs.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu