Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Platlækkun bankastjóra

Platlækkun bankastjóra

Eftirfarandi fyrirsögn sást í sjölmiðlun:

-Kjararáð lækkar laun bankastjóra Íslandsbanka um rúm 40 prósent-

Gott og vel enda laun bankastjórans vel yfir meðaltali almennings:

-Samkvæmt úrskurðinum sem er frá 31. janúar síðastliðnum en birtur var í dag mun Birna hafa 25 milljónir króna í árslaun. Samkvæmt ársreikningi Íslandsbanka frá árinu 2015 hafði Birna 43,7 milljónir króna í árslaun en ársreikningur bankans fyrir árið í fyrra hefur ekki verið birtur.[Anton Egilsson visir.is]-

En það þarf að lesa smáa letrið:

-Launakjör munu heyra undir bankaráð eftir að ný lög taka gildi
Samkvæmt nýjum lögum um kjararáð sem taka gildi þann 1.júlí næstkomandi munu ákvarðanir um laun bankastjóra ríkisbankanna tveggja, Íslandsbanka og Landsbankans, heyra undir bankaráð. Talið er að Birna sé með tólf mánaða uppsagnarfrest og mun ákvörðunin því ekki hafa áhrif á starfskjör Birnu áður en lagabreytingin tekur gildi.[Anton Egilsson visir.is]-

Á íslensku merkir þetta að alþingi náði að forða þessari launaskerðingu.
Gerði þetta með góðu samkomulagi.

Ef ætlun löggjafans var að taka á kröftugum mótmælum stéttarfélaga launþega þá virðist það allsherjar klúður.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni