Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Hatursumræða: Réttlæti vísað frá

Hatursumræða: Réttlæti vísað frá

Þetta stendur á íslenskum lögum:

„Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ (Almenn hegningarlögum nr. 19/1940 -  Ákvæði 233. gr.)

Nú hefur ákæru ríkissaksóknara verið vísað frá á hendur þáttastjórnanda á Útvarpi Sögu vegna vanreifunar.

Það eru athyglisverð tíðindi að saksóknari skuli ekki vanda mál sitt betur.

Málið er svona í hnotskurn:

-Galin ákæra
Málið má rekja til kæru Samtakanna ’78 vegna ummæla sem féllu í útvarpsþættinum Línan er laus á Útvarpi Sögu. Þar var kennsluhald í grunnskólum í Hafnarfirði til umræðu en sitt sýndist hverjum um hinsegin fræðslu í skólum bæjarins frá sex ára aldri.

„Margir gerðu athugasemdir við það,“ segir Pétur. Fullkomlega eðlilegt sé að skattgreiðendur hafi skoðanir á því sem gert sé í grunnskólum sem reknir séu af sveitarfélögum auk þess sem skólaskylda sé í landinu. Hann hafi hlustað á skoðanir fólks á málinu.

„Svo er ég ákærður fyrir það. Allir sanngjarnir menn hljóta að sjá að það er galið að ég sé ákærður fyrir að hlusta á hlustendur.“

Dómari í málinu vísaði því frá meðal annars þar sem ekkert er minnst á hatursorðræðu eða útbreiðslu haturs í þeirri grein laganna sem ákært var fyrir brot á. Taldi dómari verulegan galla á ákærunni að því leyti. Pétur segir það munu koma betur í ljós síðar hvort hann og/eða Útvarp Saga muni leita réttar síns vegna málsins. (visir.is/kolbeinn tumi)-

Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur gefið út ágætis rit um hatursumræðu:

Þar stendur m.a.;

-Sé rýnt í alþjóðleg lagaákvæði og meginreglur í dómafordæmum og viðeigandi fræðirit um hatursorðræðu er ljóst að ákveðin grundvallaratriði verða að vera til staðar til að tjáning verði talin brotleg og flokkist sem slík:
- Það verður að standa ásetningur til þess að ýta undir hatur á ákveðnum hóp.
- Hvatning/áskorun verður að vera til staðar.
- Orsakasamband – mismunandi er hvort afleiðingar þurfa að hafa komið fram eða hvort aðeins verði að telja líklegt að tjáning hafi ákveðnar afleiðingar.-

Þessu tókst ákæruvaldið ekki að sýna fram á.

Ákvæði 233. gr. a er það ákvæði íslenskra laga sem íslenska ríkið telur fullnægja þjóðréttarlegum skuldbindingum Íslands skv. Samningi Sameinuðu þjóðanna um afnám alls kynþáttamisréttis.
Ákvæðið er svo hljóðandi:
„Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ (leturbr. gb)

Líklegast mun Útvarp Saga frekar herða í en slaka. Hún telur jú að
„Útvarp Saga – Þar sem þjóðin hlustar og talar."

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni