Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Gíslasaga, pólitísk ævisaga á rafrænu formi

Gíslasaga, pólitísk ævisaga á rafrænu formi

Ágætu lesendur.
Í miðju jólabókaflóðinu vil ég vekja athygli á fyrsta kafla af fjórum í pólitískri ævisögu. Fyrsti kaflinn heitir
-Undir bláhimni- um veru mína í Sjálfstæðisflokknum. Þessi kafli verður birtur rafrænt í útgáfuhófi í lok janúar. Þá geta þeir sem hafa áhuga sent mér netfang og þeir fá kaflann í pdf formi ókeypis. Næsti kafli fjallar um störfin innan Kennarasambandsins á átakatímum. Þriðji kaflinn fjallar svo um veru mína fyrir norðan, í Þjóðvaka og svo Samfylkingunni. Lokakaflinn er um för mína yfir í Vinstri græn og veruna þar. Vinnuheiti þess kafla er -Ég er kominn heim!- Það sem er nýtt við þessa ævisöguritun að textinn verður lifandi, þ.e. ef lesandi telur rangt sagt frá, eða veit betur, verður þeim athugasemdum bætt inn ef óskað er.
Ef einhver er mjög áhugasamur þá endilega sendið mér netfang, eða tjáð sig hér fyrir neðan. Netfangið mitt er gislibald@internet.is . Fyrstu tíu fá kaflann á Þorláksmessu! Góða skemmtun.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu