Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Fjögurra flokka stjórn eða stjórnarkreppa

Fjögurra flokka stjórn eða stjórnarkreppa

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun er hægt að mynda þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki, eða fjögurra flokka stjórn yfir miðjuna til vinstri.

Takist Katrínu Jakobsdóttur ekki að mynda fjögurra flokka stjórn er frekar ólíklegt að Bjarna Benediktssyni takist að sameina hægrið.

Bæði Sigmundur Davíð og Benedikt Jóhannesson eru handsviðnir eftir veruna í Valhöll.

Ég spái því að forsetinn gefi ekki langa fresti til stjórnarmyndunar í þetta sinn. Staðan er svipuð og í janúar 1980. Þá var Kristján forseti farinn að veifa ráðherralista utanþingsstjórnar.

En gleymum því ekki að Steingrímur Hermannsson myndaði fimm flokka ríkisstjórn!

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni