Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Engeyjarstjórn: Óvinsælasta ríkisstjórn á lýðveldistíma?

Engeyjarstjórn: Óvinsælasta ríkisstjórn á lýðveldistíma?

Ýmis met eru bætt í heimi stjórnmálanna. Stjórnmálafræðingar halda utan um atburði og tölfræði og minna á þegar þarf. 

Eitt met vill engin ríkisstjórn eiga. Það er að vera óvinsælasta ríkisstjórn allra tíma.

Nú virðist ómynduð ríkisstjórn bæta þetta met, og áður en hún kemst til valda. 

Lóðin á þá vogarskál virðast vera tímalínubrenglun verðandi forsætisráðherra auk klaufalegrar tilraunar að fela útgáfudagsetningu skýrslunnar um aflandsfélög.

Annað þungt lóð er sú fullyrðing að evrópumál verði sett á ís. [ekki lýgur Mogginn]. 

Þá er formaður Bjartrar framtíðar í öldusjó t.d. vegna  ummæla um fyrri forsætisráðherra. 

Stórskotahríðin er eftir þegar málefnasamningur ríkisstjórnar verður kynntur. Hugsanlega loftárás einnig.

Staðan er ekki öfundsverð.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni