Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Apinn skiptir ostinum

Apinn skiptir ostinum

Í morgun var viðtal við formann Samtaka iðnaðarins, Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Hún hafði miklar áhyggjur af því að búið sé að semja inn í framtíðina um kaup og kjör sem engin innistæða væri fyrir. Þá væri sterk króna meinvaldur.

Hún óttaðist svokallað höfrungahlaup.

Þetta minni á söguna um apann sem skipti ostbita milli tveggja músa:

Apinn í sögunni skipti ostinum milli músanna tveggja, en þær gátu ekki komið sér saman um skiptinguna.
Þær báðu apann vera dómara og skipta ostinum jafnt milli þeirra. Hann beit ostinn í tvo hluta og sá, að annar var stærri. Til að leita jafnvægis beit hann af stærri hlutanum og át.
Þá kom í ljós, að hlutinn, sem áður var stærri, var nú orðinn minni. Apinn beit því og át af hinum hlutanum. Síðan gekk þetta koll af kolli. Alltaf minnkuðu hlutarnir, en aldrei náðist jafnvægi.
Að lokum voru hlutarnir orðnir svo litlir, að ekki tók því að skipta þeim frekar. Apinn tók þá upp í dómaralaun, strauk magann og hvarf, en mýsnar sátu eftir með sárt ennið.  (Útgáfa frá Jónasi Kristjánssyni).-

Í kjarabaráttu og í skiptingu þjóðarkökunni er aldrei gengið út frá jöfnunarkröfum launþega.

Atvinnurekandinn þarf sitt sama hvernig staðan er svo má lýðurinn hirða molanna.

Smátt og smátt eru launþegar að átta sig á skiptingarplatinu.

Tveir firnasterkir verkalýðsleiðtogar þeir Ragnar Þór Ingólfsson, hjá VR og Vilhjálmur Birgisson á Skaganum boða aðgerðir.

Þeir þakka þó að SALEK apaleikurinn er fyrir bí.

Nú er spurning, eru aðrir í launþegaforystu, mýs eða menn?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni