Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Á að þvera Fossvog á kostnað Kópavogsbúa?

Á að þvera Fossvog á kostnað Kópavogsbúa?

Smátt og smátt færast menn nær þeirri ákvörðun hvort umhverfi eða einkabíllinn eigi að ráða ferð.

Gegnsæi ákvörðunar er ekki gegnsæ a.m.k. hér í Kópavogi, sem er furða þar sem Björt framtíð lagði mikla áherslu á gegnsæi stjórnsýslu.

Borgarlínan er framkvæmdaheiti yfir samgönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Þó ég teljist ekki mikill umhverfissinni [þó ég fullflokki sorp] fór um mig hrollur þegar ég sá myndir af fyrrhuguðu samgönguneti.

Hér má glökkt sjá líkt og á mynd sem fylgir blogginu að þvera á Fossvog frá Kársnesstá. Þar sem þetta er ekki hluti af hringveginum má fullyrða að Kópavogsbúar muni greiða a.m.k. helming þessara framkvæmdar. Í vangaveltum út frá verkfræðistofu Eflu má ætla að heildarkostnaður við slíka rútuburða brú (10 tonn) sé ekki undir 2 miljörðum. Spyrja má hvernig flæði umferðar verður frá brúarenda í báðar áttir. En fleira hvílir á spýtunni:

Hér hefur verið bætt við eðlilegri tengingu frá Hafnarfirði/Garðabæ (með grænu) og þarna er þvermóðskan fullkomnuð. Hvað með fuglalíf? Hvað með sjónmengun?

Meira um málið síðar en hér má lesa úr fundargerð.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni