Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

"-gleym ei lóunnar söng."

"-gleym ei lóunnar söng."

Theodóra Þorsteinsdóttir alþingismaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi skrifar í Fréttablaðið grein um lýðræðisástina í Kópavogi. Hún beitir fyrir vagninn skáldi bæjarins Þorsteini Valdimarssyni:

-Þorsteinn Valdimarsson skáld bjó lengi í Kópavogi og orti fallegan lofsöng um bæinn sinn. Þar segir m.a.: „Vagga börnum og blómum – borgin hjá vogunum tveimur“.-

Vissulega er verið að vinna að ýmsu í stefnumótun en lítið sést á almanna færi.

Ég er ekki alveg viss að allir séu þeirrar skoðunar að það ríki skilvirkni og gegnsæi í stjórn bæjarins. Pergament og fjaðurstafaverklag er ríkjandi.

Sjálfur hef ég reynt að koma á tveimur þáttum það er rafrænni stjórnsýslu og þá sjálfsagða gerning að birta fylgiskjöl með fundargerð nema trúnaður hamli.

Sem formaður bæjarráðs svæfði Theodóra samþykkt þáverandi skólanefndar að slíkt yrði gert.

Ég vildi koma þessu kvaki á framfæri þó margt gott sé gert í Kópavogi:

-Þó að fljóðbylgja fleygrar tíðar
sé fallþung og ströng,
geym þinna grænu vinja
og gleym ei lóunnar söng.- [ÞV].

P.s. Ríkisstjórnin þín er með kappi að einkavæða. Nú síðast svona sem einn framhaldsskóla. Er MK næstur?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu