Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Spilaborgin fellur

Spilaborgin fellur

Við bumbuslátt mótmælenda var stjórnin hrakin á brott en leifunum reddað á síðustu metrunum af nokkrum mönnum sem með hönd á hjarta lofuðu að alþingissætunum yrði brátt úthlutað aftur, aðeins á undan áætlun.

Þetta hentar þeim víst illa, enda hafa þeir í gríð og erg sýnt að þeim þykir vænst um völdin, ekki vilja fólksins. Og þegar vald á að gefa eftir vegna vilja fólksins fara viðvörunarbjöllur hjá elítunni að hringja; Er stundin runnin upp þar sem syndir okkar og feðranna hafa uppi á okkur? Mun spilaborg lyganna falla?

Svarið er já.

En áður en sú stund rennur upp verða þessir sömu menn að staðfesta loforð sín og setja dagsetningu fyrir kosningar. Þetta virðast þeir eiga erfitt með.

Það er nú alltaf svoleiðis þegar slíta á sambandi, að lokahnykkurinn er sá sársaukafyllsti. Að brenna myndirnar, að skila lyklinum, að horfast í augu við endalokin. Fyrst er augnablikið sjarmerandi. Tár á hvarmi, faðmlag og kannski lokakoss. En eftir smá stund, ef þetta dregst á langinn, fer það að verða óþolandi fyrir hinn aðilann sem á hlut að máli. Það getur verið ópraktískt að fá ekki lykilinn til baka. Kannski ertu komin með nýja kærustu og vilt frekar gefi henni lykilinn. Dótið sem enn bíður í kössum á stofugólfinu stendur í vegi fyrir nýrri og betri framtíð með ný spil á hendi.

En þetta getur verið stjórnunartækni þeirra sem erfitt eiga með að sleppa takinu. Þeir reyna kannski að troða sér til baka í hið vonlausa samband. Halda því fram að sambandsslitin séu í rauninni óþörf eða geti alveg beðið til næsta árs þegar utanlandsferðin til Krítar er yfirstaðin, þar sem vonin er að sjálfsögðu að sambandið hressist að nýju svo slitin gerist óþörf. En svoleiðis virka ekki sambönd. Það besta er að rífa af plásturinn og opna hjartað fyrir nýjum tímum, og það sem mikilvægara er: Ef þú virkilega berð umhyggju í brjósti fyrir fyrrverandi maka þínum verður þú að leyfa honum að fara. Svo hann geti byggt upp nýja og betri framtíð fyrir sig og þú fyrir þig. Annað er bara örvæntingarfull eigingirni og eiginlega pínulítið krípí.

Skrifið undir hér til að krefjast dagsetningar fyrir Alþingiskosningar haustið 2016.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni