Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka
Dóra Björt
Dóra Björt Guðjónsdóttir er alþjóðafræðingur, lýðræðisumbótarsinni, femínisti, nördi og dýraunnandi með ofnæmi. Hún býður sig einnig fram fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.

Landbúnaðarkerfi ungra bænda og umhverfisins

Við Píratar erum umhverfisvænn flokkur og var loftslagsstefna okkar metin af óháðum aðila sem besta loftslagsstefna íslenskra flokka. Þetta er í takt við alla okkar stefnumótun sem tekur ætíð mið af umhverfismálum. Við viljum umhverfisstefnu án undanþága! Landbúnaðarstefnan okkar er í takt við þetta og er hún ekki bara frábær fyrir neytendur heldur einnig gríðarlega umhverfisvæn og miðar að...

Ekkert lýðræði án jafnréttis

Að bæta lýðræðið er eitt af aðalmarkmiðum okkar Pírata. Hvers vegna? Til að bæta velferð allra í samfélaginu og tryggja frið. Lýðræði þýðir að lýðurinn eða almenningur ráði. Hingað til hafa sérhagsmunir fengið að ráða of miklu í stefnu stjórnvalda og það er ólýðræðislegt því það þjónar bara mjög afmörkuðum hópi í samfélaginu, sem kemur niður á lífsgæðum almennings. Píratar...

Nýja pólitíkin – arfleifð Vilmundar

Eitt sem við Píratar höfum breytt í íslenskum stjórnmálum á þeim fimm árum sem við höfum verið til er orðræðan. Nú eru allir farnir að tala um lýðræðislegri og faglegri vinnubrögð, gagnsæi í stjórnsýslu, heiðarleika, pólitíska ábyrgð og spillinguna sem viðgengst. Þessi hugtök höfðu að mestu legið í dvala þangað til Píratar komu fram á sjónarsviðið - alla tíð síðan...

Norski Verkamannaflokkurinn í vanda

Á mánudag ganga Norðmenn til Stórþingskosninga og velja þingmenn næstu fjögurra ára. Í 90 ár hefur Verkamannaflokkurinn (Arbeiderpartiet) verið stærsti flokkur landsins og að mörgu leyti verið aðalarkitekt velferðarsamfélagsins sem Norðmenn lifa við í dag. Hægriflokkurinn (Høyre) gæti á mánudag kastað þeim af stalli sínum og orðið landsins stærsta breiðfylking. Hver er ástæðan? Bent hefur verið á erfiðleika flokksins við...

Ég er hrædd

Hræðsla. Þessi læðandi tilfinning sem grefur undan krafti okkar og þori. Ég hræðist afleiðingar þess að taka þátt í hinu opinbera. Að hafa rödd sem tekur pláss. Á félagsmiðlum, í fjölmiðlum. Að leyfa skoðunum mínum að flakka og reyna að koma á jákvæðum breytingum í samfélaginu. Fólk sem þorir að tala um kúgun tekur áhættu. Að tala um flóttamannakrísu þar...

Að þurfa að treysta kjörnum fulltrúum í blindni á að heyra fortíðinni til

Fjármálaráðherra á fund með fjárfestum sem hann lýgur um. Ráðherra dómsmála gerir breytingar á skipan dómara sem faglega skipuð nefnd hafði gert tillögu um, án fullnægjandi rökstuðnings fyrir breytingunum. Síðustu mánuði hef ég unnið hjá Evrópuþingmanni Pírata á Evrópuþinginu í Brussel. Hér fæ ég innsýn í hvernig reynt er að sporna við spillingu í Evrópustofnunum. Um þessar mundir...

Sannleikur Frosta

Það að tónlistarsmekkur tiltekins útvarpsþáttastjórnanda á X977 sé ólíkur annarra, meðal annars margra kvenna og dómnefnd Íslensku tónlistarverðlaunanna, er viðbúið og eðlilegt. Í því samhengi er alveg rétt sem hann bendir á, að kynin eru ólík að mörgu leyti, m.a. þegar kemur að tónlist. Munurinn er þó ekki sá sem hann heldur fram, að karlar séu einfaldlega betri tónlistarmenn vegna...

Leyfum ekki hræðslunni að vinna

Þjóðin upplifir öll í sameiningu mikla sorg yfir ótímabæru og óhugnalegu fráfalli Birnu Brjánsdóttur. Fyrir fólki sem þekkti Birnu ekki persónulega er málið samt persónulegt. Birna hefði getað verið hver sem er, kona í blóma lífsins, venjuleg stelpa sem rölti út af Húrra eftir djamm, fékk sér nætursnarl og hélt svo heim á leið. Birna er vinkona okkar, frænka, vinnufélagi,...

Að vera eða vera ekki píkan þín

Konur hafa löngum þurft að þola að vera minnkaðar niður í einingu líffræði sinnar. Fyrr á tímum voru oft einkenni reiði og vonleysi yfir því að hafa ekki möguleikann á því að nýta hæfileika sína úti í samfélaginu túlkuð sem sjúkdómurinn hystería. Sá var talinn stafa frá leginu og gera konur órökvísar á þann hátt að þær stjórnuðust eingöngu af...

Spilaborgin fellur

Við bumbuslátt mótmælenda var stjórnin hrakin á brott en leifunum reddað á síðustu metrunum af nokkrum mönnum sem með hönd á hjarta lofuðu að alþingissætunum yrði brátt úthlutað aftur, aðeins á undan áætlun. Þetta hentar þeim víst illa, enda hafa þeir í gríð og erg sýnt að þeim þykir vænst um völdin, ekki vilja fólksins. Og þegar vald á að...

Þjóðin með Stokkhólmsheilkennið

Eftir hrunið 2008 varð allt bandbrjálað og fólk flykktist niður á Austurvöll og krafðist kosninga. Eina kvöldstund á meðan búsáhaldabyltingin stóð yfir sagði vinkona mín í vantrú, vel hugsandi og vitiborinn einstaklingur; en hver á að fara í ríkisstjórn? Vinstri grænir? Ekkert virtist henni finnast meira fjarri lagi og óhugsandi þrátt fyrir aðstæðurnar og afleiðingar aðgerða eða aðgerðaleysis hægriflokkanna sem...

Flóki valdsins

Lýðræði er viðkvæmt og vandmeðfarið fyrirbæri. Við samanburð milli þjóða má sjá að lýðræðið er mislangt komið. Það er hægt að teljast lýðræðisríki þó að lýðræðið sé slakt. Stöðugt þarf að þróa það og efla og rækta eins og fallegt blóm. Arfann sem ógnar blómi lýðræðisins þarf að reita. Í lýðræði streymir vald fólksins upp á við, á hendur valins...