Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Umræðan leiðrétt - Málefnin ráða för

Umræðan leiðrétt - Málefnin ráða för

Eftir að tilkynnt var um formlegar viðræður milli Bjartrar Framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks hafa margir lagt orð í belg og komið með innlegg í umræðuna. Þegar umræðan er eins víðfeðm og raun ber vitni þykir líklegt að farið sé með rangt mál í einhverjum tilvikum. Nýleg frétt Stundarinnar er dæmi um slíkt. Ég ætla því að taka það að mér að leiðrétta eitt og annað sem þar kom fram.

 

1)      Skattamál

 

Í fréttinni kemur fram að líkur séu á verulegum skattalækkunum í næstu ríkisstjórn. Í framsetningu virðist eins og það sé verið að fjalla um stefnu Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar sameiginlega.

 

Þetta er vægast sagt villandi framsetning. Það sem Viðreisn hefur boðað er að lögð verði aukin áhersla á auðlindagjöld og græna skatta þegar kemur að skattheimtu. Þar má nefna auðlindagjöld í sjávarútvegi, orkuiðnaði og öðrum atvinnugreinum sem nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar, auk þess sem mengun á umhverfi verði skattlögð í meira mæli en nú er gert. Leggja þarf meiri áherslu á hugvit og tækniþróun. Í því skyni þarf að hækka þak á endurgreiðslu til fyrirtækja vegna útlagðs kostnaðar til rannsókna og þróunar.

 

Viðreisn vill auk þess endurskoða skattkerfið með það að markmiði að auka skilvirkni þess og auðvelda einstaklingum að fara eftir reglum. Meðal annars má finna í stefnu róttækar breytingar á tekjuskattskerfi sem eru til þess fallnar að bæta hag tekjulægri hópa, en þar ber helst að nefna hækkun skattleysismarka úr 140 þúsund kr. á mánuði í liðlega 190 þúsund kr. á mánuði. Varla gengur slíkt gegn óskum þjóðarinnar í ljósi þess að 75% fólks telur persónulega skattbyrði sína of háa eða allt of háa. Hér kemur fram að stefna Viðreisnar sé skýr og samkvæmt þessu yfirliti virðast þær fullyrðingar - sem fram komu um skattastefnu í fréttinni - ekki eiga við rök að styðjast.

 

2)      Opinber rekstur

 

Enn og aftur er um verulega villandi framsetningu að ræða þegar fram kemur að von sé á auknu aðhaldi í opinberum rekstri. Vissulega er um aðhald að ræða á þeim sviðum þar sem fjármunum er sóað verulega. Þar ber helst að nefna innkaup hins opinbera, en um 40% af innkaupum eru gerð utan reglna og laga eða reglna sem ríkið setur fram. Fyrir vikið er um 10 milljörðum kr. sóað á ári hverju í óhagkvæm innkaup, auk þess sem kerfið er gróðrarstía sérhagsmuna, þar sem skortir allt aðhald og eftirlit.

 

Þetta má leysa með aukinni áherslu á útboð og sameiginleg innkaup hins opinbera. Samkvæmt áætlun Viðreisnar er hægt að spara um 4 milljarða kr. á ári hverju með þessum breytingum. Þá fjármuni er hægt að setja í grunnþjónustu ríkisins. Þess vegna er aðhald af þessu tagi öllum til hagsbóta.

 

Úr því að ég minntist á áætlun Viðreisnar í ríkisfjármálum, þá er við hæfi að fjalla nánar um hana. Sú áætlun leggur fram hóflega útgjaldaaukningu til að mæta bráðavanda og styrkja innviði samfélagsins. Hvað heilbrigðismál varðar er þar 40 milljarða kr. útgjaldaaukning. Þar af má finna 25 milljarða kr. í áætlun fráfarandi ríkisstjórnar og Viðreisn leggur til að 14 milljörðum kr. verði bætt við í árleg útgjöld til heilbrigðismála.

 

Auk þess er lagt til í áætlun Viðreisnar að 9 milljörðum kr. verði bætt við í menntamál og 8 milljörðum kr. til viðbótar í almannatryggingar. Auk þess er reiknað með því að hægt sé að fá 15 milljarða kr. fyrir uppboð veiðiheimilda á ári hverju. Þeir fjármunir færu í uppbyggingu innviða. Varðandi sjávarútvegsstefnu Viðreisnar má sjá hér nánari útfærslu.

 

Viðreisn gerir gott betur og er með tilbúnar leiðir til að fjármagna þessa útgjaldaaukningu. Samkvæmt þeim hugmyndum færi reikingur ekki til kjósenda í formi aukins fjárlagahalla eða aukinnar skattheimtu.

 

Líkt og fram kom áður má spara töluverða fjármuni með breytingum á innkaupum hins opinbera. Auk þess má spara töluvert með betri nýtingu og stýringu á fasteignum ríkisins, fjárfestingu í netvæðingu opinberrar stjórnsýslu og með því að draga úr skattaundanskotum með einföldun skattskila og aukinni áherslu á eftirlit. Allt í allt má hér spara um 12 milljarða kr. á ári hverju.

 

Spara má 10 milljarða kr. á ári hverju með því að greiða niður skuldir ríkisins og þannig lækka árlegan vaxtakostnað af ríkisskuldum. Ríkisskuldir eru allt í allt um 1.300 milljarðar kr. og árleg útgjöld ríkissjóðs vegna vaxta eru um 73 milljarðar kr. - og er því þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs. Séu ríkisskuldir lækkaðar úr 1.300 milljörðum kr. niður í 1.100 milljarða kr. má spara um 10 milljarða kr. í árleg vaxtaútgjöld.

 

Eigið fé Íslandsbanka er 200 milljarðar kr. miðað við tölur frá árslokum 2015. Ríkið á allan þann hlut. Nú þegar liggur fyrir hluti til sölu sem hægt er að selja á fyrri hluta kjörtímabils. Einnig liggur fyrir 13% hlutdeild ríkisins í Arion banka til sölu. Hlutdeild ríkisins í eigin fé Arion banka nemur um 25 milljörðum kr.

 

Hér er hægt að fá 200 milljarða kr. til að greiða niður skuldir ríkisins og lækka árleg vaxtaútgjöld um 10 milljarðar kr. - og þeir fjármunir færu þá í grunnþjónustu ríkisins, fremur en að vera eytt að óþörfu. Með því að taka upp myntráð gæti skapast samkeppni og áhugi erlendis frá þegar kemur að bankasölunni. Slíkt yrði öllum til hagsbóta. Auk þess yrði vaxtalækkun - á borð við þá sem upptaka myntráðs hefði í för með sér - veruleg kjarabót fyrir öll íslensk heimili.

 

Málefnin ráða för

 

Umbætur falla ekki af himnum ofan, heldur þarf að vinna fyrir þeim. Nú þarf að huga að málefnum og stórum markmiðum framtíðarinnar, takast á við vandamálin af fullum krafti og boða raunhæfar lausnir í þeim málum sem þarf að leysa. Þetta þarf að gera í anda frjálslyndis, alþjóðahyggju og umbóta. Alla tíð hefur þetta verið í fyrirrúmi hjá Viðreisn og fullyrðingar um annað eiga vart við rök að styðjast. Tökum skref inn í framtíðina og vinnum að bættu samfélagi í sameiningu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Guðmundur Hörður
1
Blogg

Guðmundur Hörður

Rang­ar álykt­an­ir dregn­ar af gjald­þroti Íbúðalána­sjóðs

Það er lík­lega ekk­ert mik­il­væg­ara stjórn­mála­manni en að njóta al­menns trausts. Þess vegna kem­ur það mér alltaf jafn mik­ið á óvart þeg­ar stjórn­mála­menn draga álykt­an­ir í mik­il­væg­um mál­um sem virð­ast hvorki byggja á rök­um né reynslu. Það treysta nefni­lega fá­ir stjórn­mála­manni sem bygg­ir af­stöðu sína á kredd­um og al­vöru­leysi. Við­brögð sjálf­stæð­is­manna við fyr­ir­sjá­an­legu og yf­ir­vof­andi gjald­þroti Íbúðalána­sjóðs hafa því kom­ið...
Kristín I. Pálsdóttir
2
Blogg

Kristín I. Pálsdóttir

Úr­sögn úr Ferða­fé­lagi Ís­lands

Eft­ir­far­andi bréf sendi ég á Ferða­fé­lag Ís­lands í dag þar sem ég segi mig úr fé­lag­inu og greini frá ástæð­um þess:  Eft­ir­far­andi eru mín­ar hug­leið­ing­ar í kjöl­far fé­lags­fund­ar hinn 27. októ­ber þar sem ég geri grein fyr­ir ástæð­um þess að ég óska nú eft­ir úr­sögn úr Ferða­fé­lagi Ís­lands. Verk­efni fé­laga­sam­taka Markmið allra fé­laga­sam­taka (e. non-profit org­an­izati­ons) er að vinna að...
Þorvaldur Gylfason
3
Blogg

Þorvaldur Gylfason

Lepp­ar

Mér er minn­is­stæð­ur leynifund­ur sem var hald­inn í Há­skóla Ís­lands fyr­ir fá­ein­um ár­um í sam­bandi við stofn­un Ís­lands­deild­ar Tran­sparency In­ternati­onal. Með­al fund­ar­gesta var einn æðsti emb­ætt­is­mað­ur rétt­ar­kerf­is­ins. Þeg­ar röð­in kom að hon­um þar sem við sát­um kannski fimmtán manns í kring­um borð lýsti hann þeirri skoð­un að spill­ing hefði aldrei ver­ið minni á Ís­landi en ein­mitt þá og væri ekki...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

Skatt­ar, for­tíð og upp­runi auðs

Frjáls­hyggju­menn tala einatt um skatt­heimtu sem e.k. rán, það ger­ir t.d. William Irw­in í bók sinni The Free Mar­ket Ex­istential­ist. En for­senda þeirr­ar hyggju er sú að sér­hver ein­stak­ling­ur sé upp­sprettu­lind  alls þess sem hann þén­ar og á, nema sá auð­ur sem hon­um áskotn­ast vegna frjálsra samn­inga við aðra. Þetta er alrangt, all­ar tekj­ur og auð­ur eiga sér marg­ar og...
Stefán Snævarr
5
Blogg

Stefán Snævarr

Sam­ein­uð Evr­ópa eina lausn­in?

Eins og stend­ur styðja Banda­rík­in Úkraínu hressi­lega. En hvað ger­ist ef Re­públi­kan­ar ná meiri­hluta í báð­um þing­deild­um? Mörg þing­manns­efni þeirra eru höll und­ir Rússa og/eða ef­ins um ágæti þess að dæla fé í Úkraínu. John Bolt­on, fyrr­um ráð­gjafi Trumps, sagði í við­tali að hefði Trump náð end­ur­kjöri væri Pútín í Kænu­garði nú. Fyrr eða síð­ar mun ein­hvers kon­ar Trump sitja...

Nýtt á Stundinni

Miðaldra húsmóðir í meyjargervi
GagnrýniHvað er Drottinn að drolla?

Mið­aldra hús­móð­ir í meyj­ar­gervi

Að öllu sögðu skrif­ar Auð­ur Har­alds hér hug­vekj­andi bók um mið­ald­ir og heims­far­aldra, en ekki síð­ur um all­ar ósýni­legu mið­aldra kon­urn­ar í nú­tím­an­um, seg­ir í dómi Ás­geirs H. Ing­ólfs­son­ar.
Fjórar sviðsmyndir um endalok Úkraínustríðs
GreiningÁ vettvangi í Úkraínu

Fjór­ar sviðs­mynd­ir um enda­lok Úkraínu­stríðs

Fá­ir ef nokkr­ir sáu fyr­ir þá stöðu sem nú er uppi, níu mán­uð­um eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu. Hvort held­ur sem var, van­mat á úkraínska hern­um, eða of­mat á þeim rúss­neska, er erfitt að segja til um. En er ein­hver von til þess að höm­ung­un­um linni? Og þá hvernig? Val­ur Gunn­ars­son rýn­ir í fjór­ar mögu­leg­ar leið­ir til að enda stríð.
Bókmenntapælingar: Konur í ísskápum
Menning

Bók­menntapæl­ing­ar: Kon­ur í ís­skáp­um

Aug­ljósi sögu­hvat­inn sem aldrei deyr.
Blátt bros um varir mínar
GagnrýniKrossljóð

Blátt bros um var­ir mín­ar

Krossljóð eru með eft­ir­tekt­ar­verð­ari bók­um sem út koma í ár, sann­verð­ugt merki um hversu sterk­ur og lif­andi skáld­skap­ur­inn er á okk­ar tím­um, eins og Sig­ur­björgu Þrast­ar­dótt­ur tekst að sanna með merki­leg­um hætti, skrif­ar Páll Bald­vin Bald­vins­son í dómi sín­um.
Fjallamóðir
Þorvaldur Gylfason
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Fjalla­móð­ir

Mörg feg­urstu kvæði gömlu skáld­anna – Jónas­ar Hall­gríms­son­ar, Gríms Thomsen, Ein­ars Bene­dikts­son­ar og annarra – voru ætt­jarðar­ástar­kvæði. Skáld­in elsk­uðu land­ið og ortu til þess eld­heit­ar ástar­játn­ing­ar.
Að fylgja reglum annarra landa
Jón Trausti Reynisson
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Að fylgja regl­um annarra landa

Af­stæð­is­hyggja er not­uð til að rétt­læta mann­rétt­inda­brot, inn­rás­ir og al­ræði. Fram­tíð Ís­lend­inga velt­ur á úr­slit­un­um í yf­ir­stand­andi heims­styrj­öld gild­is­mats.
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Viðtal

„Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
Skvísur eru bestar
Alma Mjöll Ólafsdóttir
Pistill

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Skvís­ur eru best­ar

Frek­ar en að hlusta á Dyl­an ætla ég að hlusta á Dolly, Part­on auð­vit­að, og aðr­ar kon­ur sem semja lög sem end­ur­spegla það hvernig er að vera kona, hvernig er að vera ég, skrif­ar Alma Mjöll Ólafs­dótt­ir.
Að leggja lag sitt við tröllin
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Að leggja lag sitt við tröll­in

Vissu­lega hef­ur Katrín Jak­obs­dótt­ir ekki ver­ið minn upp­á­hald­spóli­tík­us síð­ustu fimm ár­in. Eigi að síð­ur verð ég að við­ur­kenna að ég hálf­vor­kenni henni fyr­ir þann fauta­skap sem Bjarni Bene­dikts­son hef­ur nú sýnt henni með yf­ir­lýs­ingu sinni um stuðn­ing við vaxta­hækk­un Seðla­bank­ans. Því já, með þess­ari yf­ir­lýs­ingu sýndi hann Katrínu sér­stak­an fauta­skap og raun­ar fyr­ir­litn­ingu. Lít­um á hvað gerð­ist. Kjara­samn­ing­ar standa fyr­ir...
Jólin, jólin, jólin koma brátt
Stundarskráin

Jól­in, jól­in, jól­in koma brátt

Alls kon­ar jóla­skemmt­un er í boði næstu tvær vik­urn­ar.
Olíufyrirtæki sækja í sig veðrið á loftslagsráðstefnum
Greining

Olíu­fyr­ir­tæki sækja í sig veðr­ið á lofts­lags­ráð­stefn­um

Aldrei hafa fleiri full­trú­ar olíu­fyr­ir­tækja sótt lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna en nú. Vild­ar­kjör á flug, drykk­ir í flösk­um frá risa­fyr­ir­tækj­un­um Coca Cola og Nestlé, sem skilja einna mest eft­ir sig af plast­meng­un, var selt á ráð­stefn­unni. Mörgu virð­ist ábóta­vant á ráð­stefnu sem ætti að vera til fyr­ir­mynd­ar í um­hverf­is­mál­um seg­ir vís­inda­fólk.
MAST sektar Arnarlax um 120 milljónir fyrir ranga upplýsingagjöf
Fréttir

MAST sekt­ar Arn­ar­lax um 120 millj­ón­ir fyr­ir ranga upp­lýs­inga­gjöf

Mat­væla­stofn­un hef­ur sekt­að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax fyr­ir að veita stofn­un­inni rang­ar upp­lýs­ing­ar um fjölda laxa í sjókví fyr­ir­tæk­is­ins á Vest­fjörð­um. Sekt­in er sú fyrsta sem stofn­un­in legg­ur á ís­lenskt lax­eld­is­fyr­ir­tæki. Hugs­an­legt er að allt að 82 þús­und eld­islax­ar hafi slopp­ið úr eldisk­ví í Arnar­firði.