Bjarni Halldór

Umræðan leiðrétt - Málefnin ráða för

Umræðan leiðrétt - Málefnin ráða för

Eftir að tilkynnt var um formlegar viðræður milli Bjartrar Framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks hafa margir lagt orð í belg og komið með innlegg í umræðuna. Þegar umræðan er eins víðfeðm og raun ber vitni þykir líklegt að farið sé með rangt mál í einhverjum tilvikum. Nýleg frétt Stundarinnar er dæmi um slíkt. Ég ætla því að taka það að mér að leiðrétta eitt og annað sem þar kom fram.

 

1)      Skattamál

 

Í fréttinni kemur fram að líkur séu á verulegum skattalækkunum í næstu ríkisstjórn. Í framsetningu virðist eins og það sé verið að fjalla um stefnu Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar sameiginlega.

 

Þetta er vægast sagt villandi framsetning. Það sem Viðreisn hefur boðað er að lögð verði aukin áhersla á auðlindagjöld og græna skatta þegar kemur að skattheimtu. Þar má nefna auðlindagjöld í sjávarútvegi, orkuiðnaði og öðrum atvinnugreinum sem nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar, auk þess sem mengun á umhverfi verði skattlögð í meira mæli en nú er gert. Leggja þarf meiri áherslu á hugvit og tækniþróun. Í því skyni þarf að hækka þak á endurgreiðslu til fyrirtækja vegna útlagðs kostnaðar til rannsókna og þróunar.

 

Viðreisn vill auk þess endurskoða skattkerfið með það að markmiði að auka skilvirkni þess og auðvelda einstaklingum að fara eftir reglum. Meðal annars má finna í stefnu róttækar breytingar á tekjuskattskerfi sem eru til þess fallnar að bæta hag tekjulægri hópa, en þar ber helst að nefna hækkun skattleysismarka úr 140 þúsund kr. á mánuði í liðlega 190 þúsund kr. á mánuði. Varla gengur slíkt gegn óskum þjóðarinnar í ljósi þess að 75% fólks telur persónulega skattbyrði sína of háa eða allt of háa. Hér kemur fram að stefna Viðreisnar sé skýr og samkvæmt þessu yfirliti virðast þær fullyrðingar - sem fram komu um skattastefnu í fréttinni - ekki eiga við rök að styðjast.

 

2)      Opinber rekstur

 

Enn og aftur er um verulega villandi framsetningu að ræða þegar fram kemur að von sé á auknu aðhaldi í opinberum rekstri. Vissulega er um aðhald að ræða á þeim sviðum þar sem fjármunum er sóað verulega. Þar ber helst að nefna innkaup hins opinbera, en um 40% af innkaupum eru gerð utan reglna og laga eða reglna sem ríkið setur fram. Fyrir vikið er um 10 milljörðum kr. sóað á ári hverju í óhagkvæm innkaup, auk þess sem kerfið er gróðrarstía sérhagsmuna, þar sem skortir allt aðhald og eftirlit.

 

Þetta má leysa með aukinni áherslu á útboð og sameiginleg innkaup hins opinbera. Samkvæmt áætlun Viðreisnar er hægt að spara um 4 milljarða kr. á ári hverju með þessum breytingum. Þá fjármuni er hægt að setja í grunnþjónustu ríkisins. Þess vegna er aðhald af þessu tagi öllum til hagsbóta.

 

Úr því að ég minntist á áætlun Viðreisnar í ríkisfjármálum, þá er við hæfi að fjalla nánar um hana. Sú áætlun leggur fram hóflega útgjaldaaukningu til að mæta bráðavanda og styrkja innviði samfélagsins. Hvað heilbrigðismál varðar er þar 40 milljarða kr. útgjaldaaukning. Þar af má finna 25 milljarða kr. í áætlun fráfarandi ríkisstjórnar og Viðreisn leggur til að 14 milljörðum kr. verði bætt við í árleg útgjöld til heilbrigðismála.

 

Auk þess er lagt til í áætlun Viðreisnar að 9 milljörðum kr. verði bætt við í menntamál og 8 milljörðum kr. til viðbótar í almannatryggingar. Auk þess er reiknað með því að hægt sé að fá 15 milljarða kr. fyrir uppboð veiðiheimilda á ári hverju. Þeir fjármunir færu í uppbyggingu innviða. Varðandi sjávarútvegsstefnu Viðreisnar má sjá hér nánari útfærslu.

 

Viðreisn gerir gott betur og er með tilbúnar leiðir til að fjármagna þessa útgjaldaaukningu. Samkvæmt þeim hugmyndum færi reikingur ekki til kjósenda í formi aukins fjárlagahalla eða aukinnar skattheimtu.

 

Líkt og fram kom áður má spara töluverða fjármuni með breytingum á innkaupum hins opinbera. Auk þess má spara töluvert með betri nýtingu og stýringu á fasteignum ríkisins, fjárfestingu í netvæðingu opinberrar stjórnsýslu og með því að draga úr skattaundanskotum með einföldun skattskila og aukinni áherslu á eftirlit. Allt í allt má hér spara um 12 milljarða kr. á ári hverju.

 

Spara má 10 milljarða kr. á ári hverju með því að greiða niður skuldir ríkisins og þannig lækka árlegan vaxtakostnað af ríkisskuldum. Ríkisskuldir eru allt í allt um 1.300 milljarðar kr. og árleg útgjöld ríkissjóðs vegna vaxta eru um 73 milljarðar kr. - og er því þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs. Séu ríkisskuldir lækkaðar úr 1.300 milljörðum kr. niður í 1.100 milljarða kr. má spara um 10 milljarða kr. í árleg vaxtaútgjöld.

 

Eigið fé Íslandsbanka er 200 milljarðar kr. miðað við tölur frá árslokum 2015. Ríkið á allan þann hlut. Nú þegar liggur fyrir hluti til sölu sem hægt er að selja á fyrri hluta kjörtímabils. Einnig liggur fyrir 13% hlutdeild ríkisins í Arion banka til sölu. Hlutdeild ríkisins í eigin fé Arion banka nemur um 25 milljörðum kr.

 

Hér er hægt að fá 200 milljarða kr. til að greiða niður skuldir ríkisins og lækka árleg vaxtaútgjöld um 10 milljarðar kr. - og þeir fjármunir færu þá í grunnþjónustu ríkisins, fremur en að vera eytt að óþörfu. Með því að taka upp myntráð gæti skapast samkeppni og áhugi erlendis frá þegar kemur að bankasölunni. Slíkt yrði öllum til hagsbóta. Auk þess yrði vaxtalækkun - á borð við þá sem upptaka myntráðs hefði í för með sér - veruleg kjarabót fyrir öll íslensk heimili.

 

Málefnin ráða för

 

Umbætur falla ekki af himnum ofan, heldur þarf að vinna fyrir þeim. Nú þarf að huga að málefnum og stórum markmiðum framtíðarinnar, takast á við vandamálin af fullum krafti og boða raunhæfar lausnir í þeim málum sem þarf að leysa. Þetta þarf að gera í anda frjálslyndis, alþjóðahyggju og umbóta. Alla tíð hefur þetta verið í fyrirrúmi hjá Viðreisn og fullyrðingar um annað eiga vart við rök að styðjast. Tökum skref inn í framtíðina og vinnum að bættu samfélagi í sameiningu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
3

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Takk fyrir Hatari
4

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
5

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Hægðasnobb
6

Kristlín Dís

Hægðasnobb

·
Hrun í komu ferðamanna í apríl
7

Hrun í komu ferðamanna í apríl

·

Mest deilt

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
3

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
5

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Lagalegi fyrirvarinn við orkupakkann verður aðeins settur í reglugerðina
6

Lagalegi fyrirvarinn við orkupakkann verður aðeins settur í reglugerðina

·

Mest deilt

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
3

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
5

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Lagalegi fyrirvarinn við orkupakkann verður aðeins settur í reglugerðina
6

Lagalegi fyrirvarinn við orkupakkann verður aðeins settur í reglugerðina

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
2

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
3

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
4

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
5

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Blekkingin og heimtufrekjan hjá útgefanda Fréttablaðsins
6

Jón Trausti Reynisson

Blekkingin og heimtufrekjan hjá útgefanda Fréttablaðsins

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
2

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
3

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
4

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
5

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Blekkingin og heimtufrekjan hjá útgefanda Fréttablaðsins
6

Jón Trausti Reynisson

Blekkingin og heimtufrekjan hjá útgefanda Fréttablaðsins

·

Nýtt á Stundinni

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Plasttannburstatýpa

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Plasttannburstatýpa

·
Of fokkin pólitísk

Of fokkin pólitísk

·
Takk fyrir Hatari

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Dystópía

Dystópía

·
Töfrarnir í litlu hlutunum

Töfrarnir í litlu hlutunum

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Hægðasnobb

Kristlín Dís

Hægðasnobb

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Hrun í komu ferðamanna í apríl

Hrun í komu ferðamanna í apríl

·