Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Umræðan leiðrétt - Málefnin ráða för

Umræðan leiðrétt - Málefnin ráða för

Eftir að tilkynnt var um formlegar viðræður milli Bjartrar Framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks hafa margir lagt orð í belg og komið með innlegg í umræðuna. Þegar umræðan er eins víðfeðm og raun ber vitni þykir líklegt að farið sé með rangt mál í einhverjum tilvikum. Nýleg frétt Stundarinnar er dæmi um slíkt. Ég ætla því að taka það að mér að leiðrétta eitt og annað sem þar kom fram.

 

1)      Skattamál

 

Í fréttinni kemur fram að líkur séu á verulegum skattalækkunum í næstu ríkisstjórn. Í framsetningu virðist eins og það sé verið að fjalla um stefnu Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar sameiginlega.

 

Þetta er vægast sagt villandi framsetning. Það sem Viðreisn hefur boðað er að lögð verði aukin áhersla á auðlindagjöld og græna skatta þegar kemur að skattheimtu. Þar má nefna auðlindagjöld í sjávarútvegi, orkuiðnaði og öðrum atvinnugreinum sem nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar, auk þess sem mengun á umhverfi verði skattlögð í meira mæli en nú er gert. Leggja þarf meiri áherslu á hugvit og tækniþróun. Í því skyni þarf að hækka þak á endurgreiðslu til fyrirtækja vegna útlagðs kostnaðar til rannsókna og þróunar.

 

Viðreisn vill auk þess endurskoða skattkerfið með það að markmiði að auka skilvirkni þess og auðvelda einstaklingum að fara eftir reglum. Meðal annars má finna í stefnu róttækar breytingar á tekjuskattskerfi sem eru til þess fallnar að bæta hag tekjulægri hópa, en þar ber helst að nefna hækkun skattleysismarka úr 140 þúsund kr. á mánuði í liðlega 190 þúsund kr. á mánuði. Varla gengur slíkt gegn óskum þjóðarinnar í ljósi þess að 75% fólks telur persónulega skattbyrði sína of háa eða allt of háa. Hér kemur fram að stefna Viðreisnar sé skýr og samkvæmt þessu yfirliti virðast þær fullyrðingar - sem fram komu um skattastefnu í fréttinni - ekki eiga við rök að styðjast.

 

2)      Opinber rekstur

 

Enn og aftur er um verulega villandi framsetningu að ræða þegar fram kemur að von sé á auknu aðhaldi í opinberum rekstri. Vissulega er um aðhald að ræða á þeim sviðum þar sem fjármunum er sóað verulega. Þar ber helst að nefna innkaup hins opinbera, en um 40% af innkaupum eru gerð utan reglna og laga eða reglna sem ríkið setur fram. Fyrir vikið er um 10 milljörðum kr. sóað á ári hverju í óhagkvæm innkaup, auk þess sem kerfið er gróðrarstía sérhagsmuna, þar sem skortir allt aðhald og eftirlit.

 

Þetta má leysa með aukinni áherslu á útboð og sameiginleg innkaup hins opinbera. Samkvæmt áætlun Viðreisnar er hægt að spara um 4 milljarða kr. á ári hverju með þessum breytingum. Þá fjármuni er hægt að setja í grunnþjónustu ríkisins. Þess vegna er aðhald af þessu tagi öllum til hagsbóta.

 

Úr því að ég minntist á áætlun Viðreisnar í ríkisfjármálum, þá er við hæfi að fjalla nánar um hana. Sú áætlun leggur fram hóflega útgjaldaaukningu til að mæta bráðavanda og styrkja innviði samfélagsins. Hvað heilbrigðismál varðar er þar 40 milljarða kr. útgjaldaaukning. Þar af má finna 25 milljarða kr. í áætlun fráfarandi ríkisstjórnar og Viðreisn leggur til að 14 milljörðum kr. verði bætt við í árleg útgjöld til heilbrigðismála.

 

Auk þess er lagt til í áætlun Viðreisnar að 9 milljörðum kr. verði bætt við í menntamál og 8 milljörðum kr. til viðbótar í almannatryggingar. Auk þess er reiknað með því að hægt sé að fá 15 milljarða kr. fyrir uppboð veiðiheimilda á ári hverju. Þeir fjármunir færu í uppbyggingu innviða. Varðandi sjávarútvegsstefnu Viðreisnar má sjá hér nánari útfærslu.

 

Viðreisn gerir gott betur og er með tilbúnar leiðir til að fjármagna þessa útgjaldaaukningu. Samkvæmt þeim hugmyndum færi reikingur ekki til kjósenda í formi aukins fjárlagahalla eða aukinnar skattheimtu.

 

Líkt og fram kom áður má spara töluverða fjármuni með breytingum á innkaupum hins opinbera. Auk þess má spara töluvert með betri nýtingu og stýringu á fasteignum ríkisins, fjárfestingu í netvæðingu opinberrar stjórnsýslu og með því að draga úr skattaundanskotum með einföldun skattskila og aukinni áherslu á eftirlit. Allt í allt má hér spara um 12 milljarða kr. á ári hverju.

 

Spara má 10 milljarða kr. á ári hverju með því að greiða niður skuldir ríkisins og þannig lækka árlegan vaxtakostnað af ríkisskuldum. Ríkisskuldir eru allt í allt um 1.300 milljarðar kr. og árleg útgjöld ríkissjóðs vegna vaxta eru um 73 milljarðar kr. - og er því þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs. Séu ríkisskuldir lækkaðar úr 1.300 milljörðum kr. niður í 1.100 milljarða kr. má spara um 10 milljarða kr. í árleg vaxtaútgjöld.

 

Eigið fé Íslandsbanka er 200 milljarðar kr. miðað við tölur frá árslokum 2015. Ríkið á allan þann hlut. Nú þegar liggur fyrir hluti til sölu sem hægt er að selja á fyrri hluta kjörtímabils. Einnig liggur fyrir 13% hlutdeild ríkisins í Arion banka til sölu. Hlutdeild ríkisins í eigin fé Arion banka nemur um 25 milljörðum kr.

 

Hér er hægt að fá 200 milljarða kr. til að greiða niður skuldir ríkisins og lækka árleg vaxtaútgjöld um 10 milljarðar kr. - og þeir fjármunir færu þá í grunnþjónustu ríkisins, fremur en að vera eytt að óþörfu. Með því að taka upp myntráð gæti skapast samkeppni og áhugi erlendis frá þegar kemur að bankasölunni. Slíkt yrði öllum til hagsbóta. Auk þess yrði vaxtalækkun - á borð við þá sem upptaka myntráðs hefði í för með sér - veruleg kjarabót fyrir öll íslensk heimili.

 

Málefnin ráða för

 

Umbætur falla ekki af himnum ofan, heldur þarf að vinna fyrir þeim. Nú þarf að huga að málefnum og stórum markmiðum framtíðarinnar, takast á við vandamálin af fullum krafti og boða raunhæfar lausnir í þeim málum sem þarf að leysa. Þetta þarf að gera í anda frjálslyndis, alþjóðahyggju og umbóta. Alla tíð hefur þetta verið í fyrirrúmi hjá Viðreisn og fullyrðingar um annað eiga vart við rök að styðjast. Tökum skref inn í framtíðina og vinnum að bættu samfélagi í sameiningu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Þór­ar­inn Hjart­ar­son, marx­ism­inn og Úkraínu­stríð­ið

Þór­ar­inn Hjart­ar­son svar­ar Jóni Trausta í mál­efna­leg­um en mein­göll­uð­um pistli. Vand­inn er sá að Þór­ar­inn set­ur fram æði marg­ar glanna­leg­ar stað­hæf­ing­ar án þess að geta heim­ilda eða leggja fram aðr­ar sann­an­ir fyr­ir máli sínu. Ég mun fyrst ræða kenn­ing­ar hans um geópóli­tík og Úkraínu­stríð­ið, þá um marx­isma en boð­skap­ur Þór­ar­ins er marxí­skr­ar ætt­ar. Einnig ræði ég stað­hæf­ing­ar um olíu...
AK-72
2
Blogg

AK-72

Upp­rifj­un á þings­álykt­un um banka­hrun­ið

Þann 28. sept­em­ber ár­ið 2010 var þings­álykt­un sam­þykkt. Hún inni­hélt m.a. eft­ir­far­andi orð: " Al­þingi álykt­ar að skýrsla rann­sókn­ar­nefnd­ar Al­þing­is sé vitn­is­burð­ur um þró­un ís­lensks efna­hags­lífs og sam­fé­lags und­an­geng­inna ára og tel­ur mik­il­vægt að skýrsl­an verði höfð að leið­ar­ljósi í fram­tíð­inni.     Al­þingi álykt­ar að brýnt sé að starfs­hætt­ir þings­ins verði tekn­ir til end­ur­skoð­un­ar. Mik­il­vægt sé að Al­þingi verji og styrki...
Lífsgildin
3
Blogg

Lífsgildin

Lands­lags­ljós­mynd­ir færa okk­ur feg­urð og þekk­ingu

Mynd árs­ins 2021 er birt hér með leyfi höf­und­ar Vil­helms Gunn­ars­son­ar. Ég flutti ný­lega er­indi á sýn­ing­unni Mynd­ir árs­ins 2021 í Ljós­mynda­safni Reykja­vík­ur í Tryggvagötu. Mark­mið­ið var að tengja lands­lags­ljós­mynd­ir, sið­fræði og fag­ur­fræði í leit okk­ar að þekk­ingu. Er­ind­ið fell­ur inn­an sið­fræði nátt­úr­unn­ar sem hef­ur ver­ið eitt af meg­in­þem­um ís­lenskr­ar heim­speki síð­ustu ára­tuga, en þar hef­ur ver­ið gerð til­raun...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
4
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Svarti blett­ur­inn á sögu Rúss­lands

Mánu­dag­inn 9.maí verð­ur Vla­dimír Pútín á Rauða torg­inu í Moskvu að fagna og sýna sig. Þá mun hann fagna sigr­in­um yf­ir nas­ist­um í seinni heims­styrj­öld. Hinum al­vöru nas­ist­um, Ad­olf Hitler og fé­lög­um. Sig­ur­dag­ur­inn er senni­lega einn heil­ag­asti dag­ur rúss­neskr­ar sögu, en af nógu er að taka. Dag­ur­inn er eig­in­lega risa­stór goð­sögn, þar sem ætt­ingj­ar þeirra sem féllu ganga um göt­ur Moskvu með mynd­ir af þeim, því sagt er að þeir lifi...
Stefán Snævarr
5
Blogg

Stefán Snævarr

Inn­rás­in í Ír­ak og sú í Úkraínu

Það er ým­is­legt sam­eig­in­legt með þess­um tveim­ur inn­rás­um. Báð­ar voru rétt­lætt­ar með fá­rán­leg­um lyg­um, sú í Ír­ak með lyg­inni um að Saddam ætti gjör­eyð­ing­ar­vopn, sú í Úkraínu með þvætt­ingn­um  um nas­ista í Kænu­garði. Svo virð­ist sem inn­rás­ar­að­il­ar trúi/hafi trú­að eig­in lyga­þvælu. Einnig voru báð­ar inn­rás­irn­ar einkar illa skipu­lagð­ar. Sú í Ír­ak kannski ekki hern­að­ar­lega illa skipu­lögð, gagn­stætt þeirri í Úkraínu....

Nýtt á Stundinni

Repúblikanar búa sig undir að banna þungunarrof
Fréttir

Re­públi­kan­ar búa sig und­ir að banna þung­un­ar­rof

Sam­kvæmt lek­inni skýrslu er meiri­hluti nú­ver­andi dóm­ara fylgj­andi því að banna þung­un­ar­rof með öllu eða mestu leyti. Það eru straum­hvörf í banda­rískri póli­tík.
„Ég neyði engan til að leigja hjá mér“
Úttekt

„Ég neyði eng­an til að leigja hjá mér“

Á Holts­götu 7 leigja hátt í 30 manns her­bergi í hús­næði sem bú­ið er að stúka nið­ur í fjölda lít­illa her­bergja. Eld­vörn­um er illa eða ekk­ert sinnt. Fyr­ir­tæk­ið sem leig­ir út her­berg­in sæt­ir engu op­in­beru eft­ir­liti þar sem hús­ið er skráð sem íbúð­ar­hús­næði. Marg­ir við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar sjá mik­il lík­indi með að­stæð­um þar og þeim á Bræðra­borg­ar­stíg 1, þar sem þrennt lést í elds­voða.
Um pólitíska kollhnísa verðleikahugmyndarinnar um menntun
Kristján Kristjánsson
Pistill

Kristján Kristjánsson

Um póli­tíska koll­hnísa verð­leika­hug­mynd­ar­inn­ar um mennt­un

Á að­gengi að námi að snú­ast um greind og dugn­að eða sið­ferð­is­lega verð­skuld­un?
Neyð á leigumarkaði í boði stjórnvalda
ÚttektLeigumarkaðurinn

Neyð á leigu­mark­aði í boði stjórn­valda

Sam­tök leigj­enda kalla eft­ir reglu­verki til að koma í veg fyr­ir öm­ur­legt ástand á leigu­mark­aði þar sem fólk neyð­ist til að sækja í ósam­þykkt og óleyfi­legt hús­næði vegna hás leigu­verðs. Ráð­herr­ar og þing­menn virð­ast vel með­vit­að­ir um ástand­ið og flúðu sjálf­ir leigu­mark­að­inn við fyrsta tæki­færi. Engu að síð­ur er það nið­ur­staða ný­legr­ar rann­sókn­ar að leigu­sal­ar hafi um­boð stjórn­valda til að herja á leigj­end­ur.
755. spurningaþraut: „Hefur þú enga sómatilfinningu?“
Þrautir10 af öllu tagi

755. spurn­inga­þraut: „Hef­ur þú enga sóma­til­finn­ingu?“

Fyrri auka­spurn­ing: Hér að of­an má sjá 18 ára gamla leik­konu í sínu fyrsta kvik­mynda­hlut­verki í mynd­inni Age of Con­sent frá 1963. Hvað heit­ir hún? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Ár­ið 1954 var karl einn í Banda­ríkj­un­um spurð­ur ein­faldr­ar spurn­ing­ar: „Hef­ur þú enga sóma­til­finn­ingu?“ Hver var spurð­ur? 2.  Hvaða þjóð er ríkj­andi heims­meist­ari í fót­bolta kvenna? 3.  En í fót­bolta karla? 4. ...
300 milljóna veðmál fjölskyldu dómsmálaráðherra
Afhjúpun

300 millj­óna veð­mál fjöl­skyldu dóms­mála­ráð­herra

Einka­hluta­fé­lag sem stofn­að var af Jóni Gunn­ars­syni dóms­málaráherra og eig­in­konu hans í mars keypti ein­býl­is­hús og 3,2 hekt­ara lóð í Garða­bæ á 300 millj­ón­ir mán­uði síð­ar. Dag­inn áð­ur komu ný­ir eig­end­ur inn í fé­lag­ið og Jón fór úr eig­enda­hópn­um. Kon­an hans er með­al eig­enda og sit­ur hún í stjórn fé­lags­ins ásamt syni þeirra og tengda­dótt­ur. Stefnt er að bygg­ingu 30-40 íbúða byggð. Fyrri eig­andi reyndi margít­rek­að að fá að ráð­ast í sam­bæri­lega upp­bygg­ingu en var alltaf hafn­að af bæn­um.
Hermenn í stálverksmiðjunni: „Við látum ekki taka okkur lifandi“
Fréttir

Her­menn í stál­verk­smiðj­unni: „Við lát­um ekki taka okk­ur lif­andi“

Síð­an í mars hef­ur ekki ver­ið raf­magn, gas, netteng­ing eða renn­andi vatn í Mariupol í Úkraínu. Þrátt fyr­ir það hafa her­menn þrauk­að í Azovstal, einni stærstu stál­verk­smiðju Evr­ópu: „Eng­inn bjóst við að við mynd­um halda þetta út svona lengi.“
Rússland I: Þurfa Rússar að óttast vestrið? Eða er það kannski öfugt?
Flækjusagan#36

Rúss­land I: Þurfa Rúss­ar að ótt­ast vestr­ið? Eða er það kannski öf­ugt?

Stuðn­ings­menn Rússa halda því gjarn­an fram að eðli­legt sé að Rúss­ar vilji hafa „stuð­púða“ í vestri — það er að segja Úkraínu — því svo margoft hafi rúss­neska rík­ið og rúss­neska þjóð­in ver­ið nán­ast á helj­ar­þröm eft­ir grimm­ar inn­rás­ir úr vestri.
Hvað vill Framsókn eiginlega í borginni og hverjir eru sammála?
Fréttir

Hvað vill Fram­sókn eig­in­lega í borg­inni og hverj­ir eru sam­mála?

Fram­sókn­ar­fólk með Ein­ar Þor­steins­son í broddi fylk­ing­ar þarf á end­an­um að beygja ann­að hvort til hægri eða vinstri, ætli flokk­ur­inn sér í meiri­hluta. Mál­efn­in ráða för, seg­ir hann, en hvaða af­stöðu hef­ur flokk­ur­inn og hvar er sam­hljóm­ur?
Embættismaður á hlut í félagi sem hann samdi við um hergagnaflutning
Fréttir

Emb­ætt­is­mað­ur á hlut í fé­lagi sem hann samdi við um her­gagna­flutn­ing

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hef­ur flog­ið her­gögn­um til Úkraínu í á ann­an tug skipta und­an­farna mán­uði. Ráðu­neyt­ið vill ekki gefa upp hversu mörg flug­in eru, hver kostn­að­ur­inn sé eða hvað hafi ver­ið flutt. Ráðu­neyt­ið tel­ur ekk­ert óeðli­legt við að emb­ætt­is­mað­ur sé hlut­hafi í flug­fé­lag­inu sem oft­ast var sam­ið við. Sama fé­lag er sak­að um fé­lags­leg und­ir­boð og að brjóta kjara­samn­inga.
754. spurningaþraut: Carter, Schliemann og hver?
Þrautir10 af öllu tagi

754. spurn­inga­þraut: Cart­er, Schliemann og hver?

Fyrri auka­spurn­ing: Þess­ar hressu stúlk­ur kepptu í Eurovisi­on í síð­ustu viku. Fyr­ir hvaða land? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Gríð­ar­lega vin­sæl­ar teikni­mynda­sög­ur upp­runn­ar í Belg­íu fjalla um æv­in­týri þeirra Spirous og Fantasi­os. Hvað kall­ast þeir á ís­lensku? 2.  Í hvaða landi er reggí-tón­list­in tal­in upp­runn­in? 3.  Hvaða fugl verp­ir stærstu og þyngstu eggj­um í heimi? 4.  Hversu þung eru þau egg að jafn­aði?...
Vilja opna augu almennings fyrir neyð kvenna í vændi
Fréttir

Vilja opna augu al­menn­ings fyr­ir neyð kvenna í vændi

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, fjöl­miðla­kona og Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir, leið­bein­andi hjá Stíga­mót­um segja að sam­fé­lag­ið átti sig ekki á öm­ur­legri stöðu þeirra kvenna sem neyð­ist til að vera í vændi og að flest­ar þeirra beri af því var­an­leg­an skaða. Í þætt­in­um Eig­in Kon­ur segja þær frá bók um vændi á Ís­landi sem kem­ur út inn­an skamms. Í henni eru með­al ann­ars birt­ar reynslu­sög­ur sex kvenna sem hafa ver­ið í vændi.