Bjarni Halldór

Umræðan leiðrétt - Loforð stjórnmálaflokka

Umræðan leiðrétt - Loforð stjórnmálaflokka

Í dag birtist frétt hér á Stundinni þar sem farið er ítarlega yfir fjármálaáætlun Viðreisnar og því haldið fram að flokkurinn vilji ekki efna útgjaldaloforð sín. Þar er auk þess sagt frá því að flokkurinn sé ekki hlynntur þeirri 40-50 milljarða kr. útgjaldaaukningu sem rætt var um í viðræðum flokkanna fimm. Fréttin fjallar svo um hvernig áætlun Viðreisnar í ríkisfjármálum gerir ráð fyrir sömu upphæð. Varðandi þetta er einna helst tvennt sem ber að setja út á:

 

1. Útgjaldaaukning um 40-50 milljarða kr. er aukning þegar fyrirhugaður 20 milljarða kr. fjárlagahalli hefur ekki verið tekinn inn í myndina. Þess vegna er þetta í raun aukning um 60-70 milljarða kr. og miðað við það sem hefur komið fram frekar efri talan sem ætti að miða við. Með öðrum orðum var verið að gagnrýna 70 milljarða kr. útgjaldaaukningu.

 

2. Hvað almannatryggingar varðar bættist skyndilega við fjármagn þar í aðdraganda kosninga. Áætlun Viðreisnar í ríkisfjármálum var kynnt áður en þetta kom í ljós. Nú er búið að fjármagna þetta að verulegu leyti og þess vegna fellur þessi 8 milljarða kr. aukning út að mestu.

 

Gagnrýnin beinist ekki að 40-50 milljarða kr. útgjaldaaukningu og það er heldur ekki sama upphæð og við leggjum nú til. Gagnrýni beinist að hátt í 70 milljarða kr. útgjaldaaukningu, á meðan okkar útgjaldaaukning nemur 38 milljörðum kr.

 

Reikningsdæmið:

 

1. 40-50 ma. kr. útgjöld + 20 ma. kr. fjárlagahalli = 60-70 ma. kr.

 

2. 14 ma. kr. heilbrigðismál + 15 ma. kr. innviðir + 9 ma. kr. menntamál  = 38 ma. kr.

 

Það er að vísu fréttnæmt að samkvæmt þessum tölum virðist VG að öllum líkindum ekki ætla að efna samþykkt loforð á heimasíðu sinni sem snúa að því að heilbrigðsútgjöld skuli nema 11% af vergri landsframleiðslu (VLF) og að þjónustan verði gjaldfrjáls. Þar stendur jafnframt að á fyrstu 100 dögum kjörtímabils ætti að ná saman um aðgerðaráætlun til þess að ná þessu markmiði fyrir árið 2020. Auk þess kemur fram í úttekt Fréttatímans fyrir kosningar og viðtali blaðsins við formenn allra helstu stjórnmálaflokka að stefnan hjá VG sé að ná þessu markmiði eftir 5 ár. Oddviti Pírata í SV-kjördæmi og einn helsti talsmaður þess flokks á sviði heilbrigðismála viðraði einnig þær hugmyndir, en nefndi ekki þó ekki tímamörk.

 

Árið 2020 mun VLF vera 2.910 milljarðar kr. á verðlagi ársins 2018 ef marka má hagspá. Þetta loforð í heilbrigðismálum mun því kosta ríkissjóð 320 milljarða kr. árið 2020. Nú eru fjárframlög ríkisins 170 milljarðar kr. og þetta myndi því þýða aukningu um 150 milljarða kr.

 

Til samanburðar hefur formaður VG rætt um 19 milljarða kr. aukningu til heilbrigðismála að undanförnu. Þá vantar enn 131 milljarða kr. til að uppfylla þetta loforð. Svo sanngirni sé gætt er hægt að draga frá þá 25 milljarða kr. sem gert er ráð fyrir í áætlun fráfarandi ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að öldrun og fólksfjölgun þjóðarinnar á næstunni bæti 3-4 milljörðum kr. í viðbótarkostnað á ári. Eftir að allt þetta er reiknað nemur upphæðin þá 118-122 milljörðum kr.

 

Það er kannski bara fínt að ekki sé hægt að efna það loforð. Það myndi auðvitað gera ráð fyrir 80-86 milljarða kr. fjárlagahalla - og það bara til að fjármagna útgjaldaloforð í heilbrigðismálum. Jafnvel þó fjármunir væru til fyrir slíku yrði slíkt varla sjálfbært við núverandi stig hagsveiflunnar, líkt og kemur fram hér. Það væri ekki skynsamlegt að lækka skatta verulega eða auka útgjöld verulega miðað við núverandi þensluskeið. Stjórnmálamenn eiga að standast freistinguna og ekki láta þjóðarhag víkja fyrir skammsýnum og óábyrgum atkvæðakaupum.

 

Ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar gerir ráð fyrir 25 milljarða kr. útgjaldaaukningu til heilbrigðismála á næsta kjörtímabili. Einnig er gert ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs verði 884 milljarðar kr. árið 2020 og heildarútgjöld 848 milljarðar kr. sama ár.

 

Heildarútgjöld skv. áætlun + aukin fjárframlög til heilbrigðismála árið 2020:

 

848 ma. + 116-122 ma. (150 ma. loforð - 44 ma. úr áætlun og viðræðum + 12-16 ma. kostnaður vegna öldrunar og fólksfjölgunar) = 964-970 ma. í útgjöld

 

884 milljarða kr. tekjur

-

964-970 milljarða kr. útgjöld

=

80-86 milljarða kr. fjárlagahalli vegna útgjaldaaukningar til heilbrigðismála

 

 

Fyrir um viku síðan birtist frétt hér á Stundinni um stefnu Viðreisnar í skattamálum og ríkisfjármálum. Sú frétt einkenndist að miklu leyti af rangfærslum og villandi framsetningu. Hún var leiðrétt hér. Þessu til viðbótar er vert að benda á eftirfarandi grein sem tekur það skýrt fram að hjá Viðreisn séu málefni og stefnumál í fyrirrúmi. Það sem undirstrikar þetta er sú staðreynd að þegar viðræðum var slitið í bæði fyrri og seinni stjórnarmyndunarviðræðum voru málefni látin ráða för.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
3

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Takk fyrir Hatari
4

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
5

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Hægðasnobb
6

Kristlín Dís

Hægðasnobb

·
Hrun í komu ferðamanna í apríl
7

Hrun í komu ferðamanna í apríl

·

Mest deilt

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
3

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
5

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
6

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·

Mest deilt

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
3

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
5

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
6

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
2

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
3

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
4

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
5

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Blekkingin og heimtufrekjan hjá útgefanda Fréttablaðsins
6

Jón Trausti Reynisson

Blekkingin og heimtufrekjan hjá útgefanda Fréttablaðsins

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
2

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
3

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
4

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
5

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Blekkingin og heimtufrekjan hjá útgefanda Fréttablaðsins
6

Jón Trausti Reynisson

Blekkingin og heimtufrekjan hjá útgefanda Fréttablaðsins

·

Nýtt á Stundinni

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Plasttannburstatýpa

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Plasttannburstatýpa

·
Takk fyrir Hatari

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Dystópía

Dystópía

·
Töfrarnir í litlu hlutunum

Töfrarnir í litlu hlutunum

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Hægðasnobb

Kristlín Dís

Hægðasnobb

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Hrun í komu ferðamanna í apríl

Hrun í komu ferðamanna í apríl

·
Pólitískt hæli fyrir ökuþóra

Listflakkarinn

Pólitískt hæli fyrir ökuþóra

·