Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Umræðan leiðrétt - Loforð stjórnmálaflokka

Umræðan leiðrétt - Loforð stjórnmálaflokka

Í dag birtist frétt hér á Stundinni þar sem farið er ítarlega yfir fjármálaáætlun Viðreisnar og því haldið fram að flokkurinn vilji ekki efna útgjaldaloforð sín. Þar er auk þess sagt frá því að flokkurinn sé ekki hlynntur þeirri 40-50 milljarða kr. útgjaldaaukningu sem rætt var um í viðræðum flokkanna fimm. Fréttin fjallar svo um hvernig áætlun Viðreisnar í ríkisfjármálum gerir ráð fyrir sömu upphæð. Varðandi þetta er einna helst tvennt sem ber að setja út á:

 

1. Útgjaldaaukning um 40-50 milljarða kr. er aukning þegar fyrirhugaður 20 milljarða kr. fjárlagahalli hefur ekki verið tekinn inn í myndina. Þess vegna er þetta í raun aukning um 60-70 milljarða kr. og miðað við það sem hefur komið fram frekar efri talan sem ætti að miða við. Með öðrum orðum var verið að gagnrýna 70 milljarða kr. útgjaldaaukningu.

 

2. Hvað almannatryggingar varðar bættist skyndilega við fjármagn þar í aðdraganda kosninga. Áætlun Viðreisnar í ríkisfjármálum var kynnt áður en þetta kom í ljós. Nú er búið að fjármagna þetta að verulegu leyti og þess vegna fellur þessi 8 milljarða kr. aukning út að mestu.

 

Gagnrýnin beinist ekki að 40-50 milljarða kr. útgjaldaaukningu og það er heldur ekki sama upphæð og við leggjum nú til. Gagnrýni beinist að hátt í 70 milljarða kr. útgjaldaaukningu, á meðan okkar útgjaldaaukning nemur 38 milljörðum kr.

 

Reikningsdæmið:

 

1. 40-50 ma. kr. útgjöld + 20 ma. kr. fjárlagahalli = 60-70 ma. kr.

 

2. 14 ma. kr. heilbrigðismál + 15 ma. kr. innviðir + 9 ma. kr. menntamál  = 38 ma. kr.

 

Það er að vísu fréttnæmt að samkvæmt þessum tölum virðist VG að öllum líkindum ekki ætla að efna samþykkt loforð á heimasíðu sinni sem snúa að því að heilbrigðsútgjöld skuli nema 11% af vergri landsframleiðslu (VLF) og að þjónustan verði gjaldfrjáls. Þar stendur jafnframt að á fyrstu 100 dögum kjörtímabils ætti að ná saman um aðgerðaráætlun til þess að ná þessu markmiði fyrir árið 2020. Auk þess kemur fram í úttekt Fréttatímans fyrir kosningar og viðtali blaðsins við formenn allra helstu stjórnmálaflokka að stefnan hjá VG sé að ná þessu markmiði eftir 5 ár. Oddviti Pírata í SV-kjördæmi og einn helsti talsmaður þess flokks á sviði heilbrigðismála viðraði einnig þær hugmyndir, en nefndi ekki þó ekki tímamörk.

 

Árið 2020 mun VLF vera 2.910 milljarðar kr. á verðlagi ársins 2018 ef marka má hagspá. Þetta loforð í heilbrigðismálum mun því kosta ríkissjóð 320 milljarða kr. árið 2020. Nú eru fjárframlög ríkisins 170 milljarðar kr. og þetta myndi því þýða aukningu um 150 milljarða kr.

 

Til samanburðar hefur formaður VG rætt um 19 milljarða kr. aukningu til heilbrigðismála að undanförnu. Þá vantar enn 131 milljarða kr. til að uppfylla þetta loforð. Svo sanngirni sé gætt er hægt að draga frá þá 25 milljarða kr. sem gert er ráð fyrir í áætlun fráfarandi ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að öldrun og fólksfjölgun þjóðarinnar á næstunni bæti 3-4 milljörðum kr. í viðbótarkostnað á ári. Eftir að allt þetta er reiknað nemur upphæðin þá 118-122 milljörðum kr.

 

Það er kannski bara fínt að ekki sé hægt að efna það loforð. Það myndi auðvitað gera ráð fyrir 80-86 milljarða kr. fjárlagahalla - og það bara til að fjármagna útgjaldaloforð í heilbrigðismálum. Jafnvel þó fjármunir væru til fyrir slíku yrði slíkt varla sjálfbært við núverandi stig hagsveiflunnar, líkt og kemur fram hér. Það væri ekki skynsamlegt að lækka skatta verulega eða auka útgjöld verulega miðað við núverandi þensluskeið. Stjórnmálamenn eiga að standast freistinguna og ekki láta þjóðarhag víkja fyrir skammsýnum og óábyrgum atkvæðakaupum.

 

Ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar gerir ráð fyrir 25 milljarða kr. útgjaldaaukningu til heilbrigðismála á næsta kjörtímabili. Einnig er gert ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs verði 884 milljarðar kr. árið 2020 og heildarútgjöld 848 milljarðar kr. sama ár.

 

Heildarútgjöld skv. áætlun + aukin fjárframlög til heilbrigðismála árið 2020:

 

848 ma. + 116-122 ma. (150 ma. loforð - 44 ma. úr áætlun og viðræðum + 12-16 ma. kostnaður vegna öldrunar og fólksfjölgunar) = 964-970 ma. í útgjöld

 

884 milljarða kr. tekjur

-

964-970 milljarða kr. útgjöld

=

80-86 milljarða kr. fjárlagahalli vegna útgjaldaaukningar til heilbrigðismála

 

 

Fyrir um viku síðan birtist frétt hér á Stundinni um stefnu Viðreisnar í skattamálum og ríkisfjármálum. Sú frétt einkenndist að miklu leyti af rangfærslum og villandi framsetningu. Hún var leiðrétt hér. Þessu til viðbótar er vert að benda á eftirfarandi grein sem tekur það skýrt fram að hjá Viðreisn séu málefni og stefnumál í fyrirrúmi. Það sem undirstrikar þetta er sú staðreynd að þegar viðræðum var slitið í bæði fyrri og seinni stjórnarmyndunarviðræðum voru málefni látin ráða för.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Þór­ar­inn Hjart­ar­son, marx­ism­inn og Úkraínu­stríð­ið

Þór­ar­inn Hjart­ar­son svar­ar Jóni Trausta í mál­efna­leg­um en mein­göll­uð­um pistli. Vand­inn er sá að Þór­ar­inn set­ur fram æði marg­ar glanna­leg­ar stað­hæf­ing­ar án þess að geta heim­ilda eða leggja fram aðr­ar sann­an­ir fyr­ir máli sínu. Ég mun fyrst ræða kenn­ing­ar hans um geópóli­tík og Úkraínu­stríð­ið, þá um marx­isma en boð­skap­ur Þór­ar­ins er marxí­skr­ar ætt­ar. Einnig ræði ég stað­hæf­ing­ar um olíu...
AK-72
2
Blogg

AK-72

Upp­rifj­un á þings­álykt­un um banka­hrun­ið

Þann 28. sept­em­ber ár­ið 2010 var þings­álykt­un sam­þykkt. Hún inni­hélt m.a. eft­ir­far­andi orð: " Al­þingi álykt­ar að skýrsla rann­sókn­ar­nefnd­ar Al­þing­is sé vitn­is­burð­ur um þró­un ís­lensks efna­hags­lífs og sam­fé­lags und­an­geng­inna ára og tel­ur mik­il­vægt að skýrsl­an verði höfð að leið­ar­ljósi í fram­tíð­inni.     Al­þingi álykt­ar að brýnt sé að starfs­hætt­ir þings­ins verði tekn­ir til end­ur­skoð­un­ar. Mik­il­vægt sé að Al­þingi verji og styrki...
Lífsgildin
3
Blogg

Lífsgildin

Lands­lags­ljós­mynd­ir færa okk­ur feg­urð og þekk­ingu

Mynd árs­ins 2021 er birt hér með leyfi höf­und­ar Vil­helms Gunn­ars­son­ar. Ég flutti ný­lega er­indi á sýn­ing­unni Mynd­ir árs­ins 2021 í Ljós­mynda­safni Reykja­vík­ur í Tryggvagötu. Mark­mið­ið var að tengja lands­lags­ljós­mynd­ir, sið­fræði og fag­ur­fræði í leit okk­ar að þekk­ingu. Er­ind­ið fell­ur inn­an sið­fræði nátt­úr­unn­ar sem hef­ur ver­ið eitt af meg­in­þem­um ís­lenskr­ar heim­speki síð­ustu ára­tuga, en þar hef­ur ver­ið gerð til­raun...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
4
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Svarti blett­ur­inn á sögu Rúss­lands

Mánu­dag­inn 9.maí verð­ur Vla­dimír Pútín á Rauða torg­inu í Moskvu að fagna og sýna sig. Þá mun hann fagna sigr­in­um yf­ir nas­ist­um í seinni heims­styrj­öld. Hinum al­vöru nas­ist­um, Ad­olf Hitler og fé­lög­um. Sig­ur­dag­ur­inn er senni­lega einn heil­ag­asti dag­ur rúss­neskr­ar sögu, en af nógu er að taka. Dag­ur­inn er eig­in­lega risa­stór goð­sögn, þar sem ætt­ingj­ar þeirra sem féllu ganga um göt­ur Moskvu með mynd­ir af þeim, því sagt er að þeir lifi...
Stefán Snævarr
5
Blogg

Stefán Snævarr

Inn­rás­in í Ír­ak og sú í Úkraínu

Það er ým­is­legt sam­eig­in­legt með þess­um tveim­ur inn­rás­um. Báð­ar voru rétt­lætt­ar með fá­rán­leg­um lyg­um, sú í Ír­ak með lyg­inni um að Saddam ætti gjör­eyð­ing­ar­vopn, sú í Úkraínu með þvætt­ingn­um  um nas­ista í Kænu­garði. Svo virð­ist sem inn­rás­ar­að­il­ar trúi/hafi trú­að eig­in lyga­þvælu. Einnig voru báð­ar inn­rás­irn­ar einkar illa skipu­lagð­ar. Sú í Ír­ak kannski ekki hern­að­ar­lega illa skipu­lögð, gagn­stætt þeirri í Úkraínu....

Nýtt á Stundinni

Repúblikanar búa sig undir að banna þungunarrof
Fréttir

Re­públi­kan­ar búa sig und­ir að banna þung­un­ar­rof

Sam­kvæmt lek­inni skýrslu er meiri­hluti nú­ver­andi dóm­ara fylgj­andi því að banna þung­un­ar­rof með öllu eða mestu leyti. Það eru straum­hvörf í banda­rískri póli­tík.
„Ég neyði engan til að leigja hjá mér“
Úttekt

„Ég neyði eng­an til að leigja hjá mér“

Á Holts­götu 7 leigja hátt í 30 manns her­bergi í hús­næði sem bú­ið er að stúka nið­ur í fjölda lít­illa her­bergja. Eld­vörn­um er illa eða ekk­ert sinnt. Fyr­ir­tæk­ið sem leig­ir út her­berg­in sæt­ir engu op­in­beru eft­ir­liti þar sem hús­ið er skráð sem íbúð­ar­hús­næði. Marg­ir við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar sjá mik­il lík­indi með að­stæð­um þar og þeim á Bræðra­borg­ar­stíg 1, þar sem þrennt lést í elds­voða.
Um pólitíska kollhnísa verðleikahugmyndarinnar um menntun
Kristján Kristjánsson
Pistill

Kristján Kristjánsson

Um póli­tíska koll­hnísa verð­leika­hug­mynd­ar­inn­ar um mennt­un

Á að­gengi að námi að snú­ast um greind og dugn­að eða sið­ferð­is­lega verð­skuld­un?
Neyð á leigumarkaði í boði stjórnvalda
ÚttektLeigumarkaðurinn

Neyð á leigu­mark­aði í boði stjórn­valda

Sam­tök leigj­enda kalla eft­ir reglu­verki til að koma í veg fyr­ir öm­ur­legt ástand á leigu­mark­aði þar sem fólk neyð­ist til að sækja í ósam­þykkt og óleyfi­legt hús­næði vegna hás leigu­verðs. Ráð­herr­ar og þing­menn virð­ast vel með­vit­að­ir um ástand­ið og flúðu sjálf­ir leigu­mark­að­inn við fyrsta tæki­færi. Engu að síð­ur er það nið­ur­staða ný­legr­ar rann­sókn­ar að leigu­sal­ar hafi um­boð stjórn­valda til að herja á leigj­end­ur.
755. spurningaþraut: „Hefur þú enga sómatilfinningu?“
Þrautir10 af öllu tagi

755. spurn­inga­þraut: „Hef­ur þú enga sóma­til­finn­ingu?“

Fyrri auka­spurn­ing: Hér að of­an má sjá 18 ára gamla leik­konu í sínu fyrsta kvik­mynda­hlut­verki í mynd­inni Age of Con­sent frá 1963. Hvað heit­ir hún? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Ár­ið 1954 var karl einn í Banda­ríkj­un­um spurð­ur ein­faldr­ar spurn­ing­ar: „Hef­ur þú enga sóma­til­finn­ingu?“ Hver var spurð­ur? 2.  Hvaða þjóð er ríkj­andi heims­meist­ari í fót­bolta kvenna? 3.  En í fót­bolta karla? 4. ...
300 milljóna veðmál fjölskyldu dómsmálaráðherra
Afhjúpun

300 millj­óna veð­mál fjöl­skyldu dóms­mála­ráð­herra

Einka­hluta­fé­lag sem stofn­að var af Jóni Gunn­ars­syni dóms­málaráherra og eig­in­konu hans í mars keypti ein­býl­is­hús og 3,2 hekt­ara lóð í Garða­bæ á 300 millj­ón­ir mán­uði síð­ar. Dag­inn áð­ur komu ný­ir eig­end­ur inn í fé­lag­ið og Jón fór úr eig­enda­hópn­um. Kon­an hans er með­al eig­enda og sit­ur hún í stjórn fé­lags­ins ásamt syni þeirra og tengda­dótt­ur. Stefnt er að bygg­ingu 30-40 íbúða byggð. Fyrri eig­andi reyndi margít­rek­að að fá að ráð­ast í sam­bæri­lega upp­bygg­ingu en var alltaf hafn­að af bæn­um.
Hermenn í stálverksmiðjunni: „Við látum ekki taka okkur lifandi“
Fréttir

Her­menn í stál­verk­smiðj­unni: „Við lát­um ekki taka okk­ur lif­andi“

Síð­an í mars hef­ur ekki ver­ið raf­magn, gas, netteng­ing eða renn­andi vatn í Mariupol í Úkraínu. Þrátt fyr­ir það hafa her­menn þrauk­að í Azovstal, einni stærstu stál­verk­smiðju Evr­ópu: „Eng­inn bjóst við að við mynd­um halda þetta út svona lengi.“
Rússland I: Þurfa Rússar að óttast vestrið? Eða er það kannski öfugt?
Flækjusagan#36

Rúss­land I: Þurfa Rúss­ar að ótt­ast vestr­ið? Eða er það kannski öf­ugt?

Stuðn­ings­menn Rússa halda því gjarn­an fram að eðli­legt sé að Rúss­ar vilji hafa „stuð­púða“ í vestri — það er að segja Úkraínu — því svo margoft hafi rúss­neska rík­ið og rúss­neska þjóð­in ver­ið nán­ast á helj­ar­þröm eft­ir grimm­ar inn­rás­ir úr vestri.
Hvað vill Framsókn eiginlega í borginni og hverjir eru sammála?
Fréttir

Hvað vill Fram­sókn eig­in­lega í borg­inni og hverj­ir eru sam­mála?

Fram­sókn­ar­fólk með Ein­ar Þor­steins­son í broddi fylk­ing­ar þarf á end­an­um að beygja ann­að hvort til hægri eða vinstri, ætli flokk­ur­inn sér í meiri­hluta. Mál­efn­in ráða för, seg­ir hann, en hvaða af­stöðu hef­ur flokk­ur­inn og hvar er sam­hljóm­ur?
Embættismaður á hlut í félagi sem hann samdi við um hergagnaflutning
Fréttir

Emb­ætt­is­mað­ur á hlut í fé­lagi sem hann samdi við um her­gagna­flutn­ing

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hef­ur flog­ið her­gögn­um til Úkraínu í á ann­an tug skipta und­an­farna mán­uði. Ráðu­neyt­ið vill ekki gefa upp hversu mörg flug­in eru, hver kostn­að­ur­inn sé eða hvað hafi ver­ið flutt. Ráðu­neyt­ið tel­ur ekk­ert óeðli­legt við að emb­ætt­is­mað­ur sé hlut­hafi í flug­fé­lag­inu sem oft­ast var sam­ið við. Sama fé­lag er sak­að um fé­lags­leg und­ir­boð og að brjóta kjara­samn­inga.
754. spurningaþraut: Carter, Schliemann og hver?
Þrautir10 af öllu tagi

754. spurn­inga­þraut: Cart­er, Schliemann og hver?

Fyrri auka­spurn­ing: Þess­ar hressu stúlk­ur kepptu í Eurovisi­on í síð­ustu viku. Fyr­ir hvaða land? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Gríð­ar­lega vin­sæl­ar teikni­mynda­sög­ur upp­runn­ar í Belg­íu fjalla um æv­in­týri þeirra Spirous og Fantasi­os. Hvað kall­ast þeir á ís­lensku? 2.  Í hvaða landi er reggí-tón­list­in tal­in upp­runn­in? 3.  Hvaða fugl verp­ir stærstu og þyngstu eggj­um í heimi? 4.  Hversu þung eru þau egg að jafn­aði?...
Vilja opna augu almennings fyrir neyð kvenna í vændi
Fréttir

Vilja opna augu al­menn­ings fyr­ir neyð kvenna í vændi

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, fjöl­miðla­kona og Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir, leið­bein­andi hjá Stíga­mót­um segja að sam­fé­lag­ið átti sig ekki á öm­ur­legri stöðu þeirra kvenna sem neyð­ist til að vera í vændi og að flest­ar þeirra beri af því var­an­leg­an skaða. Í þætt­in­um Eig­in Kon­ur segja þær frá bók um vændi á Ís­landi sem kem­ur út inn­an skamms. Í henni eru með­al ann­ars birt­ar reynslu­sög­ur sex kvenna sem hafa ver­ið í vændi.