Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Umræðan leiðrétt - Loforð stjórnmálaflokka

Umræðan leiðrétt - Loforð stjórnmálaflokka

Í dag birtist frétt hér á Stundinni þar sem farið er ítarlega yfir fjármálaáætlun Viðreisnar og því haldið fram að flokkurinn vilji ekki efna útgjaldaloforð sín. Þar er auk þess sagt frá því að flokkurinn sé ekki hlynntur þeirri 40-50 milljarða kr. útgjaldaaukningu sem rætt var um í viðræðum flokkanna fimm. Fréttin fjallar svo um hvernig áætlun Viðreisnar í ríkisfjármálum gerir ráð fyrir sömu upphæð. Varðandi þetta er einna helst tvennt sem ber að setja út á:

 

1. Útgjaldaaukning um 40-50 milljarða kr. er aukning þegar fyrirhugaður 20 milljarða kr. fjárlagahalli hefur ekki verið tekinn inn í myndina. Þess vegna er þetta í raun aukning um 60-70 milljarða kr. og miðað við það sem hefur komið fram frekar efri talan sem ætti að miða við. Með öðrum orðum var verið að gagnrýna 70 milljarða kr. útgjaldaaukningu.

 

2. Hvað almannatryggingar varðar bættist skyndilega við fjármagn þar í aðdraganda kosninga. Áætlun Viðreisnar í ríkisfjármálum var kynnt áður en þetta kom í ljós. Nú er búið að fjármagna þetta að verulegu leyti og þess vegna fellur þessi 8 milljarða kr. aukning út að mestu.

 

Gagnrýnin beinist ekki að 40-50 milljarða kr. útgjaldaaukningu og það er heldur ekki sama upphæð og við leggjum nú til. Gagnrýni beinist að hátt í 70 milljarða kr. útgjaldaaukningu, á meðan okkar útgjaldaaukning nemur 38 milljörðum kr.

 

Reikningsdæmið:

 

1. 40-50 ma. kr. útgjöld + 20 ma. kr. fjárlagahalli = 60-70 ma. kr.

 

2. 14 ma. kr. heilbrigðismál + 15 ma. kr. innviðir + 9 ma. kr. menntamál  = 38 ma. kr.

 

Það er að vísu fréttnæmt að samkvæmt þessum tölum virðist VG að öllum líkindum ekki ætla að efna samþykkt loforð á heimasíðu sinni sem snúa að því að heilbrigðsútgjöld skuli nema 11% af vergri landsframleiðslu (VLF) og að þjónustan verði gjaldfrjáls. Þar stendur jafnframt að á fyrstu 100 dögum kjörtímabils ætti að ná saman um aðgerðaráætlun til þess að ná þessu markmiði fyrir árið 2020. Auk þess kemur fram í úttekt Fréttatímans fyrir kosningar og viðtali blaðsins við formenn allra helstu stjórnmálaflokka að stefnan hjá VG sé að ná þessu markmiði eftir 5 ár. Oddviti Pírata í SV-kjördæmi og einn helsti talsmaður þess flokks á sviði heilbrigðismála viðraði einnig þær hugmyndir, en nefndi ekki þó ekki tímamörk.

 

Árið 2020 mun VLF vera 2.910 milljarðar kr. á verðlagi ársins 2018 ef marka má hagspá. Þetta loforð í heilbrigðismálum mun því kosta ríkissjóð 320 milljarða kr. árið 2020. Nú eru fjárframlög ríkisins 170 milljarðar kr. og þetta myndi því þýða aukningu um 150 milljarða kr.

 

Til samanburðar hefur formaður VG rætt um 19 milljarða kr. aukningu til heilbrigðismála að undanförnu. Þá vantar enn 131 milljarða kr. til að uppfylla þetta loforð. Svo sanngirni sé gætt er hægt að draga frá þá 25 milljarða kr. sem gert er ráð fyrir í áætlun fráfarandi ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að öldrun og fólksfjölgun þjóðarinnar á næstunni bæti 3-4 milljörðum kr. í viðbótarkostnað á ári. Eftir að allt þetta er reiknað nemur upphæðin þá 118-122 milljörðum kr.

 

Það er kannski bara fínt að ekki sé hægt að efna það loforð. Það myndi auðvitað gera ráð fyrir 80-86 milljarða kr. fjárlagahalla - og það bara til að fjármagna útgjaldaloforð í heilbrigðismálum. Jafnvel þó fjármunir væru til fyrir slíku yrði slíkt varla sjálfbært við núverandi stig hagsveiflunnar, líkt og kemur fram hér. Það væri ekki skynsamlegt að lækka skatta verulega eða auka útgjöld verulega miðað við núverandi þensluskeið. Stjórnmálamenn eiga að standast freistinguna og ekki láta þjóðarhag víkja fyrir skammsýnum og óábyrgum atkvæðakaupum.

 

Ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar gerir ráð fyrir 25 milljarða kr. útgjaldaaukningu til heilbrigðismála á næsta kjörtímabili. Einnig er gert ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs verði 884 milljarðar kr. árið 2020 og heildarútgjöld 848 milljarðar kr. sama ár.

 

Heildarútgjöld skv. áætlun + aukin fjárframlög til heilbrigðismála árið 2020:

 

848 ma. + 116-122 ma. (150 ma. loforð - 44 ma. úr áætlun og viðræðum + 12-16 ma. kostnaður vegna öldrunar og fólksfjölgunar) = 964-970 ma. í útgjöld

 

884 milljarða kr. tekjur

-

964-970 milljarða kr. útgjöld

=

80-86 milljarða kr. fjárlagahalli vegna útgjaldaaukningar til heilbrigðismála

 

 

Fyrir um viku síðan birtist frétt hér á Stundinni um stefnu Viðreisnar í skattamálum og ríkisfjármálum. Sú frétt einkenndist að miklu leyti af rangfærslum og villandi framsetningu. Hún var leiðrétt hér. Þessu til viðbótar er vert að benda á eftirfarandi grein sem tekur það skýrt fram að hjá Viðreisn séu málefni og stefnumál í fyrirrúmi. Það sem undirstrikar þetta er sú staðreynd að þegar viðræðum var slitið í bæði fyrri og seinni stjórnarmyndunarviðræðum voru málefni látin ráða för.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Guðmundur Hörður
1
Blogg

Guðmundur Hörður

Rang­ar álykt­an­ir dregn­ar af gjald­þroti Íbúðalána­sjóðs

Það er lík­lega ekk­ert mik­il­væg­ara stjórn­mála­manni en að njóta al­menns trausts. Þess vegna kem­ur það mér alltaf jafn mik­ið á óvart þeg­ar stjórn­mála­menn draga álykt­an­ir í mik­il­væg­um mál­um sem virð­ast hvorki byggja á rök­um né reynslu. Það treysta nefni­lega fá­ir stjórn­mála­manni sem bygg­ir af­stöðu sína á kredd­um og al­vöru­leysi. Við­brögð sjálf­stæð­is­manna við fyr­ir­sjá­an­legu og yf­ir­vof­andi gjald­þroti Íbúðalána­sjóðs hafa því kom­ið...
Kristín I. Pálsdóttir
2
Blogg

Kristín I. Pálsdóttir

Úr­sögn úr Ferða­fé­lagi Ís­lands

Eft­ir­far­andi bréf sendi ég á Ferða­fé­lag Ís­lands í dag þar sem ég segi mig úr fé­lag­inu og greini frá ástæð­um þess:  Eft­ir­far­andi eru mín­ar hug­leið­ing­ar í kjöl­far fé­lags­fund­ar hinn 27. októ­ber þar sem ég geri grein fyr­ir ástæð­um þess að ég óska nú eft­ir úr­sögn úr Ferða­fé­lagi Ís­lands. Verk­efni fé­laga­sam­taka Markmið allra fé­laga­sam­taka (e. non-profit org­an­izati­ons) er að vinna að...
Þorvaldur Gylfason
3
Blogg

Þorvaldur Gylfason

Lepp­ar

Mér er minn­is­stæð­ur leynifund­ur sem var hald­inn í Há­skóla Ís­lands fyr­ir fá­ein­um ár­um í sam­bandi við stofn­un Ís­lands­deild­ar Tran­sparency In­ternati­onal. Með­al fund­ar­gesta var einn æðsti emb­ætt­is­mað­ur rétt­ar­kerf­is­ins. Þeg­ar röð­in kom að hon­um þar sem við sát­um kannski fimmtán manns í kring­um borð lýsti hann þeirri skoð­un að spill­ing hefði aldrei ver­ið minni á Ís­landi en ein­mitt þá og væri ekki...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

Skatt­ar, for­tíð og upp­runi auðs

Frjáls­hyggju­menn tala einatt um skatt­heimtu sem e.k. rán, það ger­ir t.d. William Irw­in í bók sinni The Free Mar­ket Ex­istential­ist. En for­senda þeirr­ar hyggju er sú að sér­hver ein­stak­ling­ur sé upp­sprettu­lind  alls þess sem hann þén­ar og á, nema sá auð­ur sem hon­um áskotn­ast vegna frjálsra samn­inga við aðra. Þetta er alrangt, all­ar tekj­ur og auð­ur eiga sér marg­ar og...
Stefán Snævarr
5
Blogg

Stefán Snævarr

Sam­ein­uð Evr­ópa eina lausn­in?

Eins og stend­ur styðja Banda­rík­in Úkraínu hressi­lega. En hvað ger­ist ef Re­públi­kan­ar ná meiri­hluta í báð­um þing­deild­um? Mörg þing­manns­efni þeirra eru höll und­ir Rússa og/eða ef­ins um ágæti þess að dæla fé í Úkraínu. John Bolt­on, fyrr­um ráð­gjafi Trumps, sagði í við­tali að hefði Trump náð end­ur­kjöri væri Pútín í Kænu­garði nú. Fyrr eða síð­ar mun ein­hvers kon­ar Trump sitja...

Nýtt á Stundinni

Miðaldra húsmóðir í meyjargervi
GagnrýniHvað er Drottinn að drolla?

Mið­aldra hús­móð­ir í meyj­ar­gervi

Að öllu sögðu skrif­ar Auð­ur Har­alds hér hug­vekj­andi bók um mið­ald­ir og heims­far­aldra, en ekki síð­ur um all­ar ósýni­legu mið­aldra kon­urn­ar í nú­tím­an­um, seg­ir í dómi Ás­geirs H. Ing­ólfs­son­ar.
Fjórar sviðsmyndir um endalok Úkraínustríðs
GreiningÁ vettvangi í Úkraínu

Fjór­ar sviðs­mynd­ir um enda­lok Úkraínu­stríðs

Fá­ir ef nokkr­ir sáu fyr­ir þá stöðu sem nú er uppi, níu mán­uð­um eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu. Hvort held­ur sem var, van­mat á úkraínska hern­um, eða of­mat á þeim rúss­neska, er erfitt að segja til um. En er ein­hver von til þess að höm­ung­un­um linni? Og þá hvernig? Val­ur Gunn­ars­son rýn­ir í fjór­ar mögu­leg­ar leið­ir til að enda stríð.
Bókmenntapælingar: Konur í ísskápum
Menning

Bók­menntapæl­ing­ar: Kon­ur í ís­skáp­um

Aug­ljósi sögu­hvat­inn sem aldrei deyr.
Blátt bros um varir mínar
GagnrýniKrossljóð

Blátt bros um var­ir mín­ar

Krossljóð eru með eft­ir­tekt­ar­verð­ari bók­um sem út koma í ár, sann­verð­ugt merki um hversu sterk­ur og lif­andi skáld­skap­ur­inn er á okk­ar tím­um, eins og Sig­ur­björgu Þrast­ar­dótt­ur tekst að sanna með merki­leg­um hætti, skrif­ar Páll Bald­vin Bald­vins­son í dómi sín­um.
Fjallamóðir
Þorvaldur Gylfason
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Fjalla­móð­ir

Mörg feg­urstu kvæði gömlu skáld­anna – Jónas­ar Hall­gríms­son­ar, Gríms Thomsen, Ein­ars Bene­dikts­son­ar og annarra – voru ætt­jarðar­ástar­kvæði. Skáld­in elsk­uðu land­ið og ortu til þess eld­heit­ar ástar­játn­ing­ar.
Að fylgja reglum annarra landa
Jón Trausti Reynisson
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Að fylgja regl­um annarra landa

Af­stæð­is­hyggja er not­uð til að rétt­læta mann­rétt­inda­brot, inn­rás­ir og al­ræði. Fram­tíð Ís­lend­inga velt­ur á úr­slit­un­um í yf­ir­stand­andi heims­styrj­öld gild­is­mats.
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Viðtal

„Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
Skvísur eru bestar
Alma Mjöll Ólafsdóttir
Pistill

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Skvís­ur eru best­ar

Frek­ar en að hlusta á Dyl­an ætla ég að hlusta á Dolly, Part­on auð­vit­að, og aðr­ar kon­ur sem semja lög sem end­ur­spegla það hvernig er að vera kona, hvernig er að vera ég, skrif­ar Alma Mjöll Ólafs­dótt­ir.
Að leggja lag sitt við tröllin
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Að leggja lag sitt við tröll­in

Vissu­lega hef­ur Katrín Jak­obs­dótt­ir ekki ver­ið minn upp­á­hald­spóli­tík­us síð­ustu fimm ár­in. Eigi að síð­ur verð ég að við­ur­kenna að ég hálf­vor­kenni henni fyr­ir þann fauta­skap sem Bjarni Bene­dikts­son hef­ur nú sýnt henni með yf­ir­lýs­ingu sinni um stuðn­ing við vaxta­hækk­un Seðla­bank­ans. Því já, með þess­ari yf­ir­lýs­ingu sýndi hann Katrínu sér­stak­an fauta­skap og raun­ar fyr­ir­litn­ingu. Lít­um á hvað gerð­ist. Kjara­samn­ing­ar standa fyr­ir...
Jólin, jólin, jólin koma brátt
Stundarskráin

Jól­in, jól­in, jól­in koma brátt

Alls kon­ar jóla­skemmt­un er í boði næstu tvær vik­urn­ar.
Olíufyrirtæki sækja í sig veðrið á loftslagsráðstefnum
Greining

Olíu­fyr­ir­tæki sækja í sig veðr­ið á lofts­lags­ráð­stefn­um

Aldrei hafa fleiri full­trú­ar olíu­fyr­ir­tækja sótt lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna en nú. Vild­ar­kjör á flug, drykk­ir í flösk­um frá risa­fyr­ir­tækj­un­um Coca Cola og Nestlé, sem skilja einna mest eft­ir sig af plast­meng­un, var selt á ráð­stefn­unni. Mörgu virð­ist ábóta­vant á ráð­stefnu sem ætti að vera til fyr­ir­mynd­ar í um­hverf­is­mál­um seg­ir vís­inda­fólk.
MAST sektar Arnarlax um 120 milljónir fyrir ranga upplýsingagjöf
Fréttir

MAST sekt­ar Arn­ar­lax um 120 millj­ón­ir fyr­ir ranga upp­lýs­inga­gjöf

Mat­væla­stofn­un hef­ur sekt­að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax fyr­ir að veita stofn­un­inni rang­ar upp­lýs­ing­ar um fjölda laxa í sjókví fyr­ir­tæk­is­ins á Vest­fjörð­um. Sekt­in er sú fyrsta sem stofn­un­in legg­ur á ís­lenskt lax­eld­is­fyr­ir­tæki. Hugs­an­legt er að allt að 82 þús­und eld­islax­ar hafi slopp­ið úr eldisk­ví í Arnar­firði.