Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Skattsvik!

Skattsvik!

Reglulega fáum við fréttir af skattsvikurum sem nýta sér galla og glufur í lögum sem og aðrar aðferðir til að skjóta undan fé. Vanalega fá þessir menn fangelsisdóma eða háar fjársektir, stundum jafnvel bæði. Ég borga skattana mína stoltur því að ég, eins og margir aðrir, hef mikinn áhuga á því að byggja hér upp samfélag með sterka innviði sem gerir fólki kleift að blómstra og dafna í lífi sínu.

Við fáum oft að heyra það að þeir sem svíkja undan skatti séu að stela frá samfélaginu og erum áminnt um það reglulega, t.d. um árið voru spilaðar auglýsingar í sjónvarpinu með þeim boðskap. Eins mikið og ég er sammála þeim boðskap tel ég yfirvöld horfa framhjá stærsta skattsvikaranum, sjálfu ríkisvaldinu.

Við sem einstaklingar borgum nefnilega 37,30-46,24% tekjuskatt og til hvers? Til að tryggja ásættanlegt heilbrigðiskerfi? Vel launaða lögreglumenn og hjúkrunarfræðinga? Landhelgisgæslu sem á að tryggja öryggi sjómanna? Nei, mér sýnist skatturinn okkar fara í miklu mikilvægari hluti eins og nýja ráðherrabíla og raf- og vélbyssur handa lögreglunni (við verðum að vera tilbúin ef kommarnir gera innrás). Nú, frá mínum bæjardyrum séð sýnist mér að helstu skattsvikin vera þau að ríkið taki drjúgan hlut af ráðstöfunartekjum íslendinga og sinni síðan ekki skyldum sínum gangvart landi og þjóð.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni