Bréfin

Bréfin

Ásta Guðrún Helgadóttir er sagnfræðingur, varaþingmaður fyrir Pírata, feministi, hugsjónarkona, puttaferðalangur og nörd, svo fátt eitt sé nefnt. Hún hefur starfað á Evrópuþingi, unnið með Tactical Technology Collective að netöryggismálum, haldið CryptoParty og stundum líka venjuleg partý. Hugmyndir sem hérna koma fram eru einungis hennar sjálfrar og endurspegla ekki endilega afstöðu Pírata í einstökum málum.
Spilaborg: Einveldi ráðherra og íslensku bankarnir

Bréfin

Spilaborg: Einveldi ráðherra og íslensku bankarnir

Prelúdían sem sönglaði innan ríkisapparatsins fyrir hrun er byrjuð aftur að óma. Voðalega veikt reyndar, en þó heyrist hver einasta nóta skýrt og greinilega. Fiðlustefið hans Neró virðist vera spilað í sífellu frá ráðuneytum silfurskeiðastjórnarinnar. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að einkavæða bankanna á ný. Það er keimlíkt því frumvarpi sem var samþykkt þegar ný þúsöld gekk í...

Að segja 'fokk jú' á diplómasísku

Bréfin

Að segja 'fokk jú' á diplómasísku

Evrópusambandið er enginn nýgræðingur í því að tala við litla prinsa sem vilja verða kóngar eða þá alvöru einræðisherra sem eru óvart í Evrópusambandinu. Það liggur hvað næst við að nefna Ungverjaland sem hefur undanfarið einhliða breytt stjórnarskrá sinni, lýst því yfir að stór hluti Rúmeníu sé í rauninni Ungverjaland, og fleira í þeim dúr. Victor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur...

Þægileg þjóðarmorð

Bréfin

Þægileg þjóðarmorð

Yerevan, höfuðborg Armeníu, er byggð úr bleikum steini, sem gefur borginni ljósrautt yfirbragð og verður hún blóðrauð í sólarlaginu; mjúk en mikilfengleg Ararat drottnar yfir borginni handan landamæranna - í Tyrklandi. Á hverju götuhorni og við hvert torg í Yerevan eru vatnsbrunnar þar sem vegfarendur geta notið ískalds vatns á sumrin, langt fram á vetur. Brunnarnir í borginni bleiku eru...

Að vera kúguð kona: Ferðin um Persíu og aftur heim

Bréfin

Að vera kúguð kona: Ferðin um Persíu og aftur heim

Ég var tuttugu og tveggja ára gömul, stödd á flugvellinum í Istanbul með Karli vini mínum. Ég var klædd í víðar, sandlitaðar buxur, kvarterma skyrtu sem náði niður á mitt læri og heiðbláa silkislæðu um hálsinn. Ég var ekki viss um hvort ég ætti að setja hana á mig strax, svo ég ákvað að hafa hana bara um hálsinn. Við...

Um íslenzka þjóðmenningu og stjórnarhætti

Bréfin

Um íslenzka þjóðmenningu og stjórnarhætti

Ég hélt eg hefði hlaupið apríl þegar það barst í tal þann 1. apríl 2015 að forsætisráðherra hefði ákveðið að hann vildi: 1. Ljúka við byggingu Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem geymir "dýrustu djásn íslenskrar sögu". 2. Byggja við Alþingi eftir hönnun Guðjón Samúelssonar. 3. Endurreisa Valhöll á Þingvöllum. Einnig mæltist hæstvirtur Forsætisráðherra til þess að haldin yrðu...