Gambrinn
Ásgeir H Ingólfsson er blaðamaður, skáld, bókmenntafræðingur, bíónörd, Akureyringur og örverpi. Hann hefur efasemdir um fasta búsetu og býr ýmist í Tékklandi, á Íslandi eða í Bretlandi og gæti verið á leiðinni eitthvað annað fljótlega.

Að lesa í hörðum stólum

Skyndilega eru allir að tala um heimanám, í kjölfar þessarar ágætu greinar. Og ég er sammála mörgu í þessari grein – en hvorki hún né umræðan í kjölfar hennar tekur hins vegar á vandanum, enda er niðurstaðan í grófum dráttum ósköp einföld: heimanám er vont. En málið er hins vegar ekki alveg svona einfalt. Heimanám sem slíkt er ekki...

Borgaralaun, bótakerfi og nýsköpun

Það gladdi mig að taka kosningapróf Pírata um daginn. Ekki út af niðurstöðunni – heldur af því að þarna var loksins kosningapróf sem sannarlega spurði um þau málefni sem mér þykja skipta mestu máli. Helsti gallinn var þó sá að stöku sinnum voru tvær fullyrðingar splæstar saman í eina spurningu – og maður var kannski bara sammála annarri þeirra....

Meðvirk smáblóm: Óflutt ræða 2

Ég ætla ekki að byrja þessa ræðu á því að segja bara góðir Íslendingar – af því á síðustu mótmælum sem ég var á hitti ég útlenska stelpu sem var að mótmæla – sem er vísbending um að hægt og rólega sé allur heimurinn búinn að fá nóg af þessari ríkisstjórn. Nei, ég ætla að byrja þessa ræðu svona: Kæru...

Martröðin: Óflutt ræða 1

Kæru gestir! Þetta verður játning. Mig langar bara að byrja á því að þakka ykkur fyrir að taka slaginn. Fyrir að halda áfram að berjast. Einu sinni var ég nefnilega eins og þið. Svo gafst ég upp. Ég er nefnilega einn af þeim brottfluttu – fyrir tæpum tveimur árum síðan seldi ég allt dótið mitt og flutti úr landi. Ástæðan...