Ása í Pjásulandi

Ása í Pjásulandi

Ása Lind er sjálfstæð móðir tveggja drengja og kennir heimspeki og sálfræði í framhaldsskóla. Hún hefur óbilandi áhuga á hver kyns mannréttindum og er líka ástríðudansari sem gæti ekki hugsað sér að lifa án tónlistar.
Þurfum við að græða á innflytjendum?

Ása í Pjásulandi

Þurfum við að græða á innflytjendum?

·

Algengt viðkvæði í umræðu um fólk sem flyst hingað frá öðrum löndum af misjöfnum aðstæðum er að fólkið nýtist hér til vinnu og að Ísland græði svo mikið á því. Vissulega auðgar að hafa sem fjölbreyttast mannlíf. Fólk með ólíka menningu, sýn, trúarbrögð, lífstíl o.s.frv. Ég eiginlega grátbið fólk sem er andstæðan við perukökuétandi þjóðernissinna að flytja til Íslands, við...

Er ég ekki bara að sóa atkvæði mínu?

Ása í Pjásulandi

Er ég ekki bara að sóa atkvæði mínu?

·

Hvers vegna í ósköpunum ætti ég að kjósa litla flokkinn sem mælist yfirleitt í kringum 2% í skoðanakönnunum? Er ég ekki að sóa atkvæði mínu? Miðað við skoðanakannanir eru þeir ekki að ná inn manni og í seinustu kosningum fengu þeir bara um 3,5% atkvæða. Aðalmarkmiðið með þessum kosningum er líka að koma sérhagsmunastjórninni frá og það er óþolandi að...

Flóttamenn eða öryrkjar? Er það spurningin?

Ása í Pjásulandi

Flóttamenn eða öryrkjar? Er það spurningin?

·

Fátt fer eins mikið í taugarnar á mér og ákveðinn málflutningur sem er algengur um þessar mundir. Hann snýst um að við þurfum að hugsa betur um öryrkja og aðra hópa sem standa höllum fæti hér á landi áður en við förum að hjálpa fólki frá í útlöndum. Ástæða þess er margföld. Í fyrsta lagi af því að þetta hljómar...

Brotið á lýðræðisrétti ÞÍNUM

Ása í Pjásulandi

Brotið á lýðræðisrétti ÞÍNUM

·

Það skýtur óneitanlega skökku við að á Fundi Fólksins sem haldinn var um helgina þar sem almenningi átti m.a. að vera gefinn kostur á að kynna sér flokka sem bjóða fram til Alþingis skyldu einungis útvaldir fá að vera með. Formaður eins af litlu flokkunum var mættur á viðburð sem var auglýstur sem ,,Stjórnmálabúðir – Upptaktur kosninga“. Hann var með...

Er Guðni strengjabrúða Sjálfstæðisflokksins?

Ása í Pjásulandi

Er Guðni strengjabrúða Sjálfstæðisflokksins?

·

Ég held að stór öfl hafi viljað ÓRG frá, stór öfl með peninga. Fólk í fyrirtækjarekstri og fólk í útrás. Já, meira segja þeir sem héldu að ÓRG hafi boðið sér með í partíið hér um árið. Það gleymdi því að ÓRG er í grunninn afturhaldssamur þjóðernissinni og hefði fyrr látið lífið en að afhenda Evrópu Ísland á silfurfati! Landið...

,,Þá getur maður víst ekki lengur verið í BDSM félaginu“

Ása í Pjásulandi

,,Þá getur maður víst ekki lengur verið í BDSM félaginu“

·

Mér finnst umræðan um inngöngu BDSM félagsins í Samtökin ´78 svo áhugverð fyrir margra sakir að ég ákvað að hripa niður nokkrar hugleiðingar varðandi hana. Fyrstu viðbrögðin mín eftir aðalfundinn í vetur tjáði ég í facebook statusi sem leit svona út: Já, mer finnst furðulegt að blanda saman hvers konar kynlíf fólk vill stunda við baráttunni fyrir réttinum um að...

Rangar staðreyndir á ekki að afsaka sem „bara“ skoðanir

Ása í Pjásulandi

Rangar staðreyndir á ekki að afsaka sem „bara“ skoðanir

·

Eitt af því sem ég tek eftir í umræðunni er að fólk virðist ekki alltaf gera greinarmun á staðhæfingum sem byggja á gildismati eða „skoðunum“ annars vegar og staðhæfingum sem byggja á ,,staðreyndum“ hins vegar. Þær síðarnefndu geta sem sagt verið annað hvort réttar eða rangar (sannar eða ósannar) meðan að skoðanir sem slíkar mælast ekki á þeim ás; þótt...

Konur eru líka ,,vondi kallinn“

Ása í Pjásulandi

Konur eru líka ,,vondi kallinn“

·

Mér finnst svo erfitt að vita til þess að fólk haldi að það að ræða um jafnrétti kynja með ákveðnum hugtökum sem eiga sér sögulega skýringar eins og feðraveldi eða femínisti snúist um að gera annað kynið að sökudólgi. Nennið þið ekki bara að hætta því? Það má alveg finna ný hugtök og ræða opinskátt um mismunandi merkingar sem fólk...

Vúlvuspá 2016

Ása í Pjásulandi

Vúlvuspá 2016

·

Árið 2015 var erfitt ár. Ýmsir erfiðleikar heimsins urðu okkur bómullarhnoðrum Íslands ansi raunverulegir. Á Íslandi er líka erfitt fyrir mjög marga. Ég ætla hins vegar ekki að tíunda þessa erfiðleika hér, enda er ég enginn fræðimaður og nenni því bara engan veginn. Þessi spá kemur hins vegar djúpt úr mínum vúlvurótum og er helber óskhyggja um betri heim. Á...

Endalaus kærleikur og styrkur til þín kæra stúlka

Ása í Pjásulandi

Endalaus kærleikur og styrkur til þín kæra stúlka

·

Þjóðin er hálflömuð eftir sýknudóm dagsins þar sem ótvírætt var að 5 ungir karlmenn höfðu hópnauðgað 16 ára stúlkubarni. Ég ætla ekki að rekja málavöxtu hér, reiði mína og annarra yfir þessu og augljóslega vanhæfu réttarkerfi í slíkum málum. Heldur vil ég fyrst og fremst nýta mér að hafa aðgang að þessu bloggi hérna og því að hugsanlega muni hún...

Kerfið er auminginn!

Ása í Pjásulandi

Kerfið er auminginn!

·

Í dag titrar internetið vegna úrsagnar Bjarkar Vilhelmsdóttur og gagnrýni hennar á ,,aumingjavæðingu“ innan kerfisins. Ég er sammála Björk um að það sé allt of mikil áhersla í kerfinu á það sem fólk getur ekki gert og í því felist innbyrðis stimplun um fólk og þeirra aðstæður sem það fer svo kannski ósjálfrátt að reyna að standa undir og viðhelst...

Extreme chill skólinn

Ása í Pjásulandi

Extreme chill skólinn

·

Eftir að hafa verið á uppáhalds tónlistarhátíðinni minni á Hellisandi fyrr í ágúst og upplifað umsátur, einelti og ofbeldi af hálfu lögreglu þar hef ég verið að velta ýmsu fyrir mér. Ég ætla ekki að fara að telja upp það sem gerðist þarna, enda hefur mjög góð vinkona mín gert það í frábærum pistli sem birtist í Kvennablaðinu fyrir stuttu...

Kynjakerfið skaðar strákana okkar

Ása í Pjásulandi

Kynjakerfið skaðar strákana okkar

·

Mörgum strákum líður ekki vel. Við heyrum stöðugt um drengi á öllum aldri sem beita ofbeldi, nota fíkniefni, taka líf sitt o.s.frv. Ég verð líka var við það í starfi mínu sem framhaldsskólakennari að strákum líður mörgum hverjum ekki vel í skólanum; allt of margir ráða ekki við að lesa svo mikið sem eina málsgrein, hvað þá margar blaðsíður eða...

Kynfæravörtur

Ása í Pjásulandi

Kynfæravörtur

·

Yndisleg þessi ,,mótþróaþrjóskuröskun“ sumra, að neita að skilja hluti eins og femínisma, #freethenipple átakið o.s.frv. Að vilja gagnrýna framferði, skrif, áherslur og aðferðafræði sumra femínista er gott og gilt; og mikilvægt líka, því auðvitað viljum við ekki festast í gömlum úreltum baráttuaðferðum sem gera lítið annað en að fá fólk á móti sér. Baráttan snýst um JAFNRÉTTI fólks óháð kyni...

Hefur framlag til samfélagsins einhvern tímann verið metið til launa?

Ása í Pjásulandi

Hefur framlag til samfélagsins einhvern tímann verið metið til launa?

·

Við lifum í samfélagi þar sem fólk vinnur hörðum höndum störf sem myndu, ef þau yrðu ekki unnin, riða því til falls. Þessi störf eru æði misjöfn og krefjast sum náms og önnur ekki. Fyrir þessi störf eru yfirleitt borguð lág laun og stjórnvöld hafa alla tíð hrætt lýðinn með því að þeir geti ómögulega borgað þeim sómasamleg laun þar...

Að reykja eða reykja ekki maríjúana – er það spurningin?

Ása í Pjásulandi

Að reykja eða reykja ekki maríjúana – er það spurningin?

·

Umræða um lögleiðingu fíkniefna hefur verið áberandi síðastliðin misseri. A.m.k. tveir stjórnmálaflokkar voru með afglæpavæðingu fíknisjúkdómsins á stefnuskrá sinni til Alþingiskosninga 2013; Dögun og Píratar. Hafa ber í huga að afglæpavæðing fíknisjúkdómsins hefur ekki endilega neitt með lögleiðingu fíkniefna að gera. Afglæpavæðing styður vissulega við þá hugmynd að fíklar sem eru með neysluskammta á sér séu ekki meðhöndlaðir sem glæpamenn,...