Andri Sigurðsson

Sýnum spillingunni kurteisi

Sýnum spillingunni kurteisi

Viðbrögð hægrisins við hressilegri ræðu Braga Páls á Austurvelli hafa að mestu verið á einn veg og það er að kalla ræðuna hatursorðræðu gegn Sjálfstæðisflokknum. Og fyrirsjánlega alveg án þess að það fylgi með rökstuðningur eða útskýringar. Í ræðunni rifjar Bragi Páll upp mörg spillingarmál flokksins frá síðustu árum og kallar flokkinn krabbamein og spyr hvort það sé tilviljun að öll helstu spillingarmál síðustu ára séu honum nátengd.

Fyrir mér er þetta ekkert flókið. Það er alls ekki hatursorðræða að segja mestu valdastofnun samfélagsins vera krabbamein. Það er ekki hatursorðræða þegar um ræðir sjálft musteri spillingarinnar eins og Atli Þór Fanndal kallaði flokkinn í Silfrinu um daginn. Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörðu um vald hinna ríku og hefur haft tögl og hagldir á samfélaginu, alltaf. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einhver minnihlutahópur sem þarfnast verndar.

Það er augljóslega ekki hatursorðræða að fólk noti slíkt myndmál til þess að gagnrýna flokkinn sem hefur gert hvað mest til þess að grafa undan lýðræðinu í landinu með framferði sínu. Ég finn heldur engin dæmi um að hugtakið hafi verið notað yfir orðræðu gegn stjórnmálaflokki. Við erum að tala um flokkinn sem hefur mokað undir útgerðina og viðhaldið því arðránskerfi sem er við líði. Þetta er flokkur auðmanna, kapítalista, og útgerðarmanna, sem árlega stinga milljörðum í eigin vasa, milljörðum sem ættu með réttu að renna til þjóðarinnar. Þetta gerir auðstéttin í skjóli Sjálfstæðisflokksins og annara flokka sem líta á yfirráð flokksins yfir þjóðinni sem óbreytanlegt ástand.  Þetta er líka flokkurinn sem hefur hækkað gríðarlega skatta og gjöld á lágtekjufólk og skilið öryrkja og eftirlaunafólk eftir. Þetta er flokkurinn sem lagði niður verkamannabústaðakerfið og sleppti lausum ísköldum og grimmum veruleika markaðarins á lágtekjufólk. Stórir hópar í samfélaginu skrimta á svo lágum launum að þau duga varla fyrir mannsæmandi lífi. Sjálfstæðisflokkurinn er sá hópur í samfélaginu sem stendur í vegi fyrir því að hérna sé hægt að byggja upp alvöru velferðarsamfélag. Þetta er flokkurinn sem ítrekað hefur hunsað lýðræðið þegar það hentar honum. Hvort sem það sé að hunsa heila þjóðaratkvæðagreiðslu eða þegar 85 þúsund manns skrifa undir áskorun þess efnis að setja meira fjármagn í heilbrigðiskerfið okkar. Fjárskortur sem ógnar lífi fólks. Þetta er flokkurinn þar sem formaðurinn var í Panamaskjölunum og er nú fjármálaráðherra. Þetta er flokkurinn sem tengist öllum helstu spillingarmálum síðustu ára.

En það eru ekki bara hægrimenn sem tala um hatursorðræðu gegn Sjálfstæðisflokknum. Það gerir líka rithöfundurinn Jón Hallur Stefánsson og Egill Helgason tekur undir. Talað er um að það eigi að sýna flokknum kurteisi og að ræða Braga hafi ekki verið falleg. Spillingin er heldur ekki falleg, arðránið er ekki fallegt. Fátækt kapítalismans er ekki falleg. Sveltistefnan er ekki falleg. Niðurskurðarstefnan er ekki falleg. Hættum þessu, þessi gagnslausa virðing fyrir auðstéttinni er ekki falleg né vænleg til árangurs. Því ef svo væri værum við ekki öskrandi og hrópandi í enn eitt skiptið niður á Austurvelli.  

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
1

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
2

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum
3

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
4

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Pillan og neikvæð áhrif hennar
5

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti
6

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Hálendisþjóðgarður í allra þágu: Höfum ekki asklok fyrir himin
7

Margrét Hallgrímsdóttir

Hálendisþjóðgarður í allra þágu: Höfum ekki asklok fyrir himin

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
2

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
5

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
6

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
2

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
5

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
6

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Nýtt á Stundinni

Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu

Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Gildi ólíkra reynsluheima, þungarokk og þúsaldarpopp

Gildi ólíkra reynsluheima, þungarokk og þúsaldarpopp

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma

Fjallið, snjórinn og við

Jón Trausti Reynisson

Fjallið, snjórinn og við

Stytta ætti vinnutíma foreldra áður en leikskólinn er styttur

Stytta ætti vinnutíma foreldra áður en leikskólinn er styttur

Kristján Þór vill ekki skilgreina samband sitt við Þorstein Má

Kristján Þór vill ekki skilgreina samband sitt við Þorstein Má

Til hvers eru leikskólar?

Halldór Auðar Svansson

Til hvers eru leikskólar?

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Að auka streitu foreldra og barna

Svala Jónsdóttir

Að auka streitu foreldra og barna