Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Kapítalisminn kyrkir sjálfan sig

Kapítalisminn kyrkir sjálfan sig

Vextir hafa lækkað síðasta árið um 1,75 prósentustig og verðbólga hefur á sama tíma dregist saman. Húsnæðismarkaðurinn er í frosti og hagfræðingar hinna ýmsu samtaka atvinnurekenda tala um óveðursský á lofti.

Ójöfnuður er of mikill, lægstu laun eru allt of lág og húsnæðiskostnaður er að sliga margt láglaunafólk. Verðlag er hátt en ég man ekki eftir Íslandi öðruvísi og dregið hefur úr ferðamannastraumnum, í það minnsta vexti hans. Semsagt, hagkerfið er að kólna og dragast saman. Er þá ekki frábær tími til að hækka laun lágtekjuhópa? Nei, þá eins og alltaf heyrast þær raddir að verðbólga fari af stað ef verkafólk fái þær lífsnauðsynlegu launahækkanir sem beðið erum. Það er auðvitað ekkert sem bendir til þess. Hagkerfið er að kólna og verðbólga er einfaldlega ekki jafn mikið vandamál og var á tímum þjóðarsáttarsamninganna.

En þetta er klassíkt vandamál kapítalismans, þegar vald atvinnurekenda vex ná þeir að halda aftur af launahækkunum og lífskjarabótum þangað til að verkafólk á ekkert eftir til þess að kaupa vörur og þjónustu. Þannig kyrkja kapítalistar sig hægt og rólega þangað til verkalýðurinn rís upp og knýr fram leiðréttingu launa. Hérna eins og í svo mörgum öðru á nýfrjálshyggjutímanum er búið að snúa öllum lögmálum á haus. Það er gott fyrir efnahgskerfið að lægstu laun séu hærri. Þá hefur fólk meira á milli handanna, getur keypt vörur og þannig verða til ný störf.

Í Bandaríkjunum hafa verið gerðar margar rannsóknir á hækkun lægstu launa og síðustu árin hafa lágmarkslaun í mörgum ríkjum hækkað, oft úr tíu í fimmtán dollara. Reynslan af þessum hækkunum hefur alltaf sýnt það sama: fleiri störf og aukin velsæld í samfélaginu. Hægrið heldur hinsvegar áfram að hamra á því að mannsæmandi laun muni sliga fyrirtækin og þá aukist atvinnuleysi. Samkvæmt hægrinu er kapítalisminn svo gagnslaust kerfi að hann ræður ekki við að greiða sanngjörn laun. Slíkur málflutningur nær auðvitað engri átt. Besta leiðin til að blása óveðursskýjunum í burtu er þessvegna að ganga að kröfum láglaunafólks og hækka launin.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu