AK-72

Þjóðhátíðarþöggunin 2016

Þegar ég las þær fréttir að lögreglustjórinn í Eyjum hefði beint tilmælum til ýmisra aðila um að gefa ekki upp fjölda kynferðisbrota á Þjóðhátíð þá var það fyrsta sem mér datt til hugar:

„Á að reyna að þagga þetta niður aftur?“

Atburðarás, umræður og umhugsun frá því að fréttir birtust af tilmælum lögreglustjórans í Eyjum hefur nefnilega styrkt mig í þeirri skoðun að um sé að ræða endurtekna þöggunartilraun.

Markmið hennar er tvíþætt.

Fyrir það fyrsta þá er ætlunin að vernda ímynd Þjóðhátíðar.

Það er ýmislegt sem styður að þetta sé helsta markmiðið. Eyjaskeggjar hafa margir hverjir lengi vel látið þessa umræðu um kynferðisbrot á Þjóðhátíð fara í taugarnar á sér og hagsmunaaðilar virðast vera á þeirri skoðun að hún skaði vörumerkið Þjóðhátíð í Eyjum. Þjóðhátíð er nefnilega talsverð tekjulind fyrir Eyjaskeggja enda veltir hún hundruðum milljóna og er gríðarleg innspýting fjármagsn inn í samfélagið. Til að bregðast við þessu þá hafa t.d. aðstandendur hátíðarinnar torveldað Stígamótum að koma á þann hátt að það er nánast bann og virðast hafa algjöra óbeit á þeim samtökum fyrir það að segja frá fjölda kynferðisbrota sem áttu sér stað þar. Í fyrra og svo í ár þá hafa Eyjaskeggjar því gripið til þess almannatenglaráðs að reyna að ná stjórn á umræðunni og þá þagga niður tölfræðina eða í versta falli lauma henni út þegar Sigmundur Davíð og Bjarni Ben eru gripnir opinberlega við fjármálamisferli eða álíka.

Annað sem styður þetta er svo reynslan frá því í fyrra og þær upplýsingar sem komu fram þá. Lögreglustjórinn sem hafði það markmið sem bæjarfulltrúi að bæta ímynd bæjarins út á við gaf út sömu fyrirmæli og nú hafa valdið harðri gagnrýnni. Þá var einnig sagt að ópersónugreinanlegar upplýsingar um fjölda brota gætu valdið þolendum hugarangist og hún lét það út úr sér að þetta væri í samræmi við boðskap Druslugöngunnar. Aðstandendur Druslugöngunnar mótmæltu þessu og sögðu þetta helbert kjaftæði. Það væri andstætt þeirra boðskap að þagga þessa tölfræði niður og til þess fallið að ýta umræðuna undir yfirborðið.

Lögreglustjórinn birti svo aldrei að því tölurnar sem slíkar heldur þurfti þingmaður að leggja fram fyrirspurn á alþingi til innanríkisráðherra sem kom með svar í október. Það dugði til að umræðan varð ekki eins sterk um þessi brotamál á Þjóðhátíð og varði stutt yfir enda margt annað í gangi. Þöggunin heppnaðist því að vissu marki enda virðast Eyjaskeggjar þeir sem koma nálægt hátíðinni telja vert hafi verið að reyna þetta aftur. Það er reyndar umhugsunarvert að lögreglustjórinn hafði áður sem lögmaður talað fyrir því að bregðast þyrfti við þöggun samfélagsins á þessum brotum með opnari umræðu um brotin en þegar kemur að Þjóðhátíð þá vendir hún kvæði sín í kross.

Helstu rökin fyrir ákvörðuninni eru það loftkennd að þau virka meir eftiráskýringar til að réttlæta ákvörðunina heldur en raunveruleg ástæða. Það er einstaklega hæpið að ópersónugreinanleg tölfræði um fjölda brota á Þjóðhátíð sem og á öðrum hátíðum geti haft áhrif á rannsóknahagsmuni enda er ekki verið að gefa upplýsingar um framkvæmd brota, þáttakendur eða aðstæður, aðeins fjölda tilkynntra/kærðra mála. Röksemdirnar um áhrif á þolendur finnst mér þurfa að skoða í því ljósi að flestallir þolendur sem tjá sig um ákvörðun lögreglustjóra, Stígamót, neyðarmóttakan o.fl. virðast vera á því að birta eigi þessar tölfræðiupplýsingar en ég ætla ekki að gera lítið úr því að það séu til undantekningar í hópi þolenda sem getur gert það að verkum að í lagi sé að bíða með samantekt á tölfræði til vikunnar eftir verslunarmannahelgi. Aftur á móti er það engum til gagns að upplýsingarnar séu kæfðar niður til frambúðar og/eða þær birtar með tregðu á þeim tíma sem það hentar aðstandendum Þjóðhátíðar og ímynd hennar.

Manni finnst reyndar óhjákvæmilegt í leiðinni að tækla nokkrar röksemdir sem fleygt hefur verið fram í umræðunni til varnar. Þó nokkrir hafa borið það á borð að verið sé að taka Þjóðhátíð sérstaklega fyrir en miðað við fjölmiðlaumfjöllun í áraraðir þá er fjallað um það ef álíka brot koma upp annars staðar. Þjóðhátið er einfaldlega stærsta samkoman og það er því óskaplega eðlilegt að mesta athyglin sé þar. Það er líka talsverðu púðri eytt í umfjöllun um jákvæða hliðar Þjóðhátíðar í fjölmiðlum en það þýðir einnig að ef eitthvað neikvætt gerist þá er það eðlilegt að fjölmiðlar fjalli um það og fái upplýsingar um það. Slíkt hefur einnig átt við og á við aðrar hátíðir/samkomur sem eiga sér stað um verslunarmannahelgina.

Þeim villurökum er líka kastað fram að það sé nú ekkert verið að tala um brot á öðrum árstíma og í Reykjavík en það eru ekkert öll mál sem ná inn í dómskerfið þannig að fjölmiðlar taki eftir né eru allir að fylgjast með dagbókum lögreglu alla daga. Verslunarmannahelgin sker sig líka talsvert úr þegar kemur að dögum ársins enda er þetta einhver stærsta djamm- og ferðahelgi ársins með fjölmörgum viðburðum þannig að það er ekkert óeðlilegt við það að meiri athygli en ella sé á kynferðisbrotum og öðru ofbeldi sem er árviss atburður um þessa helgi. Þjóðhátíð vekur mesta athyglina vegna fjöldans og stemmingunnar en einnig vegna ofbeldisverka sem koma upp og þeirra brotalama sem virðast vera á hátiðinni.

Það er svo sem hægt að taka meir fyrir af rökum en mig langar nú til að víkja að kenningu um annað markmið sem ég tel að spili að einhverju leyti inn í þöggunartilburða lögreglustjórans. Nú er svo mál með vexti að um svipað leyti og fregnir bárust af tilmælum lögreglustjórans um að heilbrigðisyfirvöld, lögregla og aðrir ættu að grjóthalda sér saman um fjölda kynferðisbrota þá bárust fréttir af því að bæjarstjórinn í Eyjum væri að íhuga að bjóða sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Leikritið sem fór af stað þá bar merki almannatenglaherferðar og sagði Elliði bæjarstjóri að ákvörðun yrði að vænta um Þjóðhátíð.

Semsagt, hann ætlar að nýta fjölmiðlaathyglina sem er á Þjóðhátíð til að fá sviðsljós á sjálfan sig og um leið nýta tækifærið til að afla sér fylgis innan flokksins.

Skuggi myndi því bera á það sviðsljós ef bæjarstjórinn Elliði þyrfti meira og minna að ræða um kynferðisbrot á Þjóðhátíð þegar fjölmiðlatíminn ætti að fara frekar í framboðsmálin. Nú er svo mál með vexti að sú sem leiðir stuðningsmannahóp Elliða er einmitt lögreglustjórinn í Eyjum sem var áður bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins undir stjórn Elliða. Elliði sjálfur hefur lýst yfir stuðningi við þessa þöggunarákvörðun lögreglustjórans þó hann reyni nú aðeins að þvo hendur sínar af henni vegna þeirra vandræða sem eru uppkomin fyrir Þjóðhátið og láti sem að þetta komi bænum lítt við. Það er ankannanlegur tvískinnungur í ljósi þess að bæjarfélagið hefur talsverðar tekjur af þessum viðburð og það skilar sér að einhverju leyti inn í rekstur bæjarins. Reyndar er það ekki eini tvískinnungurinn sem Elliði gerist sekur um þegar maður hugsar til lekamálsins þar sem hann talaði um það að það væri óskaplega eðliegt að viðkvæmar persónuupplýsingar um hælisleitendur ættu að koma fram opinberlega og í fjölmiðlum en þegar kemur að ópersónugreinanlegri tölfræði um kynferðisbrot á Þjóðhátíð þá vill hann að það sé þaggað niður þar til það hentar Eyjum að þær séu birtar.

Þetta er því hitt helsta markmiðið sem ég held að ráði för um ákvörðun lögreglustjórans. Það er þó eitt atriði því tengt sem manni finnst vert að sé íhugað og það er hvort það sé æskilegt fyrir svona lítil samfélög eins og Eyjar að hafa svona náin tengsl á milli embættismanna/lögreglu við pólitíska valdhafa og heimamenn) líkt og er þarna. Lögreglustjórinn er nefnilega einn hinna innfæddu, hún er fyrrum pólitískur bæjarfulltrúi sem starfaði náið með bæjarstjóra og öðru valdafólki þar, eiginmaður hennar er starfsmannastjóri bæjarins og lítur þar með stjórn bæjarstjórans. Þetta allt getur valdið hagsmunaárekstrum og litað ákvarðanir um rannsóknarhagsmuni og sakamál sem varða þetta litla samfélag.

En að lokum þá skulum við líta til Þjóðhátíðar og kynferðisbrotanna þar.

Nú hefur réttilega komið fram að það eru framin kynferðisbrot á öllu landinu en það er ekki það sama hægt að segja um að það sé árviss viðburður að það séu framin kynferðisbrot á öllum þeim hátíðum sem fara fram á hverju ári um allt land. Það hefur aftur á móti verið nánast árviss viðburður á Þjóðhátið að það koma upp ofbeldismál og kynferðisbrot án þess að reynt sé að skoða af hverju þetta sé svona reglulegt. Í stað þess hafa aðstendur og bæjarbúar margir hverjir yppt öxlum og sagt að þetta gerist nú þegar svona margt fólk kemur saman sem er fáránlegt í ljósi þess að t.d. minni hátíðir á borð við Eistnaflug og mun stærri hátíðir erlendis eru lausar við þessi ofbeldisbrot.

Þegar svo brugðist hefur verið við af hálfu aðstandenda þá hefur það verið í formi þess að fjölga gæslufólki(lögreglan virðist leggja meir áherslu á fíkniefnaleit) og eftiráaðstoð frekar en að íhuga fyrirbyggjandi aðgerðir eða annað sem gæti fengið fólk til að hika við að beita annað fólk ofbeldi á Þjóðhátíð. Maður hefði t.d. haldið að endanleg brottvísun slagsmálahunda af svæðinu og bann á komu viðkomandi í einhver ár myndi duga eitthvað eða það að einfaldlega hætta með eða takmarka hátíðina við eingöngu heimamenn næsta ár eftir kynferðisbrot myndu vera það stór skilaboð til samfélagsins að svona nokk yrði ekki liðið.

Partýið sé hreinlega ekki þess virði.

Því miður þá virðist það vera regla að kynferðisbrot og annað ofbeldi sem kemur upp sé ásættanlegur fórnarkostnaður þegar litið er til hátíðarinnar í heild sinni. Rót vanda Þjóðhátíðar felst því að nokkru leyti í meðvirkum hugsunarhætti um að gróðinn réttlæti allt, hugsunarblindu um að það sé minniháttar mál að einhverjir skaðist vegna þess að heildin skemmti sér brjálæðislega vel, fórnarlambsstemmingu gagnvart gagnrýni og óþolinu gagnvart umfjöllun um ljótustu hliðar skemmtuninnar. Rót vandans felst því fyrst og fremst í því að það er eitthvað stórt að í menningunni í kringum Þjóðhátíð sem gerir það að verkum að kynferðisbrot og annað ofbeldi kemur upp á hverju ári án þess að reynt sé að breyta því.

Þetta hefur skilað því að nú er komið að ákveðinni ögurstund fyrir aðstandendur Þjóðhátíðar og yfirvöld í Eyjum með mótmælum þeirra listamanna sem íhuga að hætta að skemmta þar.

Ef því er haldið til streitu að taka ekki á vandamálinu þá mun bæjarfélagið missa talsverðar tekjur og skaða enn meira orðspor Þjóðhátíðar.

Ef aftur á móti það verður hlustað á gagnrýnisraddir í stað þess að bregðast við með önugheitum, ásaka alla um að misskilja hlutina og komi fram með lélegum réttlætingum, hætt tilraunum til þöggunar og gripið til aðgerða sem skila þeim skilaboðum sem fær fólk til að trúa því að Eyjamenn ætli sér raunverulega að taka á þeim brotalömum sem eru í gangi tengdum kúltúrnum í kringum Þjóðhátíð þá mun það skila jákvæðara orðspori og betri tekjulind.

Fávitarnir sem mæta til að berja og nauðga eru nefnilega ekki peninganna virði.

Tölfræðin ætti að sanna það.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
2

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni
3

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Frelsi til að vita
5

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Myndin af Pence
6

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
7

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·

Mest deilt

Frelsi til að vita
1

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
2

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
3

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Stuð í Feneyjum
4

Stuð í Feneyjum

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
5

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
6

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·

Mest deilt

Frelsi til að vita
1

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
2

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
3

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Stuð í Feneyjum
4

Stuð í Feneyjum

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
5

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
6

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
3

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
6

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
3

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
6

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·

Nýtt á Stundinni

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

·
Vinir sem sameinuðust í matarást

Vinir sem sameinuðust í matarást

·
Stuð í Feneyjum

Stuð í Feneyjum

·
Afmæli borgarinnar, tilfinningaskynjun og skilvirkt gjörningaverk

Afmæli borgarinnar, tilfinningaskynjun og skilvirkt gjörningaverk

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Myndin af Pence

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Frelsi til að vita

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness

Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness

·
Þjófur í Paradís

Hermann Stefánsson

Þjófur í Paradís

·