AK-72

AK-72

Agnar Kristján Þorsteinsson hefur bloggað árum saman um stjórnmál og önnur samfélagsmál undir bloggheitinu AK-72. Á milli þess gjóar hann augunum að kvikmyndum, sagnfræði og öðru því sem vekur áhuga hans hverju sinni.

Sómi og stál­hnefi Ís­lands

Það er ei­lít­ið at­hygl­is­vert að fylgj­ast með við­brögð­um ís­lenskra ráða­manna þessa dag­anna þeg­ar kem­ur að flótta­mönn­um og hæl­is­leit­end­um sem eru hóp­ar sem síst geta var­ið sig. Það má nefni­lega skipta þeim við­brögð­um upp í nokkra hópa. Fyrsti hóp­ur­inn sem má til telja eru þeir ráða­menn sem bregð­ast hart og tæpitungu­laust við gagn­vart ljót­um leikj­um Trumps sem bitna hvað harð­ast á...

Banka­bónusa­sví­virð­an enn á ný

Skömmu fyr­ir kosn­ing­ar síð­ast­lið­ið haust þá frétt­ist af því að slita­bú Kaupþings og Lands­bank­ans ætl­uðu að greiða sínu liði sví­virði­lega háa bónusa sem minntu mik­ið á sturlun­ina fyr­ir Hrun. Þing­menn komu reið­ir og al­var­leg­ir fram, börðu í pontu og fóru mik­inn um að taka þyrfti á þess­um sví­virði­lega ósóma sem banka­bónus­ar eru. Þá­ver­andi fjár­mála­ráð­herra gaf sér m.a.s. tíma frá því...

Skít­hæla­stjórn­in

Á engilsax­nesk­unni yl­hýru er til orð­ið Cad. Það orð hef­ur marg­ar mjög nei­kvæð­ar þýð­ing­ar yf­ir á bless­aða ís­lensk­una en þó það sem stend­ur upp úr er orð­ið skít­hæll. Nú höf­um við feng­ið stjórn sem sam­an­stend­ur af CAD og manni finnst því liggja við að hún eigi eft­ir að bera heit­ið Skít­hæla­stjórn­in þó mað­ur sé ekk­ert endi­lega viss um að það...

al­þingi feil­ar strax

Þing­menn kepp­ast núna af miklu afli við að segja við fjöl­miðla og al­menn­ing hvað al­þingi er æð­is­legt núna, all­ir glað­ir og sátt­ir þar, vinni svo vel og fleira þessa dag­anna. Flokks­bundn­ir áróð­ursmiðl­ar taka svo und­ir þetta af full­um krafti og hrifn­ingu með það of­urkapps­mikl­um hætti að mað­ur kemst að þeirri nið­ur­stöðu eft­ir smá­skoð­un að þetta sé til­raun til breiða yf­ir...

Veru­leg­ar verð­hækk­an­ir Voda­fo­ne

Fyr­ir um mán­uði síð­an þá ákvað ég að hafa sam­band við sím­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið mitt: Voda­fo­ne og óska eft­ir því að skoð­að yrði hvort hægt væri að breyta eitt­hvað sím­þjón­ust­unni minni í átt til lækk­un­ar. Ég nota bæði gem­sa og heimasíma sem mér var far­ið að finn­ast full­kostn­að­ar­samt mið­að við reikn­inga og ekki mikla notk­un í báð­um til­fell­um enda hef ég yf­ir­leitt...
Kirk Douglas 100 ára

Kirk Douglas 100 ára

Stór­leik­ar­inn Kirk Douglas sem er ein af síð­ustu eft­ir­lif­andi stjörn­um gamla Hollywood varð 100 ára í dag. Þessi son­ur fá­tækra rúss­neskra inn­flytj­enda fór að feta stiga kvik­mynda­fer­il sinn skömmu eft­ir seinna stríð og sá fer­ill frek­ar hratt af stað enda fékk hann sína fyrstu Ósk­arstil­nefn­ingu ár­ið 1949 fyr­ir Champ­i­on. Hann átti eft­ir að verða ein stærsta stjarna Hollywood og lék...

Að stinga sjálf­an sig í bak­ið

Fyr­ir um 20 ár­um síð­an eða svo þá ákváð­um við vin­irn­ir að spila borð­spil­ið Diplomacy eitt kvöld­ið. Það geng­ur m.a. út á það að spil­ar­ar semja sín á milli, plotta og baktjalda­makk­ast í von um sig­ur. Þeg­ar spil­ið var kom­ið að­eins af stað var ég í ágætri stöðu til að hafa áhrif á gang leiks­ins og menn vildu ólm­ir fá...

Yf­ir­varp Bjarna þá og nú

Þeg­ar Bjarni Ben og Sig­mund­ur Dav­íð voru að mynda rík­is­stjórn vor­ið 2013 létu þeir frá sér að staða rík­is­sjóðs væri mun verri held­ur en þeir bjugg­ust við eft­ir vinstri stjórn­ina sem hafði lyft grett­i­staki við að hreinsa til eft­ir Hrun Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þetta kynntu þeir svo á blaða­manna­fundi eft­ir að þeir mynd­uðu rikís­stjórn. Um svip­að leyti var kynnt um­tals­verð lækk­un veiði­gjalda...

Et tu, Proppé?

Manni finnst kom­andi stjórn CAD-flokk­ana eitt­hvað svo fyr­ir­sjá­an­leg­ur og dap­ur­leg­ur end­ir á til­raun­um til um­bóta á ís­lensku sam­fé­lagi eft­ir Hrun, síð­asta kjör­tíma­bil og Pana­maskjöl en um leið var þetta kannski fyr­ir­sjá­an­legt svekk­elsi sem mað­ur neit­aði að horf­ast í aug­un við. Um leið og það var tal­ið upp úr kjör­kass­an­um þá fagn­aði Við­reisn­ar­fólk stór­sigri hægri manna á Ís­landi líkt og Þor­steinn...

Eft­ir að kosn­ing­aryk­ið fer að setj­ast

Mað­ur get­ur ekki ann­að en ver­ið full­ur von­brigða yf­ir úr­slit­um kosn­ing­anna en „svona er lýð­ræð­ið“ er víst það sem mað­ur á að hugga sig með. Það breyt­ir því þó ekki að það er margt um­hugs­un­ar­vert og áhuga­vert með þess­ar kosn­ing­ar ef mað­ur set­ur sig í ein­hvers­kon­ar rýn­is­gír nú þeg­ar ryk­ið er byrj­að að setj­ast. Hér á eft­ir fylgja ýms­ar punkt­ar...

Stöð­ug­leiki partýliðs­ins

Fyr­ir nær tveim­ur ár­um þá fékk ég upp­gjaf­ar­til­finn­ingu mikla gagn­vart ís­lensku sam­fé­lagi. Spill­ing­in, sið­leys­ið og sinnu­leys­ið hafði þá náð fullri ferð og manni fannst eins og allt vera að stefna í miklu verra far held­ur en ár­ið 2007. Fólk virt­ist líka vera bara nokk­uð sátt við þetta enda voru marg­ir að bíða eft­ir skulda­leið­rétt­ing­unni sem átti að rétt­læta hvað sem...

Kosn­inga­bar­átt­an og Pírata­út­spil­ið

Síð­asta vika er bú­in að vera frek­ar skrít­in vika í ís­lenskri póli­tík fyr­ir okk­ur sem fylg­ist með ut­an flokka. Sam­fylk­ing­in er bú­in að vera að ríf­ast inn­byrð­is um hver eigi sök á lágu fylgi í stað þess að leita leiða til að auka það að nýju, fjöl­mið­ill reyndi að gera stór­hneykslis­mál út úr því að að rit­ari Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hefði sagt...

Mun­um hvar vilj­inn lá

Þeg­ar Sig­urð­ur Ingi tal­aði Í Kast­ljósi um að lög um veiði­gjöld hafi ver­ið ófram­kvæma­leg þá skul­um við muna. Þeg­ar Sig­urð­ur Ingi tal­aði í Kast­ljósi um að auð­legð­ar­skatt­ur­inn hafi nú átt að vera tíma­bund­in þá skul­um við muna. Þeg­ar Sig­urð­ur Ingi tal­aði í Kast­ljósi um að það hefði ver­ið ekki þörf á raf­orku­skatt á ál­ver­in leng­ur þá skul­um við muna. Við...

Hvað með Kauþings­bónusa?

Þeg­ar hinir sví­virðu­legu banka­bónus­ar til starfs­manna slita­bús Kaupþings og fleiri banka komust í há­mæli þá létu marg­ir þing­menn heyr­ast hátt í sér á þingi þeg­ar stutt var í próf­kjör og töl­uðu um að það þyrfti að grípa til að­gerða. Stjórn­ar­þing­menn og ráð­herr­ar sögð­ust vera nokk­uð sam­mála um að þetta væri forkast­an­leg sví­virða en tal­ið var á þá leið að það...

Mis­tök­in við að treysta Bjarna Ben

Eitt sinn gerði hús­fé­lag­ið mitt þau mis­tök að fá iðn­að­ar­mann til að sinna verki á grund­velli trausts um að hann myndi vinna verk­ið sam­kvæmt samn­ingi.  Sá stakk svo af frá óklár­uðu verki eft­ir fyrstu greiðslu  sam­kvæmt þeim samn­ingi sem gerð­ur var. Eft­ir mik­ið rex og pex mætti hann aft­ur til verks­ins. Á ákveðn­um tíma­punkti þá ósk­aði hann eft­ir smá fyr­ir­fram­greiðslu...

Hin drama­tíska stjórn­mála­helgi

Það er óhætt að kalla ný­liðna helgi drama­tíska helgi í póli­tík­inni hjá mörg­um flokk­um og jafn­vel svo að það þyrfti að senda stríðs­frétta­rit­ara á svæð­ið næst þeg­ar er fund­að þar. Fyrst riðu Pírat­ar á drama­vað­ið með lítt skilj­an­leg­um deil­um um þrýst­ing þing­manns á próf­kjörslista­breyt­ing­ar í NV-kjör­dæmi eft­ir klúð­urs­legt og um­deilt próf­kjör þar. Deil­urn­ar virt­ust sprottn­ar upp úr tveggja manna tali...