Blogg
Auðlindir í náttúru Íslands

Guðmundur

Auðlindir í náttúru Íslands

Nefnd formanna stjórnmálaflokka á Alþingi hefur nú samið sína eigin tillögu að grein um náttúruvernd í stjórnarskrá. Þessi tillaga gengur of skammt, meðal annars vegna þess að hún tryggir ekki með nægilega góðum hætti sjónarmið um sjálfbæra þróun. Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sett fram alvarlegar athugasemdir við tillögu sem Alþingi hyggst leggja fram. Samstökin benda á að um væri...

Hver er þetta í sætinu við hliðina á Ellen?

Símon Vestarr

Hver er þetta í sætinu við hliðina á Ellen?

Á fundi í Safnahúsinu fyrir nokkru sá ég Ögmund Jónasson taka hjartanlega í spaðann á Birni Bjarnasyni. Gott ef það var ekki meira að segja eins og eitt karlaknús í ofanálag. Ég veit að engum þykir þetta stórtíðindi en þetta stakk mig aðeins. Þegar ég öðlaðist pólitíska meðvitund á lokaárum tuttugustu aldarinnar bar Ögmundur enn vissan hetjuljóma á vinstri vængnum....

Súlnakóngar og -drottningar. Um skáldskap og stjórnmál

Stefán Snævarr

Súlnakóngar og -drottningar. Um skáldskap og stjórnmál

Í frægu kvæði líkti  franska skáldið Charles Baudelaire ljóðskáldum við súlnakónga, fugla sem eru glæstir á flugi en þunglamalegir og hallærislegir á jörðu niðri. Með líkum hætti fljúgi skáldið með glæsibrag í kvæðum en eigi erfitt með að fóta sig í hversdagslífinu. Ég vil bæta við að mörg góðskáld eru óttalegir ratar í pólitík, nægir að nefna fylgispekt Laxness við...

Að taka boltann sinn og fara heim

Símon Vestarr

Að taka boltann sinn og fara heim

Í mínu ungdæmi var það almennur praxis þeirra sem fóru í fýlu út í jafnaldra sína í fótbolta að taka boltann sinn og fara heim. Þannig batt maður ekki bara enda á eigin þátttöku heldur skemmdi sjálfan leikinn. Þetta var aðeins erfiðara ef maður átti ekki boltann en þá gat maður alla vega skilið hópinn eftir með ójafnt í liðum...

Virkjanaframkvæmdir í hálendisþjóðgarði

Guðmundur Hörður

Virkjanaframkvæmdir í hálendisþjóðgarði

Ríkisstjórnin hefur skipað nefnd þingmanna og sveitarstjórnarmanna sem á að gera tillögu að stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Nefndin hefur nú birt áherslur sínar til umsagnar og fjallar þar m.a. um virkjanamál innan garðsins. Af þeim má ætla að þjóðgarðurinn muni ekki hafa í för með sér neina aukna vernd náttúrusvæða fyrir orkuöflun. Þannig segir á einum stað að hægt verði...

Skáldskapur

Listflakkarinn

Skáldskapur

Ef skáldskapurinn er sannur þá verður hið skáldaða að sannleik. En hvað verður þá um sannleikann? Verður hann að skáldskap?   Ég þekkti einu sinni höfund sem vildi skrifa um allt í heiminum. Þetta hljómar eins og verkefni af stærðargráðu sem maður les einungis um í smásögum eftir Borges, en skáldinu var ólíkt argentínska bókaverðinum, algjör alvara. Það ætlaði sér...

Pírati í Prag ögrar Peking

Listflakkarinn

Pírati í Prag ögrar Peking

Þeir eru orðið ekki margir sem þora að öðra drekanum í austri. Þess vegna vakti það athygli mína um daginn þegar borgarstjórn Prag ákvað að bjóða Kína birginn og slíta vináttusamning milli Prag og Beijing til þess að sýna Taiwan og Hong Kong-búum samstöðu. Þetta er svo sjaldgæft orðið að það minnir helst á sögurnar um Ástrík og Steinrík...

Með svona bandamenn ...

Símon Vestarr

Með svona bandamenn ...

Þegar ég kallaði það á dögunum hræsni af utanríkisráðherra „að skreyta sig fjöðrum einstaklingsfrelsis á meðan maður er meðlimur í alþjóðlegum samtökum með tyrkneskum einræðisherra“ svaraði Hannes Hólmsteinn því til að Erdogan væri ekki lengur meðlimur í Evrópusamtökum íhaldsmanna og umbótasinna. Hann svaraði því reyndar ekki hvort það hefði verið hræsni á sínum tíma en gott og vel. Nú eru...

Barnið og skraddararnir

Hermann Stefánsson

Barnið og skraddararnir

Sögur í kapítalísku einstaklingshyggjusamfélagi snúast um einstakling — erkitýpu — sem sprettur úr fábrotnum jarðvegi og haslar sér völl, leggur af stað í óvissuferð, berst og hefur að lokum sigur, gegn ofurefli. Fyrirsjáanlegasti (en ekki áhugaverðasti) þátturinn í sögunni um Gretu Thunberg snýst um að karlar með brogað sálarlíf snúist gegn henni, hæði hana og spotti, rægi og níði. Sögugerðin...

Trump, tímaferðalangur

Stefán Snævarr

Trump, tímaferðalangur

Trump er eins og maður frá því um 1960 sem farið hefur í tímaferðalag til okkar tíma. Eða hvers vegna heldur hann að aðalframleiðsluvörur Bandaríkjanna séu bílar, kol og stál? Þannig var það um 1960. Hvers vegna heldur hann að hann hafi leyfi til að káfa á konum að vild? Þannig var það um 1960 eins og sjónvarpsþættirnir Mad Men...

Greta Thunberg sem Oskar Matzerath

Stefán Snævarr

Greta Thunberg sem Oskar Matzerath

Ein frægasta skáldsaga síðustu aldar er Blikktromman (Die Blechtrommel) eftir Þjóðverjann  Günther Grass. Hún fjallar um furðumanninnn Oskar Matzerath sem kornungur tekur þá ákvörðun að hætta að vaxa og verða aldrei fullorðinn. Hann var stöðugt með blikktrommu í bandi um hálsinn og tjáði sig með henni nema þegar hann komst í ham, þá gaf hann frá sér ískurhljóð svo ógurlegt...

Erum við salamöndrur? Um hækkun hafs af mannavöldum

Stefán Snævarr

Erum við salamöndrur? Um hækkun hafs af mannavöldum

Á millistríðsárunum skrifaði Tékkinn Karel Capek skáldssöguna Salamöndrustríðið. Í sögunni gerist að upprísa gáfaðar salamöndrur sem beita mannkynið þrýstingi til að útvíkka lífsrými sitt. Í fyrstunni gáfu mennirnir eftir en svo braust út styrjöld milli þeirra og sjókvikindanna. Þau grófu risaskurði gegnum láglendi jarðar sem sökk í sæ. Menn urðu að flýja til fjalla.  En allt fór þó vel að...

Hægrið og hræsnin

Símon Vestarr

Hægrið og hræsnin

„Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: Lát mig draga flísina úr auga þér? Og þó er bjálki í auga sjálfs þín. HRÆSNARI, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.“ Matteus 7:3-5...

Verkamannaflokkurinn í Bretlandi: Stefnan er tekin á 32 stunda vinnuviku

Af samfélagi

Verkamannaflokkurinn í Bretlandi: Stefnan er tekin á 32 stunda vinnuviku

 Á nýafstöðnu ársþingi Verkamannaflokksins í Bretlandi sem haldið var á dögunum, var mótuð sú markvissa stefna flokksins að stytta vinnuvikuna í 32 stundir á næsta áratug (#). Í Bretlandi, rétt eins og á Íslandi, er sterk menning fyrir því að vinna mikið og lengi. Þannig er vinnuvikan löng, en hún er um 43 stundir á viku að meðaltali hjá...

Fjölgun öryrkja, flóknari saga en sú sem er gjarnan sögð

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Fjölgun öryrkja, flóknari saga en sú sem er gjarnan sögð

Í dag gaf Öryrkjabandalag Íslands út skýrslu um fjöldaþróun örorkulífeyrisþega sem ég skrifaði fyrir samtökin. Þar nota ég gögn frá Tryggingastofnun Ríkisins og Hagstofu Íslands til að rýna í þróunina. Umræðan um fjölgun öryrkja hefur verið viðvarandi á Íslandi um allnokkurt skeið en nýlega benti OECD á að öryrkjum hefði fjölgað umtalsvert frá miðjum tíunda...

Fréttablaðssiðferðið

Halldór Auðar Svansson

Fréttablaðssiðferðið

Í Bakþönkum Fréttablaðsins síðastliðinn laugardag sem og á vefútgáfu blaðsins birtist pistill eftir Sirrýju Hallgrímsdóttur sem bar titilinn Píratasiðferðið. Þar sakar hún Pírata, sem hún virðist hafa ákveðið dálæti á að hatast út í, um hræsni þegar kom að gagnrýni á kosningu Bergþórs Ólasonar í stöðu formanns umhverfis- og samgöngunefndar. Útgangspunkturinn var að 'Píratar' (ónefndir) hafi ákveðið að greiða ekki...