Blogg
Að vera börnum hjálparhella

Lífsgildin

Að vera börnum hjálparhella

·

Vinsemd er sú dyggð og hjartahlýja sem helst er talin geta dregið úr kvölinni og aukið styrk gleðinnar í þessum guðsvolaða heimi. Vinsemdin býr yfir mörgu af því fallegasta sem getur prýtt manneskjuna. Hjálpsemi er eitt af því sem vinsemd felur í sér. Hún er alls staðar mikils metin og hvarvetna eru gerðar tilraunir til að kenna hana og festa...

Katalónía: Fleinn í síðu Evrópu

Hermann Stefánsson

Katalónía: Fleinn í síðu Evrópu

·

Katalónía — hvað merkir orðið í hugum Íslendinga? Kannski er það eins og hvert annað framandi nýyrði, á skjön við hugmyndina sem Íslendingar hafa gert sér um Spán sem eina heild. Staðreyndin er sú að Spánn hefur aldrei verið til sem menningarleg heild. Gott ef hún hefur ekki verið matreidd og framreidd og selst eins og heitar lummur en hún...

Að elska harðjaxla

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Að elska harðjaxla

·

"Inni í mér dvelur lítill einræðisherra, sem er að reyna að brjótast út."  Halda mætti að það sé það "prinsipp" sem sjónvarpsmaðurinn (og forsetinn) Donald Trump hugsar og vinnur eftir. Enn og aftur er hann búinn að sleikja einræðisherrann (og morðingjann) Kim Jong Un upp eins og íspinna (sjá mynd). Og honum fannst greinilega nauðsynlegt að stíga fæti inn í...

Hafsbotninn sem mælikvarði á ást okkar

Sverrir Norland

Hafsbotninn sem mælikvarði á ást okkar

·

Nýlega las ég hina prýðisgóðu Landmarks eftir Robert MacFarlane og staldraði þar sérstaklega við afar minnisstæðan kafla sem höfundur ritar um J.A. Baker, enskan höfund og ötulan fuglaskoðara sem var uppi á síðustu öld. Heillandi manneskja. Baker var svo sjóndapur – í rauninni bara blindur – að hann hafði enga meðfædda hæfileika sem fuglaskoðari, en bætti upp fyrir sjóndepurðina með skarpri hugsun,...

Bilun í eilífðarvél Trumps?

Hermann Stefánsson

Bilun í eilífðarvél Trumps?

·

„Sviðsmyndir“ — orðið er á góðri leið með að verða að pólitískri klisju. Svona svipað og „innviðir“. „Framtíðarsýn“ er á útleið sem hugtak. Sviðsmyndir? Gott og vel. Spáum í komandi kosningar í Bandaríkjunum. Það má stilla upp tveimur ólíkum sviðsmyndum: 1) Demókratar í Bandaríkjunum koma sér saman um frambærilegt forsetaefni sem sigrar kosningarnar. 2) Kosningarnar snúast mest um persónu Donald...

„Upplifðu!“

Hermann Stefánsson

„Upplifðu!“

·

Skepnan hleypur í dauðans ofboði undan rándýrinu, burt frá holu sinni þar sem ungarnir tísta, burt undan klónum og kjaftinum, í dauðans ofboði, það er ekki ofmælt. Við skulum segja að skepnan sé mús og rándýrið refur. Fremur en til dæmis ljón og dádýr, fremur en skröltormur og lóa. Músin hleypur og skýst fram og til baka en allt kemur...

"Ég sjálfur á mitt eigið lík" Enn um málstofuna með Hannesi H.

Stefán Snævarr

"Ég sjálfur á mitt eigið lík" Enn um málstofuna með Hannesi H.

·

Baldur Arnarson, blaðamaður á Morgunblaðinu, var svo vinsamlegur að senda mér frétt sína um málstofu okkar Hannesar. Er skemmst frá því að segja að hann skýrir vel og skílmerkilega frá fundinum. Hannes fór um víðan völl í fyrirlestri sínum og hélt sig engan veginn við þema málstofunnar. Þess vegna taldi ég ekki ástæðu til að svara nema hluta af staðhæfingum...

Við þurfum miðflokk

Símon Vestarr

Við þurfum miðflokk

·

Við þurfum miðflokk. Nei, ekki þennan skrípaleik með regnbogahrossið. Það verður að játast að Simmi D sýndi mikil klókindi með stofnun þess flokks. Hann náði ekki aðeins að fanga huga þeirra þjóðernisremba sem þótti Sjálfstæðisflokkurinn vera orðinn of linur í baráttunni gegn þeim sem minna mega sín. Hann gerði líka listform úr því að smíða stjórnmálagjörninga sem hljóma eins og...

Leikir með tölur

Halldór Auðar Svansson

Leikir með tölur

·

Það getur verið kostulegt að fylgjast með málflutningi þeirra sem eru sannfærðir um að Reykjavíkurborg sé að öllu leyti verr rekin en önnur sveitarfélög. Í slíkum prédikunum hinna sanntrúuðu borgarhatara er stundum gripið í tölur en lestur þeirra á tölunum minnir oft á skrattann að lesa Biblíuna. Haldið er í þær tölur sem henta málflutningnum best en öðrum sleppt -...

Hjartsár bók um mæðgin í Jóhannesarborg

Lífsgildin

Hjartsár bók um mæðgin í Jóhannesarborg

·

Angústúra gaf út, í íslenskri þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur, bókina Glæpur við fæðingu - sögur af Suður-afrískri æsku eftir Trevor Noah. Þetta er mannbætandi bók, full af tárum og hlátri. Trevor Noah er einnig uppistandari og stjórnmálaskýrandi, sem margir þekkja úr bandarísku sjónvarpsþáttunum The Daily Show. Höfundurinn fæddist í Jóhannesarborg árið 1984 á tímum apartheid í Suður-Afríku. Móðir hans Patricia...

Gerðu það, Lilja!

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Gerðu það, Lilja!

·

Sæl Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra! Verið er að fjalla um „leyfisbréfamálið“, frumvarp þitt, í Allsherjar og menntamálanefnd þingsins, en mér sýnist að eigi að keyra þetta í gegn á þessu laaanga (og umtalaða) þingi. Það fjallar um um að innleiða eitt leyfisbréf fyrir leikskóla, grunn og framhaldsskóla þessa lands. Eins og þú veist, þá hefur frumvarpið mætt MJÖG mikilli andstöðu meðal...

Röðum auknum lífsgæðum ofar landsframleiðslu og neyslu

Af samfélagi

Röðum auknum lífsgæðum ofar landsframleiðslu og neyslu

·

Nú undanfarið hafa heyrst ítrekaðar áhyggjuraddir af stöðu íslenska hagkerfisins, en það er trúlega að dragast saman um þessar mundir — neyslan er farin að minnka, m.a. vegna þess að ferðamönnum sem koma til landsins er tekið að fækka.1 Um þessar mundir veikist einnig gjaldmiðill landsins, krónan,2 væntanlega vegna þess að ferðamönnunum hér fækkar og þar af leiðandi...

Jürgen Habermas níræður

Stefán Snævarr

Jürgen Habermas níræður

·

Sé Noam Chomsky áhrifamesti hugsuður Norður-Ameríku má telja þýska heimspekinginn Jürgen Habermas áhrifamesta hugsuð Evrópu en hann verður níræður þann átjánda júní. Hann hefur komið víða við, varð ungur þekktur sem nýmarxisti en hefur smám saman orðið hógværari í skoðunum. Nú er hann meðlimur í þýska jafnaðarmannaflokknum og eindreginn Evrópusinni. Hann var alinn upp í Þýskalandi á dögum Hitlers og...

Einkennist loftslagsumræðan af siðfári?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Einkennist loftslagsumræðan af siðfári?

·

Um fátt er meira rætt þessa dagana en loftslagsmálin og er það af hinu góða. Allir þurfa að vera vakandi yfir því hvernig við göngum um plánetuna okkar, sem er jú einstök og bara til eitt stykki af (svo langt sem þekking okkar nær). Um þessar mundir búa rúmlega sjö milljarðar manna á henni, en spár telja að allt að...

Kjósið okkur, við erum ekki Donald Trump

Andri Sigurðsson

Kjósið okkur, við erum ekki Donald Trump

·

Það er engin furða að blaðamaðurinn Glenn Greenwald hafi fyrir stuttu lýst ástandinu í Bandaríkjunum svona: „I think that in a lot of ways Donald Trump broke the brains of a lot of people, particularly people in the media who believe that telling lies, inventing conspiracy theories, being journalistically reckless, it's all justified to stop this unparalleled menace“ Sannleikurinn...

Við drepum og ofsækjum þá sem vilja breyta heiminum til hins betra

Andri Sigurðsson

Við drepum og ofsækjum þá sem vilja breyta heiminum til hins betra

·

Hafið þið tekið eftir því að við lifum í heimi þar sem gott fólk er ofsótt, fangelsað eða myrt, en siðblindir fúskarar eru verðlaunaðir og dýrkaðir fyrir að arðræna okkur og kúga? Martin Luther King, myrtur. Malcom X, myrtur. Chelsea Manning, fangelsuð. Julian Assange, ofsóttur og fangelsaður. Marielle Franco, myrt. En það kæmi mörgum okkar lítið á óvart ef Julian...