Blogg
Yfirráð

Benjamín Sigurgeirsson

Yfirráð

·

Á mánudaginn er kvikmyndin Dominion sýnd í Bíó Paradís. Dominion notast við dróna og leynilegar upptökur til þess að afhjúpa þær öfgafullu aðstæður og slæma meðferð sem dýr þurfa að þola vegna valdníðslu mannsins. Vegna þess að myndefnið kemur að megninu til frá Ástralíu þá má fastlega gera ráð fyrir að helstu gagnrýnisraddir komi til með að segja: „Já, þetta...

Svigrúm til endurkaupa, ekki launahækkana

Guðmundur Hörður

Svigrúm til endurkaupa, ekki launahækkana

·

Nú er vaxandi þungi í umræðunni um þungar byrðar atvinnulífsins. Hver „sérfræðingurinn“ á fætur öðrum stígur fram og ber vitni um að fyrirtækin ráði illa við launahækkanir í komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir lítið sem ekkert til atvinnurekenda að sækja og formaður Sjálfstæðisflokksins segir svigrúm til launahækkana lítið sem ekkert. Það skýtur svolítið skökku við að á...

Á ekki samleið með Snæbirni

Gísli Baldvinsson

Á ekki samleið með Snæbirni

·

Snæbjörn Brynjarsson eða listflakkarinn bloggar á Stundinni. Mér skilst einnig að hann sé varaþingmaður Pírata. Síðasta blogg hans um látinn mann, sannarlega umdeildan, eru ósæmileg jafnvel sjúkleg. Á meðan hann bloggar á Stundinni tjái ég mig á öðrum vettfangi. Við eigum ekki samleið.

Minningarorð um vondan mann

Listflakkarinn

Minningarorð um vondan mann

·

Sem betur fer, fyrir fyrrum öldungardeildarþingmanninn bandaríska John McCain er helvíti ekki raunverulega til. Ef svo væri þá væri hann þar í djúpsteikingarpotti innan um aðrar McCain franskar. Um hann hef ég fátt annað að segja en að mín tilnefning til friðarverðlauna nóbels í ár er æxlið sem dró hann til dauða. Og þó, fyrst ég er byrjaður þá er...

Mölflugan

Listflakkarinn

Mölflugan

·

Að vera skáld er stundum eins og að vera fiðrildasafnari sem eltir litrík og falleg fiðrildi, en þegar það hefur fangað fiðrildið áttar það sig á að þetta var ekki sjaldgæf og áður óþekkt vera, heldur ósköp venjuleg og grá mölfluga. Þannig finnst mér það oft vera þegar ég byrja að hamra inn stafi á lyklaborðið í móðu innblásturs og...

Tilraunir með styttingu vinnudagsins skila árangri — líka á Íslandi

Af samfélagi

Tilraunir með styttingu vinnudagsins skila árangri — líka á Íslandi

·

Fyrir áramót sögðu íslenskir fjölmiðlar fréttir af tilraun með styttingu vinnudagsins í dönsku upplýsingatæknifyrirtæki, IIH Nordic. Tilraunin fólst í því að starfsfólk fyrirtækisins vann fjóra daga í viku, í stað fimm áður, og 7,5 tíma hvern dag, í stað átta áður. Niðurstaðan varð 30 tíma vinnuvika, afkastaaukning upp á 20%, færri veikindadagar starfsfólksins, og betri líðan þess. Ekki einungis...

N-ið: Hlaðvarp um neytendamál

Guðmundur Hörður

N-ið: Hlaðvarp um neytendamál

·

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til formanns Neytendasamtakanna á aðalfundi 27. október næstkomandi og á næstu vikum ætla ég að gera nokkra hlaðvarpsþætti undir heitinu N-ið, hlaðvarp um neytendamál. Í þessum þáttum mun ég meðal annars kíkja niður á Alþingi, tala við forystufólk stéttarfélaga, taka púlsinn á sambandi neytenda og bænda og reyni að komast að því...

1968: Vor í Prag, innrás í ágúst

Stefán Snævarr

1968: Vor í Prag, innrás í ágúst

·

Í gær voru fimmtíu ár liðin frá því að herir Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra réðust inn í Tékkóslóvakíu og bundu með því enda á umbótatilraunir Alexanders Dubcek, aðalritara kommúnistaflokksins. Ég man vorið í Prag vel, man hrifningu mína af umbótastarfinu, man sjokkið þegar ég frétti um innrásina, man mig standa á mótmælafundi fyrir framan sovéska sendiráðið þá tæpra fimmtán ára....

Trója, þrælflækt saga

Stefán Snævarr

Trója, þrælflækt saga

·

Svo orti meginskáldið Ezra Pound í Canto IV: „Palace in smoky light, Troy but a heap of smouldering boundary stones,…“ Löngu áður en ég las kvæði Pounds las ég sígildra söguheftið um Ilíonskviður upp til agna, barnungur. Mörgum árum seinna las ég sjálfa Ilíonskviðu Hómers: „Kveð þú, gyðja, um hina fársfullu heiftarreiði Akkils Peleifssonar, þá er olli Akkea ótölulegum mannraunum,…“...

Húsnæðið fyrst!

Listflakkarinn

Húsnæðið fyrst!

·

Fréttablaðið birti um daginn dásamlegt viðtal við tvo menn sem áður voru í gistiskýlum eða húsvögnum og eru nú með heimili á Víðinesi. Þar gera þeir hluti sem þeir hafa loksins næði til að gera, lesa heimspeki og horfa á netflix. Eins furðulegt og það kann að hljóma þá vantar stundum fátækum bara pening til að komast úr fátækt...

Eigum við að banna snjallsíma í skólum?

Maurildi

Eigum við að banna snjallsíma í skólum?

·

Fréttir berast af því að frönsk stjórnvöld hafi lagt bann við notkun snjalltækja í skólastarfi. Slík lög hafa raunar verið í gildi í Frakklandi í nærri áratug en nýju lögin skerpa á tilgangi þeirra og fela meðal annars í sér undanþágur sem áður vantaði, t.d. vegna fatlaðra nemenda. Ýmsir fagna umræðunni og banninu og telja það til marks um raunsæi...

Tístað til lögreglunnar ( 1.hluti ?)

Listflakkarinn

Tístað til lögreglunnar ( 1.hluti ?)

·

„Oftar en ekki fá mál hjá lögreglu farsælan endir þótt tvísýnt kunni að hafa verið um slíkt í upphafi,“hófst færsla hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu núna um daginn. Söguefnið var hrakfarir eldri konu sem týndi bíl og barni þegar hún gekk út vitlausu megin í verslunarmiðstöð og hringdi í lögregluna. „Leitin stóð hins vegar stutt yfir því eftir rúmar 10 mínútur,...

Fyrir druslur

Dóra Björt

Fyrir druslur

·

Í dag verður druslugangan gengin í áttunda sinn og ég er fjarri góðu gamni við rand byggðar á Vestfjörðum. En í dag arka ég samt mína eigin druslugöngu. Fyrir mig. Fyrir alla. Fyrir réttlætið. Bara fyrir örfáum árum var hugtakið ,,drusla” neikvætt hlaðið og átti við konur sem dirfðust að sofa hjá hverjum þeim sem þær kusu sjálfar. Svei og...

Skoðanir framhaldsskólanema

Maurildi

Skoðanir framhaldsskólanema

·

Það var hvalreki á fjörur þeirra sem kvarta yfir skoðanakúgun á Íslandi þegar stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólakennara vék formanninum, Davíð Snæ Jónssyni, frá störfum. Tilefnið var pistill sem Davíð Snær skrifaði undir sem formaður stjórnar. Það sem mest fór fyrir brjóstið á fólki í pistlinum var að Davíð Snær sagði kennslu kynjafræði vera óverjandi, hlutdræga, marxíska innrætingu – meðan stefna...

Þegar Trölli stal verðbólgunni

Benjamín Julian

Þegar Trölli stal verðbólgunni

·

Í nóvember 2008, innanum hrun og bruna í bankakerfinu, var Barack Obama kosinn forseti í Bandaríkjunum. Hundruð þúsunda voru að missa vinnuna og fjöldinn allur var pískaður úr húsnæðinu sínu. Samt hafði ríkisstjórn Bush yngri bara dælt peningum í gjaldþrota bankana. Obama lofaði “breytingum sem við getum trúað á” og, á plakötum með mynd af honum horfandi uppí framtíðina: “von”....

Trumptín, ræningjahöfðingi?

Stefán Snævarr

Trumptín, ræningjahöfðingi?

·

Glöggir lesendur hafa örugglega séð að „Trumptín“ er blanda af nöfnum Trumps og Pútíns en hnífurinn virðist ekki ganga á milli þeirra félaga. Trump sýndi Pútín fádæma undirlægjusemi á Helsinkifundinum og virðist ekki hafa gagnrýnt hann fyrir eitt né neitt, hvorki innlimun Krímskaga né mögulega aðild að Skripalmálinu. Trump þykist að vísu hafa gagnrýnt hann fyrir afskipti af ameriskum kosningum...