Blogg
N-ið: Staða Neytendasamtakanna

Guðmundur Hörður

N-ið: Staða Neytendasamtakanna

·

Í þessum þætti fjalla ég um Neytendasamtökin – stöðu þeirra, fortíð og framtíð. Til þess að ræða þetta hef ég fengið tvo góða gesti, þau Pálmey Gísladóttur og Einar Bergmund, en þau hafa bæði gefið kost á sér til stjórnar Neytendasamtakanna, en kosningin fer fram um næstu helgi.

Njósnaði ríkisstjórnin um Hörð Torfason?

Listflakkarinn

Njósnaði ríkisstjórnin um Hörð Torfason?

·

Þetta er ekki bókarýni, þó svo mér finnist skorta sárlega að fólk skrifi meira um bækurnar sem það lesi og að við eigum í öflugri umræðu um mikilvægar bækur. T.d. held ég að bókarýnin sem ég skrifaði um Þjáningarfrelsið fyrir nokkrum mánuðum sé eini bókadómurinn um þá bók (þið leiðréttið mig bara ef mér skjátlast). En ég ætla ekki að...

Afhvarf mikið er til ills vinar

Símon Vestarr

Afhvarf mikið er til ills vinar

·

Tvær svakalegustu forsíður íslenskrar fjölmiðlasögu eru frá sama degi og lýsa sama atburði. Þær eru svo dramatískar og úttroðnar af gífuryrðum að maður getur ekki annað en skellt upp úr. Og ekki að undra. Þær eru frá 31. mars 1949, daginn eftir inngönguna í NATO, og önnur tilheyrir Morgunblaðinu og hin Þjóðviljanum. Miðlarnir eru svo djúpt grafnir í skotgrafir kalda...

Ísland og lögbönnin þrjú

Listflakkarinn

Ísland og lögbönnin þrjú

·

Í síðasta pistli sínum áður en hann var myrtur skrifaði blaðamaðurinn Jamal Khashoggi að það sem arabaheimurinn þyrfti helst væri meira tjáningarfrelsi. Hann kvartaði undan því að eftir fordæmingu vesturlanda fylgdi yfirleitt einungis þögn og því kæmust arabaríki upp með að þagga gagnrýna umræðu niður óáreitt, og hefðu gert lengi. Stuttu síðar var búið að myrða hann af sautján sádí-arabískum...

Neyðarlög um laxeldi

Guðmundur Hörður

Neyðarlög um laxeldi

·

Það skeikaði aðeins þremur dögum að Alþingi minntist tíu ára afmælis neyðarlaganna um bankakerfið með setningu neyðarlaga um stækkun laxeldis. Um mikilvægi neyðarlaganna hina fyrri verður ekki deilt, en neyðarlögin hin síðari byggja á svo vafasömum grunni að þau hljóta að vekja alvarlegar spurningar um stjórnkerfið og viðhorf ráðherra til valds. Sjálfskipað öngstræti Í fyrsta lagi fullyrti sjávarútvegsráðherra í...

Bylting eða skrílslæti?

Guðmundur

Bylting eða skrílslæti?

·

Bylting bók Harðar Torfasonar um baráttu hans og útifundina er merk og þörf samtímasaga. Textinn er skýr og skipulega fram settur þar sem hann styðst við dagbækur sínar. Hörður nær mjög vel fram hugarfari í líðan þeirra fjölmörgu sem sóttu fundina allt frá því að hann stóð fyrir útifundum á Arnahól við hús Seðlabankans og þann fyrsta 11. október 2008....

Svolítið um umbótahreyfingar og framtíðarsýn

Af samfélagi

Svolítið um umbótahreyfingar og framtíðarsýn

·

Meðlimir hinna ýmsu umbótahreyfinga hafa undanfarna áratugi spurt sig: Af hverju gengur okkur svona illa að ná árangri? Oftast er fátt um svör. Sjaldnast er þó rætt um hvernig umbótahreyfingar nútímans hafa ekki sameiginlega framtíðarsýn um hvernig megi leysa margvíslegan vanda okkar tíma — jafnvel þótt slíkri framtíðarsýn megi púsla saman, og öll púslin séu bæði þekkt og aðgengileg. Sama...

Fyrirlitning í fréttablaðinu

Listflakkarinn

Fyrirlitning í fréttablaðinu

·

Maður hefur heyrt svo margar skýringar á því hvernig Hillary Clinton, næstóvinsælasta forsetaframbjóðanda í sögu Bandaríkjanna, tókst að tapa fyrir Donald Trump, óvinsælasta forsetaframbjóðanda í sögu Bandaríkjanna, að ég myndi frekar kveikja í mér og stökkva út um gluggann heldur en að hlusta á enn einn fyrirlesturinn um það. Lof mér bara að segja að ég held að skýringin um...

Erfitt nema fyrir fjandans aur að fá

Símon Vestarr

Erfitt nema fyrir fjandans aur að fá

·

Almennt er fólk sammála um að góðir lagahöfundar semji góð lög og slæmir lagahöfundar semji slæm. Stundum skiptast þeir þó á hlutverkum; tónsnillingur sendir frá sér eitthvað óttalegt prump og laglaus gutlari sendir frá sér stórkostlega grípandi melódíu. En örsjaldan hendir það söngvasmið (góðan eða slæman) að semja lag sem fangar eitthvað úr upphimni og verður fyrir vikið ódauðlegt. Lag...

Dómarinn og sálfræðingurinn, böðull hans

Stefán Snævarr

Dómarinn og sálfræðingurinn, böðull hans

·

Þorsteinn heitinn Gylfason skrifaði á sínum tíma snaggaralega ádrepu um sálfræði. Hann spurði hvort sálfræði ætti sér einhvern tilverurétt. Og eftir að hafa gagnrýnt ýmsar þekktar sálfræðikenningar svaraði hann: Ég veit það ekki (Þorsteinn 2006: 23-56). Ekki ætla ég mér þá dul að svara spurningunni í stuttri færslu en hyggst ræða dálítið um mögulega veikleika sálfræðinnar. Einnig mun...

,,You ain‘t seen nothing yet"

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

,,You ain‘t seen nothing yet"

·

Hugleiðing um hrun, kreppu, bólu, eða hvað sem skal kalla þetta! Það hefur ekki dulist neinum að nú er haldið upp á, en eki fagnað, að áratugur er frá því að íslenska þjóðarskútan fór svo kyrfilega á hliðina að næstum ekki var aftur snúið. Já, það má líkja því sem gerðist á haustdögum 2008 við hrikalegan brotsjó sem keyrir dallinn...

Óháð

Halldór Auðar Svansson

Óháð

·

Nú er tekist á um hvort innri endurskoðun Reykjavíkurborgar sé óháð, eða nægilega óháður aðili til þess að gera úttekt á Braggamálinu mikla. Það er kannski rétt að taka fram strax í upphafi að ég tel málið alvarlegt, vonast til þess að það verði upplýst að fullu og lærdómur af því dreginn - og er tilbúinn að axla ábyrgð á...

Árið 10 eftir Hrun

AK-72

Árið 10 eftir Hrun

·

Það er svo skrítið að finna fyrir þeirri tilfinningu á tíu ára afmæli Hrunsins að maður vilji segja allt sem maður man eftir um Hrunið og eftirmála þess en á sama tíma hugsa með sér hvort maður eigi að vera að segja nokkuð. En samt er einhver þörf til að skrifa einhverjar línur um þetta sem blundar í mann en...

Þrælakistur á Íslandi

Guðmundur

Þrælakistur á Íslandi

·

Yfirferð Kveiks í RÚV á undirheimum íslenska vinnumarkaðsins hefur slegið marga og það má skilja á mörgum þ.á.m. nokkrum stjórnmálamönnum að þetta sé eitthvað nýtt hér á landi. Þetta ástand er ekki nýtt og hefur tíðkast á íslenskum vinnmarkað um allangt skeið. Það kom fyrst í áþreifanlegum mæli upp á yfirborðið í slagsmálum verkalýðshreyfingarinnar við erlent verktakafyrirtæki sem tók að...

Hrunið og viðsnúningspiltarnir ("Fyrst á réttunni, svo á röngunni, tjú, tjú, trallala")

Stefán Snævarr

Hrunið og viðsnúningspiltarnir ("Fyrst á réttunni, svo á röngunni, tjú, tjú, trallala")

·

Áður fyrr á árunum höfðu bændur einatt snúningspilta. Eftir hrun urðu ónefndir snúningspiltar viðsnúningspiltar. Þeir sem áður höfðu vegsamað auðmenn og útrás sneru allt í einu við blaðinu. Einn vegsamaði bankana svo seint sem í desember 2007 en söðlaði svo um og stofnaði andkerfisflokk. Annar gekk feti framar og stofnaði tvo andkerfis flokka, hafandi áður verið tengdur útrásarmönnum og lofað...

Blekking Geirs

Viktor Orri Valgarðsson

Blekking Geirs

·

Fyrir réttum tíu árum síðan mætti Geir Hilmar Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í sjónvarp allra landsmanna og tilkynnti okkur að íslenska bankakerfið væri ekki lengur sjálfbært; íslenska ríkið þyrfti að taka bankana yfir með neyðarlögum til að koma í veg fyrir að þjóðarbúið myndi "sogast með bönkunum í brimrótið, og afleiðingin yrði þjóðargjaldþrot." Kvöldið áður hafði hann sagt í viðtali að...