Blogg
Kalli Birgis og Stóri, Ljóti Sósíalisminn

Símon Vestarr

Kalli Birgis og Stóri, Ljóti Sósíalisminn

Ég vil bera upp spurningu við Karl Th. Birgisson: Ef ég segði þér að það væri kviknað í borðdúknum, myndirðu vilja klára úr kaffibollanum þínum áður en þú næðir í slökkvitækið? Þetta kann að hljóma eins og undarleg spurning en hún vaknar hjá mér í hvert sinn sem menn sem kenna sig við vinstrihugsjónir fá hland fyrir hjartað yfir tilfinningahita...

Kjörin veisla fyrir bókaklúbba

Lífsgildin

Kjörin veisla fyrir bókaklúbba

Sagan Veisla í greninu veitir lesendum tækifæri til að ræða muninn á vinsamlegum og fjandsamlegum samskiptum og mannréttindi barnsins. Bæði er hægt að ræða það sem birtist í bókinni og einnig það sem skortir.  Um að gera er að ræða verkið út frá nokkrum forsendum. Þessi bók hentar að mínu mati óumræðanlega vel í bókaklúbbum allra landsmanna. Sagan sem höfundurinn, Juan...

Til hvers eru leikskólar?

Halldór Auðar Svansson

Til hvers eru leikskólar?

Allt frá því að meirihluti skóla- og frístundaráðs samþykkti í síðustu viku tillögu stýrihóps um að breyta almennum opnunartíma leikskóla í borginni úr 17:00 í 16:30 hafa verið ansi líflegar umræður um þessa ráðagerð og um fyrirkomulag og tilgang leikskóla almennt. Svo heitar að borgarráð hefur ákveðið að fara ekki í innleiðingu á tillögunni heldur að staldra við, láta framkvæma...

Að auka streitu foreldra og barna

Svala Jónsdóttir

Að auka streitu foreldra og barna

Umræða undanfarinna daga um styttri opnunartíma leikskóla í Reykjavík hefur um margt verið sérstök. Orð leikskólastjóra sem birtust í Fréttablaðinu í byrjun vikunnar vöktu ekki síst athygli, en hún gaf í skyn að foreldrar væru ábyrgðarlausir og litu á leikskólann sem geymslu fyrir börn sín. Þá hefur það ítrekað komið fram af hálfu þeirra sem styðja styttingu að sambærileg stytting...

Réttað yfir Trump vegna Úkraínusímtals

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Réttað yfir Trump vegna Úkraínusímtals

Allt í einu fór orðið Úkraína að glymja í fréttunum. Hversvegna? Jú, Donld Trump, forseti Bandaríkjanna hafði hringt í nýkjörinn forseta Úkraínu, Valdimar Selenskí (Volodymyr Zelensky), en hann er einskonar ,,Jón Gnarr“ þeirra Úkraínumanna, grínisti sem á mettíma kleif til æðstu metorða. Jón Gnarr varð borgarstjóri Reykjavíkur, Selenskí fór skrefinu lengra og velti úr sessi ,,súkkulaðikónginum“ Petro Porósjenkó í forsetakosningum...

Tvær aðferðir til að segja satt

Hermann Stefánsson

Tvær aðferðir til að segja satt

Það eru til tvær leiðir til að segja satt: Að þegja eða lenda í mótsögn við sjálfan sig. Við þetta er engu að bæta. Enda er sjaldnast neinu við afórisma að bæta, þessi er úr nýlegu spænsku safni afórisma. Þó mætti bæta við hugsun úr ljóði sem ég finn ekki í svipinn en fjallar um þjáningua og okið sem skilningnum...

Virðulegir menn á sjötugsaldri: Nixon, Trump o.fl.

Þorvaldur Gylfason

Virðulegir menn á sjötugsaldri: Nixon, Trump o.fl.

Þegar Richard Nixon Bandaríkjaforseti og menn hans urðu uppvísir að lögbrotum 1971-1974 voru 69 menn forsetans ákærðir. Þar af voru 25 settir inn, þ. á m. John Mitchell dómsmálaráðherra og tveir nánustu samstarfsmenn forsetans, John Ehrlichman og Bob Haldeman. Lögbrotin voru innbrot svo nefndra „pípara“ forsetans á skrifstofu geðlæknis Daniels Ellsberg hagfræðings sem hafði lekið Pentagon-skjölunum til New York...

Skilið sparifé okkar!!

Guðmundur

Skilið sparifé okkar!!

Nú hefur komið fram að Alþingi hefur tekið 23 milljarða úr Ofanflóðasjóð og nýtt þá fjármuni í önnur gæluverkefni í stað þess að verja heimili landsmanna. Við samþykktum á sínum tíma að greiða þann aukaskatt í kjölfar mikilla hörmunga, en nú liggur fyrir að það hefur ekki verið gert. Félagsmálaráðherra hefur nýverið upplýst okkur að ríkisstjórnin tæki til sín árlega...

Afsakanir

Hermann Stefánsson

Afsakanir

Tilgangur þinn var göfugri en allt sem göfugt er þótt afraksturinn hafi kannski verið dálítið hörmulegur — það er þín afsökun. Þú áttir engra annarra kosta völ — það er þín afsökun.  Það skilur þig bara enginn því að þú ert gáfaðri en aðrir — það er þín afsökun. Þú stalst ekki heldur tókst það sem þú áttir hvort sem...

Lög um Hæstarétt

Þorvaldur Gylfason

Lög um Hæstarétt

Lögin í landinu, nánar tiltekið lög um Hæstarétt Íslands nr. 75/1973, geymdu lengi svohljóðandi ákvæði: „Þann einn er rétt að skipa hæstaréttardómara, sem ... [h]efur lokið embættisprófi í lögum með fyrstu einkunn.“ Þessum lögum var breytt 1998, sjá lög um dómstóla nr. 15/1998, m.a. á þann veg að þar stendur nú: „Þann einn má skipa í embætti hæstaréttardómara...

Við eigum í stríði

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Við eigum í stríði

Einhverju sinni árið 2005 hripaði ég þetta niður. Það er merkilegt hve lítið hefir breyst í honum heimi.   Við eigum í stríði, stríði við hryðjuverkamenn. Vígvöllurinn er allstaðar. Allur heimurinn liggur undir. Heimsmyndin er breytt eftir 11. september og við verðum að vera tilbúin til að verja hin vestrænu lífsgildi og færa fórnir bæði með því að senda hermenn...

Listamannalaun eru of lág og of fá

Listflakkarinn

Listamannalaun eru of lág og of fá

Listamannalaun eru of lág upphæð. Þau eru hlægilega lág og það er einhvern veginn réttlætt með fullyrðingu um að þau séu bara 70%. Sorrý, en hvorki Kjarval né Laxness unnu 70% að list sinni, þeir unnu 100% og ömmur þeirra sáu fyrir rest. Listamannalaun eru líka hlægilega fá. Jón Kalman fær bara í níu mánuði! Hvað þarf maður að áorka...

Björn Bjarnason og Humpty Dumpty

Stefán Snævarr

Björn Bjarnason og Humpty Dumpty

Björn Bjarnason skrifaði  pistil nýlega um kreppu jafnaðarstefnunnar. Pistillinn er í  megindráttum málefnalegur  þar til undir lokin. Þar heldur Björn  því fram að Samfylkingunni sé haldið á floti með rógi og dylgjum um Sjálfsstæðisflokkinn, það sé réttnefnd pólitísk spilling.  En  Björn notar orðið spillingu í sérkennilegri merkingu. Til að skilja að svo sé verðum við að hyggja að því ...

Kláði hvunndagsins

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Kláði hvunndagsins

Áfram er haldið við að henda hér inn efni sem hefði átt að enda á www.starafugl.is. Vel kann að vera að villur leynist þarna. Um smásagnasafnið Kláða eftir Fríðu Ísberg (1992). Partus gefur út. 2018. Kiljuútgáfa kom út 2019. Verkið telur 197 síður.  Það var og er löngum vitað að tíminn líður hratt á gervihnattaröld. Samfélög breytast stöðugt og hugarfar...

Pólitísk þjóðaríþrótt Íslendinga

Símon Vestarr

Pólitísk þjóðaríþrótt Íslendinga

Mér var bent á það fyrir skömmu að við erum dottin í visst mynstur, Frónverjar. Ofbeldisásakanir og -kærur dúkka upp og við tökumst á um sekt og sýknu eftir því hvort við þekkjum hinn ákærða eða fílum pólitík hans o.s.frv.. Ef málsatvik liggja ljós fyrir þá tökumst við á um sjálfar forsendur siðferðishugsunar okkar og umræðan færist yfir á...

Forsjálni - þjóðgildi Íslendinga fyrir 2020?

Lífsgildin

Forsjálni - þjóðgildi Íslendinga fyrir 2020?

Sjaldan afrekrar ein stund margra daga forsómun – er málsháttur sem merkir einfaldlega það sama og hann segir: Sjaldan vinnst það upp á skammri stund sem lengi hefur verið vanrækt. Orðið afrek vekur athygli. Afrek kallar á forsjálni, að undirbúa jarðveginn af kostgæfni. Þessi málsháttur getur átt erindi til einstaklinga og samfélags á marga vegu. Einstaklingar sem vilja gera vel...