Blogg
Fundað í gjánni

Listflakkarinn

Fundað í gjánni

·

Árið 2004 synjaði forseti Íslands frumvarpi um fjölmiðla sem Alþingi hafði samþykkt. Þingið hafði samþykkt lög sem meirihluti Íslendinga var á móti, að kominn væri gjá milli þings og þjóðar. Það hefur auðvitað oft verið gjá á milli valdstjórnarinnar og fólksins, tveir menn samþykktu stuðning þjóðar við Íraksstríð þrátt fyrir að yfir 90% sömu þjóðar væru andvíg því. Flekaskil verða...

Fullveldisfundarfíaskóið

AK-72

Fullveldisfundarfíaskóið

·

Fullveldishátíðarfundur þingsins virðist stefna í það að verða nær fullkomið fíaskó. Heiðursgesturinn reynist vera rakinn rasisti sem er illræmd fyrir hatur sitt á innflytjendum, múslimum og öðrum þeim sem ekki tilheyra hinum hvíta hreinræktaða danska kynstofni. Eina ástæðan sem manni getur dottið til hugar að slíkri manneskju sé boðið til að færa alþingi fagnaðarboðskap sinn sé til að normalisera mannhatur...

Óvéfengjanlegar heimildir Samtaka atvinnulífsins

Guðmundur Hörður

Óvéfengjanlegar heimildir Samtaka atvinnulífsins

·

„Það er margra áratuga hagsaga íslensks þjóðfélags að óábyrgar launahækkanir hafa keyrt upp verðbólgu og eyðilagt framkvæmd sjálfstæðrar peningastefnu í landinu“. Þetta fullyrti fréttamaður Stöðvar 2 í frétt um kjaraviðræður á vinnumarkaði og bergmálaði þar áróður Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri samtakanna ritaði nýverið í leiðara fréttabréfs SA að hagsaga eftirstríðsáranna geymdi „órækan vitnisburð um skipbrot hinnar hefðbundnu íslensku ósamræmdu...

Skáldið frá Hamri

Stefán Snævarr

Skáldið frá Hamri

·

Friedrich Nietzche vildi stunda heimspeki með hamrinum, slá með honum á skurðgoðin, athuga hvort holur hljómur væri í þeim, mölva þau ef svo væri. Þannig skyldi endurmeta öll verðmæti. Orti Þorsteinn frá Hamri með hamrinum? Sé svo þá notaði hann hamarinn með varfærni, mölvaði fátt, þótt vissrar vinstriróttækni gæti í fyrstu bókum hans. Alltént heyrðist honum holur hljómur vera í...

Að gefa milljón

Benjamín Sigurgeirsson

Að gefa milljón

·

Nú hafa samtökin Gefum Saman gefið eina milljón króna til hjálpar fólki sem býr við sárafátækt. Peningurinn fer meðal annars í að gefa moskítónet til varnar malaríu, í ormahreinsun og í að styðja við fjölskyldur með beinum peningagjöfum. Frekari upplýsingar um starf Gefum Saman er hér að neðan en allir sem vilja vera með eða spyrja nánar út í...

Ljósmæðurnar og ráðherrann

Listflakkarinn

Ljósmæðurnar og ráðherrann

·

Fyrir nokkrum árum var orðið ljósmóðir valið fallegasta orð íslenskrar tungu. Þetta er vissulega mjög fallegt orð, en kannski svoldið væmið. Ljós og móðir saman hljómar of gott til að vera starfsheiti, fæðingartækniverkfræðingur væri kannski betra. Ljótt orð sem hljómar samt eins og einhver á ráðherralaunum. Ef við værum að verðlauna eftir mikilvægi starfsstétta væru ljósmæðurnar svo sannarlega á ráðherrakaupi,...

Ljósmæður og Landsbankastjóri

AK-72

Ljósmæður og Landsbankastjóri

·

Ljósmæður sem hafa verið nær samningslausar í ár, krefjast þess að laun þeirra verði leiðrétt í samræmi við menntun og aðrar heilbrigðisstéttir. Skilaboðin frá fjármálaráðherra og ríkisstjórn eru að þær ógni stöðugleikanum með gersamlega óraunhæfum kröfum, fjármálaráðherra neitar að ræða við þær og talar með fyrirlitningartón um þær sem einhvern ofurlaunahóp sem heimti bara alltaf meir á fundi hjá samtökum...

Fordómareglan

Benjamín Julian

Fordómareglan

·

Í vikunni var birt hér á þessum miðli siðfræðilega þrekvirkið Gestgjafareglan. Þar býr Kristján Hreinsson Skerjafjarðarskáld til þumalputtareglu fyrir mannkynið vegna þeirra fólksflutninga sem nú eiga sér stað um heiminn. Einsog hann bendir á hafa umræður um málefnið "meira og minna snúist um rökvillur og hártoganir" þar sem "klisjur, plebbamennska og lýðskrum" hafa sett tóninn. Sem betur fer hefur...

Jordan Peterson og einstaklingshyggjan

Stefán Snævarr

Jordan Peterson og einstaklingshyggjan

·

Ekki hef ég orðið svo frægur að heyra Jordan Peterson fyrirlesa, ekki hef ég heldur lesið hina umdeildu bók hans. En hann mun hafa sagt í Hörpufyrirlestri að ástæðan fyrir fjöldamorðum og alræði sovéskra kommúnista og þýskra nasista hafi verið heildarhyggja þessara þjóða. Einstaklingshyggju-þjóðir fremji ekki slík voðaverk og mun hann hafa nefnt Kanadamenn, Norðmenn og Bandaríkjamenn sem dæmi....

Talaðu helvítis íslensku III

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Talaðu helvítis íslensku III

·

Eru sum ykkar orðin leið á því að fólk (ferðamenn einkum, en einnig útlendingar sem búa á Fróni) skuli ávarpa ykkur á ensku og ganga út frá því að þið talið málið, séuð boðin og búin til að spjalla um daginn og veginn, tilbúin til gefa ábendingar um hvað sé vert að skoða (eins og þið séuð útsendarar einhverrar assvítans...

Tekjutengjum sektir

Listflakkarinn

Tekjutengjum sektir

·

Víða um heim, til dæmis í Finnlandi, Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss og Frakklandi eru umferðarsektir og annað í þeim dúr tekjutengdar. Til eru alls kyns útfærslur á því. Tilgangur sektanna er að hafa fælingaráhrif, ekki að setja fólk í gjaldþrot en tryggja að fólk leggi ekki í stæði sem þau eiga ekki tilkall til, keyri bíl á hraða sem ógnar...

Döner Kebab í Berlín

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Döner Kebab í Berlín

·

a) Á dönerbúllu Við erum stödd í ónefndri dönerbúllu í ónefndu hverfi borgarinnar. Af þeirri lýsingu að dæma gætum við verið hvar sem er. Við sitjum við borð með bjór í hönd og fylgjumst með því hvernig ósköp venjulegur og óeftirminnilegur maður nálgast afgreiðsluborðið og ávarpar dönersölumanninn. Hann er dökkur á hörund með dökkbrún augu, hrafnsvart hár, og með jafnsvart...

Blóðugt kosningaeftirlit

Benjamín Julian

Blóðugt kosningaeftirlit

·

Samhliða forseta- og þingkosningar í Tyrklandi hófust klukkan átta í morgun og stjórnarandstaðan bjóst fastlega við kosningasvindli. Kona úr suðurhluta Istanbúl sem sinnir kosningaeftirliti bauð mér í gær að fylgjast með líka. Eftirlitið yrði ráðandi þáttur í úrslitunum í kvöld, sagði hún, en hún var ekki viss hvort ég mætti vera þar. Eftirá að hyggja var góð hugmynd að sofa...

Framtíðarsýn við Grensásveg

Aron Leví Beck

Framtíðarsýn við Grensásveg

·

Ég á mér draum um að Grensásvegur (til norðurs við Miklubraut) verði tekinn algjörlega í gegn. Þetta er þungamiðja borgarinnar og eru miklir möguleikar þarna til að gera líflega og flotta götu. Það er nærri ógerlegt að ganga frá Miklubraut til Suðurlandsbrautar í gegnum Grensás. Slæm landnýting, illa hirtar byggingar, úrsérgengin bílastæði, grámygla, svifryk og hávaði frá bílaumferð er það...

Hættum að bregðast Hauki

Listflakkarinn

Hættum að bregðast Hauki

·

Eina raunverulega byltingin sem framin hefur verið á Íslandi er bylting Jörgen Jörgensens árið 1809. Líkt og allar úrbætur í réttindum Íslendinga fyrr og síðar kom byltingin utan frá, lýðræði, mannréttindi, frjálslyndi og verkalýðsbarátta eru allt innfluttar afurðir sem okkur hefur verið skammtað samkvæmt ströngustu tollkvótum. Árið 1992 þegar mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í máli Þorgeirs Þorgeirsonar gegn íslenska ríkinu með...

Píp Trumps um viðskipahalla og fleira

Stefán Snævarr

Píp Trumps um viðskipahalla og fleira

·

Trump fer mikinn þessa dagana að vanda, úthúðar viðskiptaþjóðum Bandaríkjanna og setur stórtolla á innflutning frá þeim. Þjóðir eru ekki fyrirtæki Hann skilur ekki að þjóðir eru ekki fyrirtæki. Löngu fyrir forsetatíð hans skrifaði nóbelshagfræðingurinn Paul Krugman grein þar sem hann benti á að samkeppni þjóða er gagnólík samkeppni fyrirtækja. En viðskiptamenn haldi ranglega að þjóðir keppi um...