Blogg
Snapað og sníkt á lyfjamarkaðnum

Lára Guðrún

Snapað og sníkt á lyfjamarkaðnum

·

Hér er örstutt framhaldssaga um" #snapaðogsníkt lífsnauðsynlegra lyfja" málið sem kannski einhverjir urðu varir við fyrir nokkrum vikum, þ.e.a.s., þegar ég og aðrar konur sem þurfum andhormónameðferð eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein lentum í lyfjaskorti. Eftir að hafa vakið athygli á þessu "lauk" málinu með fögrum fyrirheitum Lyfjastofnunar, Landlæknisembættisins og hagsmunaaðilum eins og heildsölum og lyfjaframleiðendum um stórkostlega...

Andlitið undir hinum tveimur

Símon Vestarr

Andlitið undir hinum tveimur

·

[Varúð: Einlægni getur farið illa í leiðslur sumra, jafnvel valdið óbætanlegu gegnumryði. Lesandinn er á eigin ábyrgð.] Ég á tvær grímur. Ég geng með þær á mér og set þær reglulega upp, yfirleitt án þess að hugsa um það. Á vappi um Þingholtin á Hrekkjavöku geng ég framhjá valhoppandi draugum, nornum og fjöldamorðingjum og minnist þess sem hin forna trú...

Klukkan ellefu, þann ellefta ellefta 1918

Stefán Snævarr

Klukkan ellefu, þann ellefta ellefta 1918

·

Klukkan var tuttugu mínútur yfir fimm um morguninn þann ellefta nóvember árið 1918. Sólin hafði vart náð að skína á skotgrafirnar, á limlest líkin, á hina særðu, á eyðimörk einskismanns landsins. Matthias Erzberger, sendifulltrúi Þýskalands, hafði stigið inn í járnbrautarvagn, skammt frá franska þorpinu Compiègne. Þar mátti hann undirrita skilyrðislausa uppgjöf Þýskalands. Sama dag, klukkan ellefu fyrir hádegi skyldi öllum...

Ekki sama Vigdís og séra Jón

Listflakkarinn

Ekki sama Vigdís og séra Jón

·

Í listasafni Íslands er lítill hliðarsalur þar sem eitt verðmætasta verk í eigu safnsins má finna. Það er stytta af Jaqueline Picasso sem eiginmaður hennar gerði af henni stuttu fyrir andlát sitt. Erfitt er að segja hversu mikils virði það er, en málverk eftir Picasso hafa slegið mörg met á uppboðum og selst á tugi milljóna. Málverk hans frá svipuðum...

Orrustan við Kadesh og kosningarnar vestanhafs

Stefán Snævarr

Orrustan við Kadesh og kosningarnar vestanhafs

·

Árið 1274 fyrir okkar tímatal: Faraó Egypta, Ramesses II, heldur með fjórum herfylkjum norður í átt að borginni Kadesh í Sýrlandi. Hann taldi Hittítakonunginn Muwatalli II orðinn helst til uppvöðslusaman á þeim slóðum þar sem leppríki Egypta var að finna. Njósnurum Muwatallis tókst að blekkja Egypta, telja þeim trú um að Hittítaherinn væri ókominn til Kadesh. Fullviss um það...

42 var það heillin

Listflakkarinn

42 var það heillin

·

Tveir ráðherrar vöktu athygli í þessari viku. Hegðun þeirra ruglaði jafnvel trygga fylgismenn í ríminu. Til hvers var fjármálaráðherra að ávarpa kirkjuþing þegar flokkur hans hefur ályktað um aðskilnað ríkis og kirkju. Af hverju sagði hann ungt fólk kjána sem ekkert vissu um áföll í lífinu og hefðu því enn ekki fattað hvað þjóðkirkjan væri mikilvæg? Og af hverju var...

Að sprengja konunginn alla leið til Skotlands

Símon Vestarr

Að sprengja konunginn alla leið til Skotlands

·

Frægasta tilraun til hryðjuverks á enskri grundu átti sér stað fyrir rúmum fjögur hundruð árum en merkingin sem ásjóna þess atburðar gefur til kynna hefur tekið miklum breytingum. Einn hataðasti föðurlandssvikari fyrri alda er nú orðinn að sameiningartákni gjörólíkra uppreisnarmanna. Skoðum nánar sögu hans í tilefni af 5. nóvember. “Remember, remember, the fifth of November, the gunpowder treason and plot!...

Hin langa starfsævi á Íslandi

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Hin langa starfsævi á Íslandi

·

Í gær rak ég augun efnahagsyfirlit VR. Heftið var sneisafullt af áhugaverðu efni en það sem mér þótti áhugaverðast voru tölur frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, um áætlaða lengd starfsævi. Það sem gerir þessar tölur áhugaverðar er að það er yfirlýst stefna stjórnvalda að hækka eftirlaunaaldur á Íslandi í áföngum. Það er svo sem í samræmi við áherslur stjórnvalda...

Góð viðbót í bókaskápinn

Þorbergur Þórsson

Góð viðbót í bókaskápinn

·

Eitt helsta sérkenni Íslendinga er að þeir eru almennt læsir á átta til níu hundruð ára gamlan þjóðlegan bókmenntaarf. Slíkt er óvenjulegt, sem sést best á því að ekki er viðlit fyrir almenning í helstu nágrannalöndum okkar að lesa ámóta gamlar fornbókmenntir sínar. Það er raunar hreint ekki sjálfgefið að nágrannaþjóðir okkar eigi svo gamlar bókmenntir. Það var þess vegna...

Gamaldags-er-vont-orðræðan

Stefán Snævarr

Gamaldags-er-vont-orðræðan

·

Á Íslandi hefur skapast hefð fyrir því sem ég kalla „gamaldags-er-vont-orðræðuna“. Í slíkri orðræðu er gefið að það sem er gamaldags, gamalt og fortíðarlegt sé af hinu illa, nútíminn og framtíðin af hinu góða. Það er aldrei útskýrt hvers vegna hið gamla sé vont, hið nýja gott. Áður en Bjarni Ben og Katrín Jakobs gerðu sitt bandalag afgreiddi Bjarni skoðanir...

Þróunarsagan

Listflakkarinn

Þróunarsagan

·

Á hverjum degi endurtekur þróunarsagan sig: Vekjarinn hringir hálfátta og ég er botnfiskur að skríða upp á þurrt land. Um hálfníu er ég risaeðla þrammandi um í vinnunni og á öðrum kaffibollanum neandertalsmaður með hæfileikana til að nota verkfæri en ekki enn kominn með það fegurðarskyn og húmor sem fullþroska homo sapiens hefur yfir að ráða. Loks um hádegi er...

Gerum hafpulsuna varanlegt minnismerki!

Listflakkarinn

Gerum hafpulsuna varanlegt minnismerki!

·

Litla hafpulsan sem birtist á Reykjavíkurtjörn í tilefni Cycle listahátíðinni er ein skemmtilegasta stytta og listgjörningur í borginni í lengri tíð. Styttan er snjöll, einföld, húmorísk og falleg. Besti parturinn af verkinu eru þó menningarlegu vísanirnar. Styttan vísar í litlu hafmeyjuna sem er ein íkonískasta stytta á Norðurlöndunum og ein frægasta táknmynd Kaupmannahafnar (sem er gamla höfuðborg Íslands). Pulsan (eða...

Auðar hendur prjóna peysur handa andskotanum

Símon Vestarr

Auðar hendur prjóna peysur handa andskotanum

·

„Ef einhver vill ekki vinna, þá á hann heldur ekki mat að fá.” (2. Þessalónikubréf 3:10) Þetta viðhorf þekkjum við öll. Það er hluti af vinnusiðferði mótmælendatrúar og er svo samofið hugsunarhætti okkar að við tökum vart eftir því að þetta sé gildisdómur. Við þurfum ekki einu sinni að sækja þetta til Páls postula og félaga. Við getum spurt litlu...

Fyrsta ástarjátning mín til bókarinnar

Sverrir Norland

Fyrsta ástarjátning mín til bókarinnar

·

Ég gef alltaf lifað svolítið fyrir bækur: sögur, hugmyndir, orð. Fyrsta ljóðið mitt orti ég (er mér sagt) fimm ára gamall. Það var vitaskuld ort undir hexametri, forngrískum bragarhætti. Ellefu ára var ég svo kominn í bissness og framleiddi sjálfur heimagerðar bækur í jólagjafir. Ég valdi þetta hlutskipti ekki beint en að sama skapi hefur mér aldrei fundist ég eiga...

N-ið: Staða Neytendasamtakanna

Guðmundur Hörður

N-ið: Staða Neytendasamtakanna

·

Í þessum þætti fjalla ég um Neytendasamtökin – stöðu þeirra, fortíð og framtíð. Til þess að ræða þetta hef ég fengið tvo góða gesti, þau Pálmey Gísladóttur og Einar Bergmund, en þau hafa bæði gefið kost á sér til stjórnar Neytendasamtakanna, en kosningin fer fram um næstu helgi.

Njósnaði ríkisstjórnin um Hörð Torfason?

Listflakkarinn

Njósnaði ríkisstjórnin um Hörð Torfason?

·

Þetta er ekki bókarýni, þó svo mér finnist skorta sárlega að fólk skrifi meira um bækurnar sem það lesi og að við eigum í öflugri umræðu um mikilvægar bækur. T.d. held ég að bókarýnin sem ég skrifaði um Þjáningarfrelsið fyrir nokkrum mánuðum sé eini bókadómurinn um þá bók (þið leiðréttið mig bara ef mér skjátlast). En ég ætla ekki að...