Blogg
Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?

Guðmundur

Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?

·

Það er oft erfitt að skilja afstöðu og rök stjórnmálastéttarinnar. T.d. hefur margoft verið bent á þá staðreynd að stjórnarskráin er regluverk um störf stjórnmálamanna og réttindi þeirra og skyldur, sem gerir fullyrðingu stjórnmálastéttarinnar að það sé hennar að kveða upp úr hvernig stjórnarskrá íslensk þjóð setur sér án aðkomu þjóðarinnar. Það er hlutverk þingmanna að fara að vilja þjóðarinnar,...

Megi þeir vera fjarverandi sem lengst

Listflakkarinn

Megi þeir vera fjarverandi sem lengst

·

Hrós dagsins fær Þórhildur Sunna aðalþingkona Pírata úr Reykjavík Suður fyrir að vera ekki að skafa af því í umræðum um traust á þinginu í dag. Umræðuefnið var skýrsla um traust sem forsætisráðherra pantaði. Sennilega er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sú ríkisstjórn sem hefur verið hvað duglegust að panta skýrslur og skipa nefndir, bara svo hægt sé að fresta hinum allra...

N-ið: Drífa Snædal

Guðmundur Hörður

N-ið: Drífa Snædal

·

Í þessum þætti hitti ég Drífu Snædal, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambands Íslands, en hún sækist nú eftir því að verða kjörin forseti Alþýðsambands Íslands. Við ræddum auðvitað um sameiginleg hagsmunamál stéttarfélaga og neytendasamtaka, t.d. neysluskatta, mannsæmandi húsnæðiskerfi, stöðu verkafólks í landbúnaðarkerfinu, samvinnufélög og hvort taka þurfi verðtrygginguna úr sambandi til að verja heimilin ef gengið fer að falla og verðbólga að hækka.

Dýrasti þingmaðurinn

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·

Frá manninum sem færði okkur Vaðlaheiðargöng, sem gætu endað á að kosta okkur allt frá 17 milljörðum til 30, er nú komið nýtt reikningsdæmi. Það er sérstakur hátíðisfundur á þingvöllum til að fagna fullveldi. Umdeildasti stjórnmálamaður Danmerkur var heiðursgestur á samkomu sem eiginlega náði að kristalla alla pólitík Gamla Íslands sem búsáhaldabyltingin gekk út á að mótmæla. Samkoman snerist um...

Gildi útiveru fyrir börn

Lífsgildin

Gildi útiveru fyrir börn

·

Hvaða máli skiptir náttúran í hversdagslífi barna? Eflir útivera seiglu barna? Getur verið að tæknivæðingin dragi úr hreyfingu barna og reynslu af náttúrunni? Miðvikudaginn 19. september kl. 20 ætlum við Sabína Steinunn Halldórsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur að fjalla um grunngildi fyrir börn, m.a um náttúruást, gildi útiveru á skynþroska barna og lífsgæði til frambúðar. Einnig munum við ræða áhrif tækninnar...

Lémagna Lehman bræður, fjármálakreppan og undirmálslánin

Stefán Snævarr

Lémagna Lehman bræður, fjármálakreppan og undirmálslánin

·

Um þessar mundir er áratugur liðin síðan Lehman bræður urðu lémagna og tóku heimshagkerfið með sér í fallinu. En auðvitað verður þessum leiðu bræðrum vart einum kennt um fjármálakreppuna, orsakir hennar voru sjálfsagt margar og margþættar. Vinsælt er að kenna undirmálslánunum amerísku um kreppuna og er þá undirskilið að ríkisafskipti ein eigi sök á henni. Þessi lán hafi verið sköpunarverk...

Borða Píratar beikon?

Benjamín Sigurgeirsson

Borða Píratar beikon?

·

Píratakóðinn er stutt plagg sem dregur saman heimspeki Pírata. Píratakóðinn inniheldur fallegan og hugljúfan texta um lífsgildi sem mörgum væri hollt að temja sér. Píratakóðinn er ekki notaður beint við stefnumótun Pírata en margir Píratar vitna hins vegar gjarnan í kóðann og telja hann gott veganesti fyrir samfélagið og í flestum tilfellum til fyrirmyndar. Eitt af mínum baráttumálum er...

Það er ríkið sem hefur brugðist

Guðmundur

Það er ríkið sem hefur brugðist

·

15 þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og krefjast afsökunarbeiðni. Þetta kemur manni svo sem ekki á óvart og er vissulega fastur þáttur í störfum íslenskra stjórnmálamanna að víkja sér undan ábyrgð á eigin verkum og vilja endurrita söguna. Það liggur hins vegar fyrir í mörgum gögnum og ekki síst í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að...

Guð blessi búsið

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Guð blessi búsið

·

Undanfarið hefir borið á því að búsinu bölvað sé. Að sjálfsögðu hefir áfenginu í gegnum tíðna verið fundinn fjöldinn allur til foráttu. Af mörgum er það og talið búa til böl í brjóstum. Einnig hafa fjölmiðlar dregið fólk í sviðsljósið sem lofsamar áfengislausan lífsstíl og tíundar kosti þess að hafa sagt skilið við goggolíuna eða básúnar kosti þess að hafa...

Ekki við lengur?

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Ekki við lengur?

·

Við erum augljóslega ekki með sjálfum okkur lengur ef marka má háðuglega útreið íslenska knattspyrnuliðsins í undanförnum tveim leikjum og því algerlega nauðsynlegt að taka upp þriðju persónu þegar kemur að því að fjalla um „okkur“. Við verðum því að senda boltann yfir til ykkar landsliðsmanna. Þannig er það nú bara. Þið eruð núna bara þeir.

Grafið undan trausti með fréttamennskuna að vopni

Listflakkarinn

Grafið undan trausti með fréttamennskuna að vopni

·

Á morgunvakt rás eitt í morgun fór fram athyglisvert spjall milli fjölmiðla og stjórnmálamanna. Hanna Katrín þingflokksformaður Viðreisnar og Bjarkey Olsen þingflokksformaður Vinstri-Grænna voru mættar til að ræða ýmislegt, þar á meðal skortinn á trausti til stjórnmálafólks. Hanna Katrín var frekar auðmjúk, talaði um nauðsyn samtalsins og að stjórnmálafólk þurfi að líta í sinni eigin barm, þetta væri ekki bara...

Lýðræðið, hagsmunagæsla og efling trausts í stjórnmálunum

Af samfélagi

Lýðræðið, hagsmunagæsla og efling trausts í stjórnmálunum

·

Fyrir nokkrum dögum var mikilvægri skýrslu skilað til forsætisráðuneytisins, en hún fjallar um hvernig megi efla traust gagnvart stjórnmálamönnum, stjórnmálaflokkum og valdastofnunum landsins. Í þessari skýrslu – sem er vönduð – eru fjölmargar gagnlegar ábendingar um hvernig megi auka traust almennings gagnvart þessum aðilum, enda ekki vanþörf á, því traust almennings gagnvart stjórnmálunum og valdastofnunum landsins er í lágmarki. Skýrslan...

Svíþjóð og kosningarnar

Stefán Snævarr

Svíþjóð og kosningarnar

·

Ég bjó í Svíþjóð einn vetur fyrir tæpri hálfri öld. Eitt sinn var íslenskur læknir, sem lengi hafði búið með sænskum, í heimsókn hjá foreldrum mínum. Talið barst að umræðuhefð Svía. Læknirinn sagði „sænskir þátttakendur í umræðu eru eins og læmingjahjörð, allir hlaupa í sömu áttina“. Eins og ég hef sagt í fyrri færslum er hneigð til þrúgandi sáttamenningar í...

N-ið: Þorsteinn Sæmundsson

Guðmundur Hörður

N-ið: Þorsteinn Sæmundsson

·

Í þessum þætti fór ég niður á Alþingi og talaði við Þorstein Sæmundsson, en hann hefur verið einn þeirra þingmanna sem sett hefur neytendamál á oddinn í sínum málflutningi. Við Þorsteinn erum ágætis kunningjar frá því við unnum saman fyrir nokkrum árum og þó að við séum oft ósammála um stjórnmál þá sameinumst við í aðdáun á góðum mat og...

Hálft ár af bóklestri (og rúmlega það)

Sverrir Norland

Hálft ár af bóklestri (og rúmlega það)

·

Einhvers staðar ritaði síleski rithöfundurinn Roberto Bolaño að hann væri hamingjusamastur þegar hann læsi (skrif annarra), en ekki þegar hann héldi sjálfur um pennann og skrifaði (eigin verk). Og sem ég slæ þetta inn rámar mig einnig í að Jón Thoroddsen, sá sérstæði höfundur í íslenskri bókmenntasögu, segi einhvers staðar, í smáprósasafninu sínu fína, Flugur, að því fylgi svo mikill...

Yfirráð

Benjamín Sigurgeirsson

Yfirráð

·

Á mánudaginn er kvikmyndin Dominion sýnd í Bíó Paradís. Dominion notast við dróna og leynilegar upptökur til þess að afhjúpa þær öfgafullu aðstæður og slæma meðferð sem dýr þurfa að þola vegna valdníðslu mannsins. Vegna þess að myndefnið kemur að megninu til frá Ástralíu þá má fastlega gera ráð fyrir að helstu gagnrýnisraddir komi til með að segja: „Já, þetta...