Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Heimsmyndir, mannlífsmyndir, sjálfsmyndir

Sjald­an eða aldrei hafa kom­ið út jafn­marg­ar bæk­ur á sviði ís­lensks skáld­skap­ar og á þessu ári. Þrð á með­al er mik­ill fjöldi ljóða­bóka og eru kven­höf­und­ar þar at­kvæða­mikl­ar, með að minnsta kosti 25 nýj­ar ljóða­bæk­ur en ljóða­bæk­ur eft­ir karla eru mun færri. Hér er rýnt í nokkr­ar þess­ara bóka eft­ir höf­unda af ólík­um kyn­slóð­um og reynt að gera grein fyr­ir helstu yrk­is­efn­um þeirra. Í grein­inni má hlusta á nokk­ur skáld­anna lesa úr verk­um sín­um.

Það kemur eflaust fáum á óvart að hamfarahlýnun af manna völdum hvílir þungt á skáldum, ekki síst á því skáldi sem er höfundur orðsins „hamfarahlýnun“. Steinunn Sigurðardóttir (f. 1950) heldur upp á hálfrar aldar skáldskaparafmæli sitt á þessu ári og í ljóðabókinni Dimmumót yrkir hún um Vatnajökul í fortíð, nútíð og framtíð. Dimmumót skiptist í sjö hluta. Í fyrsta hluta hittir lesandinn fyrir „stelpuna“ sem á örugga æsku og glaða, ekki síst í „pabbasveit með jökli“ þar sem hún gengur „dagdraumaleiðina“ með kýrnar“ og yfir sveitinni ríkir „Hvítagullfjallið ofar öllu“. Strax í þessum fyrsta hluta birtast þó váboðar því það gleymdist að jökullinn „er úr vatni gerður // að hann leysist upp í það // og flæðir yfir veg allrar veraldar“. Við berum sökina; erum „Misindismenn. / Við óvitar // sem köllum okkur þó homo sapiens“:

Við vitiborin skiljum þá hamfarhlýnun á jörðinni

en við látum ósköpin yfir ganga

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár