Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fórnaði sjálfri sér fyrir tvíburana

Lækn­ar töldu úti­lok­að að börn­in gætu lif­að með­göng­una af eft­ir að vatn­ið fór á sautjándu viku, en þeir þekktu ekki bar­áttu­anda Þór­dís­ar Elvu Þor­valds­dótt­ur. Þeg­ar hún heyrði að eitt pró­sent lík­ur væru á að hægt væri að bjarga börn­un­um ákvað hún að leggja allt í söl­urn­ar til að sigr­ast á hinu ómögu­lega. Þar með upp­hófst þrekraun Þór­dís­ar Elvu sem lá hreyf­ing­ar­laus fyr­ir í 77 daga og oft var lífi henn­ar ógn­að. En ávöxt­ur­inn var ríku­leg­ur, því í dag eiga þau hjón­in tví­bura.

Fórnaði sjálfri sér fyrir tvíburana

Hefur þú minnstu hugmynd um hvað ég get verið þrjósk? Hvað ég bý yfir mikilli baráttuglóð? voru spurningarnar sem kviknuðu innra með Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar henni var tjáð að það væri nánast útilokað að tvíburarnir sem hún bar undir belti myndu lifa meðgönguna af. Hún sem hefur sigrast á hverri áskoruninni á fætur annarri þekkti styrk sinn nægilega vel til þess að hafa ráðleggingar lækna að engu og leggja sjálfa sig að veði til að bjarga lífi barnanna. Þar sem hún lá á spítalanum eftir að hafa misst legvatnið á sautjándu viku sögðu þeir henni að gera sér engar grillur, það væri henni fyrir bestu að láta af allri von. En „vonin er það síðasta sem yfirgefur okkur og það sem okkur ber skylda til að næra,“ bendir hún á. Við tók þriggja mánaða þrekraun þar sem Þórdís Elva lá nánast hreyfingarlaus fyrir á meðan hún barðist fyrir lífi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu