Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Leigubílstjórinn handtekinn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíl­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.

Eftirfarandi er textaútgáfa fyrsta þáttar Á vettvangi, nýrrar hlaðvarpsþáttaraðar í umsjón Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, sem aðgengilegur er vef Heimildarinnar. Þáttinn má nálgast hér.

Erfiðast? Það er bara svo margt sem getur komið upp sem er erfitt. Lýsingar á langvarandi og grófum brotum gegn börnum, jafnvel af hálfu náins ættingja, foreldra eða systkina. Svo náttúrlega bara hrottalegar líkamsárásir og nauðganir, heimilisofbeldi. Þetta eru náttúrlega ljótar og vondar lýsingar en eins og ég segi, maður getur ekkert verið að dvelja við þetta. Við bara höldum áfram – vinnum málin og reynum að vinna þau að mestu gæðum. 

Þetta er Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ævar hefur starfað sem lögreglumaður í rúm 20 ár – fyrst í almennu deildinni.

Ævar: Ekkert löngu seinna, 2004 eða 2005, þá var nefnilega starfandi á hverri vakt svokallað civil eftirlit – óeinkennt eftirlit – og fljótlega sýndi ég því mikinn áhuga og fékk að fara í það. Þetta var innbrotaeftirlit og eftirlit með virkum brotamönnum og fíkniefnasölum.

Þaðan lá leiðin í ávana og fíkniefnadeildina, fíknó, þar sem Ævar starfaði í 10 ár eða allt þar til hann fékk stöðuhækkun og var gerður að lögreglufulltrúa og síðar fékk hann titilinn aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Ævar: Og svo 2018 þá kem ég hérna í kynferðisbrotin.

Ég hef starfað við blaðamennsku í rúm 20 ár og á ferlinum hef ég fjallað mikið um kynferðisbrot – fyrst í fréttaskýringaþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem við meðal annars fjölluðum um fullorðna karlmenn sem settu sig í samband við tálbeitu Kompáss – sem þeir héldu að væri stúlka á fermingaraldri. Hér ræðir einn þeirra við tálbeituna. 

Úr Kompási

Tálbeita: En hvað ertu gamall?

Karlmaður: Ég er fimmtugur.

Tálbeita: Ok. Og finnst þér allt í lagi að ég sé bara þrettán?

Karlmaður: Ertu bara þrettán? Ég hélt að þú værir orðin fjórtán.

Ágúst Magnússon, dæmdur barnaníðingur, var einn þeirra sem kom til að hitta stúlkuna – tálbeitu Kompáss.

TálbeitanKompás afhjúpaði Ágúst þegar hann var á áfangaheimilinu Vernd og hafði mælt sér mót við barnunga stúlku.

Ágúst bjó á þessum tíma á áfangaheimilinu Vernd þar sem hann afplánaði fimm ára dóm sem hann fékk vegna kynferðisbrota gegn sex ungum drengjum á aldrinum 14 til 18 ára. Á þessum tíma var þetta einn þyngsti dómur í kynferðisbrotamáli hérlendis. Eftir afhjúpunina í Kompási var Ágúst fluttur aftur í afplánun á Litla-Hrauni þar sem honum var gert að sitja af sér allan dóminn.

Það var góð tilfinning fyrir okkur í Kompási að hafa náð Ágústi á þennan hátt því hann var greinilega að leita sér að næsta dreng eða stúlku til að nauðga. Í sálfræðimati sem lagt var fyrir í dómsmálinu gegn Ágústi Magnússyni kemur fram að hann sé haldinn rótgróinni barnagirnd á alvarlegu stigi sem hann hafi enga stjórn á.

Úr Kompási

Jóhannes Kr.: Hvað ert þú að gera hér?

Ágúst Magnússon: Nei, góða kvöldið. Það er akkúrat það sem mig grunaði.

Jóhannes Kr.: Fáðu þér sæti hérna.

Ágúst Magnússon: Nei, það verður ekki af því.

Jóhannes Kr.: Þú ert dæmdur barnaníðingur. Ég ætla að láta þig fá umslag hérna. Gjörðu svo vel, taktu við þessu umslagi. Þú skalt taka við þessu umslagi vegna þess að það koma fram þarna upplýsingar sem þú þarft á að halda.

Þessir þættir vöktu mikla athygli og við sem störfuðum í Kompási fundum að þeir skiptu máli – sköpuðu umræður um hætturnar á internetinu og voru notaðir í fræðslu í grunnskólum í mörg ár. Kompás afhjúpaði líka Byrgismálið og í Kastljósinu á RÚV fjölluðum við um 50 ára brotasögu Karls Vignis Þorsteinssonar.

Ástæðan fyrir því að ég rifja upp nokkrar af þeim fréttum sem ég hef komið að síðustu 20 árin sem fjalla um kynferðisbrot er sú að þessar fréttir skiptu máli. Þær breyttu einhverju til hins betra og fyrir mig sem blaðamann skiptir það miklu máli. Þegar ég er að undirbúa fréttaumfjöllun í kannski erfiðum málaflokki þá hugsa ég; ef að þessi frétt bætir líf eða breytir hlutum til hins betra – þá er tilganginum náð.

Ég hef margoft tekið viðtöl við starfsmenn kynferðisbrotadeildarinnar í tengslum við fréttir sem ég hef unnið og ég hef lengi haft áhuga á því að fá leyfi til að fylgjast með starfinu á deildinni. Ég sótti um leyfi og í næstu fjórum þáttum kynnumst við starfi kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og starfsfólkinu sem þar vinnur.

Ég heiti Jóhannes Kr. Kristjánsson og þetta er þátturinn – Á vettvangi – sem er unninn í samstarfi við Heimildina.

YFIRMAÐURINN

Jóhannes Kr.: Ég er kominn hérna fyrir utan lögreglustöðina og ég ætla bara að fara hérna inn og hringja í Ævar og biðja hann að opna fyrir mér. Maður fer hérna austanmegin inn. Ég ætla að hringja í hann.

ÆvarYfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók á móti Jóhannesi og veitti innsýn í störf deildarinnar.

Ævar: Halló.

Jóhannes Kr.: Blessaður, þetta er Jóhannes.

Ævar: Blessaður, ertu kominn?

Jóhannes Kr.: Ég er kominn austanmegin.

Ævar: Kem og næ í þig.

Jóhannes Kr.: Blessaður.

Ævar: Velkominn.

Jóhannes Kr.: Takk fyrir það.

Ævar: Gakktu í bæinn.

Jóhannes Kr.: Það er ansi langt síðan við fórum að tala um þetta fyrst. Það var þegar ég var að mynda fyrir Storm þegar þú varst yfirmaður yfir smitrakningateyminu.

Ævar: Já, fjögur ár síðan – tæplega.

Jóhannes Kr.: Ég er nú búinn að vera lengi í blaðamennsku og fjallað mikið um kynferðisbrot og alltaf verið áhugasamur um það hvernig kynferðisbrotadeildin fúnkerar og svo er tækifærið komið og ég ætla að fá að vera með ykkur í einhverja daga.

Ævar: Já, bara um að gera. Við viljum endilega að fólk sjái og viti hvernig við erum að vinna og hvað fer hér fram.

Jóhannes Kr.: Hvernig leist fólkinu þínu á þetta?

Ævar: Bara vel. Þau tóku mjög vel í þetta og til í þetta.

Jóhannes Kr.: Ég er spenntur.

Ævar: Er það ekki? Heyrðu komum hérna.

Jóhannes Kr.: Við erum uppi á annarri hæð.

Ævar: Hérna er langur dimmur gangur. Svo er alltaf verið að breyta húsinu þannig að það er mjög algengt að fólk villist hérna. Ég veit nú ekki um neinn sem hefur týnst en ég kom fyrst inn í þetta hús held ég fyrir 44 árum því pabbi var lögreglumaður. Ég byrjaði að vinna hérna fyrir rúmlega 20 árum. Það kemur alveg fyrir að maður – bíddu nú við  hefur þessi veggur alltaf verið hérna?

Jóhannes Kr.: Er þetta semsagt ykkar starfsstöð, þessi gangur hérna með herbergjum til beggja hliða?

Ævar: Já, þessi gangur hérna er sem sagt kynferðisbrotadeildin en ég verð að taka það fram að rannsókn kynferðisbrota fer ekki eingöngu fram hér því það eru svo margir aðilar sem koma að rannsókn kynferðisbrota.

Jóhannes Kr.: En af því að það eru lögreglustöðvar úti á landi líka – eru kynferðisbrot líka rannsökuð þar?

Ævar: Já. Meginreglan er sú að rannsókn máls fari fram í því umdæmi sem það gerist. Lögreglustjórar úti á landi eru náttúrlega með rannsóknardeildir þannig að brot sem gerist á Akureyri eða í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra er rannsakað þar.

Jóhannes Kr.: Þið eruð náttúrlega með stærsta svæðið. Eruð þið með flest málin til rannsóknar í þessum flokki brota?

Ævar: Já, það eru svona 68 til 70 prósent kynferðisbrota á landinu sem lenda hérna og eru rannsökuð hér.

Jóhannes Kr.: Hvað eru margir starfsmenn að vinna á þessari deild?

Ævar: Þau sem eru að koma beint að rannsóknum þessara mála eru 17, 10 konur og 7 karlar.

Jóhannes Kr.: Ég á eftir að vera hérna í einhverja daga og kannski vikur. Hvað heldur þú að eigi eftir að koma mér á óvart svona í byrjun?

Ævar: Ég held að það eigi eftir að koma þér á óvart í rauninni hversu fjölbreytt málin eru sem eru að koma hérna inn á borð til okkar. Og ég held að það eigi líka eftir að koma þér á óvart hvað það eru margir sem koma að rannsókn hvers kynferðisbrots og hversu umfangsmikil rannsóknin er.

Jóhannes Kr.: Eru einhver stór mál í gangi núna?

Ævar: Það eru náttúrlega alltaf stór mál í gangi hérna og margar opnar rannsóknir en það er akkúrat núna einn rannsóknarlögreglumaður hjá okkur að taka skýrslu af brotaþola í því sem lítur út fyrir að vera frekar umfangsmikið mál  nauðgunarmál.

HLUTLÆGNISSKYLDAN

Drífa: Ég var sem sagt að taka skýrslu hérna af konu sem varð fyrir kynferðisbroti um helgina. Hún tók leigubíl og taldi sig vera örugga í leigubílnum og var mjög ölvuð. Hún rankar svo bara við sér einhvers staðar úti í bæ og telur að hann hafi brotið gegn henni. Það sem er erfitt við málið kannski er að í upphafi vissum við ekkert um vettvang, við vitum ekkert hvaða bíll þetta er. Hún hafði engar upplýsingar um gerandann og það voru í rauninni engar upplýsingar, þannig að við þurfum að fikra okkur svolítið áfram og skoða myndavélar eða reyna að komast að því hvernig hún borgaði og það er svolítið erfitt að elta þetta og tekur mikinn tíma.

Hér er Drífa rannsóknarlögreglumaður á fyrstu stigum rannsóknar og þarf samkvæmt lögum að gæta að hlutlægnisskyldu. Í lögum um meðferð sakamála kemur fram að „þeir sem rannsaka sakamál skulu vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar“. Ég bað Hildi Sunnu Pálmadóttur aðstoðarsaksóknara og Benedikt Smára Skúlason, saksóknarfulltrúa á ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að útskýra hvað þetta þýðir á mannamáli.

SaksóknararHildur Sunna Pálmadóttir aðstoðarsaksóknari og Benedikt Smári Skúlason, saksóknarfulltrúi á ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, útskýra hvað það þýðir að horfa jafnt til sýknu og sektar.

Hidur Sunna: Allir teljast saklausir uns sekt er sönnuð. Það þýðir að þú verður ekki ákærður eða sakfelldur fyrir brot nema að það hafi tekist að sanna það og til þess að sanna það þurfa að vera sönnunargögn.

Benedikt: Ég hef nú alltaf litið líka á það þannig að okkur beri að horfa til atriða sem horfa til sekt og sýknu. Við eigum auðvitað að horfa á málið heildstætt en svo erum við náttúrlega samt í því umhverfi að við erum undirorpin ákveðnum meginreglum sakamálalaga um að vafa beri að skýra sakborningi í hag og þetta auðvitað skapar þennan þröskuld. Það þarf í rauninni að sanna umfram vafa að hann sé sekur en hlutlægnisreglan tengist því að einhverju leyti að við horfum bara hlutlaust á málið eðlilega í byrjun en yfirleitt þegar það er samt komin kæra þá er það sem betur fer yfirleitt ekki að ástæðulausu …

Hildur Sunna: Já, þegar það er komin ákæra …

Jóhannes Kr.: Gagnrýni sem kerfið fær á sig frá sérstaklega brotaþolum, og eiginlega bara brotaþolum, er akkúrat að kerfið sé að vinna fyrir sakborninga. Skiljið þið þessa gagnrýni og á hún rétt á sér?

Hildur Sunna: Auðvitað skilur maður það og það eru auðvitað allir sem kæra mál og það verður ekkert úr því ekki sáttir – skiljanlega. En það er nákvæmlega þarna sem við erum ekki … ég er að tala fyrir sjálfa mig – ekki sammála því að kerfið sé að vinna með gerendum eða hygla gerendum eins og ég las um helgina. Það er auðvitað nákvæmlega eins og Benedikt var að segja að okkur ber að horfa bæði til sektar og sýknu. Og ef það er einhver vafi þá eru það mannréttindi þess sem er kærður eða sakaður að málið fari ekki lengra. Hans réttindi eru mjög mikilvæg og við viljum, geri ég ráð fyrir, öll hafa þannig kerfi að ef að við sjálf eða mennirnir okkar, synir, bræður, feður, eru sakaðir um eitthvað, þá viljum við að þeir fái réttláta málsmeðferð. Og það er bara það sem þetta snýst um, það er réttlæti og að það dugi ekki að það sé komin kæra og þá er þér kastað í steininn. Þú átt rétt á þinni vörn og þú átt rosalega mikinn rétt af því að þú ert í þessari stöðu að vera sakaður, sem er auðvitað mjög alvarlegt en langoftast og í 99 prósent tilfellum á það rétt á sér.

Jóhannes Kr.: En, Ævar – hvernig takið þið gagnrýni til dæmis frá brotaþolum á rannsókn mála?

Ævar: Við tökum henni að sjálfsögðu alvarlega ef svo ber undir og við metum hvert tilvik fyrir sig þar sem okkar vinnubrögð eru gagnrýnd. Og við erum ekkert hafin yfir gagnrýni. Og ég segi nú bara eins og aðrir hafa sagt – gagnrýni verður að vera réttmæt og réttmæt gagnrýni – hún er uppbyggileg. Og við tökum hana og metum og tökum þá til greina og förum í úrbætur.

HVER ER MAÐURINN?

Drífa rannsóknarlögreglumaður og Rannveig, lögreglufulltrúi og teymisstjóri í rannsóknarteyminu hennar Drífu, halda leitinni áfram að leigubílstjóranum. Í upphafi var ekki vitað í hvaða leigubíl brotaþoli fór, hver leigubílstjórinn var eða á hvaða leigubílastöð hann starfar. Brotaþoli greiddi leigubílaferðina með greiðslukorti og var óskað eftir upplýsingum frá posafyrirtækjum um hvaða nafn sé á bak við greiðsluposann þar sem greiðslan fór í gegn. Fyrirtækið neitaði að afhenda þau gögn án dómsúrskurðar. Ákærusvið lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fór með kröfu fyrir dómara og úrskurður lá fyrir – posafyrirtækið var krafið um að afhenda lögreglu gögnin og í þeim gögnum var nafn einstaklings sem allt kapp er nú lagt á að finna. Í gegnum tíðina hafa gögn sem fást úr leigubílum skipt miklu máli í rannsóknum á kynferðisbrotum.

Leita leigubílstjóransDrífa rannsóknarlögreglumaður og Rannveig lögreglufulltrúi leita að leigubílstjóranum.

Ævar: Áður fyrr var þetta þannig að leigubílstjórarnir voru mikilvægustu vitnin – voru að láta okkur fá gögn jafnvel úr myndavélum – um aksturinn – til og frá – upplýsingar úr greiðslukerfinu.

Bylgja: Hvert viðkomandi var sóttur eða hvert var farið með hann …

Ævar: Mjög mikilvæg gögn sem hjálpuðu til við að upplýsa málið en núna er þetta orðið þannig að við erum að rannsaka leigubílstjóra.

Jóhannes Kr.: Viltu segja mér hvað gerist næst?

Rannveig: Við erum að reyna að finna út dvalarstað þess sem er grunaður í málinu.

Jóhannes Kr.: Skiptir miklu máli að ná honum, þessum meinta geranda, núna?

Drífa: Já, það eru liðnir þrír sólarhringar frá brotinu en það skiptir miklu máli að ná honum svo hann geti bent á jafnvel vettvanginn svo við getum farið þangað sem fyrst. En það skiptir alltaf máli að í svona rannsókn gerist allt sem fyrst.

Rannveig: Mögulega þessi aðili sem við erum að leita að, hann þarf ekkert endilega að vera gerandi en hann getur vísað okkur á hver gerandi er og vettvangur.

Drífa: Af því það eru tveir nefndir í málinu – að það hafi verið tveir á staðnum. Ef hann verður handtekinn þá fer hann hérna. Við erum að meta hvort hann fer í læknisskoðun – það eru náttúrlega þrír sólarhringar liðnir frá brotinu. Við þurfum aðeins að meta það – það er orðið svolítið langt liðið. Ef hann yrðu handtekinn strax, innan tveggja sólarhringa, þá myndum við setja hann í læknisskoðun.

Rannveig: Það er alltaf tekið DNA-sýni.

Drífa: Og við náttúrlega tökum það – hérna DNA-sýni úr honum og síðan tökum við skýrslu af honum og yfirheyrum hann og náttúrlega reynum að fá upp úr honum vettvanginn, bara allt sem hann getur sagt okkur.

Jóhannes Kr.: Er það algjört lykilatriði að konan hafi farið á neyðarmóttökuna?

Drífa: Já, það er algjört lykilatriði.

NEYÐARMÓTTAKAN

Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis er á hæðinni fyrir ofan bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Þar hitti ég Huldu Hrönn Björgúlfsdóttur hjúkrunarfræðing sem er verkefnisstjóri neyðarmóttökunnar.

NeyðarmóttakanHulda Hrönn Björgúlfsdóttir hjúkrunarfræðingur er verkefnisstjóri neyðarmóttökunnar, þar sem tekið er á móti brotaþolum kynferðisofbeldis.

Jóhannes Kr.: Hvernig er tekið á móti brotaþola? Hvað skiptir máli?

Hulda: Fyrst og fremst myndi ég halda að það væri að vera bara – sýna skilning og hlýju og samkennd með fólki af því að margir eru kannski efins. Sumir eru hreinlega bara efins um hvort það hafi verið brotið á þeim eða ekki og þá skiptir væntanlega miklu máli að þeim sé trúað þegar það kemur og er að segja frá. Að fólki líði þannig að það sé að segja sögu sína við einhvern sem er að hlusta og trúir því og því sem gerðist – vegna þess að þetta er svo oft þannig að fólk er að efast. Efast um hvað kom fyrir eða efast um hreinlega að það hafi verið brotið á því.

Jóhannes Kr.: Ef ég væri nú brotaþoli, hvaða ferli tekur við eftir að ég er kominn hingað inn?

Hulda: Við reynum alltaf að byrja á því að útskýra fyrir viðkomandi hvaða þjónustu við bjóðum upp á. Þolandi ræður alltaf ferðinni – hvað er gert – hvað við gerum en við útskýrum tilganginn með til dæmis ef fólk er að koma beint á eftir – eða á fyrstu þremur sólarhringunum – hvað er hægt að gera. Stundum er hægt að ná bara mjög góðum gögnum og við vitum ekkert , það er gerð læknisskoðun og það er gerð líkamsskoðun frá toppi og niður. Ef manneskjan talar til dæmis um einhver átök eða það hefur verið eitthvað, þá skoðum við það. Já, síðan útskýrum við hvað við getum gert, það er hægt að taka þessi gögn,  DNA, þá erum við að leita að sæði eða munnvatni eða bara taka sýni af húð – líka bara hendur ef það hefur verið eitthvert káf eða eitthvað svoleiðis, þá er hægt að taka það ef manneskjan þar að segja hefur ekki baðað sig áður en hún kemur. Í læknisskoðuninni er þetta kannski fyrst og fremst heilbrigðisskoðun, bara til að athuga hvort það sé allt í lagi – einhverjir áverkar eða eitthvað að sjá og tökum þá þessi sýni í leiðinni – svona strokpinnasýni.

Við komum aftur að rannsókn leigubílamálsins eftir smá stund, fyrst ætla ég að segja frá myndinni sem ég hafði í hausnum á mér af starfsemi og starfsmönnum kynferðisbrotadeildarinnar. Myndin sem ég hafði búið mér til var sirka svona; litlaust gamalt stofnanarými með gömlum húsgögnum og skjalabunkum á skrifborðum og í hillum. Í gömlum skrifborðsstólum sitja rannsóknarlögreglumenn, flestir karlar, og skoða fréttasíðurnar á milli þess sem þeir skipuleggja páska- og sumarfrí. Rannsóknarlögreglumenn sem brosa sjaldan eða aldrei í vinnunni, því málin sem þeir rannsaka tengjast því versta í mannlegri hegðun.

StarfsfólkiðÞrátt fyrir þungar rannsóknir þá leyfir starfsfólk sér að hlæja í vinnunni.

Það fyrsta sem ekki er rétt hjá mér í þessari greiningu er að á deildinni vinna fleiri konur en karlar – þær eru tíu og karlarnir sjö. Og starfsfólkið brosir og það leyfir sér að hlæja í vinnunni. En húsnæðið er vissuleg gamalt og litlaust – svona eins og öll stofnanarými eru. Kaffistofan er hjarta deildarinnar og er innst á ganginum vestan megin. Þar er fundarborð við gluggann og sjónvarpsskjár hangir á veggnum við endann á borðinu. Við vegginn eru fjórir hægindastólar og lítið sófaborð í miðjunni. Klakavélin er alltaf í vinnu og á eftir kaffivélinni er hún mest notaða tækið á kaffistofunni. Í litlu rými inn af kaffistofunni er upptökuherbergi fyrir brotaþola sem er hinum megin við vegginn og yfirheyrsluherbergin, en í öllum herbergjunum eru myndavélar sem tengjast tölvunum í þessu rými. Áður en skýrslutaka hefst fer rannsóknarlögreglumaðurinn, eða rannsakarinn eins og þau eru titluð á deildinni, inn í rýmið til að kveikja á upptöku og stoppa svo upptöku þegar skýrslutöku yfir brotaþola eða sakborningi lýkur.

LEIT AÐ SAKBORNINGI

Núna eru engar skýrslutökur í gangi en við stóra fundarborðið á kaffistofunni sitja nokkrir rannsakarar og eru að hefja leit að leigubílstjóranum í málinu sem Drífa er að rannsaka og sagði okkur frá áðan. Sjónvarpsskjárinn á veggnum við fundarborðið er notaður sem tölvuskjár og hin ýmsu forrit eru notuð við leitina. Rannveig og Bylgja eru teymisstjórar yfir sitthvoru rannsóknarteyminu á deildinni og stjórna leitinni.

Fylgst með leitinni Arndís ásamt þeim Rannveigu og Bylgju stýra leitinni úr höfuðstöðvunum.

Bylgja: Varstu búin að fletta honum upp, þessum aðila, í LÖKE?

Drífa: Nei, ég var ekki búin að því.

Bylgja: Var hann með einhverja sögu?

Rannveig: Ég er búin að fletta honum upp.

Bylgja: Er hann með sögu?

Rannveig: Bara svona umferðarlaga.

Drífa: Ég var búin að fletta upp bílnúmerinu en ekki honum sjálfum.

Bylgja: En honum sem einstaklingi, sem aukaaðila?

Drífa: Nei, ég var ekki búin að því. Á posanum stendur Taxi Keflavík þannig að hann er með einhverja tengingu við Keflavík.

Bylgja: Kíkjum á, hvað heitir þetta? Ef hann er ekki þar þá höfum við samband við Keflavík og biðjum þá að fara að ... og sjá hvort bíllinn er þar. Ef við finnum ekki bílinn, hvorki þarna eða við ... þá sendum við á alla lögreglumenn að ef þessi bíll sést í umferð að stoppa hann og handtaka aðilann og láta okkur vita.

Fjölnir: Eigum við að taka rúnt þarna?

Bylgja: Látið okkur vita um leið og þið vitið eitthvað. Guðrún hefur samband við Keflavík. Mér finnst mjög líklegt að þetta sé í Keflavík.

Leigubílstjórinn fannst ekki í Keflavík og daginn eftir var leitinni fram haldið. Hér er Bylgja teymisstjóri sem stjórnar aðgerðum.

Bylgja: Við ætlum að kanna í kerfinu hjá okkur hvort við finnum bílinn á ferðinni núna. Það eru sem sagt myndavélar hér á höfuðborgarsvæðinu sem við höfum aðgang að í sérstökum tilfellum og þetta myndi flokkast undir það. Af því við vitum númerið á bifreiðinni þá getum við séð ef bifreiðin hefur komið inn í einhverja af þessum myndavélum nýverið. En þetta gæti til dæmis auðveldað okkur að finna þennan einstakling sem við erum núna nota bene búin að vera að leita að í sólarhring.

Bylgja: Geturðu ekki bara leitað eftir bílnúmerinu?

Hallur: Svona? Og hvað er í dag? Klukkan 13:01.

Bylgja:Reykjavíkurvegur.

Hallur: Já, hérna er þetta.

Lilja: Klukkutími síðan. Er hann að keyra inn í Hafnarfjörð þarna?

Hallur: Já, þarna var hann.

Birgir: Hvað er hann á ferðinni í dag?

Bylgja: Já, bara núna áðan.

Hallur: Það var þessi hérna vél og við eigum þá að geta séð hvar hún er.

Bylgja:  Já, við hvern tala ég? Hæ, já, þetta er Bylgja hérna í R-1. Eruð þið til í að kalla fyrir okkur aftur út þetta bílnúmer og bara það er mjög mikilvægt að ná í þennan mann sem allra, allra fyrst.

Fjarskiptamiðstöð: Og það er aftur frá Fjarskiptamiðstöð – ítrekun að ósk R-1 að hafa afskipti af bifreiðinni ... ef hún verður á vegi ykkar. Handtaka aðila og skrá niður allar upplýsingar um þá sem eru í bílnum. Hefur síðast sést í Hafnarfirðinum í dag.

Talstöð: Hafnarfjörður.

Talstöð: Kópavogur.

Talstöð: 221

Talstöð: Hverfis.

Talstöð: Land.

Talstöð: Umferðardeild.

Jóhannes Kr.: Nú er hvað farið í gang, segirðu?

Bylgja: Nú erum við búin að kalla út bifreiðina og eins og þú heyrðir þá eru bifreiðarnar sem eru úti að vinna búnar að melda að þær hafi móttekið skilaboðin. Þannig að nú bara treystum við á það að viðkomandi detti upp í hendurnar á þeim fyrr en seinna.

AÐ KOMAST AÐ SANNLEIKANUM

Þó að allt kapp sé lagt á að finna sakborning í leigubílamálinu og nokkrir rannsóknarlögreglumenn komi að þeirri leit – þá er verið að vinna í fleiri málum á kynferðisbrotadeildinni. Hér er Birgir Örn Guðjónsson rannsóknarlögreglumaður, betur þekktur sem Biggi lögga.

BirgirVinnur að því að fá í skýrslutöku sakborninga í tveimur málum. Í báðum tilfellum greindu unglingsstúlkur frá kynferðisofbeldi á hendur sér. Í öðru tilfellinu var gerandinn líka unglingur, í hinu var hinn grunaði fyrrverandi kærasti móður stúlkunnar.

Jóhannes Kr.: Í hverju ert þú að vinna núna?

Birgir: Heyrðu, ég er sem sagt að reyna að fá í skýrslutöku sakborninga í allavega tveimur málum, annað því miður svolítið gamalt en stutt síðan ég fékk það í hendurnar. Það lítur út fyrir að þetta séu unglingar. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér. Svo er annað mál þar sem það er í raun og veru stúlka sem kemur fram eða unglingsstelpa sem segir að það hafi verið brotið á sér þegar hún var yngri. Þannig að ég er að reyna að fá þá fyrrverandi kærasta mömmunnar og hann er grunaður í því máli. Þannig að það er svona það sem ég er að vinna að í dag en svo eru náttúrlega fleiri mál á borðinu.

Jóhannes Kr.: Svo eru alltaf að koma inn ný mál?

Birgir: Svo eru alltaf að koma inn ný mál og svo bara tekur þetta allt sinn tíma. Það er eitt mál sem ég er að vinna í þar sem gerandinn er kona sem á við geðræn vandamál að stríða og hún er reglulega inn á deild. Og maður vill náttúrlega reyna að hitta á hana þegar hún er í góðu standi en samt vill maður heldur ekki að þetta mál verði til þess að henni líði verr og verði veikari. Það er oft svona svolítið erfitt. Í grunninn þá snýst þetta náttúrlega ekki um það að í raun og veru að ná einhverjum. Þetta snýst um það að komast að sannleikanum – það er tilgangurinn með lögreglurannsókn.

Þú veist það er ekki eitthvað bara, jess, við náðum einhverjum – það skiptir engu máli. Málið snýst um það að komast að sannleikanum. Og maður vill náttúrlega bara að það komi allir sem heilastir út úr því sem við erum að gera. Og eins og þarna þegar manneskjan er greinilega veik og virðist hafa verið veik þegar hún fremur þetta brot sem er til rannsóknar og maður leiðir að því líkum að hún verði þar af leiðandi dæmd ósakhæf fyrir vikið en samt erum við í þeirri stöðu að þurfa að rannsaka það og klára málið.

HUNDRAÐ ÞRJÁTÍU OG TVÖ MÁL

Rannveig: Við erum með svona system þar sem við erum með ný mál sem koma inn og tökum þau alltaf fyrir á greiningarfundi – þá erum við með ný mál og svo mál sem við erum að skila. Og það er alltaf betra að hafa fleiri mál þarna megin.

Mál til rannsóknarMöppurnar eru fyrir málin sem voru kærð til lögreglu í vikunni. Bleikar möppur eru vegna barnaníðsmála. Gular fyrir fullorðið fólk með þroskahömlun. Og bláar vegna barna sem eru yngri en fimmtán ára.

Drífa: Já, við viljum helst hafa fleiri hér.

Rannveig: Hérna eru líka mál sem eru að koma inn sem eiga eftir að fara í möppur.

Drífa: Eru þetta allt ný mál?

Rannveig: Já, þetta er frá því bara á mánudaginn – við erum með fund tvisvar í viku – mánudögum og fimmtudögum og þá förum við yfir allt nýtt og öll skil.

Jóhannes Kr.: Hvað eru þetta mörg mál sem eru núna fyrir þennan greiningarfund?

Rannveig: 1-2-3-4-5-6-7-8-9-10-11-12-13-14, fimmtán mál sem verða tekin fyrir á fundinum og þá líka málið sem við erum að vinna í núna, málið hennar Drífu.

Jóhannes Kr.: Af þessum fimmtán eru þá fimm sem er verið að skila?

Drífa: Já, sem er lokið, en hin eru öll ný sem á eftir að greina og rannsaka í rauninni.

Jóhannes Kr.: Hvað eru mörg í miðjunni?

Rannveig: 132.

Drífa: En 132 er nýtt met. Við höfum venjulega verið í 150–170.

Rannveig: Við vorum með 260–270.

Drífa: 132, það kom í gær bara þú veist fögnuður – við höfum aldrei verið með svona fá mál.

Jóhannes Kr.: Hvað er mikið og hvað er lítið af nýjum málum á milli funda eða á viku?

Rannveig: Þetta er að aukast núna, við sjáum það. Það er búið að vera rólegt og það hefur líka hjálpað til við að ná þessu niður en þetta er að aukast svolítið mikið. Ég sé að hér eru tvö frá barnavernd til dæmis. Þetta er barnamál líka – við setjum þetta í mislitar möppur. Þetta er varðandi þá sem eru eldri en 18 ára.

Jóhannes Kr.: Það eru hvítar möppur fyrir þá sem eru eldri en 18 ára.

Rannveig: Blá fyrir börnin yngri en 15 ára. Og grá fyrir 15 til 18. Svo erum við með gular möppur fyrir þá sem eru með einhverja þroskahömlun fullorðið. Og bleiku er barnaníð – það er yfirleitt netið.

HANDTAKA

En aftur að leitinni að leigubílstjóranum sem hefur nú staðið yfir í sólarhring. Eins og við heyrðum áðan var óskað eftir því að fjarskiptamiðstöð ítrekaði leitina að bifreiðinni. Einum og hálfum klukkutíma síðar gerist þetta.

Fjölnir: Taka símann hans – haldleggja bílinn og ég sendi svo bara einhvern á móti ykkur frá höfuðborgarsvæðinu. Við viljum bara fá hann á Hverfisgötu til að yfirheyra hann.

Lögreglumaður: Ok.

Fjölnir: Ef hann vill ekki leyfa ykkur að keyra bílinn þá verðum við bara að skilja hann eftir þarna á vellinum og draga hann seinna eða eitthvað.

Lögreglumaður: En upp á að upplýsa hann um handtöku …

Fjölnir: Þú segir bara að hann sé handtekinn grunaður um kynferðisbrot um síðustu helgi.

Lögreglumaður: Já, ég græja það. Ég var bara í útkallinu á landinu og fer bara í áttina að Reykjavík.

Fjölnir: Flott, ég bið einhvern að koma á móti. Ánægður með þessa stelpu, ég hringdi í hana í morgun, hún er búin að vera í allan dag að leita. Þetta er gott.

Hallur: Þeir fiska sem róa.

Fjölnir: Hann var sem sagt handtekinn við flugstöðina í Keflavík í röðinni þar.

Lögreglumaður Reykjavík: Hvenær leggið þið af stað?

Lögreglumaður Keflavík: Við erum bara að leggja af stað.

Lögreglumaður Reykjavík: Ok, eigum við ekki bara að stefna á að hittast í Hvassahrauni? 206 kemur.

Lögreglumaður Keflavík: Jú, það er flott.

Lögreglumaður Reykjavík: Já, flott.

Bylgja: Þau koma bara með hann hingað núna og hann verður settur inn í geymslu og við finnum fyrir hann verjanda og svo bara verður skýrsla tekin af honum.

Jóhannes Kr.: Var eitthvað talað um það hvernig hann brást við?

Hallur: Svona 99 prósent líkur að það hafi verið: Ha, í alvöru? og svo bara svona: Ó. Eða, ohhh.

Fjölnir: En þeir sögðu að hann hefði ekkert verið að streitast á móti eða neitt. En svo náttúrlega vitum við ekki hvort þetta er sakborningurinn eða hvort vinurinn er sakborningurinn.

Hallur: Það er nefnilega málið. Eða hvort þeir séu fjórir sem keyra þennan bíl.

Fjölnir: Þetta er allavega þessi – eigandi bílsins.

Hallur: Eigandi bílsins, já.

Fjölnir: En þessi bíll er merktur leigubílastöð. En við hringdum í ………. og þeir sögðu nei, hann vinnur ekki hjá okkur. Þeir sögðu, það vinnur enginn útlendingur hjá okkur.

Hallur: Voru þau að skipta núna, Hafnarfjörður ... Ok það styttist í hann. Ég ætla að fara að finna málsnúmer og taka af honum fingraför og ljósmyndir.

Fjölnir: Lögmaðurinn ætlaði að koma um svona fimm.

LJÓSMYND OG FINGRAFÖR

Leigubílstjórinn er nú kominn í fangamóttökuna á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Ég fylgist með í gegnum myndavélakerfið í fangamóttökunni þegar hann er skráður inn.

Hinn grunaði handtekinnFylgst með hinum handtekna í gegnum myndavélakerfið í fangamóttökunni.

Jóhannes Kr.: Hvað er að gerast núna?

Rannsóknarlögreglumaður: Svokallað ljósmynd og fingraför. Þá eru einstaklingar mældir, hæð og þyngd, ljósmyndaðir. Síðan er kannað hvort þeir séu með einhver húðflúr eða lýti eða eitthvað svoleiðis sem eru svona afgerandi. Eftir það er rúllað yfir og tekin fingraför þannig að við sendum þau út líka – þannig ef að við lendum í því að hann er þekktur brotamaður einhvers staðar annars staðar og hefur komið hér á fölsuðum skilríkjum eða eitthvað svoleiðis þá getur hann verið þekktur annars staðar og þekkist þá á fingraförum.

Þarna heyrðum við í rannsóknarlögreglumanni í kynferðisbrotadeild sem vill ekki koma fram undir nafni. Hér útskýrir hann ástæðuna.

Rannsóknarlögreglumaður: Við erum bara í þannig verkefnum. Við erum bara að koma inn í líf fólks á erfiðustu tímum og sumir taka því einhvern veginn svona persónulega að við séum að garfa í þeirra lífi, skilurðu mig, og er þá illa við okkur. Og það er þess vegna kannski sem maður vill ekki mikið vera að koma undir nafni til að passa bæði fjölskyldu og svo sjálfan sig líka, segir hann, en við skulum fara aftur í fangamóttökuna.

Jóhannes Kr.: Þessi tími hjá sakborningi – hvernig heldurðu að fólki líði?

Rannsóknarlögreglumaður: Ég held að það sé bara rosalega misjafnt. Ég held að fólki líði aldrei vel þegar það er búið að handtaka fólk, sko. Þetta er náttúrlega bara erfitt, stressandi umhverfi og þess vegna er um að gera eins og við getum að halda öllu rólegu. 

Hallur: Nú er hann sem sagt bara að ræða við lögmanninn sinn og við erum bara að undirbúa skýrslutökuna og hann getur ráðfært sig við lögmanninn og svo tökum við bara af honum skýrslu. Og berum undir það sem við ætlum að bera undir hann og tökum svo í raun ákvörðun um það í framhaldinu hvað gerður gert. Sjá hvort við ætlum að haldleggja síma og biðja um einhver ákveðin gögn og hvað við þurfum bara málsins vegna.

SAGÐI EKKI SATT

Skýrslutakan yfir sakborningnum stóð fram eftir kvöldi og honum var sleppt að henni lokinni. Það varð fljótlega ljóst að það þyrfti að ræða aftur við sakborninginn.

Drífa: Við handtókum náttúrlega leigubílstjórann í gær og hann kom í skýrslutöku og bara ótrúlega sannfærandi og síðan var hann bara til í að gefa DNA og ótrúlega samvinnuþýður og hann á engin mál. En hann er ekki að segja okkur satt – mögulega hefur hann ekki viljað skipta sér af þessu eða hlífa vini sínum eða eitthvað svona.

Bylgja: Það sem ég held að við ættum að gera núna er að sækja hann aftur og bera undir hann þetta sem búið er að finna í símanum og segja bara: þú verður að segja okkur hver þetta er sem þú varst í samskiptum við.

Drífa: Ég er að segja að þetta kemur ekki oft fyrir hérna.

Bylgja: Nei, nei, það eru alls konar tvist í þessum málum.

Drífa: Sko, ég var alveg klár á því þegar ég fór í skýrslutökuna að það kæmi eitthvert tvist út úr þessu.

Jóhannes Kr.: En hver eru þá næstu skref hjá ykkur?

Bylgja: Nú þurfum við að setjast aðeins yfir þetta og í raun og veru endurskoða aðeins og bera saman þessa framburði. Mér finnst lykilatriði að reyna að finna einhverja vettvanga þarna því þá finnum við væntanlega sakborninginn. Og við höfum þarna eitthvert símanúmer sem við getum kannski elt mögulega.

Drífa: Við erum með símanúmer sem hann var að deleta sem hann var í miklum samskiptum við – sem er örugglega þessi maður.

Jóhannes Kr.: Lítið þið þetta alvarlegum augum, að hann sé að ljúga?

Drífa: Sko, sakborningur má ljúga, hann er náttúrlega með réttarstöðu sakbornings en já, ég meina …

Hallur: …. sakborningur má neita að tjá sig en hann er samt áminntur um sannsögli vegna þess að það getur haft áhrif á málið …

Drífa: En það er ekki refsivert að ljúga.

Bylgja: Nú er ég að skoða í lögreglukerfinu mál þar sem hann hefur verið skráður aðili, þessi leigubílstjóri, hvort við sjáum einhverja félaga í sem sagt öðrum málum. Það getur kannski leitt okkur eitthvað – ekkert víst sko, en það þarf allavega að skoða það.

Jóhannes Kr.: Kemur þetta stundum fyrir við svona aðstæður – þarna eru rafræn gögn sem í rauninni sýna fram á eitthvað annað en það sem maðurinn sagði?

Bylgja: Já, já, það kemur oft fyrir. Það kemur oft fyrir að þeir segi eitt en svo er eitthvað annað sem liggur fyrir í málinu, sko.

Þegar sakborningur finnst og verður handtekinn þarf að fara með húsleitarkröfu fyrir dómara ef sakborningur heimilar ekki leit. Margrét Herdís Jónsdóttir, aðstoðarsaksóknari á ákærusviði, er undirbúin ef slíkt kemur upp.

Margrét: Ég ætla bara að hringja í bakvaktina og ég ætla bara að segja henni allt það sem er í gangi, láta hana fá málsnúmerið og ef það væri þá tilbúin upplýsingaskýrsla þannig að ef hann heimilar ekki leit þá erum við með allt klárt.

Jóhannes Kr.: Hvað er næst sem þið eruð að fara að gera?

Drífa: Reyna að ná þá manninum sem var með henni í þessu herbergi og er þá meintur gerandi í málinu og taka þá skýrslu af honum – reyna að handtaka hann.

TVEIR SAKBORNINGAR SVIPT SIG LÍFI

Drífa hefur starfað í lögreglunni í rúm tuttugu ár og þar af síðustu sjö ár í kynferðisbrotadeildinni. Hún segir margt hafa komið sér á óvart þegar hún byrjaði að vinna á deildinni.

DrífaHefur verið í lögreglunni í tuttugu ár og þar af í kynferðisbrotadeildinni síðustu sjö ár.

Drífa: Það kom mér á óvart hvað það er mikið af málum og bara hvað þau eru misjöfn. Og svo erum við náttúruega að rannsaka það sem við myndum kalla smávægileg mál sem eru kannski stórvægileg í hugum einhverra og alveg upp í náttúrlega alvarleg mál. Þetta er svolítið fjölbreytilegt, þó þetta sé bara einn málaflokkur þá er hann mjög fjölbreytilegur og getur teygt anga sína víða.

Jóhannes Kr.: Hvað er svona mest gefandi við þetta starf?

Drífa: Bara þessi mannlegi þáttur og ég hef mikinn áhuga á mannlegum samskiptum og fólki yfir höfuð. Ég var svona tvístígandi þegar ég byrjaði og fólk var að segja við mig: þú ert svo viðkvæm Drífa, hvernig geturðu verið lögga? En mín niðurstaða er sú að þessi svokallaða viðkvæmni mín – hún hefur kannski bara líka verið styrkleiki minn – af því að ég get sett mig í spor annarra og get skilið að fólki líði illa og ég dæmi ekki – eða reyni allavega að gera það ekki.

Jóhannes Kr.: Hvað er það erfiðasta sem þú hefur upplifað í þessari deild, bara sem starfsmaður?

Drífa: Það er náttúrlega alltaf erfitt að rannsaka barnamál. Maður svona leggur svolítið hjartað í það – af því líka börn eiga svo erfitt með að segja frá og það er svo erfitt að sanna þessi mál út af því að þarna eru svo viðkvæmir brotaþolar. Mér finnst það vera svolítið svona mikil áskorun að takast á við svoleiðis mál. En svo eru bara svona atvik sem hafa komið upp kannski í rannsóknum. Ég hef tvisvar lent í því að menn hafa svipt sig lífi eftir að hafa verið hérna í skýrslutökum grunaðir um kynferðisbrot – ungir menn. Það tók verulega á mig og ég þurfti að spyrja mig svona spurninga: Var þetta mér að kenna? Eða var ég vond við hann? Sem var alls ekki en auðvitað er það mikið sjokk að taka mann og taka skýrslu af honum og svo heyrir maður það tveimur dögum seinna að hann hafi svipt sig lífi. Og í báðum þessum tilvikum voru þetta bara ungir menn á þrítugsaldri og í rauninni ekki í neinu veseni eða neitt og svo eru þeir kærðir fyrir kynferðisbrot og þetta eru viðbrögðin hjá þeim – þeir höndla þetta ekki. En alveg burtséð frá því hvort þeir voru sekir eða saklausir að þá er þetta bara algjör sorgarstaða.

LEITAÐ AÐ SAKBORNINGI NÚMER 2

En aftur að leitinni. Ég er kominn í ómerktan lögreglubíl með tveimur rannsóknarlögreglumönnum úr deildinni sem ætla að keyra á staði þar sem hugsanlegt er að maðurinn sé.

Jóhannes Kr.: Hvað vitið þið um hvar þessi maður heldur sig?

Rannsóknarlögreglumaður 1: Nú erum við bara búnir að leita eftir í kerfunum okkar, bæði þá vinnustaði og fleira þannig að við erum bara að fara á þessa staði þar sem við teljum hann vera – annaðhvort vinnu, heimili, við vitum ekki til þess að hann sé með nein börn.

Jóhannes Kr.: Eruð þið mikið í svona að bara þurfa að finna fólk?

Rannsóknarlögreglumaður 1: Það fer bara eftir málinu og hvernig við viljum að við náum í fólk. Ef það eru rannsóknarhagsmunir sem eru í gildi, það eru símar, það eru einhver gögn, eitthvað sem við þurfum að passa upp á að verði ekki eyðilagt fyrir okkur eða einstaklingurinn fari í burtu ef hann veit að við erum að leita. Þá förum við og leitum að fólki og förum með það niður á stöð.

Jóhannes Kr.: En þegar þið eruð í húsleitum. Hvernig gerið þið þetta?

Rannsóknarlögreglumaður 1: Það er bara eins mismunandi eins og húsleitirnar eru margar. Eftir hverju erum við að leita? Erum við að leita eftir lífsýnum? Þá leitum við eftir þeim stöðum sem framburður brotaþola hefur komið fram. Hann segir að þetta hafi gerst í sófa og gerst svona, þá náttúrlega fáum við tæknideild til að skoða þann vettvang betur og haldleggja þá muni. Húsleitin felst líka í því að bara átta sig á vettvangnum – erum við á réttum stað? Er þetta vettvangurinn sem brotaþoli lýsir? Segist hafa séð appelsínugula styttu í einhverju horni, þá erum við líka að leita eftir henni.

Rannsóknarlögreglumaður 1: Við erum komnir hérna fyrir utan vinnustað að við teljum hjá honum. Nú ætlar …….. að fara inn og kanna hvort hann verði var við hann – bara láta lítið bera á sér.

Rannsóknarlögreglumaður 1: Hvað segirðu? 

Rannsóknarlögreglumaður 2: Það er starfað þarna núna. Sýnist á öllu að það séu bara tveir að vinna – hvorugur hann.

Rannsóknarlögreglumaður 1: Við erum hérna fyrir utan heimili kærustu sakbornings og við vitum ekki betur en að þau séu enn þá par. Þau eru skráð hérna með lögheimili og hann er að kanna á hvaða bjöllu þetta er, hvort við sjáum einhverjar hreyfingar eða eitthvað í húsnæðinu.

Rannsóknarlögreglumaður 2: Þau eru þrjú skráð.

Rannsóknarlögreglumaður 1: Eigum við að fá Vínlandsleið til að koma? Bara vera hérna til liðs.

Rannsóknarlögreglumaður 2: Prófa að dingla.

Talstöð: Lögreglan.

Rannsóknarlögreglumaður 1: Já hæ ……. Hérna R-1.

Talstöð: Já, hæ.

Rannsóknarlögreglumaður 1: Heyrðu, áttu nokkuð einn bíl til þess að koma með okkur hérna í ……

Talstöð: Já.

Rannsóknarlögreglumaður 1: Við erum bara að fara í – kanna hvort aðþað sé einstaklingur hérna inni sem við ætlum að handtaka.

Talstöð: Við erum hérna rétt hjá Gullnesti og þar.

Rannsóknarlögreglumaður 1: Já, flott er. Við þurfum ekki að fá ykkur inn, bara að þið vitið af okkur hérna.

Talstöð: Við rúllum þarna með einni viðkomu og förum svo niður eftir. Við erum á civil bíl.

Rannsóknarlögreglumaður 1: Flott er. Já, nú ætlum við bara að fara inn og ef eitthvað kemur upp á þá vita þau af okkur og stutt í þau.

Rannsóknarlögreglumaður 1: Fjarskipt R-1.

Fjarskipti: Já, hlustum.

Rannsóknarlögreglumaður 1: Heyrðu, við erum hérna tveir. Ætlum að fara að banka upp á í húsnæði í …….. Varðstjóri á Vínlandsleið veit af okkur.

Fjarskipti: Já og við erum upplýstar.

Jóhannes Kr.: Nú eru komnar einhverjar 15 mínútur síðan að þeir fóru inn. Hinn lögreglubíllinn bíður hérna átekta.

Heyrðu, hvað segið þið, hvað kom út úr þessu?

Rannsóknarlögreglumaður 1: Kærasta sakbornings er heima, hann er ekki heima, hann er að vinna. Það er mjög erfitt að staðsetja hann akkúrat núna. Við vorum búnir að staðsetja bílinn hans klukkan hálf ellefu í morgun með því að fletta honum upp í myndavélakerfi hjá okkur sem bjargar okkur ekki mikið núna. Næsta sem við gerum núna er að fara á þennan hugsanlega vettvang. Þegar við erum komnir þangað þá ætlum við að hringja í þennan einstakling. En mér þykir líklegt að hún sé búin að senda honum skilaboð núna að löggan hafi komið heim. Stundum þurfum við að taka ákvörðun um að banka upp á og þá brenna okkur – þá erum við búnir að gefa upp að við séum að leita að einstaklingnum.

Rannsóknarlögreglumaður 1: Já, 209, við erum að fara að kanna hvort við finnum vettvang í kynferðisbrotamáli þannig að það væri fínt að hafa ykkur svona í nágrenninu – bara upp á það að við vitum ekki hverju við erum að fara að mæta.

Rannsóknarlögreglumaður 2: Fyrir utan.

Jóhannes Kr.: Er þetta bíllinn?

Rannsóknarlögreglumaður 2: Já.

Rannsóknarlögreglumaður 1: 209, ætluðuð þið að hjálpa R-1?

Talstöð: Já.

Rannsóknarlögreglumaður 1: Komið þið bara alveg að húsinu – bíllinn sem við erum að leita að er hérna.

Rannsóknarlögreglumaður 1: Bíllinn er heitur. Leggið bara bílnum þannig að hann komist ekki í burtu.

HANDTAKA Á VETTVANGI

Ég var beðinn um að bíða í lögreglubílnum á meðan vettvangurinn var tryggður.

Seinni handtakanJóhannes fylgdi lögreglunni eftir í handtöku á hinum grunaða, en var beðinn um að bíða í bílnum á meðan hann var tekinn.

Jóhannes Kr.: Þeir eru komnir hérna fyrir utan mögulegan vettvang og bifreið sakbornings, þess grunaða, er hérna fyrir utan segja þeir. Það er komninn annar lögreglubíll hérna á svæðið og hann verður þá færður í þann lögreglubíl, þessi grunaði einstaklingur.

Rannsóknarlögreglumaður 1: Heyrðu, einn sem kemur með okkur og einn sem er með sjónpóst hérna upp á að bíllinn fari ekki neitt.

Jóhannes Kr.: Það er hérna lögreglumaður búinn að taka sér stöðu hérna fyrir utan vettvanginn og bíður bara á meðan hinir þrír eru að fara inn og athuga með manninn og vettvanginn auðvitað sjálfan.

Rannsóknarlögreglumaður 1: (bankar á hurð) Halló. Þú þarft að koma með okkur. Talarðu íslensku? Police. You have to come with us now. You don´t give them anything. Talarðu íslensku? Já, flott er. Ekki hafa hendurnar í vasa – taktu hendurnar upp úr vasanum. Já, flott er. Heyrðu – í burtu með hann. 

Rannsóknarlögreglumaður 2: Put your hands behind your back. Takið hann - burtu með hann. Þið getið sett hann bara aftur í löggubíl. Hann fer síðan bara niður á Hverfisgötu. Ekki fara með hann fyrr en við segjum. Bara annar ykkur situr með honum – ég ætla að tékka á félaga mínum.

Jóhannes Kr.: Það er búið að handtaka manninn – það er búið að handjárna hann og það er verið í leiða hann í bílinn núna – í merktan lögreglubíl. Það er allavega búið að ná manninum.

Rannsóknarlögreglumaður 1: Fjarskipti R-1, gætum við fengið annan bíl að ……

Fjarskipti: Já, á hvaða forgangi?

Rannsóknarlögreglumaður 1: Bara F-3, allt rólegt. Aðili handtekinn. Heyrðu, þessi lögreglumaður ætlar að koma aðeins hérna inn fyrir og ég ætla að fara út fyrir og hringja.

Rannsóknarlögreglumaður 1: Hæ, heyrðu, við erum búnir að ná honum, hann var hérna inni í íbúðinni. Þar er annar einstaklingur fæddur 03 en okkar maður hefur þá bara komið hérna beint eftir, að öllum líkindum kærastan hans látið hann vita, komið hérna og þeir voru að reyna að taka saman dót. Hinn segir að hinn hafi verið að hringja í sig og biðja hann um að taka saman og skilji ekki hvað er í gangi. Jú, ég er að fá annan bíl til þess að koma og svo er bara að fá tæknideild hingað. Þetta er náttúrlega bara vettvangur. 

Jóhannes Kr.: Það er komninn annar lögreglubíll hérna á svæðið og þeir verða þá báðir færðir niður á Hverfisgötu til yfirheyrslu.

Rannsóknarlögreglumaður 1: Það er einn aðili hérna inni sem við erum að fara að tilkynna handtöku. 

Rannsóknarlögreglumaður 2: Eins og staðan er núna þá ertu handtekinn. Þú nýtur réttarstöðu sakbornings – veistu hvað það þýðir? Þú þarft ekkert að tjá þig um málið frekar en þú kýst, en ef þú kýst að tjá þig þá hvet ég þig til að segja satt og rétt frá og þú átt rétt á lögmanni á öllum stigum málsins. Ok? Þú skilur ekki. Allt í lagi, en það verður þá bara útskýrt fyrir þér þegar við komum niður á stöð. Þessir lögreglumenn hérna, þeir ætla að fylgja þér út í lögreglubíl. Og þú ert bara handtekinn – þú ert ekki frjáls ferða þinna lengur þannig að ég ætla að biðja þig að fylgja þessum lögreglumönnum hérna. Það er ekki búið að leita á honum þannig að þið megið endilega taka öryggisleit á hann og bara öryggisins vegna kannski bara setja járn.

Lögreglumaður: Já, og við ætlum að setja þig í handjárn.

Jóhannes Kr.: Það er búið að handtaka hinn manninn og báðir lögreglubílarnir eru þá að fara með þessa menn niður á Hverfisgötu núna.

Rannsóknarlögreglumaður 2: Hann segir að hann hafi komið fyrir 10 mínútum síðan. Hann hafi hringt á undan sér og verið eitthvað – nennirðu að fara að taka til. Og ég spurði: eftir að hann kom, tókuð þið eitthvað til? Já, við tókum fötin hans. Hann er eitthvað búinn að vera að troða fötunum ofan í töskur. Meðvituð um það.

Jóhannes Kr.: Þetta er samt mjög góð útkoma að vera kominn með hann í varðhald, er það ekki?

Rannsóknarlögreglumaður 1: Jú, það er það sem verkefnið okkar var, að finna þennan mann og síðan er tæknideild að koma og við ætlum að rannsaka þá vettvang.

Jóhannes Kr.: Þið þurfið þá að vera hérna og tryggja að allt sé í góðu lagi?

Rannsóknarlögreglumaður 1: Til að tryggja það að þetta líti út eins og þegar við komum að.

Jóhannes Kr.: Ég sé hérna að það eru allavega – það er eitthvert rúm hérna og það er dýna og það er einhver ferðataska á rúminu og greinilega verið að pakka einhverju saman hérna – þó maður viti ekkert hvað það er – hvort það sé bara alltaf svona. Það eru tvö egg á borðinu og lítil rafmagnshella og panna á hellunni og örbylgjuofn. Þetta er bara pínkulítið herbergi og eitt klósett. Og 10 stiga frost úti.

Rannsóknarlögreglumaður 2: 10 stiga frost úti.

Jóhannes Kr.: En heldurðu að almenningur átti sig á vinnunni við eitt svona mál? Bara ef maður tekur þetta frá síðustu helgi þegar þetta er tilkynnt og við erum komin hingað á fimmtudegi þegar það er verið að handtaka grunaða eða sakborning?

Rannsóknarlögreglumaður 2: Ja, þú sérð það bara að í þessari aðgerð voru 6 lögreglumenn og bætast núna örugglega við 2 þannig að 8 lögreglumenn í heildina. Og við erum hvað, búnir að vera að þessu síðan fjögur?

Jóhannes Kr.: Og klukkan er hálf sjö núna.

Rannsóknarlögreglumaður 2: Við erum búnir að vera að þessu síðan 3, við byrjuðum náttúrlega aðeins fyrr. Það er nóg að gera og þetta er non-stop.

VETTVANGSRANNSÓKN

Tæknideildin er mætt á vettvang. Út úr bílnum stígur einn maður og tekur töskur og tæknibúnað úr bílnum.

Tæknideildin að störfumTæknideildin leitar að blóði eða öðrum lífsýnum, jafnvel fingraförum, skóförum og öðru sem þurfa þykir hverju sinni.

Tæknideildin: Tæknideildin kemur að vettvangsrannsóknum fyrir hönd mismunandi deilda lögreglunnar og mismunandi embætta. Það er bara mismunandi hvað við gerum eftir því hvaða vettvangur það er – hvort það er leitað að blóði eða öðrum lífsýnum, jafnvel fingraförum, skóförum og öðru, bara eftir því sem þurfa þykir hverju sinni. Það er enginn hérna inni?

Rannsóknarlögreglumaður 1: Nei, það er enginn hérna inni.

Tæknideildin: Ok, þá ætla ég að biðja ykkur öll um að bakka frá og ég ætla að byrja að taka myndir.

Jóhannes Kr.: Þetta tekur alveg tíma líka?

Rannsóknarlögreglumaður 1: Já, þetta er mjög oft – meira að segja mjög stuttur biðtími núna. Ef hann hefði verið í útkalli annars staðar þá hefði hann þurft að klára það og koma svo hingað.

Jóhannes Kr.: Hvaða blettir eru þetta? Ef maður setur á sig þessi gleraugu þá sér maður þetta miklu betur.

Tæknideildin: Það getur verið vísbending um að þar sé lífsýni að finna – það er ekki fullkomin staðfesting en það getur verið. Það geta líka önnur efni gefið sambærilega svörun en það er nóg til að við haldleggjum fatnað eða …

Jóhannes Kr.: Nú ertu með þessi gleraugu en hvaða ljós ertu með?

Tæknideildin: Þetta eru fjölbylgu ljósgjafar sem lýsa á mismunandi ljóstíðnum og það er ákveðið endurkast af ákveðnum efnum við slíkt sem gleraugun hjálpa svo til við að sía út umframljós og gera endurkastið sýnilegra.

Jóhannes Kr.: Nú er bara alveg dimmt inni í herberginu nema þetta ljós og þá sér maður þessa bletti.

Tæknideildin: Af því að önnur ljósmengun truflar. Oftast sjást þeir ekki með berum augum ef þetta er slíkur blettur.

Jóhannes Kr.: Og í svona rýmum er náttúrlega fullt af lífsýnum úr fólkinu sem hefur verið hérna.

Tæknideildin: Jú, það geta verið húðfrumur og annað – það myndi ekki lýsa það upp –v meira svona eins og – getur verið sæði eða þvag eða eitthvað slíkt.

Jóhannes Kr.: Nú ertu að taka þessa sæng sem að það voru blettir í … 

Tæknideildin: … þetta eru bréfpokar sem við setjum svona sýni í ef það skyldi vera raki eða eitthvað í þessu, þá getur það myglað í plastpokum.

Rannsóknarlögreglumaður 1: Þetta eru Bylgja og Drífa – ef þú kveikir ljósið fyrir mig. Ég ætla bara aðeins að leyfa þeim að sjá hvort við séum ekki örugglega á réttum stað. Það er gengið hérna inn – pínulítill skúr – hægra megin rúm – síðan er eldhúskrókur og baðherbergi hérna inni.

Drífa: Er ekki gluggi fyrir ofan rúmið?

Rannsóknarlögreglumaður 1: Jú.

Bylgja: Og svo beint á móti innganginum er einhver hurð, er það inn á lítið klósett?

Rannsóknarlögreglumaður 1: Já.

Bylgja: Já, þá erum við bara mjög líklega á réttum stað.

Jóhannes Kr.: Þetta skiptir öllu máli í auðvitað rannsókn málsins þetta starf hérna – tæknideildarinnar?

Rannsóknarlögreglumaður 1: Skiptir rosa miklu máli upp á að geta staðsett brotaþolann hérna.

Jóhannes Kr.: Það er eitt, vinnan hérna hjá tæknideildinni, en hvað tekur svo við? Það er hellings vinna eftir, er það ekki?

Tæknideildin: Jú, það fer svolítið eftir hvað rannsóknarlögreglumennirnir sem stjórna málinu biðja um. Það getur verið smásjárgreining – sent út í DNA-rannsókn og í sumum tilvikum getum við notast við lífsýnaryksugu og getum jafnvel fundið húðfrumur af manneskju sem hefur verið á einhverjum stað.

Á TÆKNIDEILDINNI

Ég leit í heimsókn á tæknideildina og hitti þar Vigni Örn Oddgeirsson, yfirmann deildarinnar.

Vignir ÖrnYfirmaður tæknideilarinnar skýrir ferlið sem þar er unnið eftir.

Vignir: Við tilheyrum lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en tæknideild og deildirnar sem eru hér þjónusta allt landið og öll embætti, þannig að við ferðumst um landið án landamæra. Hlutverk okkar á vettvangi er að við reynum að safna öllum mögulegum gögnum og hluti af okkar vinnu er líka að geta sagt að eitthvað sé ekki til staðar.

Jóhannes Kr.: Ég hef fylgst með einni húsleit og handtöku og svo kom tæknideildin strax í kjölfarið og það var verið að nota einhver ljós og haldlagðir ýmsir munir – og svo koma þeir í hús.

Vignir: Það náttúrlega byrjar allt á skráningu. Hér fer ekkert til rannsóknar nema að það sé skráð og fái sinn vörsluferil. Og svo fer það bara eftir því hvað þarf að gera við hlutinn, þarf hann að skoðast með tilliti til lífsýna? Þá fer hann upp á þær rannsóknarstofur til sérfræðinga þar.

Jóhannes Kr.: Heyrðu, já, við erum komnir hérna inn í frekar stórt herbergi og hér er stórt borð í miðjunni og það eru lampar hérna og einhver tæki og fullt af myndavélum. Það er smásjá hérna og ég veit ekki hvað og hvað – það er fullt af dóti hérna, Vignir, og það er fólk að vinna hérna.

Vignir: Jú, jú, hérna eru þau Björgvin og Guðný. Hér taka þau sem sagt við þeim fatnaði og munum og sýnum sem eru haldlögð á vettvangi og líka á neyðarmóttöku þolenda kynferðisafbrota upp á spítala.

Sérfræðingar að störfumBjörgvin og Guðný eru sérfræðingar í lífsýnarannsóknum.

Björgvin og Guðný eru bæði sérfræðingar í lífsýnarannsóknum. Hér heyrum við fyrst í Björgvini og svo Guðnýju.

Jóhannes Kr.: Hvað skiptir mestu máli þegar gögnin eru komin hingað upp til ykkar?

Björgvin: Að þau séu ómenguð – rétt skráð – allt innsiglað og við síðan rjúfum innsiglið á þeim pokum eða umbúðum sem innihalda gögnin.

Jóhannes Kr.: Ykkar vinna á þessari rannsóknarstofu, hún getur og hefur í mörgum málum úrslitaáhrif á feril málsins, sama hvort það er til sektar eða sýknu. Hvernig líður ykkur með það?

Guðný: Við lítum kannski meira á okkur sem hluta af keðju. Það er náttúrlega einhver sem kemur með þetta inn og einhver sem hefur haft einhverja hugsun á bak við það og svo er það þá okkar að pikka það upp eða staðfesta að eitthvað sé ekki til staðar. Auðvitað getur það alveg verið íþyngjandi í erfiðum og stórum málum að maður hugsi sér hvort maður hafi pottþétt gert allt nógu vel. En við fylgjum bara ákveðnu kerfi hér. Maður verður bara að bera höfuðið hátt um að maður hafi fengið góða þjálfun og viti hvað maður sé að gera.

Jóhannes Kr.: það er rýnt í alla ykkar ferla af verjendum til dæmis. Þið þurfið að skrá þetta vel og vinnubrögðin þurfa að vera eftir bókinni, er það ekki rétt skilið hjá mér?

Guðný: Jú, algjörlega. Hér er einmitt unnið eftir verklagsreglum sem við höfum skapað og maður rýnir ekki í neitt nema það sem maður er með fyrir framan sig þar sem við í rauninni látum sönnunargögnin tala sínu máli. Hér er ekkert búið til og ekkert tekið frá. Hér er bara það sem er fyrir framan mann og maður gerir náttúrlega sitt allra besta til að skila af sér góðu verki í hvert sinn.

Ég er kominn niður á lögreglustöðina við Hlemm. Þar er Drífa að undirbúa skýrslutöku.

Drífa: Já, ég er að fara í skýrslutöku yfir manni sem var handtekinn áðan vegna gruns um kynferðisbrot um helgina.

Jóhannes Kr.: Það er tengt þessu leigubílamáli.

Drífa: Já, það er tengt leigubílamálinu og það er sá sem við teljum vera meintan geranda í málinu.

Jóhannes Kr.: Finnst þér skrýtið að hann hafi verið kominn á vettvanginn?

Drífa: Það gefur náttúrlega einhverja vísbendingu um að hann hafi verið að flýja eða ætlað að koma sér undan eða eitthvað svoleiðis. Hversu langt hann ætlaði að fara veit ég ekki en það er allavega vísbending um það, þannig að við ætlum að skoða möguleikana á farbanni í framhaldinu.

Daginn eftir var ákveðið að fara fram á farbann yfir báðum sakborningum. Hér er Bylgja lögreglufulltrúi að undirbúa farbannskröfuna.

FARBANN Á FÖSTUDEGI

Bylgja: Klukkan þrjú verður aðilinn sem er hérna í geymslu fluttur í farbannsúrskurð í Héraðsdómi Reykjaness núna klukkan þrjú. Ég er búin að boða hinn aðilann í skýrslutöku klukkan hálf fjögur og svo var ég að fá símtal núna um það að mögulega gætum við fengið farbannsúrskurð á hann klukkan fjögur. Þannig að í staðinn fyrir að ég geri þetta hér og lendi í traffík og leiðindum þá ætla ég bara að fara inn í Hafnarfjörð og taka skýrsluna þar og þannig stytta alla ferla.

Bylgja: Ég ætla að gera þetta í dómnum.

Lilja: Hún er ekkert að gera þetta inn á löggustöð.

Bylgja: Ég ætla ekkert að gera þetta á löggustöðinni. Ég ætla bara að fara í dóminn og taka skýrsluna af honum þar.

Lilja: Ég er bara að spá í hvort ég þurfi að gera einhverja pappíra?

Rannsóknarlögreglumaður 1: Ertu með rými þar?

Bylgja: Ekki hugmynd.

Lilja: Ætlarðu að gera þetta í lyftunni bara?

Bylgja: Við reddum okkur bara – þá gerum við þetta bara úti í bíl – mér er drullusama  sko. Í lyftunni (hlær).

Lilja: Inni á klósetti?

Rannsóknarlögreglumaður 1: En af hverju ekki bara inni á Hafnarfjarðarstöðinni og við fáum bara fylgd þangað?

Bylgja: Við gætum gert það, sko.

Rannsóknarlögreglumaður 1: Það er eiginlega skynsamlegra.

Bylgja: En ég er aðallega að hugsa um túlkinn og þetta er að púsla saman alveg fullt af liði, sko.

Lilja: Það sem ég var að spá í – eigum við að prenta út einhverjar mætingarskýrslur?

Bylgja: Ég er einmitt að ná í svona …

Lilja: … ætlarðu að gera svona old fashion?

Bylgja: Já, já.

Lilja: Nennirðu því?

Bylgja: Jú, þú mátt gera fyrir mig mætingarskýrslu og túlkablaðið.

Bylgja: Það sem þarf að ganga upp er að ég geti tekið skýrslu af sakborningnum, gert samantekt í hvelli, prentað hana út til þess að það sé hægt að afhenda dómara til þess að það sé hægt að taka ákvörðun. 

Jóhannes Kr.: Þarna er ákærusviðið að fara fram á farbann yfir tveimur mönnum?

Bylgja: Já og það var búið að fá tíma fyrir annan þeirra og nú er sá síðari, sko.

Jóhannes Kr.: Og meta það hvort hann sé viðriðinn málið sem sakborningur þá?

Bylgja: Já – eða í raun og veru förum við fram á farbann af því okkur vantar enn þá gögn til þess að geta hrakið eða staðfest þá frásögn hins sakborningsins.

Jóhannes Kr.: Klukkan er að verða hálf þrjú á föstudegi og þá þarf að takast á við þetta?

Rannsóknarlögreglumaður 1: Heyrðu, við erum bara á góðum tíma, sko.

Bylgja: Ég sendi hérna: sæll Helgi, heyrðu í mér hið fyrsta – smá breytt plan. Túlkurinn er í dómi í Hafnarfirði klukkan 15:00. Ég ætla að taka skýrsluna í Hafnarfirði því að það er fyrirhugað að fara fram á farbann klukkan 16:00 á hendur ……

Bylgja: Ég held að það sé best ef við mögulega getum gert þetta inni í héraðsdómi  fengið bara einhverja smá kytru, sko.

Rannsóknarlögreglumaður 1: Það er náttúrlega,  lögmannaherbergið er þarna …

Bylgja: … já, við getum kannski bara fengið að nota það.

Bylgja: Nú erum við bara komin fyrir utan Héraðsdóm Reykjaness og ætlum að fara inn og freista þess að fá aðstöðu þar til að taka skýrslu.

Jóhannes Kr.: Við erum að fara inn í lyftuna hérna í héraðsdómi. Hvað tekur svo við næst hjá þér? 

Bylgja: Nú ætla ég að heyra í þeim hérna uppi hvor ég hafi tækifæri til að notast við eitt herbergi þarna til að gera mig klára fyrir skýrslutöku. Svo koma þau í skýrslutökuna ef allt gengur að óskum og þá reynum við að klára það í hvelli.

Tveir lögreglumenn fylgdu sakborningnum í héraðsdóm og bíða með honum á ganginum fyrir framan dómsalinn. 

Bylgja: Heyrðu, nú bara bíður hann eftir því að dómari taki viðtal við hann í dómnum. Ef allt gengur eins og það ætti að ganga þá náum við kannski að taka skýrslu af hinum sakborningnum – bara um leið og hann mætir í hús. Og túlkurinn er tilbúinn til að koma og túlka – þetta er svolítið mikið púsl þegar það eru erlendir aðilar, sko. Þegar ég er búin að því þá þarf ég að gera stutta samantekt sem ákærandi þarf að geta notað í farbannskröfunni.

Jóhannes Kr.: Nú er klukkan orðin korter yfir fjögur.

Bylgja: Já.

Jóhannes Kr.: Það er búinn að vera asi á þér?

Bylgja: Já, þetta er búið að vera svona smá, hvað á maður að segja, finna lausnir – vinna í lausnum.

Jóhannes Kr.: Tölum um þetta betur í bílnum.

Bylgja: Já, ég ætla líka að spyrja þau aðeins út í farbannið – ég spurði ekki einu sinni hvernig það fór en mér heyrðist það hafa verið samþykkt.

Jóhannes Kr.: Hvernig fór þetta?

Bylgja: Þetta fór þannig að báðir aðilar voru settir í farbann og eru tilkynningarskyldir og þurfa þar af leiðandi að mæta á lögreglustöð þrjá daga vikunnar, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, og láta vita af sér. Þá er staðfest að þeir séu hérna á landi.

ÖLL SÖNNUNARGÖGN TRYGGÐ

Hér erum við stödd, sex sólarhingum eftir að lögreglan hóf rannsókn og báðir sakborningar hafa verið úrskurðaðir í farbann. Það hefur verið lærdómsríkt fyrir mig að vera Á VETTVANGI og sjá hvað mikið var lagt í málið frá byrjun þar sem allt gekk út á að tryggja sönnunargögn og framburði sakborninga og brotaþola. Tugir lögreglumanna komu að rannsókn málsins frá því brotið var tilkynnt og þar til báðir sakborningar voru handteknir. Auk lögreglumanna komu ýmsir sérfræðingar að málinu innan stoðdeilda lögreglunnar, lögmenn – bæði verjendur og réttargæslumaður, lögfræðingar lögregluembættisins, dómarar, starfsfólk neyðarmóttöku og túlkar fyrir sakborninga. 

Sex sólarhringum síðarRannsóknin á leigubílstjóramálinu er langt komin og báðir sakborningar hafa verið úrskurðaðir í farbann.

Jóhannes Kr.: Er þetta stórt mál eða hvernig myndirðu skilgreina þetta miðað við öll málin sem þú hefur unnið?

Drífa: Þetta mál var svolítið yfirgripsmikið af því að það var svo margt sem þurfti að skoða. Þetta varð einhvern veginn – þetta vatt svo upp á sig, þetta mál. Það kannski byrjaði svona eins og hefðbundið en svo kom bara meira og meira og meira í ljós og meira sem þurfti að skoða.

Jóhannes Kr.: Nú er rannsóknin á þessu leigubílamáli langt komin. Hvað eruð þið að gera núna í málinu?

Ævar: Það er verið að leggja lokahönd á utanumhald og frágang í málinu á þeim gögnum sem búið er að afla. Við erum líka að bíða eftir gögnum frá ytri aðilum, til dæmis rannsóknarstofu sænsku lögreglunnar þangað sem lífsýni voru send til kennslagreiningar. Það tekur alltaf nokkrar vikur.

HVERT GETA BROTAÞOLAR LEITAÐ?

Jóhannes Kr.: Það getur verið að einhverjir sem hafa verið að hlusta á þennan þátt að þeim líði illa og vilji segja frá brotum – Ævar, hvert geta þessir aðilar leitað?

Ævar: Þau geta til dæmis byrjað á að fara inn á 112.is eða inn á lögreglan.is eða bara hringja í 112. Þau geta leitað til Bjarkarhlíðar, Stígamóta. Fólk getur leitað á heilsugæslustöðvarnar sínar og ungt fólk getur leitað til skólahjúkrunarfræðings. Það er bara númer eitt, tvö og þrjú að segja frá – einhverjum sem þú treystir og taka síðan skrefið áfram.

Í NÆSTA ÞÆTTI

Í næsta þætti Á vettvangi höldum við áfram að kynnast starfinu og starfsfólkinu á kynferðisbrotadeildinni og fylgjumst meðal annars með þessu máli.

Fjölnir: Við gerðum húsleitarkröfu og það er komið frá dómara að við megum gera húsleit og ætlum þá að gera það í fyrramálið. Ég er bara að undirbúa mig núna og er búinn að vera að hringja í tæknideildina sem ég ætla að fá með mér til að taka ljósmyndir og svo tölvurannsóknardeildina af því að þetta mál snýst bara um rafræn gögn.

Jóhannes Kr.: En hvað með sakborninginn? Hann veit ekkert af því að þið séuð að fara í þetta?

Fjölnir: Hann á ekki að vita neitt. Við erum búnir að vera að fylgjast með honum og búnir að komast að því hvar hann vinnur og erum búnir að sirka út að hann á að vera heima á morgun. Og við miðum við það að fara eftir að skólar og leikskólar byrja. Við höldum að hann verði heima þá og þá bara bönkum við upp á – erum með húsleitarheimild og kynnum okkur sem lögreglu og hefjum húsleit. Hann verður svo handtekinn í framhaldinu og færður til yfirheyrslu.


Halldór Gunnar Pálsson hannaði hljóðheim og stef þáttarins. Ef einhverjir vilja koma til mín ábendingum þá er netfang þáttarins: avettvangi@heimildin.is
Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi

„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Hljóðin eru verst
RannsóknirÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Hljóð­in eru verst

„Ég fæ bara gæsa­húð sjálf þeg­ar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síð­an ég sá þetta mynd­skeið,“ seg­ir Bylgja lög­reglu­full­trúi sem hef­ur það hlut­verk að mynd­greina barn­aníðs­efni. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að hún þarf að horfa á mynd­skeið þar sem ver­ið er að beita börn of­beldi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
6
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu