Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Loksins umkringdur öðru hinsegin fólki en er þá sagt að fara

Isaac Rodrígu­ez átti erfitt upp­drátt­ar í Venesúela. Hann er sam­kyn­hneigð­ur karl­mað­ur og seg­ir rétt­indi hinseg­in fólks gleymd í heima­land­inu. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur hafn­að beiðni Isaacs um vernd hér á landi. Það hef­ur hún gert í 550 öðr­um mál­um sem flest bíða nú fyr­ir­töku kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála.

Loksins umkringdur öðru hinsegin fólki en er þá sagt að fara
Regnboginn „Ef ég fer aftur til Venesúela get ég ekki tjáð kynhneigð mína,“ sagði Isaac Rodríguez. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Mætti ég fá að segja nokkur orð um stöðu hinsegin fólks í Venesúela?“ það var mjúkróma kurteis maður sem ávarpaði mig. Hann hafði séð hljóðnema Heimildarinnar á lofti á mótmælum Venesúelabúa fyrir framan Hallgrímskirkju og vildi vekja athygli á því að það væri ekki bara skortur á mat og viðeigandi heilbrigðisþjónustu og há glæpatíðni sem legðist þungt á fólk í Venesúela. Það væri til fólk eins og hann – samkynhneigt fólk, tvíkynhneigt fólk, trans fólk; allur regnboginn – í Venesúela. Og staða þess væri mjög aum. 

„Ef ég fer aftur til Venesúela get ég ekki tjáð kynhneigð mína,“ sagði maðurinn. Hann heitir Isaac Rodríguez og er samkynhneigður. 

„Þetta er í fyrsta sinn á ævinni sem mér líður eins og ég sé umkringdur fólki sem er eins og ég,“
Isaac Rodríguez

Í nýlegum úrskurði kærunefndar útlendingamála segir að þrátt fyrir að stjórnarskrá Venesúela leggi bann við mismunun á grundvelli kynhneigðar og kynvitundar verði hinsegin fólk fyrir mismunun á atvinnu- og leigumarkaði og í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Jafnframt veigri fólk sem verður fyrir ofbeldi vegna kynhneigðar sinnar sér við því að leita sér aðstoðar vegna vantrausts í garð lögregluyfirvalda.

„Við höfum engin réttindi. Við getum ekki gift okkur, við getum ekki lifað lífinu sem við viljum,“ sagði Isaac um stöðu hinsegin fólks í Venesúela.

„Við erum til, við erum hér og við viljum bara fá að vera við í okkar sönnu litum.“

Á Íslandi hefur hann fengið að taka virkan þátt í hinsegin samfélaginu. „Þetta er í fyrsta sinn á ævinni sem mér líður eins og ég sé umkringdur fólki sem er eins og ég,“ sagði Isaac. 

Hann kom hingað til lands fyrir þremur mánuðum síðan og hefur honum þegar verið neitað um vernd. 

Isaac RodríguezKom hingað fyrir þremur mánuðum og hefur verið neitað um vernd.

Málið hans bíður nú kærunefndar útlendingamála en nefndin sagði í síðustu viku að ástandið í Venesúela hefði batnað og því væri verjanlegt að senda fólk þangað aftur. 

Isaac sagði það ekki rétt, hann hafði sjálfur bara yfirgefið landið sitt fyrir nokkrum mánuðum og staðan var þá mjög slæm hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu og mat, svo ekki sé minnst á fjölda glæpa og aðgerðir stjórnvalda gegn borgurum sínum. 

Blaðamenn sem hurfu mánuðum saman

Isaac starfaði sem blaðamaður í Venesúela og sagði ritskoðunina í Venesúela verulega sem og afskipti stjórnvalda af fjölmiðlum. 

„Ég á vini sem hafa verið pyntaðir, horfið mánuðum saman bara vegna þess að þau reyndu að fordæma harkalega meðferð og pyndingar sem eru enn í gangi,“ sagði Isaac. „Að segja að Venesúela sé öruggur staður – mér finnst það vera langt frá raunveruleikanum.“

Óháð nefnd á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna komst nýverið að því að alvarleg mannréttindabrot gegn raunverulegum og ætluðum andstæðingum ríkisstjórnarinnar í Venesúela á síðastliðnu ári hafi meðal annars beinst að blaðamönnum og baráttufólki fyrir mannréttindum.

Yaniser Silano„Ég treysti ekki forsetanum okkar og ekki lögreglunni heldur,“ sagði Yaniser.Heimildin / Davíð Þór

Tannlæknir sem vill að tölvunarfræðingur fái að vera

Mótmælin við Hallgrímskirkju voru haldin á miðvikudag og komu þar saman um 50 Venesúelabúar, vinir þeirra, íslenskukennarar og samstarfsfólk. 

Yaniser Silano var ein þeirra venesúelsku ríkisborgara sem mættu á mótmælin. Hún sagði mér sína sögu á íslensku, tungumáli sem hún talar reiprennandi. Hún hefur verið hér í fimm ár ásamt móður sinni og unnið sem tanntæknir, en hún er menntaður tannlæknir. Hún mætti á mótmælin fyrir bróður sinn sem er 26 ára gamall og er að sækja hér um hæli. Hann er tölvunarfræðingur og hefur fengið neitun frá Útlendingastofnun. Mál hans er í kæruferli hjá kærunefnd útlendingamála. 

„Ég treysti ekki forsetanum okkar og ekki lögreglunni heldur. Það var svo erfitt að búa [í Venesúela],“ sagði Yaniser um venesúelsk stjórnvöld.

„Ég held ég eigi það skilið að hafa fjölskylduna mína hér. Ég er búin að vera svo dugleg.“
Yaniser Silano
tannlæknir sem býr hér og vill að bróðir hennar fái að gera það líka

Yaniser, eins og hver einasti Venesúelabúi sem Heimildin ræddi við, segir það af og frá að ástandið í Venesúela fari batnandi.

„Ég á enn fjölskyldu þar og þau segja mér að það sé ekki betra, það sé bara verra,“ sagði Yaniser sem hefur miklar áhyggjur af bróður sínum.

„Það er svo erfitt að sjá fjölskylduna þína fara svona langt í burtu. Ég held ég eigi það skilið að hafa fjölskylduna mína hér. Ég er búin að vera svo dugleg.“

Þar sem Útlendingastofnun er hætt að veita öllum Venesúelabúum viðbótarvernd vegna slæmra aðstæðna í landinu mun kærunefndin þurfa að fara í gegnum hverja einustu kæru frá Venesúelabúum. Neitanir Útlendingastofnunar sem Venesúelabúar hafa kært hlaupa á hundruðum en félagsmálaráðherra sagði við fjölmiðla á dögunum að úrskurðir kærunefndarinnar sem segja verjanlegt að senda fólk aftur til Venesúela líklega vera fordæmisgefandi.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Hafa ekki fengið lendingarleyfi: „Bíðum enn með tilbúnar ferðatöskur”
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Hafa ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi: „Bíð­um enn með til­bún­ar ferða­tösk­ur”

Flug­vél sem átti að flytja venesú­elska hæl­is­leit­end­ur úr landi í lok fe­brú­ar er enn ekki far­in af stað. Sum­ir hæl­is­leit­end­anna voru þeg­ar bún­ir að pakka í tösk­ur og til­bún­ir að yf­ir­gefa land­ið þeg­ar í ljós kom að Út­lend­inga­stofn­un hefði ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi. Þeir lifa nú í bið­stöðu en í Venesúela gæti beð­ið þeirra sól­ar­hrings varð­hald.
„Ég er fórnarlamb pólitískra ofsókna“
Viðtal

„Ég er fórn­ar­lamb póli­tískra of­sókna“

Yuri Kar­ina Bouqu­ette De Al­vara­do frá Venesúela er um­sækj­andi um póli­tíska vernd á Ís­landi. Hún og eig­in­mað­ur henn­ar hafa feng­ið synj­un við um­sókn sinni. Hún lýs­ir því hvernig Venesúela er orð­ið að al­ræð­is­ríki og að hún hafi fund­ið það á eig­in skinni eft­ir að hafa ver­ið starf­andi í stjórn­ar­and­stöðu­flokkn­um Pri­mero Justicia þar sem hún fékk borg­ar­stjóra í land­inu upp á móti sér.
Flúðu frá Venesúela og Grindavík og eignuðust jólabarn
ViðtalFlóttafólk frá Venesúela

Flúðu frá Venesúela og Grinda­vík og eign­uð­ust jóla­barn

Par frá Venesúela, Roger Gu­erra og Rosim­ar Barrozi, flúði upp­lausn­ina í Venesúela í fyrra og sett­ist að í Grinda­vík. Þeg­ar ógn vegna jarð­skjálta og yf­ir­vof­andi eld­goss steðj­aði að voru þau flutt í hús­næði í Hafnar­firði. Þau voru að eign­ast litla dótt­ur sem heit­ir Roma Victoria Gu­erra. Í við­tali við Heim­ild­ina ræða þau um líf sitt í Venesúela og Grinda­vík og óviss­una sem fylg­ir því að vera hæl­is­leit­end­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur nú þeg­ar synj­að einu sinni um leyfi til að setj­ast að í ör­ygg­inu á Ís­landi.

Mest lesið

Þórður Snær Júlíusson
1
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Kom­ið á óvart í stað þess að valda okk­ur von­brigð­um

Allt stefn­ir í að næsti for­seti lands­ins verði kos­inn með um fjórð­ungi at­kvæða. Það er svip­að hlut­fall og stærsti flokk­ur­inn í síð­ustu þing­kosn­ing­um fékk, ekki langt frá þeim fjölda sem treyst­ir Al­þingi og rík­is­stjórn­inni og mun fleiri en treysta nýj­asta for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar. Ís­land er sundr­uð þjóð sem hef­ur glat­að trausti sínu á ráða­menn. Það er þeirra að vinna það aft­ur.
Með sigg í lófunum og sigg á sálinni
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Með sigg í lóf­un­um og sigg á sál­inni

Vikt­or Trausta­son for­setafram­bjóð­andi veit bæði hvernig það er að borða ókeyp­is 1944-rétti í heila viku vegna pen­inga­skorts og lifa við fjár­hags­legt ör­yggi. Þrátt fyr­ir að vera með meist­ara­gráðu í hag­fræði hef­ur hann að mestu ver­ið í störf­um sem hafa lófa­sigg sem fylgi­fisk. Vikt­or – sem seg­ist hafa ver­ið bú­inn að senda út á ann­að þús­und at­vinnu­um­sókn­ir þeg­ar hann ákvað að fara í fram­boð – ætl­ar að vinna í fiski í sum­ar, sama hvort hann verð­ur for­seti Ís­lands eð­ur ei og gef­ur lít­ið fyr­ir skoð­anakann­an­ir sem spá hon­um inn­an við eitt pró­sent at­kvæða.
Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið
5
Allt af létta

Rugl­að sam­an við Höllu T. og drakk frítt allt kvöld­ið

Anna Þóra Björns­dótt­ir vissi ekki hvað­an á sig stæði veðr­ið þeg­ar fólk fór að vinda sér upp að henni fyrr í maí og tjá henni að það ætl­aði að kjósa hana til for­seta Ís­lands. Svo átt­aði hún sig á því hvað væri í gangi, kjós­end­urn­ir héldu að þeir væru að tala við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­setafram­bjóð­anda, ekki Önnu Þóru, eig­anda Sjáðu.
Tvær konur hnífjafnar í einum mest spennandi kosningum lýðveldissögunnar
7
GreiningForsetakosningar 2024

Tvær kon­ur hníf­jafn­ar í ein­um mest spenn­andi kosn­ing­um lýð­veld­is­sög­unn­ar

Loka­kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að það eru yf­ir­gnæf­andi lík­ur á því að ann­að hvort Halla Tóm­as­dótt­ir eða Katrín Jak­obs­dótt­ir verði næsti for­seti Ís­lands. Hálf millj­ón sýnd­ar­kosn­ing­ar sýna að vart er hægt að greina mun á lík­um þeirra á sigri. Leita verð­ur aft­ur til árs­ins 1980 til að finna jafn tví­sýn­ar kosn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
4
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“
10
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

„Þetta er brot sem ég hef á minni fer­il­skrá, ég get ekk­ert gert í því“

Bald­ur Sig­urð­ar­son hef­ur bú­ið á þrem­ur áfanga­heim­il­um Betra lífs. Hann seg­ir það hafa ver­ið „ósann­gjarnt“ þeg­ar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Bald­ur ját­ar fús­lega að selja ávana­bind­andi lyf, seg­ist gera það til að geta séð fyr­ir börn­un­um sín­um. Hann þver­tek­ur hins veg­ar fyr­ir að hafa mis­not­að sér neyð kvenna sem eru langt leidd­ir fíkl­ar, og slík­ar ásak­an­ir séu „kjaftæði“.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu