Aðili

Þorsteinn Víglundsson

Greinar

Ráðherra efast um að dómnefndin hafi vandað nægilega til verka
Fréttir

Ráð­herra ef­ast um að dóm­nefnd­in hafi vand­að nægi­lega til verka

Þeg­ar dóms­mála­ráð­herra rök­studdi val sitt á um­sækj­end­um sagð­ist hún telja dóm­nefnd­ina hafa sinnt störf­um sín­um og rann­sókn­ar­skyldu með full­nægj­andi hætti og að eng­ir form­gall­ar væru á með­ferð máls­ins. Fé­lags­mála­ráð­herra Við­reisn­ar gagn­rýn­ir hins veg­ar vinnu­brögð dóm­nefnd­ar og ef­ast um að hún hafi vand­að sig nægi­lega.
„Þetta er engin framtíð“
Úttekt

„Þetta er eng­in fram­tíð“

Christ­ina Atten­sper­ger fær ein­ung­is 44 pró­sent af full­um ör­orku­líf­eyri þrátt fyr­ir að hafa bú­ið á Ís­landi frá því hún var 25 ára göm­ul. Alls búa 1.719 líf­eyr­is­þeg­ar við bú­setu­skerð­ing­ar á Ís­landi og þar af eru 884 sem fá eng­ar greiðsl­ur frá öðru ríki. Fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra seg­ir ekki nauð­syn­legt að gera grund­vall­ar­breyt­ing­ar á al­manna­trygg­inga­kerf­inu og seg­ir að horfa þurfi á fleiri þætti í vel­ferð­ar­kerf­inu okk­ar, svo sem fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­laga. Sú að­stoð er hins veg­ar ein­ung­is hugs­uð til skamms tíma, ólíkt ör­orku­líf­eyri.
Endaði barnshafandi á geðdeild
Viðtal

End­aði barns­haf­andi á geð­deild

Mál­fríð­ur Hrund Ein­ars­dótt­ir, formað­ur Hug­arafls, seg­ir frá því hvernig hvert áfall­ið á fæt­ur öðru varð til þess að hún missti geð­heils­una og metn­að­inn og fest­ist í hlut­verki sjúk­lings, sem átti ekki að rugga bátn­um, ekki ögra sjálf­um sér eða um­hverf­inu, eða gera neitt sem gæti orð­ið til þess að hann fengi kast eða yrði leið­ur. Hún seg­ir frá því hvernig henni tókst að rjúfa þenn­an víta­hring, finna sína styrk­leika og fara að lifa á ný.
Ráðherra vill að Landspítalinn hagræði meira - Spítalinn leiðréttir fullyrðingar um „stóraukin útgjöld“
Fréttir

Ráð­herra vill að Land­spít­al­inn hag­ræði meira - Spít­al­inn leið­rétt­ir full­yrð­ing­ar um „stór­auk­in út­gjöld“

Að sögn Land­spít­al­ans not­að­ist Þor­steinn Víg­lunds­son fé­lags­mála­ráð­herra við rang­ar töl­ur í við­tali við Morg­un­blað­ið, þar sem hann lýsti stór­aukn­um fjár­fram­lög­um til spít­al­ans. Ráð­herr­ann seg­ir að gera verði kröf­ur til stjórn­enda spít­al­ans, eins og stjórn­mála­manna, og seg­ir þá þurfa að hagræða.
Frumvarp um jafnlaunavottun afgreitt úr ríkisstjórn
Fréttir

Frum­varp um jafn­launa­vott­un af­greitt úr rík­is­stjórn

Frum­varp­ið sem var kynnt á blaða­manna­fundi Við­reisn­ar í októ­ber og átti að verða for­gangs­mál varð ekki fyrsta frum­varp­ið sem ráð­herra lagði fram á Al­þingi líkt og lagt var upp með. Frum­varp­ið hef­ur vak­ið heims­at­hygli þótt það hafi í raun ekki enn kom­ið fyr­ir Al­þingi. Það var hins veg­ar af­greitt úr rík­is­stjórn í síð­ustu viku.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu