Aðili

Sjálfstæðisflokkur

Greinar

Spurði hvort Bjarni og Þórdís hefðu reynt að hleypa illu blóði í kjaraviðræður
Fréttir

Spurði hvort Bjarni og Þór­dís hefðu reynt að hleypa illu blóði í kjara­við­ræð­ur

Í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um stóð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra fyr­ir svör­um um kjara­við­ræð­ur. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, spurði hvort að hún og Bjarni Bene­dikts­son væru að reyna að hleypa illu blóði í kjara­við­ræð­ur. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir vildi vita hvort ætti að af­henda helm­ingi vinnu­mark­að­ar­ins það að taka ákvarð­an­ir um rík­is­fjár­mál.
Segir Bjarna ekki eiga heima á hinum pólitíska vettvangi
Stjórnmál

Seg­ir Bjarna ekki eiga heima á hinum póli­tíska vett­vangi

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir gagn­rýndi Bjarna Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra fyr­ir að stilla Grind­vík­ing­um upp á móti verka­lýðs­hreyf­ing­unni í ræðu á Al­þingi í dag. Sagði hún að fólk sem æli á sundr­ung og reyndi að stilla Grind­vík­ing­um upp á móti öðr­um hóp­um sam­fé­lags­ins í póli­tísk­um til­gangi ætti ekki heima á hinum póli­tíska vett­vangi.
Fullyrðingar Ásmundar um hælisleitendur eiga við takmörkuð rök að styðjast
FréttirFlóttamenn

Full­yrð­ing­ar Ásmund­ar um hæl­is­leit­end­ur eiga við tak­mörk­uð rök að styðj­ast

Ásmund­ur Frið­riks­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hef­ur haft uppi tals­verð­ar mein­ing­ar um hæl­is­leit­end­ur á Ís­landi. Hann hef­ur upp á síðkast­ið hald­ið því fram að kostn­að­ur­inn við mál­efni út­lend­inga nemi allt að 20 millj­örð­um króna og hald­ið því fram að palestínsk­ir mót­mæl­end­ur á Aust­ur­velli birti stríðs­áróð­ur og hat­ursorð­ræðu.
„Íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði“
Stjórnmál

„Íbú­ar þessa lands búa í ósam­þykktu at­vinnu­hús­næði á með­an ferða­fólk gist­ir í íbúð­ar­hús­næði“

Í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Al­þingi í dag hélt Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, því fram að ákveð­ið stjórn­leysi ríkti í stjórn á Airbnb og íbúð­um í skamm­tíma­leigu. Lét hún Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur standa fyr­ir svör­um um reglu­gerð sem hún setti á skamm­tíma­leigu íbúða.
Stjórnmálaflokkar skila auðu í stórum málaflokkum
GreiningAlþingiskosningar 2021

Stjórn­mála­flokk­ar skila auðu í stór­um mála­flokk­um

Í fleiri til­vik­um en færri eru kosn­inga­áhersl­ur stjórn­mála­flokk­anna sem bjóða fram til Al­þing­is al­menn­ar og óút­færð­ar. Kostn­að­ar­út­reikn­ing­ar fylgja stefnu­mál­um í fæst­um til­fell­um og mik­ið vant­ar upp á að sýnt sé fram á hvernig eigi að fjár­magna kosn­ingalof­orð­in. Hluti flokk­anna hef­ur ekki sett fram kosn­inga­stefnu í stór­um mála­flokk­um. Al­mennt orð­að­ar stefnu­skrár gætu orð­ið til þess að liðka fyr­ir stjórn­ar­mynd­un.

Mest lesið undanfarið ár