Flokkur

Öryggi á vinnustað

Greinar

Fékk áfall eftir atvik við rútuakstur og er nú heimilislaus
Fréttir

Fékk áfall eft­ir at­vik við rútuakst­ur og er nú heim­il­is­laus

Ant­hony McCr­indle lýs­ir erf­ið­um vinnu­að­stæð­um hjá rútu­fyr­ir­tækj­um á Ís­landi. Starfs­menn séu beðn­ir um að vinna ólög­lega lengi og keyri far­þega sína eft­ir litla hvíld. Sjálf­ur end­aði hann á geð­deild eft­ir að at­vik í vinn­unni leiddi til sjálfs­morðs­hugs­ana. Í kjöl­far­ið var hann rek­inn, rakst á veggi í vel­ferð­ar­kerf­inu og býr nú í bíln­um sín­um.
Vantar fleiri tól til að berjast gegn launaþjófnaði
ViðtalRéttindabrot á vinnumarkaði

Vant­ar fleiri tól til að berj­ast gegn launa­þjófn­aði

Tveir full­trú­ar sem sinna vinnu­staða­eft­ir­liti ASÍ á höf­uð­borg­ar­svæð­inu segja að er­lent starfs­fólk eigi sér­stak­lega und­ir högg að sækja á nú­ver­andi vinnu­mark­aði. Þeir ræða mik­il­vægi þess að stöðva kenni­töluflakk, setja þak á frá­drátt­ar­liði á launa­seðl­um og að finna leið­ir til að fara beint í rekstr­ar­að­ila sem stunda launa­þjófn­að.
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði

Nið­ur­lægð og svik­in á Hót­el Adam

Eig­andi Hót­els Adam var dæmd­ur til að greiða tékk­neskri konu, Kri­stýnu Králová, tæp­ar þrjár millj­ón­ir vegna van­gold­inna launa. Hún seg­ir frá starfs­að­stæð­um sín­um í við­tali við Stund­ina. Hún seg­ist hafa ver­ið lát­in sofa í sama rúmi og eig­and­inn þar sem hann hafi ít­rek­að reynt að stunda með henni kyn­líf. Hún seg­ir að hann hafi líka sann­fært sig um að lög­regl­an myndi hand­taka hana því hún væri ólög­leg­ur inn­flytj­andi. Eig­and­inn neit­ar ásök­un­um henn­ar og seg­ir að það sé „ekk­ert að frétta“.
Á ferð með eftirlitinu: Lygar, ótti og reiði í Villta vestrinu
RannsóknRéttindabrot á vinnumarkaði

Á ferð með eft­ir­lit­inu: Lyg­ar, ótti og reiði í Villta vestr­inu

Blaða­mað­ur kynnt­ist ótta er­lendra starfs­manna og ósann­ind­um og reiði vinnu­veit­enda í eft­ir­lits­ferð ASÍ og SA um vinnu­staði á Snæ­fellsnes­inu. Dæmi fund­ust um starfs­fólk á 100 þús­und króna mán­að­ar­laun­um, fólk án ráðn­inga­samn­inga, vanefnd­ir á launa­tengd­um greiðsl­um og sjálf­boða­liða í stað laun­aðs starfs­fólks. Sér­fræð­ing­ar segja að vinnu­staða­brot gegn starfs­fólki séu að fær­ast í auk­anna.
Var með réttindalausa útlendinga í vinnu vegna þrýstings frá þjóðfélaginu
FréttirRéttindabrot á vinnumarkaði

Var með rétt­inda­lausa út­lend­inga í vinnu vegna þrýst­ings frá þjóð­fé­lag­inu

Verk­taka­fyr­ir­tæki var grip­ið og sekt­að um síð­ustu helgi á Ak­ur­eyri fyr­ir að hafa fjóra rétt­inda­lausa starfs­menn í vinnu án kenni­tölu við vafa­sam­ar að­stæð­ur. Starfs­mað­ur sem var hand­tek­inn ját­ar mis­tök. „Svona er líf­ið. Það geta kom­ið upp hnökr­ar,“ út­skýr­ir hann.

Mest lesið undanfarið ár