Fréttamál

Flóttamenn

Greinar

Hægt að túlka mál á 48 tímum í stað 48 mánaða
FréttirFlóttamenn

Hægt að túlka mál á 48 tím­um í stað 48 mán­aða

Í við­kvæm­um mál­um er oft tek­ist á um túlk­un út­lend­ingalaga, eins og mál 12 og 14 ára drengja frá Palestínu, þeirra Sam­eer Omr­an og Yaz­an Kaware. Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, er með LLM-próf í mann­rétt­ind­um frá Kaþ­ólska há­skól­an­um í Leu­ven. Hún tel­ur Út­lend­inga­stofn­un ekki vera að beita lög­un­um rétt.
Aukin hætta á ofbeldi ef rasismi fær að grassera
ViðtalFlóttamenn

Auk­in hætta á of­beldi ef ras­ismi fær að grass­era

Mik­il hætta er á auknu of­beldi í lönd­um þar sem nei­kvæð orð­ræða um inn­flytj­end­ur og hæl­is­leit­end­ur fær að grass­era, að sögn full­trúa Flótta­manna­stofn­un­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna. „Okk­ar stofn­un var stofn­uð eft­ir seinni heims­styrj­öld­ina. Það stríð varð til úr ras­isma og gyð­inga­h­atri. Það byrj­aði allt með orð­um,“ seg­ir full­trú­inn – Annika Sand­l­und.
Brátt á heimleið:  Ísland breytti sýn Isaacs á samkynhneigð
FréttirFlóttamenn

Brátt á heim­leið: Ís­land breytti sýn Isaacs á sam­kyn­hneigð

„Ég hef ekk­ert á móti sam­kyn­hneigð­um, ég vil að all­ir fái að lifa sínu lífi eins og þeir vilja,“ seg­ir Isaac Kwateng, vall­ar­stjóri Þrótt­ar, sem er á leið aft­ur til Ís­lands eft­ir að hafa ver­ið send­ur úr landi eft­ir sex ára dvöl hér. Hann flúði Gana ár­ið 2017 eft­ir að hafa pre­dik­að gegn sam­kyn­hneigð. Sýn hans á rétt­indi hinseg­in fólks breytt­ist eft­ir að hann kom til Ís­lands.
Móðir og systir Oriönu fengu vernd en hún send burt
Viðtal

Móð­ir og syst­ir Oriönu fengu vernd en hún send burt

Þrátt fyr­ir að móð­ir Oriönu Das­iru Agu­delo Pinedu og syst­ir henn­ar hafi feng­ið hæli hér á landi fljót­lega eft­ir að þær sóttu um það verð­ur Ori­ana send aft­ur til Venesúela í byrj­un nóv­em­ber, jafn­vel þó að Út­lend­inga­stofn­un telji að hún eigi á hættu að sæta þar illri með­ferð. Ástæð­an fyr­ir því að hún fékk ekki vernd er sú að hún er með tvö­fald­an rík­is­borg­ara­rétt – venesú­elsk­an og kól­umb­ísk­an. Í Kól­umb­íu seg­ist hún ekki eiga neitt bak­land og að rík­is­borg­ara­rétt­ur­inn sé til­kom­inn vegna kól­umb­ísks afa sem hún hitti aldrei.
Pólarnir „garga á hvor annan“ í „skotgrafaumræðu“
SkýringFlóttamenn

Pól­arn­ir „garga á hvor ann­an“ í „skot­grafaum­ræðu“

„Stefnu­leysi“, „óstjórn“, „ógöng­ur“, „skrípaleik­ur“, allt eru þetta orð sem þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar nota um stöð­una í mál­efn­um hæl­is­leit­enda hér á landi. Þeir tala um póla­ríser­aða um­ræðu og sum­ir kalla eft­ir þver­póli­tískri sátt. Það er þó svo langt á milli flokka, bæði inn­an rík­is­stjórn­ar og ut­an henn­ar, að erfitt get­ur ver­ið að ímynda sér að slík sátt geti orð­ið til.
Fjölskyldan í áfalli – „Ég vissi ekki að lífið gæti verið svona erfitt“
FréttirFlóttamenn

Fjöl­skyld­an í áfalli – „Ég vissi ekki að líf­ið gæti ver­ið svona erfitt“

Ír­ösk fjöl­skylda hef­ur enn og aft­ur feng­ið þau skila­boð frá ís­lensk­um stjórn­völd­um að yf­ir­gefa land­ið. Fyr­ir tæpu ári var hún flutt með valdi úr landi en sneri hins veg­ar aft­ur eft­ir nið­ur­stöðu dóm­stóla. „Hann hef­ur það ekki gott,“ seg­ir Yasam­een Hus­sein um Hus­sein bróð­ur sinn sem er fatl­að­ur og not­ar hjóla­stól. „Við er­um ör­magna.“

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu