Að mynda bandalög hér og þar
Raddir margbreytileikans

Að mynda banda­lög hér og þar

Gestur hlaðvarpsins er Stella Samúelsdóttir. Stella er fædd 27. febrúar 1975 í Reykjavík en hefur auk þess búið í Ísrael, Ítalíu, Malaví og í New York og New Orleans í Bandaríkjunum. Hún lauk BA prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands 1999. Árið 2003 útskrifaðist hún með Post Graduate Diploma í alþjóðasamskiptum frá The Johns Hopkins Unversity og 2004 með Post Graduate Diploma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Einnig hefur hún D-vottun í verkefnastjórnun Endurmenntun HÍ (verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun) sem hún lauk 2010. Áhugasvið Stellu snúa að ferðalögum, mannréttindum og alþjóðamálum. Í gegnum tíðna hefur hún meðal annars starfað á verkfræðistofu, sem sérfræðingur á skrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar í Malaví og haft yfirumsjón með ýmsum verkefnum þar, sem sérfræðingur hjá fastanefnd Íslands til Sameinuðu þjóðanna í New York, sjálfstætt starfandi ráðgjafi í þróunarmálum og rekið eigið fyrirtæki. Í dag starfar Stella sem framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
· Umsjón: Krist­ján Þór Sig­urðs­son, Sveinn Guðmundsson

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Immaculate
    Paradísarheimt #13 · 31:03

    Immacula­te

    Húmor í mannréttindabaráttu
    Þjóðhættir #51 · 33:06

    Húm­or í mann­rétt­inda­bar­áttu

    Á hraða snigilsins
    Eitt og annað · 05:55

    Á hraða snigils­ins

    Fimm ráð til að rífa sig upp af rassinum
    Sif #14 · 05:39

    Fimm ráð til að rífa sig upp af rass­in­um