Pistill

Þrjár spurningar um nýja ríkisstjórn

Illugi Jökulsson telur sig eiga rétt á að fá þremur spurningum svarað

Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna - eða flokksins. Þetta er skjáskot úr sjónvarpinu eins og sjá má af táknmálstúlkinum.

Ég kaus engan þeirra þriggja flokka sem nú hafa myndað ríkisstjórn.

Eigi að síður tel ég mig hafa rétt á að krefjast svara við þremur spurningum af forystumönnum flokkanna.

Og vona og treysti að þeir bregðist skjótt og vel við.

Í fyrsta lagi - spurning til Óttarrs Proppé.

Hvenær, hvers vegna og af hverjum af var sú ákvörðun tekin að Björt framtíð skyldi fram í rauðan dauðann fylgja Viðreisn bæði í einu og öllu? Var um þetta rætt innan flokksins eða stafaði þetta eingöngu af því hve hændur Óttarr Proppé varð að Benedikt Jóhannssyni?

Athugið að það dugar ekki að svara: Báðir flokkarnir eru frjálslyndir miðjuflokkar og því eðlilegt að þeir leggi saman krafta sína til að öðlast meira vægi.

Flokkarnir tveir voru nefnilega ekki að „leggja saman krafta sína“ heldur væri sanni nær að Björt framtíð hafi lagt sig niður og gerst deild í Viðreisn.

Þetta blasti við öllum með augu og eyru í höfðinu.

Björt framtíð mun vissulega hafa sýnt því einlægan áhuga að mynda fimmflokkastjórnina (það segir Birgitta hreinskilnislega), en strax og ljóst varð að Viðreisn hafði engan slíkan áhuga, þá fylgdi Björt framtíð Viðreisn í blindni en myndaði sér - að því er virðist - ekki sjálfstæða skoðun á því hvort haldið skyldi áfram í bandalaginu við Benedikt.

Sem leiðir beint að spurningu númer tvö:

Er það rétt, Benedikt Jóhannsson, að þú hafir alla tíð sýnt algjört áhugaleysi í viðræðum um fimmflokkastjórnina, varla sagt eitt einasta orð á fundum og gefið frá byrjun fullkomlega til kynna með orðum (eða orðaleysi) og fasi og áhugaleysi að þú værir bara að bíða eftir að þessu lyki, svo þú gætir snúið þér að þínu raunverulega áhugamáli - að mynda Engeyjarstjórnina?

Sem sé: Lagðir þú eitthvað til málanna í viðræðum um fimmflokkastjórnina, Benedikt, eða ekki?

Eða voruð þið frændur búnir að ákveða og handsala hvernig staðið skyldi að þessu?

Og í þriðja lagi, Bjarni Benediktsson.

Ef Jóhanna Sigurðardóttir hefði stungið oní skúffu mikilsverðri skýrslu sem snerti jafnt þjóðarhag og tilefni kosninga - til dæmis árið 2013 - og hún hefði síðan logið blákalt um það hvenær sú skýrsla hefði borist, hvenær hún sjálf hefði séð hana og hvaða máli skýrslan hefði skipt - hversu fljótur hefðir þú orðið upp á háa C í þinni algjöru hneykslun yfir þessum lygum og þeirri ótrúlegu spillingu?

Það má skeika tveim þrem sekúndum í svarinu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Kærði vin sinn fyrir nauðgun en málið var fellt niður: Þetta er ekki kynlíf

Pistill

Gagnrýnir endurupptökunefnd harðlega: Villandi framsetning og falsanir teknar gildar

Fréttir

Réttindi lífeyrisþega skert með afturvirkum lögum

Fréttir

Hópur sálfræðinga og geðlækna segir Trump óhæfan í embætti

Pistill

Vinur minn Fouad

Fréttir

Þáði gjöf frá Hreyfingu og kom fram í umfjöllun þar sem þjónusta fyrirtækisins var kynnt

Mest lesið í vikunni

Viðtal

„Pabbi var nasisti“

Fréttir

Vill áfengi í búðir og efast um gildi vísindarannsókna

Pistill

Poj poj Sævar vinur minn

Fréttir

Lætur ekki undan „öllu garginu“ um Guðmundar- og Geirfinnsmál

Pistill

Íslenskir unglingar eru hættir að sukka

Fréttir

Kærði vin sinn fyrir nauðgun en málið var fellt niður: Þetta er ekki kynlíf