Glatkistan

Skar sig á háls og hálsbrotnaði um leið

Illugi Jökulsson rakst á gamla klausu sem segir merkilega sögu um íslenska blaðamennsku.

Þeir sem mæðast yfir því að íslenskir fjölmiðlar nútildags séu full fljótir til nafnbirtinga og ályktana um viðkvæm mál ættu að skoða þessa frétt úr Þjóðólfi frá 5. febrúar 1854 eða fyrir hátt í 200 árum.

Þar eð sumum kann að þykja skjáskotið úr blaðinu illlæsilegt hef ég skrifað það upp, svolátandi:

„Ýmsar slisfarir hafa spurzt: maður nokkur, Baldvin Hinriksson að nafni, járnsmiður og víða kunnugur nyrðra og hér fyrir sunnan, skar sig á háls á jóladagsmorguninn, og hálsbrotnaði um leið og hann féll við áverkanum. Nóttina milli 4. og 5. [fyrra mánaðar] varð úti í góðu veðrið vestan undir Mosfellsfjalli í Grímsnesi Steindór Torfason (frá Breiðabólstað) bóndi á Seli í Grímsnesi á bezta aldri; maðurinn var hneigður til öldrykkju, en ekki vitum vér með vissu hvort hann var drukkinn þessa nótt.“

Hér er sem sé ekki hikað við að greina frá sjálfsmorðum og aðferðum við þau, heldur hikar ritstjórinn Jón Guðmundsson heldur ekki við að hugleiða alveg án tilefnis um það hvort Steindór á Seli hafi verið drukkinn þegar hann dó!

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Reykjavík er ónýt

Fréttir

Hægt að taka á húsnæðisvanda ungs fólks með fyrirframgreiddum arfi frá foreldrum

Pistill

Eru erlendir dýraníðingar í lagi?

Pistill

Tökum kvótann af sægreifunum

Leiðari

Sigur lyginnar

Fréttir

Kenna vinstristjórninni um 25 ára reglu hægristjórnarinnar

Mest lesið í vikunni

Pistill

Reykjavík er ónýt

Fréttir

Ótti og grátur eftir störf á farfuglaheimili á Selfossi

Fréttir

Hægt að taka á húsnæðisvanda ungs fólks með fyrirframgreiddum arfi frá foreldrum

Rannsókn

Skuggahlið ferðamennskunnar: Draumurinn á Íslandi breytist í martröð

Pistill

Eru erlendir dýraníðingar í lagi?

Pistill

Tökum kvótann af sægreifunum