Flækjusagan

„Feiti Búdda“ er ekki Búdda

Illugi Jökulsson leiðréttir algengan misskilning.

Hinn káti Budaj - Víða er talið gæfumerki að snerta bumbu hans, og muni fylgja því auðæfi og velsæld í lífinu. Sjálfur var Budaj fátækur en hafði þó alltaf nóg að bíta og brenna eins og sjá má.

Allir hafa séð styttu á borð við þá sem myndin, sem fylgir greininni, sýnir. Styttan túlkar - að því er flestir telja - feitan og pattaralegan Búdda, hinn indverska trúarleiðtoga sem kom um 500 fyrir Krist á fót siðalærdómi þeim sem við hann er kenndur.

Ekki er nóg með að styttur af þessu tagi sýni Búdda vel í holdum, heldur er hann líka skælbrosandi á þeim.

Og þótt Íslendingar almennt þekki kannski ekki mikið til hinna fínni blæbrigða Búddismans, þá hafa þessar styttur oft vakið heilmikla undrun ókunnugra, til dæmis á ferðum í Kína eða víðar í Asíu.

Því var ekki Búdda - sem hét réttu nafni Siddartha Gautama - var hann ekki strangur meinlætamaður, sem prédikaði ævinlega hófsemd og hátíðleika?

Hvernig fer það saman við hin káta Búdda með flíruglottið sem jafnframt er augljóst að hefur ekki beinlínis haldið í við sig í mat og drykk?

Skýringin er einföld. Hinn „feiti Búdda“ er alls ekki Búdda, heldur kínverski alþýðuguðinn Budaj.

Nafnið Budaj mun þýða „taupoki“ og Budaj er líka yfirleitt með taupoka við hendina á þeim styttum sem gerðar hafa verið af honum. 

Í kínverskri alþýðutrú var Budaj tákn fyrir nægjusemi og þó ekki síður lífsgleði. Budaj fór um með allar sínar fátæklegu eigur í taupoka, glaður og ánægður, og oft fylgja honum herskarar af kátum krökkum sem hrifist hafa af brosmildi hans og sælu. 

Eftir að Búddismi tók að breiðast út um Kína varð Budaj hluti af búddískum goðsagnaheimi.

Stundum er hann jafnvel talinn vera „Majtreya“ en það er titill sem notaður er um þá sem vegna helgi sinnar eða andlegra eiginleika gætu kannski orðið Búdda einhvern tíma í framtíðinni. Svo ýmis tengsl eru vissulega milli Búdda og Budaj.

En fyrst og fremst er Budaj þó hann sjálfur, kátur og reifur og boðar gæfu.

Styttur af honum er mjög víða að finna í Kína en einnig víða í Suðaustur-Asíu.

En ef leiðsögumenn þar syðra segja ferðamönnum að nú séu þeir að fara að skoða fræga styttu af „hlæjandi Búdda“ eða „feita Búdda“ þá nenna þeir einfaldlega ekki að útskýra muninn á Búdda og Budaj fyrir ferðahópi sínum.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Leitin að Birnu: Skór fundust og myndband sýnir hlaupandi menn á Laugavegi

Fréttir

Lögreglan leitar í rauðri bifreið í Breiðholti

Fréttir

Faðir Birnu: „Hún var búin að vera hress og kát“

Viðtal

Kvíðinn varð líkamlegur

Fréttir

Sími Birnu gæti hafa farið í átt að Heiðmörk: „Það er slökkt af mannavöldum“

Fréttir

Leitin að Birnu: Símanum hugsanlega stolið

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Leitin að Birnu: Skór fundust og myndband sýnir hlaupandi menn á Laugavegi

Fréttir

Umdeild fortíð ráðherra nýrrar ríkisstjórnar

Fréttir

Lögreglan leitar í rauðri bifreið í Breiðholti

Fréttir

Faðir Birnu: „Hún var búin að vera hress og kát“

Fréttir

Mikil sorg á Suðurnesjum eftir svipleg andlát ungmenna

Úttekt

Niðurlægingin: Þau verst settu eru skilin eftir