Pistill

Af sviðinni jörð lýðræðisins

„Nú blasir við okkur sá raunveruleiki að hér gæti tekið til starfa hægrisinnaðasta ríkisstjórn í manna minnum. Ríkisstjórn flokka sem engan áhuga hafa haft á því að ræða aukna misskiptingu í samfélaginu og virðast ekki líta á hana sem vandamál,“ skrifar Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, doktorsnemi í heimspeki og fráfarandi stjórnarmaður Lýðræðisfélagsins Öldu.

Þegar kemur að lýðræðismálum, valdeflingu almennings og vinnu með traust á stjórnkerfinu þá skildi seinasta ríkisstjórn eftir sig sviðna jörð. 

Stjórnarskrárferlið, ein merkasta tilraun í íbúalýðræði í mannkynssögunni, var ekki aðeins þaggað heldur markvisst barið niður. Loforð um þjóðaratkvæði og aðkomu þjóðarinnar að ákvörðunum um hvort umræðum við Evrópusambandið skildi haldið áfram var blákalt svikið. Og þegar vanhæfi stjórnmálamanna blasti við öllum í kjölfar Panamamálsins þá voru viðbrögðin ekki hógværð og viðurkenning á því að valdið er lýðsins, heldur hroki og valdbeiting, með þeirri niðurstöðu einni að með herkjum var aðeins hægt að koma einum vanhæfum ráðamanni frá. Og það þrátt fyrir stærstu mótmæli Íslandssögunnar og þó víðar væri leitað. Og eina hugmynd þeirra um aukið íbúalýðræði reyndist vera að flytja kosningarnar fram um nokkra mánuði, og það ekki fyrr en búið var að snúa rækilega upp á hendurnar á þeim.

Nú blasir við okkur sá raunveruleiki að hér gæti tekið til starfa hægrisinnaðasta ríkisstjórn í manna minnum. Ríkisstjórn flokka sem engan áhuga hafa haft á því að ræða aukna misskiptingu í samfélaginu og virðast ekki líta á hana sem vandamál. Flokka sem takmarkaðan áhuga virðast hafa á því að stíga skref í átt að aukinni lýðræðisvæðingu, hvort sem er á hinu opinbera sviði eða í einkageiranum. Það er því mikilvægara nú en oft áður að borgarar landsins láti í sér heyra, þannig að samfélagsleg gildi og uppbygging á því sem við eigum saman verði ekki fótum troðið af fjármálaöflunum.

Ef þið eruð orðin þreytt á ástandinu, en líka þreytt á því að nöldra yfir því, viljið gera eitthvað í málunum, en langar ekki að ganga í stjórnmálaflokk, þá er ég með tillögu handa ykkur:

Í kvöld verður aðalfundur Lýðræðisfélagsins Öldu. Ný stjórn mun hefja störf. 

Lýðræðisfélagið hefur starfað sem þrýstiafl á stjórnvöld og verkalýðsfélög síðan frá hruni. Félagið hefur m.a. lagt áherslu á lýðræðisumbætur, aukna þátttöku almennings, lýðræðisvæðingu fyrirtækja, styttingu vinnudagsins og sjálfbærni í umhverfismálum. 

Fundurinn er öllum opinn, eins og allir fundir félagsins.

Látum 2017 vera ár breytinga, komdu á Stofuna við Vesturgötu í Reykjavík í kvöld klukkan 20 og taktu þátt!

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Úttekt

Nýlendur unga fólksins

Pistill

Eitraðir ísbirnir hröktu nasista Hitlers brott; nú er Pútin mættur

Fréttir

Ferð án fyrirheits: Flokkurinn sem boðaði nýja og breytta pólitík endar ferð sína í hægri stjórn

Fréttir

Ætlar að taka tillit til gagnrýni fjármálaráðs í næstu fjármálaáætlun

Spurt & svarað

Skýrsla um loftlagsmál var „sjokk“

Fréttir

Þeir verst settu borga þrefalt meira í tannlækningar en lög gera ráð fyrir

Mest lesið í vikunni

Pistill

Um kosti þess að búa á Íslandi

Úttekt

Björn Ingi fékk kúlulán meðfram lundafléttu

Fréttir

Segir Viðskiptablaðið fara með dylgjur og lygar

Pistill

Baráttan um heilbrigðiskerfið er barátta fyrir lýðræði

Pistill

Ísland efnahagsbrotalaust land 2020

Pistill

Vaxandi misskipting