Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Undir látlausu yfirborði

Bók Krist­ín­ar Ei­ríks­dótt­ur El­ín, ým­is­legt er furðu­leg lestr­areynsla. Frá­sögn­in er köld og óper­sónu­leg og sag­an læt­ur lít­ið yf­ir sér við fyrstu sýn.

Undir látlausu yfirborði
Kristín Eiríksdóttir Mynd: dino ignani

 

                                                  

                                                     Elín, ýmislegt

                                                       Kristín Eiríksdóttir

                                                        JPV

                                                        3 stjörnur af 5

                                                          

Um miðbik skáldsögu Kristínar Eiríksdóttur er kafli um karlmenn sem fara til Taílands til að kaupa blíðu þarlendra kvenna. Þessi kafli í bókinni, sem segir frá lífi rúmlega sjötuga leikmyndahönnuðarins Elínar, nær að fanga vel líðan og stemninguna hjá þessum körlum án þess að Kristín sé kvikindisleg eða dæmandi á nokkurn hátt þegar hún segir frá forsendum þeirra fyrir Taílandsferðunum. Elín kynnist einum þeirra, Mike, sem Kristín lýsir svona: „Til að byrja með greini ég engan mun á honum og hinum. Sömu kakístuttbuxurnar, sami pólóbolurinn, sömu sokkarnir í sömu sandölunum, sömu bláslegnu næpuhvítu leggirnir.“ 

Þessi hluti bókar Kristínar er briljant af því hann lýsir þessum heimi Taílandskarlanna vel og af samkennd í fáum og meitluðum orðum. „Kynhvötin er bara frumhvöt einsog svengd og þreyta. Hun er eðlilegur hluti af lífinu og hvers vegna á að neita mér um að svala frumþörf?,“ segir Mike þegar hann útskýrir fyrir Elínu að hverju hann leitar. Elín veltir því fyrir sér hvað Mike sér þegar hann sér hana, hvað taílensku konurnar hugsa um hana af því hún er hvorki á höttunum eftir kynlífi eins og kallarnir, eða peningum eins og þær, og einmana mennirnir líta ekki á hana sem kynveru. Hvað vill Mike henni þá?

Kaflinn er einn af þeim betri í bók Kristínar: Sterkur, skrítinn og óþægilegur. Fram að honum finnst mér vanta flug í söguna eins og hún bíði eftir því að byrja. Frásögnin er látlaus, hlutlæg, hörð og laus við stórar tilfinningar að mestu, dálítið eintóna. Þessi bók er ekki sinfónía, heldur lágstemmdur einleikur á streng. Orðið ísmeygileg kemur upp í hugann, eða lævís, því undir textanum og orðunum á blöðunum leynist kannski eitthvað meira en við fyrstu sýn. Undirtexti bókarinnar er örugglega lengri en þessar tæpu 200 síður sem nóvellan telur. 

Elín fær í byrjun bókarinnar senda til sín kassa með gömlum hlutum úr æsku sinni en bókin er öðrum þræði um minningarnar úr fortíð Elínar - einn kassinn er merktur Elín, ýmislegt, heiti bókarinnar - sem tengja má kössunum. Hún er vinna við nýtt leikrit eftir unga konu, Ellenu Álfsdóttur, sem er dóttir ógæfusams rithöfundar sem hét Álfur Finnsson, og Elín á minningar sem tengjast leikritaskáldinu og föður hennar. Þannig fléttast líf Elínar og Ellenar saman og býr til þráðinn þeirra á milli. Elínu finnst leikritið sjálft reyndar vera „algert drasl“ og telur að ástæðan fyrir því að það er sett upp sé að fólk vilji vita hvernig það var fyrir Elínu að alast upp með þekktu breyskmenni eins og Álfi en ekki út af virði þess sem listaverks.  Áhugi fólks á leikritinu er því ekki áhugi á góðu leikverki heldur gægjuþörf inn í líf frægs manns. 

Bók Kristínar skortir fleiri hápunkta, meira ris, eins og í frásögninni af Taílandsferð Elínar. Sagan verður dálítið flöt en kannski er það markmiðið með látleysinu að kalla fram þau hughrif hjá lesandum.  Inn á milli koma samt leiftrandi setningar og hugsanir eins og: „Látlausasta og algengasta mannshvarfið á sér samt stað innra með manni sjálfum. Þegar persónuleikinn tekur við starfi sálarinnar og heldur áfram, algerlega vélrænt með hjálp líkamans,“ sem skilja mann eftir með hugsanir. Kristín er fær.

Þetta er sérstök bók, undurfurðuleg alveg og erfið: Sjálfur botna ég ekki alveg í henni. Ég er alveg viss að ég mun ekki lesa neitt þessu líkt á næstunni. Eftir að hafa lesið hana hugsaði ég svipaðar hugsanir og þegar ég hef lokað sumum bókum Steinars Braga, til dæmis Hálendinu: Hvern fjandann var ég eiginlega að lesa og hvað er höfundurinn að segja mér í þessari sögu? Þetta er bók sem maður þarf eiginlega að lesa aftur og svo kannski aftur. Það er alltaf gaman þegar skáldsögur kýla mann, eða löðrunga eins og þessi, og skilja eftir óvissu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Jólabækur

Kraftur Jóns Kalmans
GagnrýniJólabækur

Kraft­ur Jóns Kalm­ans

Saga Ástu eft­ir Jón Kalm­an Stef­áns­son Út­gáfa: Bene­dikt­Ein­kunn: 4 stjörn­ur af 5 Jón Kalm­an Stef­áns­son er rit­höf­und­ur sem marg­ir hafa sterk­ar skoð­an­ir á. Sum­um finn­ast bæk­ur hans frá­bær­ar, nán­ast full­komn­ar, á með­an aðr­ir eiga erfitt með há­fleyg­an og ljóð­ræn­an stíl­inn. Ég þekki fólk sem elsk­ar bæk­ur Jóns Kalm­ans. En ég þekki líka fólk sem get­ur ekki les­ið hann út af...
Hvernig skrifa rithöfundarnir?: „Manneskja sem er skelfingu lostin gagnvart orðunum“
MenningJólabækur

Hvernig skrifa rit­höf­und­arn­ir?: „Mann­eskja sem er skelf­ingu lost­in gagn­vart orð­un­um“

Jóla­bóka­flóð­ið hef­ur ver­ið sagt sér­ís­lenskt fyr­ir­bæri þar sem svo marg­ar bæk­ur koma út, eða um 35 til 40 pró­sent allra bóka sem gefn­ar eru út á hverju ári. Stund­in fékk fimm rit­höf­unda, sem all­ir gefa út skáld­verk fyr­ir þessi jól, til að lýsa því hvernig þeir skrifa bæk­ur sín­ar og bað þá vin­sam­leg­ast líka að fara út fyr­ir efn­ið.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
10
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
7
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
8
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu