Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Yrðu þau ráðin sem ráðherrar?

Fjór­ir af fimm ráð­herr­um Fram­sókn­ar­flokks­ins fengju lík­lega ekki at­vinnu­við­tal fyr­ir stöð­una ef ráð­ið væri fag­lega í ráð­herra­embætti. Stund­in fékk hjálp ráðn­ing­ar­stofa til að meta óform­lega hæfni ráð­herra út frá tak­mörk­uð­um for­send­um.

Flokkur Pírata, sem hefur mælst stærsti flokkur landsins með allt að 30% fylgi í skoðanakönnunum, hefur vakið máls á því að ráðherrar verði ekki valdir úr hópi Alþingismanna, eins og nú er óformleg regla. Tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, sem ríkisstjórnin hefur ekki samþykkt, gera ráð fyrir því að ráðherrar séu ekki þingmenn.

Tilgangurinn er að auka aðskilnað framkvæmda- og löggjafarvaldsins, minnka völd einstakra flokka og stuðla að faglegri ráðningum og störfum ráðherra. 
Faglegt val á stjórnendum og öðrum starfsmönnum er talið afar mikilvægt þegar kemur að öðrum stöðum en þessum æðstu ábyrgðarstöðum samfélagsins.

Stundin fékk ráðningastofur til að meta gróflega hvort núverandi ráðherrar ríkisstjórnarinnar væru líklegir til að fá ráðningu ef þeir sóttu um stöðuna með opinberum ferilskrám sínum. Samhljóða niðurstaða var að tveir ráðherrar fengju ekki starfsviðtal ef stöður þeirra væru auglýstar, þau Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis og auðlindaráðherra. Sigrún gegndi stöðu borgarfulltrúa í áraraðir, en Gunnar Bragi stýrði veitingasölunni við bensínstöð N1 á Sauðárkróki áður en hann komst á þing og varð þingflokksformaður Framsóknarflokksins.

Þá var vafi á því hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fengi viðtal í stöðuna sem hann gegnir og metið afar ólíklegt að hann yrði ráðinn út frá starfsreynslu og menntun. „Menntun ófullnægjandi og starfsreynsla mjög takmörkuð,“ segir meðal annars í rökstuðningi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu